Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.01.1976, Qupperneq 2

Dagblaðið - 19.01.1976, Qupperneq 2
2 Bifreiðaeigendur — ryðvarnartilboð Notið timann i ófærðinni og umhleyping- unum. Haldið við verðgildi bifreiðarinnar. Látið ryðverja strax. Bjóðum 15% afslátt auk hreinsunar á vél og vélarhúsi. Tékkneska bifreiðaumboðið Auðbrekku 44 — 46. Simi 42604. Úrvals kjötvörur og þjónusta 'xcvensr) AVALLT EITTHVAÐ GOTT í MATINN Stigahlíð 45-47 Sírni 35645 Allar vðrur ó útsðlu 10—60% afsláttur Buxur — Peysur — Úlpur — Kjólar — Skyrtur — o.m.fl. Póstsendum um allt land Veizlusalir Hótel Loftleiöa standa öllum opnir HOTEL LQFTLEIÐIR Pagblaðið. Mánudagur 19. janúar 1976 l^^m^mtmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^^m^^mmmmmmmmmmmmmmmmmm^m^mmmm^mi Segið jó takk, nœst þegar guðsbðrnin bjóða þér bœkling Unnur ólafsdóttir, Kópavogi, skrifar: ,,Ég skrifa eingöngu til að þakka manninum, sem skrifaði undir fyrirsöginni Guðsbörn — hvað er það? kærlega fyrir orð sin. Ég hef ekki mikla reynslu af Guðsbörnunum og trú þeirra, en lifnaðarhætti þeirra og þolin- mæði mætti margur „betri borgari” taka til fyrirmyndar. Oft hef ég séð Guðsbörnin i Austurstræti við að dreifa blöð- um sinum og bæklingum. Það er virðingarvert, hversu þolinmóð þau eru við fólk, sem litúr á þau eins og einhverjar óæðri verur, bæði með orðum og augnatilliti. Fólk er svo fanatiskt i sér, að það hefur myndað sér skoðun fyrirfram um þennan yndislega hóp. Margir, sem ég hef talað við, halda þvi fram, að Guðsbörnin séu letingjar, sem ekki nenni að vinna. En veit fólk i raun og veru, hversu mikil vinna liggur á bak við útgáfu blaðanna, sem þau dreifa, svo að ekki sé minnst á að standa úti i kuldan- um og reyna að svara fólki kur- teislega, er það er með skit- kast út i hópinn? Að lokum, lesandi góður: Hvernig væri að segja já, takk, næst, þegar þér verður boðinn bæklingur frá Guðsbörnunum? Þegar þú hefur kynnt þér efni hans, geturðu fyrst myndað þér skoðun um börnin og lifsviðhorf þeirra.” Raddir lesenda 1 lesendabréfi Sigurðar Jónssonar flugmanns, sem birtist 15. janúar varð smá misskilningur. Þar segir i myndatexta, að setja þurfi vökvastýrðar undirstöður undir Kröfluhúsið til að það standist jarðskjálfta. Mein- ing Sigurðar var önnur, sem sé sú að setja vökvastýrðar undirstöður undir tækjabún- að stöðvarinnar, gufu- hverfla, rafala og þess hátt- ar. —ÁT— Guðsbarn að störfum i Austurstræti. DB-mynd: Björgvin. Ósmekklegt af sjónvarpinu að sýna Kópaskersbúum jarðskjólftamynd daginn eftir hörmungarnar Björn Guðmundsson, Lóni I Kelduhverfi, skrifar: „1 þættinum „Nýjasta tækni og visindi” i sjónvarpinu á mið- vikudaginn var f jallað um ýmsa hluti. Aðalinntak þáttarins var þó frásögn með myndum af jarðskjálftunum miklu i San Francisco. Ég leyfi mér aö gagnrýna hina óheppilegu timasetningu á annars fróðlegu efni. Slikt efnis- Óhentugur sjónvarpsþóttur Jón Þorsteinsson hringdi: „Mig langar til að vekja at- hygli á þvi að ég tel að sjón- varpsþáttur Arna Þórs Eý- mundssonar, sem sýndur var á þriðjudagskvöldið, sé ekki nógu góður. Þáttur þessi er erlendur og á að sýna akstur i snjó. Alit mitt er að ekki sé nægilega mik- ill snjór þarna til að við Islend- ingar getum dregið nokkurn lærdóm af honum. I snjóþyngsl- um siðustu daga hefði verið þörf á að fá raunhæfari kennslu með mynd sem sýndi aðstæður okkar Islendinga betur. Annars hef ég ágæta lausn fyrir þá ökumenn sem eiga i vand- ræðum að aka i snjóþyngslum. Haldið ykkur bara á leiðum strætisvagnanna. Þær eru alltaf vel ruddar og góðar þó að ófært sé annars staðar. Ef þið farið eftir þessu en hættiðykkurekki i hliðargöturnar komizt þið leiðar ykkar óhindrað.” val á þessum tima er fullkomið tillitsleysi við það fólk, sem hér var að flýja heimili sin daginn fyrir þennan þátt og raunar einnig sama dag og hann var fluttur. Ég tel ekki þörf á að rökstyðja þetta frekar, né held- ur að lýsa þvi, á hvern hátt þessi þáttur snerti tilfinningar fólks hér um slóðir. Vitanlega er þetta gert i hugs- unarleysi, og þvi óviljandi að þvi leyti, sem ég gagnrýni þátt- inn, sem sýndur var á röngum tima. Ef til vill er þetta aðeins mat fólksins hér en ekki annars staðar á landinu. Ég tel þó vist, að aðrir skilji afstöðu mina, sem er ekki sprottin af meinbægni. Sérstaklega vil ég að lokum taka það fram, að þessi gagn- rýni byggist á persónulegri skoðun minni einvörðungu, þótt ég kannist við svipuð viðhorf fleiri manna. Erfitt er að gera svo öllum liki, og þátturinn, sem ber heitið „Nýjasta tækni og visindi” er með betra sjónvarpsefni. En á miðvikudaginn var efnisvalið mjög óheppilegt og gagnrýni ég það hiklaust i fullri alvöru.”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.