Dagblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 6
6 Pagblaðið. Miðvikudagur 28. janúar 1976. Svíakonungur gerir skqtt- skýrslu Lífs- hœttu- legt kynlíf Brezk yfirvöld hafa nú til meðferðar mál, sem komið er upp vegna kynlifslýsinga kyn- ferðiskvikmyndastjörnunnar Lindu Lovelace i bók hennar Hin innri Linda Lovelace. Brezkur læknir, Stewart Carne, segir um þessar lýsingar að venjulegt fólk geti vart leikið þær eftir, það sé helzt á færi fjölleikafólks. Hann segir einnig að það geti verið beinlinis lifshættu- legt fyrir fólk að reyna aö leika þetta eftir og bendir hann sérstaklega á áhrifagirni unglinga, sem liklega muni leiða þá út i þessar tilraunir. Lovelace er þvi ákærð um hættuleg og siðspillandi skrif, þótt útgefendur bókar hennar séu ekki á sama máli. Lovelace lék aðalhlutverkið i einhverri mergjuðustu klám- mynd sem nýlega hefur verið gerð og nefnist Deep Throat. Viða eru menn á kafi I skatt- skýrslunum og þannig er Karl Gustaf nú skyldur að telja fram i fyrsta skipti og fyrstur Svia- konunga i mörg hundruð ár. I fyrra samþykkti sænska þingið að afnema skattfrelsi konungs og einnig að takmarka toll- frjálsan innflutning hans á hlut- um svo sem bílum og vini. Verður Sviakonungur nú að út fylla skattskýrslu rétt eins og hver annar Svii. Utanríkisráðherra Portúgals: Engin hœtta á ítökum kommúnista Arnesto Melo Antunes, utan- rikisráðherra Portúgals, sagði I Brussel i gær, aö ekki væri grundvöllur fyrir stjórn kommúnista i Portúgal eins og stendur. Hann sagöi að kommúnistaflokkurinn i Portú- gal hefði gert mörg mistök og liti stjórnmálalegt ástand landsins ekki raunsæjum aug- um. Antunes er I opinberri heim- sókn I Belgiu og ræddi i gær viö utanrikisráðherra landsins, Renaat Van Elslande, um heimsmálin. Hann sagði þar að það væri rangt að ofmeta sovézk áhrif I Portúgal nú og sagöi að engin hætta væri á að stjórn hliöholl Sovétríkjunum kæmist að i Portúgal á næstunni. Hér undirritar Henry Kissinger siðustu siðu hins umdeilda hernaöarsamnings Bandarlkjanna og Spán- ar, er geröur var þann 24. jan. sl. Hinumegin viö boröiö er utanrlkisráöherra Spánar, Jose Maria Areilza, og blöur róiegur eftir aö fá skjölin til undirritunar. MOTMÆLENDUR SKOTNIR Á NORÐUR ÍRLANDI Tveir menn voru skotnir til bana i Norður írlandi i gær og fjórir særðust, þegar flokkur grimuklæddra manna réðst inn i krá i eigu mótmælanda i þorpinu Dunmurry nálægt Belfast. Fórnarlömb skothriðarinnar voru tveir ungir mótmælendur. Enginn hefur lýst sig ábyrgan fyrir morð- unum, en talið er að um hefndar- aðgerð sé að ræða fyrir sprengju- tilræði I kaþólskum klúbbi i Lisbon á sunnudaginn, þar sem tveir menn fórust. Hanoistjórnin: Vill hafa upp á týndum Bandaríkjamönnum Hið opinbera málgagn stjórn- arinnar I Norður Vietnam sagði i gær að stjórnin i Hanoi væri reiðubúin að ræða við Banda- rikjamenn um að hafa upp á Bandarikjamönnum, sem týndust Róstur í Sahara Leiðtogar i Alsir báðu lands- menn sina að sýna stillingu og umburðarlyndi, eftir að fréttir bárustum bardaga milli herliða Marokkó og Alsir I hinni um- deildu Vestur Sahara. Að sögn talsmanna rikis- stjórnar Boumedienne forseta Alsír, ,,mun verða gripið til sér- stakra ráðstafana”, eftir að ráðizt var á herdeild alsirskra hermanna, er flutti lyf og vistir til Vestur Sahara. Ekki var nánar tilgreint, hverjar þessar ráðstafanir yrðu. Tekin myndi ákvörðun um það, eftir sameiginlegan fund rikisstjórnarinnar og byltingar- ráðsins, sem raunar fer með völd i landinu. Alsirsk stjórnarvöld hafa ekki gefið út neinar yfirlýsingar um það, hversu margir hermenn hafi verið þarna á ferð, en ráðizt var á þá skammt frá flótta- mannabúðum við Angola, um 300 km. frá alsirsku landamær- unum. Engin opinber yfirlýsing hef- ur verið gefin út af hálfu stjórn- arvalda i Marokkó. CIA uppljóstrarinn Agee: OTTAST UM LÍF SITT Bandarlkjamaðurinn Philip Agee, sem starfaði i bandarisku leyniþjónustunni CIA i 12 ár, en hætti þá og tók að ljóstra upp um CIA menn viða um heim, óttast sjálfur um lif sitt, en sem kunnugt er var einn leyniþjónustumaður skotinn til bana eftir að Agee ljóstraði upp um starf hans. Agee hefurþegarskrifaðbók um starf- semi leyniþjónustunnar og þar með brotið fyrsta boðorð hennar þess efnis að tala aldrei um þjónustuna, jafnvel þegar menn eru hættir i henni. Agee er nú aö skrifa aðra bók um CIA. CIA hefur ekkert sagt um Agee né skoöanir sinar á honum en Agee þykist þess fullviss að margir leyniþjónustumenn vilji sig feigan. HLERA CIA OG KGB SAMTOL KARDINÁLANNA í PÁFAGARDI? Þótt það kunni að hljóma einkennilega, fylgjast þjóðhöfð- ingjar heims náið með páfanum i Róm og störfum hans, og er hreint ekki sama hver situr páfastól. Þannig hélt Hitler t.d. uppi njósnum meðal biskupa, áður en Pius páfi 12. var kjörinn páfi árið 1939. Þá var Páfagarð- ur grandalaus fyrir njósnum, en yfirmenn þar eru það ekki lengur. Nú er búizt við að hinn 78 ára gamli Páll páfi dragi sig þá og þegar i hlé og eru þegar farnar að mótast hugmyndir um eftirmánn hans. Páfagarður hyggst gæta þess vandlega að KGB og CIA hleri ekkert um framgang mála með aðstoð hljóðnema sinna. Hafa nú verið fengnir sérfræðingar til að leita að hljóðnemum á liklegum stöð- um, m.a. I Sixtusarkapellunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.