Dagblaðið - 19.01.1976, Page 6
6
Dagblaðið. Mánudagur 19. janúar 1976
Sovétríkin stœrsti olíu-
framleiðandi heims 1975
Sovétrikin voru stærsti oliu
framleiðandi heims á nýliðnu ári
Framleiðslan i Sovétrikjunum
varð alls 490 milljónir tonna, að
þvf er segir i timaritinu
„Petroleum Economist.” Fram
leiðsla Sovétmanna jókst um
þrjátiu og eina milljón tonna frá
árinu á undan.
t öðru sæti voru Bandarikja-
menn, sem framleiddu 468,5
milljón tonn og i þriðja sæti
Sádi-Arabar með 333,3 millj.
tonna.
Bandarikjamenn hreinsuðu þó
mest af oliu, eða 12.9 millj. tunnur
daglega, en Sovétmenn hreinsuðu
7.8 milljón tunnur daglega.
Sovézkur oliuiðnaður hefur
tekið miklum framförum á
undanförnum árum og hafa þar-
lendir nú aðstöðu til vinnslu allra
þátta framleiðslunnar. Nýjar og
stórar verksmiðjur, búnar
fullkomnustu tækjum, hafa aukið
njög nýtingu oliuframleiðslunn-
ir og sjálf oliuhreinsunin er ein
helzta tekjulind sovézka efna-
hagslifsins.
Bandariska timaritið ,,0il and
Gas Journal” segir frá þvi ný-
lega, að þarlendis hafi að undan-
förnu orðið mikil aukning á fram-
leiðslu hreinsaðrar oliu. bað, auk
minniháttar launahækkana og
stöðugs verðlags, hafi skapað
hreinsunariðnaðinum tekjur upp
á tæpa tvo milljarða dollara (340
milljarða isl. kr.) árið 1973. Til
samanburðar er þess getið, að
tekjurnar hafi verið 1,55 milljarð-
ar dollara 1970 og 755 milljónir
dollara 1965.
Samstarfsnefnd Hol-
lendinga og S-Mólúkka
Hollenzka stjórnin og leiðtog-
ar suður-mólúkkanska þjóðar-
brotsins i Hollandi hafa komið
sér saman um að setja á lagg-
irnar nefnd til að kanna vanda-
mál flóttamannanna.
Var þetta ákveðið á fundi,
sem hollenzka stjórnin féllst á
að halda er tveir hópar S-
Mólúkkeyinga rændu fjölda
manna i járnbrautarlest i
Beilen og indóneslsku ræöis-
mannsskrifstofunni i Amster-
dam i siðasta mánuði. Fund-
urinn var eitt þeirra skilyrða,
sem mannræningjarnir settu
fyrir uppgjöf sinni.
Suður-Mólúkkeyingarnir
berjast fyrir sjálfstæði heima-
lands sins, Suður-Mólúkkaeyja,
sem er 150 eyja klasi suður af
Indón.esiu, en eyjarnar voru áð-
ur fyrr hollenzk nýlenda.
t stuttri yfirlýsingu hollenzku
stjórnarinnar eftir fundinn, sem
stóð i þrjá tima, sagði að báðir
aðilar hefðu ákveðið að halda
frekari fundi til að setja á lagg-
irnar nefnd Hollendinga og Suð-
ur-Mólúkkeyinga.
í yfirlýsingunni sagði að hol-
lenzka stjórnin hefði skilning á
alvöru hugsjóna eyjaskeggja en
gæti ekki stutt þær.
„Ástkonum" Kennedvs fiölqqr:
Segir John F. Kennedy hafa
borgað fóstureyðinguna
Þekkt samkvæmislifsdama i
San Francisco, Joan Hitchcock,
heldur þvi fram að John F.
Kennedy, fyrrum Bandarikja-
forseti hafi gert sér barn áður
en hann varð forseti, en fóstrinu
hafi verið eytt á kostnað Kenne-
dys.
í viðtali við Reuter á glæsi-
legu heimili hennar, sagði frú
Hitchcock, sem nú er 43 ára, að
Kennedy hefði sent henni fjögur
hundruð dali, þegar hún varð ó-
frisk. Hún sagði honum siðar að
peningarnir hefðu týnzt i pósti
og þá sendi hann aðra fjögur
hundruð dali með sérstökum
sendiboða.
1 viðtalinu sagði frú Hitchcock
að Kennedy hefði verið mjög
„kjarnyrtur” þegar hún sagði
honum að fyrri peningasending-
in hefði greinilega týnzt.
Fyrst var sagt frá sambandi
Kennedys og frú Hitchocks i
vikublaðinu Star. Blaðið átti
viðtal við frúna fyrir átta mán-
uðum siðan en grein, sem byggð
var á þvi viðtali, var ekki birt
fyrr en skömmu fyrir helgina.
Hún segist hafa verið gjör-
samlega peningalaus, þegar
hún hitti Kennedy á krá i Santa
Monica i Kaliforniu, en hann
var þar ásamt systur sinni Pat-
riciu og fyrrum eiginmanni
hennar, leikaranum Peter Law-
ford.
Frú Hitchcock, sem hefur
verið gift fjórum sinnum, segir
REYKJAVÍK
i Herradeild JMJ
VIÐ HLEMM
MitSTU
UACA
að Kennedy hafi bundið enda á
samband þeirra þegar hann var
Kenncdy. allar vildu þær elska
hann.
útnefndur forsetaefni Demó-
krataflokksins 1960.
„Ég talaði siðast við hann
kvöldið sem hann var útnefnd-
ur,” sagði frú Hitchcock.
Að sögn hennar stóð ástasam-
band þeirra i þrjú ár, eða frá
1957. Það varð siðan smám
saman að engu.
Frúin, sem er aðlaðandi kona
og vel þekkt i San Francisco
fyrir samkvæmishald sitt, seg-
ist eiga „sérstakar minningar”
um hinn látna forseta.
Þegar hún var spurð hvort
Kennedy hefði verið beztur
elskhuga hennar, svaraði hún:
„Það er allt svo afstætt — af-
stætt gagnvart þeim, sem mað-
ur er með daginn eftir.”
I fyrra reyndi frúin að ná kjöri
i borgarstjórn San Francisco,
en án árangurs. Hún býr i stóru
húsi i borginni ásamt fjórum
börnum sinum, sem eru á aldr-
inum 11-19 ára.
Mark Fielder, 33 ára gamall
kennari, sem er umboðsmaður
frúarinnar i viðleitni hennar við
að fá söguna birta, var spurður
að þvi hvers vegna það væri
ekki fyrr en nú, að hún kæmi
fram i dagsljósið.
„Hún vill vera stjarna,” svar-
aði hann.
Frú Hitchcock er önnur konan ■
á stuttum tima sem segist hafa
verið ástkona Kennedys. Nokk-
uð vist þykir, að hin fyrri,
Judith Campbell Exner, sé
aðallega i peningaleit, enda er
vitað, að eiginmaður hennar,
sem er misheppnaður golfleik-
ari, vilji geta staðið á eigin fót-
um fjárhagslega.
Blaðastríð í París
Starfsmenn Parisarblaðsins „Le Parisien Libere,” sem átt hafa I
útistööum við eigendur blaðsins I nærri heilt ár vegna launakjara og
vinnuaðstöðu, gripu I siðustu viku til aögeröa, sem voru fremur
óvenjulegar eins og sjá má af myndinni að ofan. Starfsfólk dreif-
ingardeildar blaðsins tók um helming upplagsins og dreiföi þvi
skipulega um göturnar fyrir framan húsið.