Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.12.1975, Qupperneq 9

Dagblaðið - 04.12.1975, Qupperneq 9
Hagblaðið. Fimmtudagur 4. desember 1975. ■N Samanburður ó pólitík og atvinnu í Vestur-Evrópu tSLENDINGAR MANNA HÆGRISINNADASTIR Islendingar eru með ihalds- samari þjóðum Vestur-Evrópu, samkvæmt þvi er brezka tima- ritið Economist segir. Hægri flokkar hafa aðeins meira fylgi i þremur rikjum, írlandi, þar sem þeir hafa 46,2%, V-Þýzka- landi (44,9%) og Austurriki (42,9%). Hér fengu hægri menn 42,8% I siðustu kosningum. Jafnaðarmenn hafa hvergi jafnlitið og á íslandi þar sem þeir fengu 9,1% atkvæða. Næst- minnst fengu þeir á Irlandi (13,7%) og svo á ítaliu (14,7%). Kommúnistar fengu i aðeins þremur löndum meira en á Is- landi. Þeir fengu 27,2% I siðustu kosningum á Italiu, 21,4% i Frakklandi og 18,9% IFinnlandi en 18,3% á Isiandi (Alþýðu- bandalagið). I Islandi vinna, samkvæmt töflu Economist, 37,5 af hundr- aði fólks við iðnað. Þetta er ekki ósvipað þvi sem gerist í hinum löndunum en i þeim sem lengst eru komin, er farið að fækka I iðnaði en fjölga mikið við þjón- ustu. A Islandi vinna 46,6% við þjónustu. I hinum þróuðustu er þetta hlutfall orðið 50—60%, svo sem 63,8% i Sviþjóð, 57,9% i Hollandi og 58,1% i Danmörku. Hlutur landbúnaðar er viða — jafnaðarmenn í mestri niðurlcegingu hér mun meiri en hér. Ritið telur fiskveiöar með landbúnaðinum og fær út að á íslandi vinni 15,9% við þau störf. A Bretlandi fer þetta hlutfall niður i 2,9%, 3,7% i Belgiu en er hæst 24,3% á írlandi. Economist fjallar um viðgang jafnaðarmanna sem eru stærstu flokkarnir i flestum rikjum Vestur-Evrópu en hafa þó ekki jafnmikið atkvæðafylgi og hægri flokkarnir að öllu saman- lögðu, og veldur þvi einkum að kommúnistar hafa verið öflugri en jafnaðarmenn á Italiu og I Frakklandi (auk Islands). —HH Hvöss ádeila Kristjáns J. Gunnars- sonar: Mœlir með hlutlausum hernaðarsérfrœðingi — gagnrýnir andvaraleysi í varnarmálum „Svo gæti farið að Islendingar réttu aldrei við aftur sem sjálf- stæð þjóð,” sagði Kristján J. Gunnarsson I framsöguræðu fyrir tillögu sinni á Alþingi sem sagt var frá i blaðinu I gær. Hann gagnrýndisofandahátt við skipulagningu varna landsins. Kristján kvaðst vilja taka greinilega fram að ekki kæmi til greina að krefjast afgjalds af herstöðini,það er að láta Banda- rikin greiða fyrir hana. Hann lagði mesta áherzlu á þrjú at- riði. 1 fyrsta lagi þyrftum við að fá alla okkar landhelgi, raun- verulega, helzt strax. Við þyld- um ekki neina bið ella fengjum við of litinn afla sjálfir. Þá yrð- um við að geta selt þann fisk, sem við veiddum, á kostnaðar- verði á mörkuðum i vestrænum löndum. „Þetta er að verða al- varlegt núna vegna mikilla nið- urgreiðslna hjá hinum rikjun- um. Það verður eitt alvarleg- asta málið á næstu árum,” sagði Kristján I viðtali við Dag- blaðið. „Þeir eiga að sjá til þess að við njótum auð- lindanna” „Það eigum við að fara fram á viö vestræn riki, vegna þess að „við erum tengd þeim efnahags- lega, viðskiptalega og i varnar- málum að þau sjái tilþess að við fáum að njóta okkar náttúru- auðlinda, það er fiskimiðanna. Þau verða að viðurkenna rétt okkar til þess og veita okkur heiðarleg viðskiptakjör. Við eigum ekki að þurfa að sæta undirboðum. I þessu förum við ekki fram á ölmusu, „sagði Kristján, „held- ur sjálfsagðan hlut i samskipt- um vinaþjóða.” Þriðja atriðið, sem Kristján lagði áherzlu á, voru almanna- varnir ef koma skyldi til hern- aðarátaka. Hann sagði að mikið andvaraleysi rikti i þeim efn- um. Helmingur þjóðarinnar byggi á samfelldu þéttbýlis- svæði á suðvesturhorni lands- ins. Hann benti á að rekja mætti I sögum allra styrjalda að ekki væri sama að verja land og að gæta öryggis þjóðar. Svo" gæti farið i striði að Is- lendingar risu aldrei við á ný sem sjálfstæð þjóð. Um þetta atriði hefði ekki verið hugsað i skipulagi varna og almanna- vama. Við ættum engan hern- aðarsérfræðing, þvi miður. Slikt væri mjög misráðið en úr þvi að svo væri ættum við að fá hern- aðarlega menntaðan, hlutlaus- an sérfræðing til að meta stöðu okkar og hvernig fyrirfram ætti að bregðast við ófriði. Kristján leiddi hins vegar rök að þvi að við ættum að vera á- fram I Atlantshafsbandalaginu. Þingsályktunartillaga hans gengur, eins og fram hefur komið, út á að rikisstjóminni verði falið að óska eftir viðræð- um við Efnahags- og Atlants- hafsbandalagið þannig að litið verði I samhengi á hagsmuni Is- lands i þeim málaflokkum sem um ræðir og fram kemur hér að framan —HH KYNNA SJÁVARAFURÐIR í FORMI JÓLAGJAFA Hér sjást þeir Jóhannes Jóns- son verzlunarstjóri Sláturfélags Suðurlands i Austurveri og Magnús Erlendsson frá Lions- klúbbnum Baldri. Þeir eru með hinar vinsælu gjafaöskjur með niðursuðuvörum sem klúbbur- inn hefur til sölu I verzlunum Sláturfélagsins. I öskjunum er fjölbreytt úrval islenzkra niður- suðuvara svo sem kavíar, murta, sild og fleira. Þessar öskjur hafa mikið verið notaðar til gjafasendinga til vina, kunn- ingja og viðskiptamanna er- lendis og eru um leið ágæt kynn- ing á islenzkum sjávarafurðum. Sjónvarpstækin hafa langa og mjög góða reynslu. Þekkt fyrir tæra og.góða mynd. iStór hátalari|skilar afburða tónlgæðum. Mjög góðir greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT & CO HF Bergstaðastræti 10 Símar: 16995 — 21565 nýtt í hverri Viku Jólasaga — Jólaföndur — Jólamatur — Jólakrossgáta

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.