Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.12.1975, Qupperneq 1

Dagblaðið - 04.12.1975, Qupperneq 1
t i i i i i i i i i i i i 1. árg.— Fimmtudagur 4. desember 1975 — 73. tbl. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022 FLUGFÉLÖG í „TRÚAR- BRAGÐASTRÍÐI"? - baksíða Húsnœðismálastofnun: TÍU SAGT UPP Tiu starfsmönnum Húsnæðis- málastofnunar hefur verið sagt upp störfum. Dagblaðið spurði Sigurð Guð- mundsso.n framkvæmdastjóra stofnunarinnar hvort þetta væri vegna fjárhagslegra erfiðleika. „Alls ekki,” sagði hann. Sigurður sagði að tiu lausráðnum starfs- mönnum i tæknideild hefði verið sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Flestir hefðu þeir upp- haflega verið ráðnir til tiu mán- aða. „Þetta gerum við til að geta haft frjálsar hendur, meðan verið er að athuga verkefni og starfs- mannaþörf næsta árs,” sagði Sig- urður. „Við hugsum okkur gjarn- an að endurráða að minnsta kosti eitthvað af þessu fólki ef i ljós kemur að þörf er fyrir það. 1 ýmsum skýrslum kemur fram að búast megi við sam- drætti i byggingariðnaði á næsta ári. Við viljum þvi hafa tækni- deild sveigjanlega þannig að fólki verði fækkað ef i ljós kemur að hönnunarvinna minnkar.” —HH KONURNAR RAÐA RÍKJUM í RAF- VEITUNNI í HAFNARFIRÐI — bls. 8 Hvað áttu að gera á slysstað? - bls. 14-15 Brautarnesi við Hringbraut i Keflavik, — hér varð hinn óhugn- anlegi atburður i gærdag. Litla myndin er af stúlkunni, sem lézt eftir átökin, Guðbjörgu óskarsdóttur. Ung stúlka lézt eftir ótök Tvitug afgreiðslustúlka i Keflavik lézt i gær eftir stimpingar við sextán ára skólapilt. Hún hét Guðbjörg óskarsdóttir, gift og móðir tveggja ungra barna.að Faxa- braut 38 D i Keflavik. Að sögn sjónarvotta bar þetta þannig til, að upp úr hádeginu kom pilturinn ásamt fleiri félög- um úr Gagnfræðaskóla Kefla- vikur inn i verzlunina Brautar- nesti við Hringbraut. Fór piltur þessi að áreita dreng, sem þarna var. Guðbjörg heitin mun hafa vitað að sá var með hjartagalla og vildi hún vernda hann fyrir áreitninni. Bað hún piltinn fyrst i stað að láta af striöninni, en þegar það bar ekki árangur, bað hún skólapiltinn að yfirgefa búðina. Þegar það hreif ekki fór hún fram fyrir borðið og reyndi með kröftum að koma honum út. Varð af þessu tusk milli þeirra Guðbjargar og skóla- piltsins. Mun hún hafa gripið i hár hans og hann sömuleiöis hafa náð taki á hári hennar. Ekki urðu átökin meiri og fóru piltarnir út. Þeir sjónarvottar, er eftir urðu, heyrðu brátt simtæki falla á gólfið i bakher- bergi verzlunarinnar. Var kom- ið að Guðbjörgu liggjandi þar. Gerðar voru ráðstafanir til þess að flytja hana á sjúkrahús og var hún meðvitundarlaus, er þangað kom. Lézt Guðbjörg skömmu siðar. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar i Keflavik hefur krufning enn ekki farið fram og er dánar- orsök þvi enn ókunn. —HP/JBP Fréttamaðurinn fró BBC var ungur sjóliði við íslandsstrendur í síðari heimsstyrjöld. Lögreglumenn frá Eskifirði haridtóku 53 ára gamlan frétta- mann frá BBC á veginum milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar kl. rúmle'ga hálffimm i gærdag. Frétta m aðurinn , Archie McPhee, kom i land á Neskaup- stað i gær með brezka skipinu Miranda, en það er sem kunnugt er við gæzlustörf hjá brezka flotanum og togaraflotanum á Islandsmiðum. Þegar bæjarfógetanum i Nes- kaupstað barst vitneskja um, að maður hefði farið i land úr Miranda án venjulegrar toll- og vegabréfsskoðunar hafði hann samband við dómsmálaráðu- neytið. Gaf það fyrirmæli um handtöku mannsins, sem fram- kvæmd Var i bliðskaparveðri seinni partinn i gærdag. McPhee var sjóliði i brezka flotanum i siðustu heimsstyrj- öld og meðal annars i Norður Atlantshafsflotanum. Aldrei kom hann þó til Islands, en sá landiö oft risa úr hafi. Þegar hann kom til Neskaupstaðar tók hann rútuna upp á Hérað og ætl- aði að ná i flugvélina til Reykja- vikur. En þegar hann varð þess áskynja að hann myndi verða stöðvaður og handtekinn, lagði hann af staö fótgangandi unz hann varð á vegi laganna varða. — sjó baksíðu Dynjandi stereó- músik í fjölskyldu- bílinn fyrir jólin? — munið getraunina okkar og hina glœsilegu vinninga — bls. 4 „Lœknarnir köstuðu mér út af slysadeild og veittust að konu minni" — lœknir kœrður til Sakadóms — baksíða Fréttamaður DB í ísrael varð fyrir órós heróín- smyglara! — Erl. fréttir bls. 6-7 „ 6 ^ DAGAR (j l TILJÓLA í

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.