Dagblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 17
Pagblaðið. Miðvikudagur 28. janúar 1976.
17
I Suðvestan kaldi og él
I fram eftir degi, en þykkn-
I ar upp siðdegis með vax-
I andi suð-austan átt, all
I hvass og snjókoma eða
I slydda i nótt. Hitinn
I verður nálægt frost-
^marki. .
Sveinn Halldórsson
fyrrverandi skólastjóri verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
kl. 15 i dag. Sveinn fæddist 13.
janúar 1891 að Skeggjastöðum i
Garði. Hann lauk kennaraprófi
frá Kennaraskóla Islands 1911.
Kennsla varð siðan ævistarf
Sveins. Frá 1911 1943 kenndi hann
við barnaskólann i Bolungarvik,
lengst af sem skólastjóri.
Skólastjóri og kennari við barna-
skólann i Gerðum Garði frá 1943-
1952. Eftir það starfaði hann sem
skrifstofurmaður við bæjar-
skrifstofur Kópavogs. Sveinn
giftist 1914 Guðrúnu Pálmadóttur
ættaðri úr Bolungavik. Hún er
látin fyrir nokkrum árum. Þeim
varð fimm barna auðið.
Stefán Ingimundarson
kaupmaður Vogagerði 8, Vogum,
andaðist aðfaranótt 26. janúar i
Borgarspitalanum.
Ágúst Jóhannesson,
Hrafnistu áður til heimilis að
Grettisgötu 46 lézt i Borgar-
spitalanum 25. janúar.
Eirikur Þorbergur Sigurðsson,
fyrrverandi bifreiðarstjóri,
andaðist á Sólvangi i Hafnarfirði
26. janúar.
Egiil Ólafsson
andaðist að Hrafnistu 26. janúar.
Eyjólfur Kolbeinsson
verður jarðsunginn frá
Landakotskirkju fimmtudaginn
29. janúar kl. 10.30.
Margrét Jóhannesdóttir
Fifuhvammsvegi 25 Kópavogi,
lézt á Landspitalanum 25. þ.m.
Hermann Jónasson
fyrrverandi forsætisráðherra,
verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni fimmtudaginn 29. þ.m.
kl. 13.30. Útför hans fer fram á
vegum rikisins.
Félag einstæðra for-
eldra
heldur kaffikvöld að Hallveigar-
stöðum fimmtudaginn 29. janúar
kl. 21. Þar verður á boðstólum
kaffi og heimabakað meðlæti.
Spilað verður bingó með glæsi-
legum vinningum. Félagsmenn
eru hvattir til að fjölmenna og
taka með sér gesti.
Dómaranámskeið fyrir
konur.
á vegum F.S.l. verður haldið
dómaranámskeið fyrir byrjendur
i fimleikastiganum, farið verður
yfir 1.-6. þrep. Námskeiðið verður
dagana 30. jan.-l. feb. 1976 i
Breiðagerðisskóla. Upplýsingar i
sima 43931 og 22883 eftir kl. 18.
Fimleikasamband Islands.
Eyfirðingafélagið
minnir á sitt árlega þorrablót
næstkomandi laugardag 31
janúar að Hótel Borg. Aðgöngu-
miðasala á sama stað fimmtud.
og föstud. kl. 5-7 Fjölmennið og
takið.með ykkur gesti.
Endurhæf ingarráö.
Hæfnis- og starfsprófanir iara
fram i Hátúni 12 alla daga nema
laugardaga og sunnudaga. Simi
84848.
Fuvtdir
Kvenfclag óháða safnaðarins
Fjölmennið á félagsfundinn næst-
komandi laugardag 31. janúar kl.
3 e.h. i Kirkjubæ. Kaffiveitingar.
V 7V V VQ>' " »
Oui^Q
10-20 þús. kr.
Skemmdu fyrir 100 þús
Tveir piltar 15 og 16 ára hafa
viðurkennt innbrotið i Shell-af-
greiðslustöðina á Akureyri. Var
innbrotið framið um siðustu
helgi eins og skýrt hefur verið
frá.
Saknað var um 19 þús. kr. i
skiptimynt, en piltarnir viður-
kenna ekki að hafa haft nema
um 10 þús. kr. upp úr krafsinu.
Skemmdir unnu þeir miklar á
innbrotsstaðnum. Er bótakrafa
vegna skemmdanna um eða yfir
100 þúsund krónur.
Piltarnir hafa báðir gerzt
sekir um innbrot og þjófnaöi
áður.
ASt
Kœrði árós á götu í Reykjavík
Klukkan rétt fyrir 10 i gær-
morgun kærði stúlka frá Akur-
eyri árás, sem hún kvaðst hafa
orðið fyrir á götu i Reykjavik.
Lýsti hún árásarmönnunum.
Samkvæmt lýsingu hennar voru
mennirnir handteknir laust
fyrir kl. 11 i gærkvöldi. Gistu
þeir fangageymslur i nótt og
voru teknir til yfirheyrslú i
morgun. Arás þessi virtist ekki
hafa verið alvarlegs eðlis. ASt
VORU HANDTEKNIR
VIÐ STULD ÚR BÍLUM
Tveir piltar, annar 16 ára og
hinn yngri af Upptökuheimilinu
i Kópavogi, voru handteknir i
nótt. Voru þeir uppvisir að
þjófnaði úr bilum. Höfðu þeir þá
farið i nokkra bila og aðallega
stolið útvarpstækjum, kassett-
um og ýmsu öðru smávegis.
Einhverjar skemmdir eru ætið
samfara svona þjófnuðum. Pilt-
arnir voru i yfirheyrslum i
morgun. ASt
Öklodjúpur snjór í Eyjum
1 morgun var ökladjúpur
snjór i Vestmannaeyjum. Logn
var og hiti um frostmark. Ekki
urðu óþægindi af þessari snjó-
komu vegna hinna góðu veður-
aðstæðna. En ef breytti til frosts
eða tæki að skafa gæti ástandið
breytzt. Sjaldan hefur snjóað
jafnmikið i Eyjum og nú i vetur.
ASt.
Athugasemd
1 gær birtust i Dagblaðinu
nöfn þeirra manna sem játað
hafa aðild að barsmiðum sem
leiddu til dauða Guðmundar
Einarssonar fyrir 2 árum. Egg-
ert N. Bjarnason rannsóknar-
lögreglumaður hefur óskað
þess, að það kæmi skýrt fram,
að nöfnin voru ekki eftir honum
höfð, eins og hann telur að mátt
hafi ætla af orðalagi fréttarinn-
ar. ASt
Grunaðir um 150 þús. kr. stuld í skipi
1 gærdag saknaði skipverji á
Selfossi 150 þús. kr., sem verið
höfðu i klefa hans. Skipið liggur
i Reykjavikurhöfn.
Grunur féll strax á tvo menn.
Hóf lögreglan leit að þeim og
fundust þeir i nótt. 1 morgun
hófust yfirheyrslur yfir þeim
vegna þessa máls. Stóðu þær
yfirerblaðiðfóriprentun. ASt.
Verðbréf óskast
Hef kaupendur að vel tryggðum skulda-
bréfum. Tilboð óskast send Dagblaðinu
merkt „Skuldabréf 41118”.
Bloðburðar-
börn
óskast strax
í Hafnarfjörð
Hafið samband við
umboðsmann, Þórdísi
Sölvadóttur, simi 52345.
FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
Davíð Sigurðsson h.f.,
SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888
Vélstjórar
Suðurnesjum!
Skrifstofa Vélstjórafélags Suðurnesja
verður opin frá kl. 21 til 23 alla daga nema
sunnudaga fram til 10. feb. nk. Liggja mun
frammi skýrsla um endurskoðun á sjóða-
kerfi sjávarútvegsins. Vélstjórar eru
hvattir til að kynna sér hana og einnig að
fylgjast með þvi sem er að gerast i samn-
ingamálum sjómanna.
Stjórnin