Dagblaðið - 04.12.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 04.12.1975, Blaðsíða 8
8 t Rafveita Hafnarfjarðar: Þar raoa konurnar ríkjum „Ég vil nú ekki vera að töngl- ast á þessu kvennaári i sam- bandi við okkur hér,” sagði Bergþóra Bergþórsdóttir sem er fjármálastjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar. „Við vonum það auðvitað, konurnar hér, að við höfum valizt til okkar starfa vegna eigin hægileika en ekki af því að við erum konur”. Það fer, sem betur fer, i vöxt að konur, sem eru til þess menntaðar og gæddar hæfileik- um, veljist til starfa i hærri stöðum innan fyrirtækja og stofnana i stað verr menntaðra karlmanna sem setið hafa fyrir um stöður vegna þess eins að þeireru karlmenn. Hafnfirðing- ar hafa löngum riðið á vaðið með margt og hjá Rafveitu Hafnarfjarðar eru þrjár konur starfandi iháum stöðum. Berg- þóra Bergþórsdóttir, sem er að ljúka námi i viðskiptafræði, er fjármálastjóri Rafveitunnar, „Kannski hefur staða min áhrif á það að ég á engin börn ennþá. Ég get ekki hugsað mér að vinna heima,” segir Bergþóra Bergþórsdóttjr, fjármálastjóri. Harpa Bragadóttir er gjaldkeri og Helga Guðmundsdóttir er af- greiðslugjaldkeri. Yfir þeim er að visu rafveitustjóri sem er karlmaður en segja má að þær haldi föstum tökum um fjármál stofnunarinnar og það er nú nokkuð. ,,A móti mér sóttu einir sjö eða átta karlmenn,” sagði Bergþóra. „Enginn þeirra hafði sömu menntun og ég, utan einn, en hann var ekki úr Hafnarfirði. Harpa byrjaði stuttu á eftir mér og Helga tók við i ágúst. Þetta er því svo til nýskeð en hefur gengið ágætlega,” sagði Berg- þóra enn fremur. Hún taldi og vonaði að konur sæktu það fastar að komast i nám og að þær berðust fyrir rétti sinum varðandi stöðuveit- ingar. Nefndi hún %nnað fyrir- tæki i bænum þar sem mikill meirihluti starfsfólks væru kon- ur en þar réðu rikjum fáeinir karlmenn eins og tiðkaðist i slikum stofnunum. „í launatöxtum er auðvitað gert ráð fyrir jafnrétti en það er nú bara svo viða, eins og svo margar okkar vita, að karl- menn koma ekki inn i lægstu stöðurnar jafnvel þó að þeir séu ekki með tilskylda menntun til þess að sinna hærri stöðum.” Um stöðu sina, sem yfirmað- ur hjá störu fyrirtæki vildi Bergþóra ekki ræða neitt sér- staklega, hún hefði auðvitað manna forráð og sinnti fjármál- um fyrirtækisins. „Ég hef ekk- ert sérstakt kaup, er i 28. launa- flokki opinberra starfsmanna og get sagt til gamans að mað- urinn minn vinnur svipaða vinnu enda með sömu menntun”. Ein af ástæðunum fyrir þvi að konur hafa átt erfitt með að komast i hærri stöður er sú stað- reynd að þær ala börn. „Það má kannski til sanns vegar færa að erfitt er að missa yfirmann fyrirtækis úr vinnu i þrjá eða fleiri mánuði vegna barnsburðar en fram hjá þvi verður ekki litið að einhver verður að fæða börn,” sagði Bergþóra að lokum. HP Vi ✓ Sykurlaus og vítamínbœtt brauð ó markaðinn „Þetta eru vitaminbætt brauð og sykurlaus að auki,” sagði Ragnar Eðvaldsson bakari i Keflavik þegar við spurðum hann um „Heilsubrauðin” sem komin eru á markaðinn hér. „Við erum með tvenns konar brauð, hveitibrauð og blönduð brauð, úr rúgmjölsblöndu. — Við notum eingöngu bandariskt hveitisem er mun proteinrikara en hið evrópska, sagði Ragnar bakari. Brauðineru algjörlega sykur- laus, er notað zorbitol i stað syk- urs. 1 brauðin er bætt efni til þess að auka geymsluþol þeirra, þannig eiga þau að geymast i átta daga.” Brauðin eru i smekklegum plastpokum sem lokað er með klemmu. Utan á pokunum er prentað efnainnihald brauðanna og næringargildi sem er það sama i báðum tegundunum, nema hvað aðeins eru fleiri hitaeiningar i hveitibrauðunum. Næringargildiðer: Kolvetni 196, protein 38, fita 5, hitaein. 239, B-vitamin, B1 og B2 vitamin, járn og C-vitamin. A.Bj. Þær hafa stóran hluta valdanna isinum höndum, konurnar á skrifstofu Rafveitu Hafnarfjarðar þar sem þær umkringja fjármálastjórann. DB-mynd: B.P. Dagblaðið. Fimmtudagur 4. desember 1975. \ ENGINN HEFUR ENN MÓTMÆLT — þriðja uppboðinu að Hraunbrún 18 Nýtt uppboð hefur verið aug- lýst á húseigninni Hraunbrún 18 i Hafnarfirði um miðjan desem- ber. Er það hið þriðja i röðinni en þegar „annað og siðasta” uppboðið fór fram, var eignin slegin Ingvari Börnssyni fyrr- verandi bæjarlögmanni i Hafn- arfirði fyrir 2 1/2 milljón sem frægt varð með alls kyns eftir- köstum. Bæjarfógetinn sagði i viðtali við Dagblaðið að i auglýsing- unni um þriðja uppboðið hafi verið tekið fram að það sé aug- lýst með fyrirvara um að ekki komi fram mótmæli gegn þvi. Uppboðið var auglýst er fyrir lágu óskir kröfuhafa um nýtt uppboð og að fengnum úrskurði dómsmálaráðuneytisins um þriðja uppboðið. „Mér hafa enn engin mótmæli borizt gegn þriðja uppboðinu né heldur hafa mér borizt greiðslur til lúkningar þeim skuldum sem beðið varum uppboð fyrir i upp- hafi”, sagði Einar Ingimundar- son. Kristinn Ó. Guðmundsson bæjarstjóri sagði að Hafnar- fjarðarbær hefði greitt kr. 625 þúsund til fögeta. Sú upphæð er fjórðungur af söluverði hússins. Bærinn gerði þetta til að standa við uppboðsskilmála varðandi þaðboð sem bærinn telur Ingv- ar Björnsson hafa gert i nafni bæjarins en ekki i eigin nafni. Þá upphæð verður að greiða innan 14 daga. Kristinn kvaðst ætla að eig- andi Hraunbrúnár 18myndi fyr- irhiðauglýsta uppboðganga frá sinum málum við fógeta og myndi þá þriðja uppboðið ekki fara fram. ASt. Bif reiðaeftirlitið: Tekin verði upp krossapróf — á bílaprófum „Þess hefur gætt að fólk er þvingað og ráðvillt i spurning- um hjá okkur enda er fólk yf- irleitt óvant svona yfir- heyrsluaðferðum,” sagði Guðni Karlsson, forstöðumað- ur Bifreiðaeftirlits rikisins i viðali við DB. „Bifreiðaeftir- litsmenn af öllu landinu gerðu það þvi að tillögu sinni á nýaf- stöðnu þingi að tekin verði upp valpróf i fræðilega hluta bif- reiðarstjóraprófs’.’ Taldi Guðni, að slikt yrði mun vænlegra til árangurs, sérstaklega vegna þess að unga fólkið, sem er að taka prófin, er vanara þessum hætti á prófum. „Við erum ekki beint að gagnrýna núverandi fræöslu i umferðarmálum en við teljum að spurningarnar, sem við höfum núna og hlýðum próf- tökum yfir einum i einu, séu allt of mikill utanbókarlær- dómur,” sagði Guðni. „Auk þess teljum við að auka þurfi þekkingu utanbæjarfólks á akstri i þéttbýli og öfugt og með samræmdum valprófum teljum við okkur ná þvi marki.” Sagði Guðni að lokum bif- reiðaeftirlitsmenn hafa gagn- rýnt seinagang sem þeim fyndist vera á lagfæringu ýmissa reglugerða er varða bifreiðaeftirlit. HP. Economist gagnrýnir útreikninga Breta Brezka timaritið Economist gagnrýnir i siðasta hefti bæði útreikninga Breta og íslend- inga á þvi hve mikið unnt sé með góðu móti að veiða af þorski við ísland. Ritið segir að útreikningar Breta séu ekki áreiðanlegir. Þeir hafi fengið út 280 þúsund tonn sem sé byggt á sýnum sem tekinn hafi verið af upp- vöxnum fiski. En litið sé vitað um sambandið milli fjölda þorska sem veiðist á ýmsum aldri og seiðafjölda. íslend- ingar hafi lagt til að veidd skyldu 230 þúsund tonn. Það hafi verið byggt á hve margir fjögurra mánaða fiskar veið- ist þegar sýni séu tekin og sið- an reikni visindamennirnir út frá þeirri tölu hve margir muni verða uppvaxnir. Islend- ingar séu nýbyrjaðir að nota þessa aðferð. Hún hafi verið reynd af Bretum, Rússum og Norðmönnum i 14 ár og sé tal- in gagnslaus, segir ritið. —HH ÞAÐ VAR NORSKI FÁNINN Þvi miður var það ekki alls kostar rétt að islenzka fánanum væri veifað í landsleiknum milli íslands og Noregs. Landinn hafði ekki fyrir þvi að hafa slikt með sér til leiks. Það voru norskir læknastúdentar sem höfðu með sér norska fánann og veifuðu hon- um óspart meðan á leik stóð. Leiðréttist þetta hér með. Það gerist alltaf eitthvað í þessari Viku: Helmingi stœrra blað en venjulega — Fjölbreytt efni — Greinar og viðtöl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.