Dagblaðið - 19.01.1976, Side 11

Dagblaðið - 19.01.1976, Side 11
Pagblaðið. Mánudagur 19. janúar 1976 11 Það er kannski ekki undar- legt, þvi umdeið og Skugginn tók i gikkinn hringdu klukkurnar, sem boða komu lestarinnar inn á járnbrautarstöðina. Skugginn gerir ekki slik mistök. Lögreglan viðurkennir, að hún sé ráðþrota gagnvart Skugganum. Þessi átta morð hafa verið framin á sjö ára timabili. Aldrei hefur Skugginn skilið eftir sig minnstu verksummerki. Engin spor, engin merki á likunum nema hnifstungurnar og skot- sárið. Hann færir likin úr undir- buxum, en það hefur heldur ekki fært lögregluna nær þvi að ráða gátuna. Kynferðislega brjálaður sadisti ,,Við vitum það eitt,” segir André Grevaudan, sem er yfirmaður lögreglunnar i Criel, ,,að maðurinn hlýtur að vera haldjnn kvalalosta og að hann er kynferðislega brenglaður. Hann reynir einatt að hafa sam- farir við likin, en það virðist aldrei hafa tekizt.” Lögreglan er þeirrar skoðun- ar, að Skugginn sé að reyna að hefna sin fyrir að vera mis- heppnaður á kynferðissviðinu — með öðrum orðum getulaus. ,,1 rauninni er það hið eina, sem við vitum um manninn,” segir Grevaudan lögreglufor- ingi. ,,Hann er vafalaust venju- legur fjölskyldumaður, sem fær sér vinglas á kránni og skammast út i forsetann eins og allir aðrir.” Ferillinn Blóðugur ferill Skuggans i Nogent er þessi: — Janúar 1969: fyrsta árásin, sem misheppnaðist. — Janúar 1969: fertug kona myrt. — Nóvember 1969: tæplega fimmtug kona myrt. — Febrúar 1973: þritug kona myrt. — Mai 1973: ung stúlka myrt ásamt unnusta sinum, sem var i nágrenninu fyrir hreina tilviljun. — Janúar 1974: sjötta morðið. Sömu vopn: hnifur og byssa. — Nóvember 1975: hálfþritug kona myrt. — Janúar 1976: Francoise myrt. öll morðin hafa verið framin i dögun eða strax eftir rökkur. Sömu vopnum hefur alltaf verið beitt: hnif og byssu. öll likin hafa verið illa leikin af hnifs- stungum. Útlendingahatur að koma upp Nogent-sur Oise er i þjóð- braut, skammt utan við Paris. Ibúar eru 5000 Þetta er gamall bær og helzta stolt bæjarbúa er kirkja frá miðöldum. Um það bil fimmti hluti bæjarbúa er af erlendu bergi brotinn og margir þeirra búa i tiltölulega afmörk- uðum hluta bæjarins. Það sorglega við þetta óhugnanlega mál — fyrir utan að átta manns hafa látið lifið og að sjúkur maður biður eftir tækifæri til að myrða niundu manneskjuna — eru þau áhrif, sem morðin hafa haft á bæjar- lifið. Ein kvennanna, sem lifði af árás Skuggans, sagði nefnilega frá þvi, að maðurinn hefði talað slæma frönsku. Það er þvi almennt talið, að morðinginn sé einn innflytjend- anna þúsund. Bæjarstjórnin kom þegar saman til skyndi- fundar, þar sem breytt var ályktun um að engin takmörk skyldu sett fjölda þeirra útlend- inga, er fengju að setjast að i bænum. f //Meira aö segja gamlir vinir liggja undir grun" Slátrarinn i bænum, Luc Can- bard, sem býr i húsinu gegnt húsi foreldra Francoise, þekkti stúlkuna vel. „Það er óhuggulegt þegar svona gerist,” segir hann. „Maður snýr sér við á götu þeg- ar maður mætir gömlum kunn- ingjum og veltir þvi fyrir sér, hvort þetta sé hann.” Fyrir sjö árum, áður en fyrsta morðið var framið, var bæjar- lifið frjálslegt og skemmtilegt. 1 dag er þvi öðru visi farið. Leitun er pð dauflegri og leiðinlegri bæ i öllu Frakklandi. Gangi maður um götur bæjar- ins eftir að skyggja tekur er maður stöðvaður að minnsta kosti tvisvar — og gönguferðin tekur þó ekki nema fimmtán minútur — og beðinn um skil- riki. Lögreglan og borgaralegir verðir, sem eru með blóðhunda, leita á öllum og spyrja alla spjörunum úr. Meira að segja bæjarfulltrúana. Dularfullur maður á brautarpallinum Þaðsiðasta, sem frétzt hefur i málinu, er þetta: Vitni nokkurt heldur þvi fram, að áður en Francoise var myrt hafi oft sést til manns á járn- brautarstöðinni um það leyti, sem sjölestin var að fara. Hann fylgdist með, segir vitnið, en fór aldrei með lestinni. Með þessum vitnisburði og framburði þeirra kvenna, sem komizt hafa lifs af úr klóm Skuggans, hefur verið gerð mynd af Skugganum. Hún hefur verið birt i blöðum um allt Frakkland, en án árangurs. Enginn i bænum hefur kannazt við myndina. „Er þetta Elvis Presley?” sagði einn bæj- arbúa, þegar hann sá myndina. Honum var sagt hver það væri. Hann hikaði, skoðaði myndina vandlega aftur og hristi svo höfuðið. Óttinn skein úr allri ásjónu hans. Þetta getur S.í. Sinfóníuhljómsveit íslands, 8. tónleikar i Háskólabiói 15.1. '76. Efnisskrá: Þorkell Sigurbjörnsson: Albumblatt Mendelssohn: Fiðlukonsert i e-moll Beethoven: sinfóna nr. 5 i c-moll Stjórnandi: Karsten Andersen Einieikari: Charmian Gadd Þorkell Sigurbjörnsson kem- ur oftast á óvart með tónverk- um sinum. Þegar verk islenskra samtimatónskálda okkar eru leikin búast áheyrendur yfirleitt við að sjá svið Háskólabiós yfir- fuilt af allskonar hljóðfærum, aðallega slagverki, en einnig pianó , hörpu, celestu og jafnvel orgeL Þetta gera tónskáldin auðvitað til að ná fram ákveðn- um litbrigðum og hljómum i raddsetningu. En Þorkell var hógvær i þetta sinn og sýndi ljóslega, að hægt er að ná fram litbrigðum með minni fyrir- höfn, eða með þvi einu að beita hefðbundinni hljóðfæraskipan sinfóniuhljómsveitarinnar á sérstakan máta. Albumblatt Albumblatt er látlaust verk, áferðarfallegt og hljómþýðara en mörg önnur verk Þorkels. Byrjunin var sérkennileg, hún fannst eiginlega betur en hún heyrðist, djúpir tónar bassa- hljóðfæranna, ásamt glissandói pákunnar sem setti skemmti- legan svip þar á. Hljómsveitin lék verkið vel, og tókust rytma- leikir hljóðfærahópanna ágæt- lega, en svo er það bara spurn- ingin sú, var flutningur verksins eins og sú mynd, er tónskáldið sjálft hafði i huga? Gott jafnvægi FiðlukonsertMendelssohns er ánefa eitt vinsælasta verk hans. Hann lauk við konsertinn 1844, þótt hugmyndin hafi komið 1838, er hann sagði við vin sinn, fiðlu- Karsten Andersen stjómandi. Charmian Gadd einleikari. snillinginn Ferdinand David, að hann ætlaði að semja fyrir hann fiðlukonsert. David var honum mjög innan handar við samn- ingu verksins, sérstaklega við einleikskaflana. Það er ef til vill þess vegna, að það hljómar erfiðara en það i rauninni er. Verkið er mjög vel samið, stefin skýr og fjölbreytt, og athyglin beinist nokkuð jafnt milli ein- leikara og hljómsveitar, þannig aö hljómsveitin er ekki einungis undirleikur. Charmian Gadd er mjög góður fiðluleikari, með framúrskarandi tækni og lék hún af mikilli snilld, tækniiega séð,.en án þess að leggja neina sérstaka túlkun í leik sinn. Gott jafnvægi var milli hennar og hljómsveitarinnar, er lék af mikilli festu og öryggi. Þetta getur S.í. Hápunktur tónleikanna var samt 5. sinfónia Beethovens. Held ég að hljómsveitin hafi aldrei leikið þá 5. jafn skemmti- lega. Var sem stjórnandinn, Karsten Andersen, hefði lagt meiri rækt við þetta verk en hann hefur gert við önnur i vet- ur. Hljómsveitin var sem einn maður er laut stjórn hans. Hann mótaði og litaði verkið sterkum dráttum, og var hvergi um dauðan punkt að ræða, og var unun á að hlýða á og sjá, hve spilarar S.l. fylgdu hverri bend- ingu hans út i æsar. Þar sýndi Sinfóniuhljómsveit Islands hvað hún getur, og mætti jafnvel kalla það samnefnara tónleik- anna. eikhúsunum? minu viti mjög vönduð. Af ein- hverjum ástæðum hef ég geymt leikdóma um þessa sýningu. Ólafur Jónsson telur henni að sönnu ýmislegt til gildis, en kjarninn i umsögn hans eru svo- felld feitletruð inngangsorð: „Undarlega var þungt yfir upphafi leiks, öllum fyrsta þætt- inum i sýningu Þjóðleikhússins á Hafið bláa hafið á föstudags- kvöld. Þessum drunga létti að sönnu þegar leið á leikinn og at- burðir færðust i aukana — alténd öðru hverju og að nokkru leyti. Samt var áhorfsmál hvort sýningin fékk nokkru sinni nóg- an skáldlegan byr undir vængi til að leikurinn nyti sin til fulln- ustu.” Nú er smekkur manna vita- skuld misjafn og vist má ólafur Jónsson hafa sinn smekk fyrir mér. En mér er spurn: hvað ætli þeir séu margir sem missa á- huga á að sjá leiksýningu eftir svo óaðlaðandi lýsingu? Menn átta sig nefnilega oft ekki á þvi að óhlutkenndir dómar sem þessir segjá svo miklu minna um sýninguna en leikdómarann sjálfan. En hafa leikdómar nokkur á- hrif á aðsókn heyrist stundum spurt. Ég held það fari tæplega milli mála að þeir geri það. Leikhúsferð kostar peninga og fólk vill að vonum fá eitthvað fyrir sinn snúð. Ef menn lesa svo um sýningu að hún virðist á einhverjum misskilningi byggð, valdi vonbrigðum, styrki grun- semdir um að höfundurinn sé e.t.v. ekki svo ýkja merkilegur höfundur, leikritið ekki fjarska merkilegt leikverk — svo dregn- ar séu saman helstu niðurstöður ólafs Jónssonar um Góðu sálina i Sesúan — þá fer vart hjá þvi að menn hugsi sig um tvisvar áður en þeir kasta kvöldinu á þennan glæ. En hverskonar vinnubrögð eru það annars við gagnrýni að segja að leiksýning virðist byggð a einhverjum misskiln- ingi, með öllu óskilgreindum? Það þyrfti minnstakosti að skil- greina á einhvern hátt þennan „misskilning” svo aðrir geti siðan byrjað að ræða hvar hann eigi upptök sin: I sýningunni — og þá hvar? — eða hjá höfundi, þýðanda, gagnrýnanda? Uppbygging leikdóms skiptir lika miklu máli: Undir hinni löngu löngu frásögn af leiðind- um Seúsan-sýningarinnar og vonbrigðum leikdómarans tekur fólk naumast eftir klausu sem þessari: „Samt virðist margt vel um sýninguna i ein- stökum atriðum, meðferð hinna helstu hlutverka og sviðssetn- ingu Stefáns Baldurssonar sem i heild sinni virðist skilmerkilegt Menningar- mál Þorsteinn Þorsteinsson og yfirvegað verk.” Þetta eru reyndar býsna fróðleg ummæli en á þeim stað sem þeim er val- inn eru þau einsog krækiber i ámukjafti og orka nánast einsog markleysa. 1 lok greinar minnar ýja ég að þvi hvaða kröfur gera þurfi til leikdóma og skal það ekki endurtekið hér. Heldur þykir mér litið koma til svara Ólafs Jónssonar. En hann lætur sér nægja að segja: farðu góði og gerðu betur sjálfur! Ætli Ólafi Jónssyni þætti það mannborleg- ur málflutningur ef leikhúsfólk ansaði gagnrýni hans sem svo: farðu góði sjálfur upp á svið og leiktu betur! Leikstýrðu betur! Skrifaðu sjálfur betri leikrit! En til gamans get ég svosem slegið i þetta botninn á hliðstæðan hátt og Ólafur lýkur svargrein sinni með þvi rétt að benda á að aldrei er nóg til af mikilhæfum leikurum og leikstjórum, að ekki sé nú minnst á leikritahöf- unda. Nú held ég ' leikhúsin ættu að falast eftir starfskröft- um ólafs hið snarasta og mun þá enginn frámar þurfa að kviða leiðindum i leikhúsunum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.