Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.12.1975, Qupperneq 23

Dagblaðið - 04.12.1975, Qupperneq 23
Pagblaðið. Fimmtudagur 4. desember 1975. Útvarp 23 Sjónvarp D Útvarp kl. 20,10 í kvöld: Baróttan milli góðs og ills í íslenzku leikriti ,Höfuðbólið og hjóleigan' Leikendurnir I Höfuðbólinu og hjáieigunni viö upptöku verksins: Anna Kristin Arngrimsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, leikstjórinn Gisli Halldórsson, höfundurinn Sigurður Róbertsson, Þorsteinn Ö. Stephensen, Helgi Skúlason og Rúrik Haraldsson. Ljósm. DB Bjarnleifur. — Útvarpsleikrit kvöldsins fjallar i stuttu máli um barátt- una milli góðs og ills á nýstár- legan og gamansaman hátt, segir i kynningu á leikritinu. Þar koma við sögu ekki ó- merkari „persónur’’ en Drott- inn allsherjar, Lúsifer, Gabriel erkiengill, Adam og Eva og að sjálfsögðu höggormurinn. Öll eiga þau við sin vandamál að striða og sum ekki ósvipuð þeim sem við i dag. Þeirri bar- áttu er ekki lokið og er hress- andi að hvila sig i skugganum af skilningstré góðs og ills og hlusta á leikritið sem nefnist Höfuðbólið og hjáleigan. Höfundur þess er Sigurður Róbertsson og leikstjóri er Gisli Halldórsson. Sigurður Róbertsson er fædd- ur árið 1909 i Fnjóskadal. Hann hóf rithöfundarferil sinn árið 1938 með smásagnasafninu Lagt upp i langa ferð. Hann hefur gefið út tvö smásagnasöfn, sex skáldsögur og þrjú leikrit. Auk þess hefur Sigurður skrifað eftirtalin leikrit sem eru óprentuð: Dimmuborgir er Þjóðleikhúsið sýndi árið 1963, var það leikrit einnig flutt i út- varpinu 1964. Stormurinn, flutt i útvarpinu 1972. Það verk hefur einnig verið leikið á leiksviði af Leikfélagi Sauðárkróks. Fram- haldsleikrit útvarpsins árið 1974, Hans hágöfgi og Mold sem flutt var i útvarpinu 1965. Flutningur leikritsins Höfuð- bólið og hjáleigan hefst kl. 20:10 og lýkur kl. 22. —A.Bj. Barnatími útvarpsins kl. 16,40: Verk Halldórs Laxness kynnt börnum í dag Gunnar Valdimarsson er umsjónarmaður barnatímans i dag. Samfelld dagskrá úr verkum Halldórs Laxness verður i barnatimanum i dag sem er á dagskrá kl. 16:40. Stjórnandi timans er Gunnar Valdimars- son. M.a. les Helga Hjörvar kafla úr Sölku Völku, Islandsklukk- unni, og Sjálfstæðu fólki. Guðrún Tómasdóttir syngur Barnagælu frá Nýja Islandi og islenzkt vögguljóð á hörpu. Þá les skáldið sjálft kafla úr Brekkukotsannál sem hljóðrit- aður var árið 1963. Gunnar Valdimarsson hefur áður kynnt islenzka rithöfunda i barnatimanum, þá Ólaf Jóhann Sigurðsson, Þórberg Þórðarson, Þorstein Valdimarsson og Jó- hannes úr Kötlum. Á næstunni verða verk Gunnars Gunnars- sonar, sem nú er nýlátinn, kynnt. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að kynna börnum verk höfuðskálda og rithöfunda,” segir Gunnar Valdimarsson. „Ég hef þá trú að börn geti til- einkað sér annað efni en það sem kallað er sérstákt barna- efni. Ég hef alltaf verið dálitið gagnrýninn á, að eitthvert efni sé sérstaklega fyrir börn,” sagði Gunnar Valdimarsson. —A.Bj. m Utvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni I Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Um atvinnumál fatl- aðra. Siðari þáttur: Verndaðir vinnustaðir. 1 þættinum er m.a. rætt við fólk sem á þeim vinnur. Umsjónarmenn: Gisli Helgason og Andrea Þórðardóttir. 15.00 Miðdegistónleikar. [ Amadeus-hljóðfæraflokkur- inn leikur Strengjakvintett i C-dúr op. 163 eftir Schubert/William Bennett og Grumiaux-trióið leika Kvartett fyrir flautu og strengi i C-dúr (K285) eftir Mozart. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Barnatimi: Gunnar Valdintarsson stjórnar. Samfelld dagskrá úr verk- um Halldórs Laxness. M.a. les Helga Hjörvar kafla úr „Sölku-Völku”, „Islands- ídukkunni” og „Sjálfstæðu fólki”. Guðrún Tómasdóttir syngur „Barnagælu frá Nýja Islandi” og „islenskt vögguljóð á hörpu”; einnig les skáldið kafla úr „Brekkukotsannál”, sem hljóðritaður var 1963. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Lesið i vikunni.Haraldur Ólafsson talar um bækur og viðburði liðandi stundar. 19.50 Einsöngur i útvarpssal: Sigriður E. Magnúsdóttir syngur lög eftir Jakob Hallgrimsson. Jónas Ingi- mundarson leikur á pianó. 20.10 Leikrit: „Höfuðhólið og hjáleigan” eftir Sigurð ; Róbertsson. Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Persónur og leikendur: Drottinn allsherjar: Þorsteinn O. Stephensen. Gabriel erki- engill: Rúrik Haraldsson. Lúsifer: Helgi Skúlason. Adam: Hjalti Rögnvalds- son. Eva : Anna Kristfn Arn- grimsdóttir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor ! Vilhjálmsson. Höfundur les (22). 22.40 Krossgötur. Tónlistar- þáttur i umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 5. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl.7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimikl. 7.15, og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl.8.45: Guðbjörg ólafsdótt- ir les sögu sina „Björgu og ævintýrasteininn” (4). Til- kynningar kl.9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Úr hand- raðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Filharmoniusveitin i Vin leikur „En Saga”, sinfóniskt ljóð op. 9 eftir Sibelius; Sir Malcolm Sargent stjórnar. Elisabeth Schvvarzkopf og Dietrich Fischer-Dieskau syngja þýsk þjóðlög i úts. Brahms, Gerald Moore leikur með á pianó/Sinfóniuhljómsveitin i Minneapolis leikur „Capriccio Italien” eftir Tsjaikovski; Antal Dorati stj.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.