Dagblaðið - 22.11.1975, Side 6
6
Pagblaðið. Laugardagur 22. nóvember 1975.
MMBUBW
fijálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæindastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Kitstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Kitstjórnarfuiltrúi: Haukur Helgason
iþróttir: Hallur Simonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
Pétursson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halidórsson
Askriftargjald MOU kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Kitstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Þverholti 2, simi 27022.
Böllin hafa kontínúerazt
Litill vafi er á, að núverandi rikis-
stjórn hefur á rúmlega eins árs ferli
sinum sýnt hliðstæða léttúð i fjármál-
um og efnahagsmálum og næsta rik-
isstjórn á undan sýndi á sinum ferli.
Böllin hafa svo sannarlega kontinú-
erazt eins og i Kaupmannahöfn á
einokunar timanum.
Þetta framhald léttúðar kom fyrst fram i fjár-
lagafrumvarpi ársins 1975. Nýja rikisstjórnin not-
aði ekki tækifærið til að skera niður frumvarpið, áð-
ur en það var lagt fram. Nýkjörið alþingi notaði
ekki heldur tækifærið og stækkaði meira að segja
frumvarpið i sniðum við endanlega afgreiðslu þess.
Eftir siðustu áramót sáu menn, að þetta gat ekki
gengið. Þá var ákveðinn 3500 milljón króna niður-
skurður. Fjárveitinganefnd alþingis treysti sér
ekki, þegar á hólminn var komið, til meiri niður-
skurðar en 2000 milljóna.
Siðan gekk boltinn til fjármálaráðuneytisins, sem
treysti sér ekki einu sinni til að framkvæma þennan
litla niðurskurð, sem alþingi hafði þó fallizt á. Svo
leið fram á haustið og þá kom i ljós, að niðurskurð-
urinn var orðinn öfugur, — hallinn á fjárlögunum
mundi nema tæplega 1300 milljónum á árinu.
Nú segir Seðlabankinn, að skuldasöfnun rikisins
við bankann sé þegar orðin 3500 milljónir á árinu.
Þannig er 3500 milljón króna ráðgerður niðurskurð-
ur orðinn að 3500 milljón króna umframeyðslu.
Svona fer fyrir okkur, þegar enginn þorir að taka
vettlingalaust á neinu. Allar heilögu kýrnar i kerf-
inu fá að keyra á fullu fram i þjóðargjaldþrot. Alls
staðar er látið undan þrýstihópum til þess að halda
friðinn.
Seðlabankinn hefur núna slegið 7500 milljónir
króna i útlöndum til þess að fresta gjaldþrotinu og
gefa rikisstjórn og alþingi svigrúm til að hætta allri
léttúð og fara að horfast i augu við kaldan raun-
veruleikann.
Seðlabankinn lét ekki hjá liða i björgunaraðgerð-
um sinum að benda rikisstjórn og alþingi á, hvað af-
laga hafi farið. Höfuðvandamálið væri greiðsluhalli
rikissjóðs og óhófleg fjármögnun hálfopinberra
sjóða og opinberra framkvæmda.
Svo litla trú hefur Seðlabankinn á ráðamönnum
þjóðarinnar, að hann þurfti sérstaklega að taka
fram, að hið nýja 7500 milljón króna lán yrði að
endurgreiða!
Ennfremur taldi bankinn sig þurfa að taka fram,
að lánið ætti ekki að fara til framkvæmda. Ef til vill
hefur bankinn haft i huga Borgarfjarðarbrúna og
aðra slika óskhyggju, sem veður uppi hjá léttúðugri
rikisstjórn, sem telur sig þurfa að keppa við yfirboð
léttúðugrar stjórnarandstöðu.
Böllin hafa kontinúerazt. En nú er gleðskapnum
lokið. Seðlabankinn hefur fengið útlendinga til að
greiða til bráðabirgða veizluhaldavixilinn. Nú hafa
ráðamenn fengið svigrúm til að safna kjarki og
gripa til þeirra ráðstafana, sem dugað geta til að
koma útgjöldum og tekjum rikis og þjóðar i jafn-
vægi.
HAUSTSÝNING FÍM
Hvers ætti maður að krefjast
af Haustsýningu Félags
islenskra myndlistarmanna?
Að þar sé til sýnis tirval
islenskrar myndlistar í dag,
munu einhverjir svara. Liklega
er þetta öréttmæt krafa, sé mél-
ið skoðað ofan i kjölinn. beir
myndlistarmenn sem sýnt hafa
é érinu senda oft enga, eða þá
eiria slaka, mynd á Haustsýn-
ingu, Septem-sýningarnar
höggva einnig djhpt skarð i
þennan hóp, SÚMarar telja sig
ekki'eiga heima hér, — og loks
hefur það verið yfirlýst stefna
FIM að leyfa nýju fölki að
spreyta sig á þessum vettvangi.
Siðustu fullyrðingu mina sanna
dæmi: á sýningunni 1973 sýndu
30 félagsmenn á möti 25 utan-
félagsmönnum, árið 1974 var
hlutfallið 39 á móti 21, og i ár
sýna 29 félagsmenn á móti 21
utanfélags. Þátttakendur i
FtM-sýningunum hafa siðustu
árin verið 50—60 og flestir voru
þeir og verk þeirra i fyrra, enda
var þá plássið fyrir hendi. Það
sem vekur mesta athygli mina i
sambandi við þessa statistik er
hve fá verk voru send inn til
mats i ár, 210 alls, sem er nær
100 myndum undir meðallagi
siðustu ára.
Skyldi þetta vera vegna af-
stöðu FIM i Kjarvalsstaðamál-
inu eða einfaldlega timabundið
fyrirbæri? Kannski að hægt sé
að örva ungt fólk til dáða og þá
eldri til endurnýjunar með ein-
hvers konar verðlaunum á
Haustsýningu, fyrir besta verk
sýningar og besta framlag ný-
liða til dæmis.
Óæskileg samkeppni?
En sjálfsagt telja þá margir
óæskilega samkeppni komna
inn i spilið, sem ég held að sé
misskilningur þvi þroskaður
listamaður getur i raun ekki
„keppt við” aðra en sjálfan sig.
En semsagt, eins og nh er i.pott-
inn btiið getur þessi sýning vart
orðið nema vinalegt potpourri,
samansafn miðlungsverka eldri
manna og byrjendaverka nýlið-
anna með örfáum gleðilegum
undantekningum þó, eins og
venjulega.
t ár eru færri verk til sýnis en
ég man áður eftir, 96 alls, og
ræöur þar um að kjallari
Norræna htissins er þröngur og
hentar varla sýningu af þessu
tagi. En þetta plássleysi bætir
FIM sér upp meö skemmtilegri
nýbreytni, sýningum á vinnu-
stööum sem ætlaðar eru starfs-
fólki staðanna eingöngu, þar eru
til sýnis um 200 verk viðsvegar
um bæinn og á þetta merka
framtak örugglega eftir að auka
áhuga á myndlist og er mikil-
vægt skref i þá átt að þroska
myndrýni almennings.
Fjölbreytni minni
A sýningunni i Norræna htis-
inu hefur plássleysið komið
niður á fjölbreytninni, sérstak-
lega i vefnaði og sktilpttir, auk
þess sem grafik á sér ekki nema
einn fulltrha. En við höfum séð
góða vefara á kvennasýning-
unni og grafikmenn á sýningu
þeirra i vor og þvi er e.t.v.
ástæðulaust að vera að nöldra.
Málverk eru eins og svo oft áður
þungamiðja Haustsýningarinn-
ar og þar situr flest við sama
heygarðshomið, litlð um skap-
andi uppátækieða notkun nýrra
efna, þótt traust verk sé að finna
inn á milli. Jóhannes Geir sýnir
gömul verk og ný, krafturinn i
pentskhfinum er þar enn, en lit-
ir nýrri mynda hans eru farnir
að hallastyfir á sætbeiska plan-
ið. Mynd hans „Frá Laugar-
nesi”, frá þvi 1970 er hans besta
hér, einföld, kraftmikil og
markviss. Einar G. Baldvinsson
hefur áður gert betri myndir en
hér eru til sýnis. „Hornbjarg”
er óþarflega stirðlegt og „Gera
klárt” er enn tjóðruð við báta-
rómantik fyrirstriðsáranna.
Magnús á kostum
Verk MagnUsar Kjartansson-
ar eru afturámóti einn af há-
punktum s ýningarinnar.
„Collage”-tæknina fundu þeir
uppPicassoog Braqueá öðrum
tug þessarar aldar en á siðustu
árum hafa margir merkir lista-
menn fariö að kanna möguleika
hennar á ný með frábærum ár-
angri. Nægir að nefna banda-
rikjamanninn Robert Mother-
well og danann Asger Jörn.
Magntis hefur lengi dundað við
að tengja klipptan og rifinn
pappír maleriskri grind á
myndfleti sinum, og hér hefur
honum greinilega tekist það
fyrirtæki. Pappirnum er komið
fyrir af kimni og Utsjónarsemi
og áhorfanda er stritt með slitr-
um af orðum upp á dönsku. Til
hliðar við MagnUs sýnir nýliði,
Kjartan Asmundsson, dökka,
sUrrealska táknmynd um Breið-
holtshverfi og er honum um og
ó. Skemmtilegt innlegg er verk
annars nýliða, Steingrims E.
Kristmundssonar, sem nefnist
„79—13” og er gert með penna
og litblýanti. Setur hann þar
fram alls kyns myndrænar
tillöguri teiknimyndastil og eru
þær ekki tengdar rökrænt
saman, heldur er ætlað að
sikveikja á hugsanaperu
rýnanda án þess þó að teyma
hann á eftir sér i einhvern sann-
leiksbás. Liklega mun verk
Steingrims teljast til hins
myndræna afbrigðis
„conceptual” listarinnar og
með markvissari einföldun lof-
ar rriyndin góðu um framtiðina.
Verk Bjarna Ragnars Haralds-
sonar man ég ekki eftir að hafa
séð fyrr. Hann sýnir hér stóra
sUrrealska mynd sem sjokkerar
Þeirri staðreynd skal ekki
mótmælt að meginundirstaða
afkomu þjóöarinnar á siðustu
áratugum hefur verið fiskur og
útflutningur hans þótt margt
fleira hafi komið til, svo sem
margháttuð efnahagsaðstoð frá
aiþjóðastofnunum og siðast en
ekki slzt aðstoð frá Bandarikj-
unum I ýmsum myndum.
Staðreynd er það hins vegar
að hin auðugu fiskimið, sent af
flestum hafa verið talin ótæm-
andi forðabúr tslendinga einna
og hafa verið meðhöndluð
samkvæmt þvi, eru nú svo til
uppurin og ckkert getur bjargað
•þeim i bráð, heldur aðeins i
lengd, mcð algerri friðun og
stefnubreytingu á atvinnuhátt-
um landsmanna meðan unnið er
að endurmati og nýrri heildar-
löggjöf um sókn og nýtingu
þcssara auðlinda.
A meðan eru góð ráð dýr og
hefur enda verið lagður nokkur
kostnaður irannsóknir og leit að
öðrum uppsprettum sem gætu
orðið undirstaða afkomu lands-
manna, á svipaðan hátt og fisk-
veiðar hafa verið, eða hreinlega
komið i stað þeirra eins og nú
virðist nauðsyn á.
Vitað er að uppsprettur eða
auðiindir eru til staðar i landinu
sjálfu og miklu auðveldari við-
fangs til úrvinnslu og um leið
ódýrari að tilkostnaði heldur en
fiskveiðum og fiskvinnslu er
samfara. Verður vikið nánar að
þessu hcr á eftir.
En það hefur ekki gengið
átakaiaust að sannfæra hina
æfðu atkvæðaveiðara um að
Þverskurður
þrjózkunnar
aðrir þættir en sjávarútvegur
væru þess virði að ieggja á þá
aðaláherziu. Þannig hefur fisk-
ur og allt sem honum er tengt
verið þjóðinni og forystumönn-
um hennar á hverjum tima sú
biblla arös og efnahagsafkomu
að til þessa dags hefur þótt
miður björgulegt að leggja út i
og stofna til annars atvinnu-
reksturs en þeirrar erjusömu
húðsetu millifærslu- og sjóða-
kerfis sem islenzkur sjávarút-
vegur er.
Sjávarútvegur hefur og sjald-
an setið á sátts höfði gagnvart
ríkisvaldinu, einkanlega opin-
berum lánastofnunum, og þegar
millifærslurnar hafa ekki dugað
til að „halda úti flotanum” hef-
ur veriðgripið til niðurgreiðslna
úr ríkissjóði á flestum ef ekki
ölium rekstrarvörum þessa
meingallaða atvinnureksturs og
er jafnt á komið með útgerðinni
sjálfri og fiskvinnslunni að
hvorug atvinnugreinin getur
endurnýjað sig, nema með lán-
um sem nema unt 90%.
Ekki dugar það samt til og er
nú enn komið að einni „stöðvun-
inni”, og var það aðeins með
loforðum um nýja „aðstoð” sem
tókst að halda fiskvinnslustöðv-
um gangandi unt sinn á meðan
verið er að finna leiðir til að út-
deila bónbjörgum, en ckki til
þeirra fáu sent þó hafa sýnt ráð-
deild og hagkvæmni i rekstri
fiskvinnslu, — heldur til þeirra
sem gegnum árin hafa raun-
verulega verið „útgerðarstjór-
ar” hins opinbera og sótt þang-
að rekstrarfé hvort sem um