Dagblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 3
Oagblaðið. Miðvikudagur 28. janúar 1976.
3
Raddir
lesenda
JAFNRÉTTISBARÁTTAN
— hcegoganguHnn konum ijólfum oð kenna
Jafnréttiskonur
komnar í hár
saman:
„Það er
ánœgjulegt
að setja
hreina bleiu
á þrifalegan
barns-
bossa."
Svar jafnréttiskonu til annarrar
jafnréttiskonu.
„Rétt er það að ég vil kalla
það forréttindi að geta leyft sér
að vera heima og passa börnin
sin. Þú spyrð af hverju karl-
menn geti ekki leyft sér þennan
munað og svarar sjálf að flest-
um karlmönnum þyki heimilis-
störf leiðinleg.
Þú vikur að því að konur verði
andlausar á kökubakstri og
bleiuþvotti. Það er rétt út af fyr-
ir sig ef heimilisstörf væru bara
i þessu fólgin. En þegar kakan
er bökuð er gaman að sjá ein-
hvern borða hana með góðri lyst
og þegar bleian er hrein er á-
nægjulegt að setja hana á þrif-
legan barnsbossa.
Ég leyfi mér að fullyrða að
heimilisstörf eru mun upp-
byggilegri en að skrúfa sömu
skrúfuna aftur og aftur eða gera
við sams konar bila daginn út og
daginn inn. Finna bilun — laga
koma saman aftur, drulluskit-
ugur og jafnvel kaldur i vondum
húsakynnum.
Það að kvenmenn fái lægri
laun er karlmenn fyrir sömu
vinnu er þvi miður satt og al-
gjörlega kvenkyninu að kenna
að láta bjóða sér slikt.
En ég tek alls ekki undir þau
orð sannrar jafnréttiskonu að
konur þori ekki að taka að sér á-
byrgðarmikil störf — vilji held-
ur vera i friði innan veggja
heimilisins. —
Konur þora jafnt og karlar, en
það þarf einhver að hugsa um
börnin og heimilið. Sem betur
fer er það fólk enn til, bæði kon-
ur og karlar, sem það vill gera
og gerir það vel.
Mérer lika spurn, hvaða starf
er ábyrgðarmeira en að ala upp
börn?”
KAKAN VERÐUR EKKI
GEYMD OG LÍKA ÉTIN
„Það er alveg útilokað annað
en háttvirtur orkumálaráðherra
hafi mismælt sig er hann ræddi
um tilvonandi Blönduvirkjun,
„að eftir væri að semja við eig-
endur upprekstrarlandsins á
Auðkúluheiði og Eyvindar-
staðaheiði, upprekstrarfélögin
sem ættu landið”.
Talað er um það i alvöru og
sem sjálfsagðan hlut að bæta
verði bændum i fimm hreppum
tjón það er þeir verði fyrir af
völdum landspjalla á þessum
heiðum i sambandi við Blöndu-
virkjunina vegna þess að 60
ferkm. lands fara undir vatn
með tilkomu miðlunarlóns
frammi á heiðum. Þessar bætur
verða væntanlega fólgnar i þvi
að ákveðin tala bænda fái visst
magn raforku fyrir sinar bú-
jarðir um „aldur og ævi”..
Þetta eru býsna góðar bætur
fyrir land sem bændur eiga
ekki.
Svo á auðvitað á kostnað rik-
isins að rækta upp annað beiti-
land til þess að bændur geti
haldið áfram að fjölga búfé sinu
og reka það á þegar ofbeitt land,
inn á öræfi landsins. Flest þarf
nú orðið að bæta!!
Að sjálfsögðu gefur það auga
leið að þegar ráðizt verður i al-
vöruvirkjanir hlýtur eitthvert
land að leggjast undir vatn
vegna uppistöðulóna o.þ.h. Það
er nú einu sinni svo að ekkert
fæst fyrir ekki neitt. Kakan
verður ekki geymd og lika étin
þvi allir verða að leggja eitt-
hvað af mörkum, jafnvel þótt
það verði ekki bætt.
Fyrir allmörgum árum, þeg-
ar vegalagning hófst fyrir al-
Borgfiröingur hringdi:
„Er ekkert verðlagseftirlit
með aðgöngumiðum að dans-
leikjum? Ég spyr vegna þess að
um siðustu helgi kom umbi
einn úr Reykjavik með hljóm-
vöru um byggðir landsins,
fannst bændum alveg sjálfsagt
að ofaniburður og annað er
þurfti til vegalagningar væri
tekið endurgjaldslaust i landar-
eign þeirra. Samgöngurnar
voru þeim eitt og allt, en nú er
öldin önnur. Fyrir malarhóla er
staðið hafa frá örófi alda og eru
i landareign bænda og nota þarf
i vegi og flugvelli er tekin
greiðsla.
Það er engu likara að verið sé
að nauðga samgöngum upp á
bændur.
Ég hefi ótal sinnum áður fyrr
flogið um og yfir þessi beitilönd
á Eyvindarstaðaheiði og Auð
kúluheiði, flogið lágt um þessi
lönd eins og þá var siður, en ég
held ekki að þar sé mikið um
„grænar vinjar” nema þá helzt
á bökkum vatnanna sem þarna
eru næsta óteljandi. Mest ber þó
á gömlum grýttum jökulruðn-
ingi sem heldur áfram að blása
upp.
Það skyldi nú aldrei verða svo
að nýtt beitiland skapaðist
vegna hins fyrirhugaða miðl-
unarlóns. Ég held að allar smá-
lænur, lækir og ár sem yrðu fyr-
ir sunnan lónið myndu vaxa,
þ.e.a.s. grunnvatnið myndi
hækka á stórum svæðum og hið
annars örfoka land og gróður-
snauða myndi hressast við og
gröa upp. An nokkurra bóta til
bænda.
Það er býsna fróðlegt að gera
sér grein fyrir hvernig landið
okkar skiptist, en sú skipting lit-
ur þannig út:
Ræktað land....... 1.000 ferkm
Beitiland.........23.000 ”•
24.000 ferkin
sveitina Hauka i Borgarnes til
að halda dansleik en aðgangur-
inn kostaði 1300 krónur — þrett-
án hundruð — þótt engin
skemmtiatriði væru.
Nú er ég svo ófróður að ég veit
Jöklar............12.000 ferkm
Vötn...............3.000 ”
Hraun .............6.000 ”
Sandar.............4.000 ”
Annað (ónytjaland) 54.000 ”
79.000 ferkm
Samtals 103.000 ferkm.
(Heimild: Uppl. Hagstofunn-
ar, útg. af utanrikisráðuneytinu
1973)
Þetta er nú litla stóra landið
okkar „nyrzt i Atlantshafi langt
frá öðrum löndum” og skipting
þess.
Bændur á landinu munu vera
sem næst 4600 (árslok 1970) og
með þvi að margir hafa keypt
sér vasatölvur geta þeir leikið
sér að þvi að reikna út hinar
ýmsu stærðir sem koma i Ijós i
sambandi við landbúnaðinn. Til
þess að gera þetta enn
skemmtilegra? læt ég hér með
fylgja tölur um búpeninginn i
árslok 1971: Sauðfé 786.250,
nautgripir 59.000, hestar 36.700,
svin 500 og hænsnfuglar 185.000.
Þetta segir hins vegar ekki
alla söguna þvi sumarlangt
munu nú ganga á beitilandinu
sem næst 2.000.000 fjár á vænt-
anlega 23.000 ferkilómetrum
lands, auk hrossastóðs sem
Skagfirðingar eru sérstaklega
frægir fyrir.
Búpeningi fjölgar stöðugt en
landið okkar stækkar ekki.
Mérdattþetta (svona) ihug
SIGGIFLUG
7877-8083
Siðustu fréttir, eða spurning
dagsins:
Hver á PERLUSTEININN i
Prestahnjúk?”
ekki hvað almennt kostar á
dansleiki.Hins vegar langar
mig að fá upplýsingar um það
og sömuleiðis hvort hver sem
heldur dansleik geti smurt á
miðaverðið eins og honum sýn-
Spurning
dagsins
Á að banna keðjulausa bíla
í færi eins og verið hefur
undanfarið?
Sigurður Kristjánsson verkamað-
ur: — Já. Ég hef orðið stopp
vegna bils sem var með ónógan
útbúnað, það var á Kringlu-
mýrarbrautinni. Það er varla
hægt að sekta þessa ökumenn en
þeir verða að skilja að þetta er
ekki hægt.
Albert Guðbrandsson afgreiðslu-
maður: — Ég held það. Ég hef
haft snjódekk og keðjur nú i lang-
an tima, fólk kemst ekkert áfram
án sliks útbúnaðar. Ég hef oft
orðið fyrir töfum undanfarið
vegna bila sem eru illa búnir fyrir
svona færi.
Jón Aspar afgreiðslumaður: —
Ég tel alveg nauðsynlegt að hafa
keðjur i þessari færð. Það ætti að
teljast brot á umferðarlögunum
að fara út i umferðina vanbúinn.
Þeir sem gera það tefja svo fyrir
öðrum vegfarendum.
Jón Agúst Péturssonnemi: — Já,
það finnst mér. Þessir bilar sem
hafa ónógan útbúnað trufla svo
akstur hinna. Það verður að
skamma þessa menn einhvern
veginn.
Sverrir Sigurðsson pipulagnmga-
meistari: — Alveg hiklaust. Ýta
þeim út af veginum þegar þeir
trufla aðra sem eru rétt útbúnir
fyrir akstur i svona færð. Ég hef
séð svo iila búna bila sem hafa
truflaðumferðina t.d. uppi i Arbæ
og Breiðholti.
Gisli Kristjánsson: Nei. ekki ef
þeir eru á nagladekkjum. Það
ætti að banna vissa gerð bila,
þessa minnstu. en þá verður lika
að halda strætisvagnaleiðunum
opnum og ryðja þær.
ER EKKERT VERÐLAGSEFTIRLIT
MEÐ AÐGÖNGUMIÐAVERÐI
SVEITABALLA?