Dagblaðið - 22.11.1975, Side 14

Dagblaðið - 22.11.1975, Side 14
14 Pagblaðið, Laugardagur 22. nóvember 1975. Hvað segja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir sunnudaginn 23. nóvem- ber. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Svo kynni að fara að þú fengir að vinna heimilisstörfin að meiri hluta en þér ber. Biddu aðra um að gera það sem þeim ber. Vinur þinn mun eyða öllum efasemdum þinum um áætlanir ákveðins kvölds. Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Spáð er rólegum og yfirlætislausum degi en að kvöldi muntu uppgötva að þér hefur orðið meira ágengt en þig grunaði. Gerðu áætl- anir fyrir næstu viku. Hrúturinn (21. marz—20. april): Eitthvað meira en vinskapur virðist búa að baki einu vináttusambanda þinna. Þú ferð út að skemmta þér og mun það takast fram- ar öllum vonum svo að dagurinn endar i eintómum góðvilja og vinskap. Nautið (21. april—21. maí): 1 dag ættirðu að ræða sumarleyfisáætlanirnar við aðra. En allir aðilar verða gefa eftir jafnt og að krefjast. Þú gætir þurft að fresta áætlun- um kvöldsins vegna lasleika. Tviburarnir (22. mai—21. júni): Nú er lik- legt að þú hefjir ný kynni er eiga eftir að hafa mikið að segja fyrir þig. Orðaðu var- lega allt sem þú þarft að segja við nágranna f dag þvi athugasemdir þinar gætu auðveldlega misskilizt. Krabbinn (22. júni—23. júll): Þótt það sé þér freisting að bara rubba heimilisverk- um af skaltu hugsa þinn gang þvi það gæti farið i taugarnar á maka þinum eða vini. Eitthvað er þú lest reynist þér hjálplegt um einkaáætlanir. Ljónið (24. júii—23. ágúst): Þú ættir að vera sæll og ánægður allan daginn. Líkur eru á fréttum af barnsfæðingu og vel gæti gerzt að þú tækist ferð á hendur til að sjá barnið. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Þú virðist hafa miklu meiri áhrif á einn fjölskyldu- meðlim en þig grunar. Allt sem þú segir er tekið alvarlega og ættirðu því að hugsa þig um áður en þú talar. Vogin (24. sept,—23. okt.): Það gæti verið ætlazt til að þú sinntir velferðarmálum eldri borgara. Vinur þinn og þú gætu orðið smávægilega ósammála i kvöld. Reyndu að forðast að gera úr þessu alvarlega deilu. Sporðdrekinn (24. okt—22. nóv.): Allt sem þú skipuleggur þetta siðdegið er mjög sig- urstranglegt og þú verður sjálfsöruggur og fullur krafts. Ferðalög eru likleg en þú mátt búast við einhverjum töfum. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Nýr kunningsskapur gæti valdið þér vonbrigð- um núna. Einhver vandamál virðast koma upp i sambandi við vinskap en verið gæti að eldri manneskja kynni að leggja þar gott orð i belg. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Fáðu þér frekar hlédræga manneskju til að taka þátt i félagslifinu með þér, og munt þú eignast þar þakklátan vin. Neitaðu alveg að hlusta á fáránlega sögu sem sögð er af einhverjum er þú þekkir. Afmælisbarn dagsins: Mikið verður um breytingar þetta árið og óliklegt að þú fáir tima til að festast i einhverju vanafari. f þessu merki verður mikið um nýja vini og skyndilegar giftingar. Þú kynnir að flytja en þá frekar stutta leið. Fjármálin breytast stórlega. Hafernir í skrúðgöngu til messu Yngsta skátafélag borgarinnar minnist eins árs afmælis sins á morgun. Þetta er skátafélagið Hafernir. t félaginu starfa nú 230 börn og 6 fullorönir. Skortir mjög fullorðið fólk til aðstoðar við æskuna. Afmælisins er minnzt með skrúðgöngu frá Hólabrekkuskóla að Fellaskóla og þar hlýtt á messu sr. Hreins Hjartarsonar kl. 2. Um kvöldið er kvöldvaka i Fellaskóla. Er skorað á foreldra að koma og fylgjast með börnum sinum, sem sjá um skemmtunina að öllu leyti. ..... t Eiginmaður minn Gunnar Gunnarsson rithöfundur . lézt að morgni 21. þessa mánaðar. Franzisca Gunnarsson. '------- ------------ Tónabær: Pelican. Sesar: Diskótek. Klúbburinn: Kaktus og Kristall. Sigtún: Pónik og Einar. Hótel Borg: Kvartett Árna fs- leifs. óðal: Diskótek. Hótel Saga: Hljómsveit Ragnars Bjamasonar. Glæsibær: Asar. Lindarbær: Gömlu dansarnir. Ingólfscafé: Gömlu dansarnir. Leikhúskjallarinn: Skuggar. Skiphóll: Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Stapi: Haukar og Cabaret. Hellubió: Júdas. Þriðjudaginn 15. júli voru gefin saman i hjónaband Asa Benediktsdóttir og Jón Helgason. Þau voru gefin saman af séra Braga Friðrikssyni í Garða- kirkju. Heimili ungu hjónanna er að Safamýri 85, Reykjavik. Ljósmynd: Colour Art Photo Mats Wibe Lund Laugardaginn 26. júli voru gefin saman i hjónaband Regina Gréta Pálsdóttir og Einar Sveinn Hálfdánarson. Þau voru gefin saman af séra Guðmundi Óla Ólafssyni i Háteigskirkju. Heimili ungu hjónanna er að Krummahólum 6, R. Ljósmynd: Colour Art Photo Mats Wibe Lund. Skrifstofa félags einstæðra foreldra Traðarkotssundi 6, er opin mánu- daga og fimmtudaga kl. 3—7 e.h., þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 1—5. Simi 11822. A fimmtudögum kl. 3—5 er lögfræð- ingur FEF til viðtals á skrifstof- unni fyrir félagsmenn. Styrktarfelag van- gefinna vill minna foreldra og velunnara felagsins á að fjáröflunár- skemmtunin verður 7. des. næstk. Þeir sem vilja gefa muni i leik- fangahappdrættið vinsamlegast komi þeim í Lyngás eða Bjarkar- ás fyrir 1. des. næstkomandi. UTIVISTARFERÐIR Laugard. 22/11. kl. 13 Með Elliðaánum. Fararstj. Friðrik Danielsson. Verð 400 kr. Sunnud. 23/11 kl. 13. Með Hólmsá. Fararstj. Þorleifur Guðmundsson. Verð 500 kr. Fritt fyrir börn i fylgd með fullorðnum. Brottfararstaður B.S.í. (vestan- verðu). Útivist. Laugardagur 22/11 kl. 13. Gönguferð um Geldinganes. Fararstjóri: Guðrún Þórðar- dóttir. Verð kr. 500,-. Farmiðar við bilinn. Brottfararstaður: Umferðarmiðstöðin (að austan- verðu) SUNNUDAGUR 23/11 kl. 13. Gönguferð um Reynisvatnsheiði. Fararstjóri: Einar ólafsson. Verð kr. 500,- Farmiðar við bílinn. Brottfararstaður Umferðarmiðstöðin (að austan- verðu). Kaffisala Kvennanefnd Barðstrendingafé- lagsins I Reykjavik hefur kaffi- sölu I Domus Medica sunnudag- inn 23. nóvember. Húsið verður opnað kl. 2.30. Einnig verður kerta-og serviettumarkaður. öll- um ágóða verður varið til að gleðja gamalt fólk, ættað úr Barðastrandasýslum. Bræðrafélag Bústaðakirkju: Fundur verður i félaginu i Safn- aðarheimili kirkjunnar kl. 8.30 á mánudagskvöldið. Basar Basar Húsmæðrafélags Reykja- vikur verður sunnudaginn 16. nóvember kl. 2 að Hallveigarstöð- um. Félagskonur eru vinsamlega beðnar að koma munum i félags- heimilið að Baldursgötu 9, dag- lega frá 2—5 til laugardags. Sýningar Norræna húsið: Haustsýning Fé- lags islenzkra myndlistarmanna. Opið frá kl. 2—10. Sýningin stend- ur til 30. nóvember. Bogasalurinn : Batik&ýning Katrinar H. Agústsdóttur. Opið til sunnudagskvölds 23. nóvember frá klukkan 2—10. Kjarvalsstaðir: Gutenbergsýn- ingin. Opið frá 4—10 nema laug- ardaga og sunnudaga frá 2—10. Sýningin stendur til 27. nóvem- ber. Við Bernhöftstorfuna: Útisýning nemenda Myndlista- og handiða- skóla Islands á tillögum um Grjótaþorpið. Sýningin stendur yfir laugardag og sunnudag. 'Listasafn tsiands: Yfirlitssýning- in á verkum Jóns Engilberts hef- ur verið framlengd til sunnudags. Opið frá 1.30—4. Skipulagssýning Breiðholts Rétt er að minna á sýningu á skipulagi Breiðholts og þróun þess, sem haldin er í Fellahelli nú um helgina. Þar geta menn skilað af sér ábendingum um það er þeir telja að betur megi fara. HVAÐ ER AÐ? — lausn á „finnið fimm villur" bls. 10. M4 s 'Cn» Björn E Jónsson verkstjóri, Bogahlið 15, lézt 13. nóvember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. nóvember kl. 13.30. — Björn var fæddur að Helgavatni i Vatnsdal A-Húnavatnssýslu 9- nóvember 1899. Hann starfaði ár- um saman hjá Skeljungi i Reykjavik. Björn vann mjög að málum verkstjóra og var um langt skeið forseti Verks'tjóra- sambands Islands. Björn var kvæntur Vilborgu Ivarsdóttur og lifir hún mann sinn. Hjálpræðisherinn: Laugardagur: Kl. 14 laugardaga- skólinn i Hólabrekkuskóla. Sunnudagur: Kl. 11 helgunar- samkoma. Kl. 14 sunnudagaskóli. Kl. 20.30 æskulýðsvakningarsam- koma. Séra Frank M. Halldórs- sontalar. Hermannavigsla. Söng- hópurinn Blóð og eldur syngur. Strengjasveit og lúðrasveit. Allir velkomnir. Keflavikurkirkja: Sunnudaga- skóli kl. 11 árdegis. Messa kl. 2 slðdegis. Prófessor Björn Björns- son predikar. Aðalsafnaðarfund- ur eftir messu. Æskulýðssam- koma kl. 8.30 siðdegis. Séra Ólaf- ur Oddur Jónsson. Ytri—Njarðvikursókn: Messa i Stapa kl. 5 síðdegis. Séra Ólafur Oddur Jónsson. Laugarneskirkja: Messa kl. 2. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Séra Garðar Svavarsson. Digranesprestakail: Barnasam- koma I Vighólaskóla kl. 11. Guðs- þjónusta I Kópavogskirkju kl. 2. Altarisganga. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Starfsemi Gideonfélagsins kynnt. Séra Halldór S. Gröndal. Kársnesprestakall: Barnaguðs- þjónusta I Kársnesskóla kl. 11 ár- degis. Guðsþjónusta 1 Kársnes- kirkju kl. 11 árdegis. Séra Árni Pálsson. Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Bústaðakirkja: Barnasamkoma klukkan 11. Guðsþjónusta klukk- an 2. Séra Ólafur Skúlason. Langholtsprestakall: Barnasam- koma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Arelius Nielsson. óska- stundin kl. 4. Séra Sigurður Hauk- ur Guðjónsson. Aðalfundur safn- aðarins verður að lokinni messu. Sóknarnefnd. Filadelfia: Laugardagur: Minn- ingarsamkoma um Asmund Eiriksson kl. 20.30. Aðkomnir bræður og Willy Hansen tala'. sunnud.: Söng- og hljómleika- samkoma kl. 20. Lúðrasveit safn- aðarins leikur. Filadelfiukórinn og tvöfaldur karlakvartett syngja. Einleikur á orgel. Hanna Bjarnadóttir syngur einsöng. Að- komnir bræður flytja stutt ávörp. Kærleiksfórn I orgelsjóð. Þrjúbíó ó sunnudag Stjörnubíó: Forboðna landið með Tarzan. Austurbæjarbió: Fimm og njósn- ararnir. Laugarásbió: Vinur Indiánanna. Bæjarbió: Skytturnar þrjár. Tónabfó: Bleiki pardusinn. Nýja bió: Ævintýri Meistara Jak- obs. Gamla bfó: Þyrnirós.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.