Dagblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 8
8
Oagblaðið. Laugardagur 22. nóvember 1975.
Spurning
dagsins
Ilvað er forseti tslands gamall?
Ingibjörg Pálsdóttir, auglýsinga-
stofu á Mogga: „Hann er svona
54, — ég dæmi það eftir útliti.”
Kristján Jóhannsson nemi: „For-
setinn? Hann er sirka 54. Hann er
svolitið ellilegur en samt ekkert
ofsalega.”
Kristin Sandholt nemi: „Ætli
hann sé ekki um sextugt, — hann
er það ellilegur.”
Steingrfmur Jónsson nemi: „Er
hann ekki fæddur 1916? Ég man
ekki hvenær á árinu.”
Birgir Aðalsteinsson verkamað-
ur: „Það er hrein ágizkun hjá
mér að hann sé 53ja ára.”
Birna Pálsdóttir flugfreyja: „Ég
held að hann sé fæddur 1916, i des-
ember.”
Kristján Eldjárn er fæddur að
Tjörn f Svarfaðardal 6. desem-
ber 1916. DB.
GJALDEYRIR FYRIR
BERAN BOSSA
Háaloftið
Þá er búið að bjarga þjóðinni
rétt einu sinni. Þeir i
bankanum, sem kenndur er við
seðla, gerðu það með sóma og
sann eins og þeirra var von og
visa: Tóku sér far út fyrir
pollinn og fengu vænt og rfflegt
lán svo nú hefur heldur hækkað i
gjaldeyrissjóðnum okkar. Þar
með léttir nokkuð áhyggjum
okkar i bili að minnsta kosti.
Þegar seðlabankastjórinn var
að segja okkur frá þessu
gegnum útvarpið, með sinni
ábyrgðarfullu landsföðurrödd,
sagði hann eitthvað á þá leið að
þetta hefði lánardrottinninn
gert i góðri trú á það að islend-
ingar réttu úr kútnum og stjórn-
uðu sinum fjármálum af viti.
Þeir eru ósviknir húmoristar
þarna hjá alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum.
Það hefur vist farið fram hjá
þeim að islendingar hafa litla
æfingu i að stjórna sér og hefur
tekist það heldur illa þann tima
sem þeir hafa fengið að reyna.
Það hefur liklega farið fram hjá
þeim lika að ef eitthvað er reynt
að stjórna eru óðara komin
verkföll og hvers konar önnur
skemmdarverkastarfsemi,
þannig að litlu máli skiptir
hvort stjórnin kennir sig við
vinstri eða hægri, viðreisn eða
uppreisn, og endirinn er ævin-
lega sá að stjórnarathafnir
flestar fara beinustu leið út um
þúfur.
En það þarf ekki verkföll til
svo að seglabúnaðurinn á
þjóðarskútunni verði eitthvað
skondinn. Innkaupastefna
okkar er lika mjög á reiki. í
fyrra var sagt frá frystikistu-
staflanum sem var að grotna
niður i ryði hjá einhverri skipa-
félagsskemmunni og hefur
sjálfsagt ryðgað til fulls þar
núna. Vel farið með gjaldeyrinn
þann. í vikunni sagði Dagblaðið
okkur frá bilum sem eru að
grotna niður úr ryði,
hreyfingarleysi og tæringu á
svipuðum slóðum. Vitleg
innkaup það. Visir sagði i
siðustu viku frá þvi hvernig þeir
hausa þorskinn á Suðurnesjum
—■ allt aftur undir gotrauf — og
henda svo haushelmingnum.
Bráðskynsamlegur bjargræðis-
vegur það.
En aílt er þetta þó hégómi hjá
nýjustu gjaldeyrisfjárfesting-
unni okkar. Við fundum sem sé
upp á þvi snjallræði að flytja inn
striplu frá Danmörku. Eva
Nielsen kvað hún heita þegar
hún er i fötum, Maria Theresa
þegar hún tinir af sér spjarirnar.
En það gerir hún fyrir pening
svo oft og þétt sem þvi verður
við komið i stöpum og
hlégörðum og sesörum — og
SIGURÐUR
HREIÐAR
HREIÐARSSON
sagan segir að það sé enginn
smáræðis peningur. Sem hún
vill að sjálfsögðu fá i gjaldeyri
þvi einhvers staðar las ég að
hún ætlaði að byggja sér eða
kaupa sér hús — og varla verður
það i Breiðholti. Og i
Danmörku þýðir vist litið að
ætla að kaupa sér hús fyrir
islenskar gullkrónur.
Það gengur ekki svona lipurt
að fá yfirfærslu fyrir þá
islendinga sem eru að flytjast
búferlum til annarra landa.
Nú er ekki nema gott og
blessað að fá að sjá svolitið
kvenholdá þessu kvennaári. En,
við eigum fullt af fallegum
kroppum heima fyrir, sem gætu
þegið bara venjulegar islenskar
krónur, svo ekki þurfum við að
taka nokkurra milljarða lán til
að fá þær til að kroppa utan af
sér garmana. Holt es heima
hvat, minnir mig að standi i
visri bók, og þessu hefði verið
nær að halda i ættinni.
Það má jafnvel gera þvi
skóna að við gætum komið
okkur upp einhverri Sigriði sem
á kvöldin héti Maria Antoinette
og gæti meira að segja tekið
ofan hausinn og dansað með
hann undir handleggnum, ef
draugum vorum væri ekki þvi
meir aftur farið. Og kannski
væri þá hægt að flytja hana út
og hafa örlitið upp i vextina á
láninu góða. En þótt hún mætti
vera með hausinn á réttum stað
erég handviss um að við gætum
fengið islenskar, hnellnar
hnátur til þess að sveifla
slæðum um naktar, ávalar
lendar og þrifleg þjó, láta
barminn dúa framan i áhorf-
endur og dilla drellinum fyrir
þá. Ég tala nú ekki um ef þær
gætu gert það að atvinnuvegi.
En kannski er það stjórn-
viska, sem þeir kunna að meta
hjá alþjóðasjóðnum, að taka
milljarðalán til þess að borga
fatafellu kaupið sitt i gjaldeyri.
Nokkrir smábílar í
deialunni
Alltaf verður erfiðara að
koma bilnum i stæði og maður-
inn þrengir æ meir að sér sem
honum fjölgar. Sem sjá má
verða bilar vart framleiddir
minni en þessir án þess að ná-
kvæmur og strangur megrunar-
kúr fylgi með til kaupenda.
Michelotti Diamonö 4
GM mini-bill