Dagblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 24
Einar Ágústsson utanríkisráðherra:
Kjarnorkuvopn vœru hér
ekki án vilja eðá
vitundar stjórnarvalda"
1 umræðum utan dagskrár á
Alþingi i gær urðu töluverðar
umræður um möguleikann á þvi
að herlið Bandarikjanna á
Keflavikurflugvelli sé með
kjarnorkuvopn.
Gils Guðmundsson beindi
fyrirspurnum um málið til
Einars Agústssonar utanrikis-
ráðherra um það, á hvem hátt
stjómvöld hér hafi fylgzt með
þvi hvort hér séu geymd slik
vopn, hvort áformaðar séu ein-
hverjar aðgerðir til þess að
kanna það og þá hverjar þær
ráðstafanir yrðu.
Einar Ágústsson svaraði þvi
til, að það myndi ekki vera án
vilja og vitundar islenzkra
stjórnvalda, ef hér væru kjarn-
orkuvopn, en hins vegar taldi
hann sig hafa fulla vitneskju um
það, að héc væru engin slik
vopn. Hann sagði ennfremur að
starfsmenn varnarmáladeildar
hefðu farið um völlinn og ekki
séð neitt athugavert, eins og
fram hefur komið i fréttum. Þó
taldi hann vankanta á slikri leit,
að þeir menn væru ekki sér-
fræðingar i vopnabúnaði og ekki
væri hægt að ætla, að þeir
þekktu kjarnorkusprengjur.
Þá vildi Einar taka það
fram, að hann myndi beita sér
fyrir þvi að geislamælingar rik-
isins eða aðrir islenzkir vísinda-
menn yrðu látnir kanna með
geislamælingum hvort þarna
væru kjarnorkuvopn.
Ekki var Einar viss um, hvort
hægt yrði að fá aðstoð sérfræð-
inga frá Norðurlöndum til þess
að koma hingað og aðstoða okk-
ur við leit að slikum vopnum og
byggði hann það álit sitt á fyrri
viðbrögðum Norðurlandaþjóða
gagnvart herstöðinni, sem þeir
vilja sem minnst afskipti hafa
af. —HP.
írjálst, nháð dagblað
Miðvikudagur 28. janúar 1976.
Friðrik ó
möguleika
ó efsta
Verjandi ökumannsins:
,HONUM VAR HÓTAÐ
AÐ HANN FÆRISÖMU
LEIÐINA EF HANN
LJÓSTRAÐI UPP'
örn Clausen, hæstaréttarlög-
maður, hefur beðið um, að eftir-
farandi verði birt, vegna fréttar
um játningu þriggja manna um
að hafa orðið Guðmundi Einars-
syni að bana, og fjórða mannsins
um aðild að flutningi liksins:
t frétt i Dagblaðinu i gær eru
nafngreindir þeir menn,sem við-
riðnir eru málið. Af þvi tilefni vil
ég taka fram eftirfarandi:
Ég vil geta þess strax, að ég
legg ekki i vana minn að fjalla
opinberlega um sakamál, sem ég
hefi verið skipaður verjandi i. 1
máli þessu hefi ég verið skipaður
réttargæzlumaður Alberts Klahn
Skaftasonar. Réttargæzlumönn-
um hinna fjögurra manna var
strax i upphafi af dómara fyrir-
skipað að tala ekki um mál þetta.
Vegna fyrrgreindrar fréttar i
Dagblaðinu i gær, tel ég nauðsyn-
legt að skýra frá þvi, að umbjóð-
andi minn, Albert Klahn Skafta-
son, játaði strax i upphafi yfir-
heyrslu þátt sinn i máli þessu.
Hafði hann verið kallaður til, til
þess að aka mönnunum, er þeir
földu likið. Að þvi búnu var hon-
um hótað, svo sem bókað er i
málinu, að hann færi sömu leið-
ina, ef hann minntist einu orði á
vitneskju sina. Ég tel rétt, að
þetta komi fram, þar sem nafn
umbjóðanda minshefur verið birt
i blöðum.”
Dagblaðinu er bæði ljúft og
skylt að birta þessa yfirlýsingu
lögmannsins. Við hana er engu að
bæta nema þvi, að á sinum tima
skýrði Dagblaðið frá þvi, að um-
bjóðanda lögmannsins hefði verið
hótað lifláti, ef hann segði frá.
Fram skal og tekið, að nafnið
Klahn misritaðist i blaðinu i gær.
Var þar skrifað Klein i stað hins
rétta, sem hér kemur fram.
—BS—
I arg Þöójudagur 30 desember 1975 - 91 tbl Bitst|órn Siðumula 12. sim'i 8137?. .iuqlýMnq.ir .,|r,r« iA’.t.. >
Hún fellir fötin í vetrarkuldanum á íslandi
sœtinu
í Wijk
aan Zee
Friðrik Ólafsson vann Hol-
lendinginn Langeweg i 10. um-
ferð Hoogoven-mótsins og er
núi2. sæti með 6 1/2 vinning. 1
1. sæti er Ljubojevic með 7
vinninga eftir jafntefli við
Tékkann Smejkal.
Staðan eftir 10 umferðir er
þannig:
1. Ljubojevic — 7 vinningar
2. Friðrik — 6 1/2 vinningur
3. Tal — 6 vinningar
4. Kurajica — 5 1/2 vinningur
og ótefld skák við Browne.
5. -9. Anderson, Smejkal,
Langeweg, Sosonko og Ree —
4 1/2 vinning.
10. Browne— 4 vinningar og ó-
tefld skák við Kurajica
11. Dvorecki — 4 vinningar
12 Böhm — 3 vinningar.
Skákirnar úr 10 umferð fóru
annars þannig:
Friðrik — Langeweg: 1-0
Böhm — Ree: 1/2-1/2
Sosonko — Anderson: 1/2-1/2
Smejkal — Ljubojevic: 1/2-1/2
Tal — Dvorecki: 1/2-1/2
Skák Kurajica og Browne var
frestað.
Geysi
umfangs-
mikið sakamál
Var llkift dyijjft tkammt frí
HafnartirAi.cn þcim.aem fcn*
Lík ungs manns dysjað
skammt fró Hafnarfirðl
— manni sem flutti líkið ó staðinn var hótað líflóti h‘yk,hr'£ru
Þetta er frétt Dagblaðsins af málinu þann 30. desember síöastliðinn.
VERKBANN GEGN
SKÆRUVERKFÖLLUM
,,Það er i rauninni ekki nýtt,
að vinnuveitendur afla sér
heimildar til að setja á verk-
bann, einkum er hætta er á
skæruverkföllum,” sagði Ólafur
Jónsson, framkvæmdastjóri
Virinuveitendasambandsins, i
morgun.
Ólafur sagði, að vinnuveit-
endur þyrftu á sliku að halda, ef
hætt væri við, að ákveðnir hópar
gerðu verkfall og stöðvuðu at-
vinnulifið, þótt ekki væri alls-
herjarverkfall.
A fundi i Vinnuveitendasam-
bandinu i gær var samþykkt
samhljóða að heimila stjórn
sambandsins að setja á verk-
bann, þegar ástæða þætti til.
Verkalýðsfélögin hafa yfir-
leitt samþykkt heimild til verk-
falls til handa stjórnum og
trúnaðarmannaráðum. Er verið
að athuga, hvort stefna skuli að
allsherjarverkfalli um miðjan
febrúar.
—HH
Danska nektardansmærin Bibi Kristina kom til Iandsins á
mánudaginn og er þegar byrjuð að skemmta iandanum. Hér
dvelur hún I þrjár til fjórar vikur og kemur væntaniega einungis
fram á veitingahúsinu Sesar.
DB-mynd: Ragnar Th.
1 11. og siðustu umferö
mótsins hefur Friðrik hvitt á
móti Sosonko. Ljubojevic
hefur hvitt á móti Tal i loka-
umferðinni.
Þórarinn Þórarinsson í morgun:
„Wilson fœrði sig
eitthvað niður á við"
— engir samningar — engin samningsdrög
„Wilson færði sig eitthvað
niður á við, frá brezka tilboðinu
um 110 þúsund tonn, en við vor-
um ekki með neinar tölur, þar
sem boð okkar um 65 þúsund
tonn er úr gildi fallið,” sagði
Þórarinn Þórarinsson, for-
maður utanrikismáianeftidar
Alþingis. i morgun i viðtali við
Dagblaðið.
„Það voru engir samningar,
og við erum ekki með nein
samningsdrög,” sagði Þórar-
inn, sem kom heim i gærkvöld i
islenzku sendinefndinni.sem fór
til London.
Þórarinn sagði, að mest hefði
verið rætt um ofveiðina á Is-
landsmiðum á hinum löngu
fundum, og ekki mætti gleyma,
að inni i viðræðutimanum væri
borðhald, bæði á sveitasetri
Wilsons og i setri forsætisráð-
herra að Downingstræti 10 i
London.
Forsætisráðherra greindi
rikisstjórninni frá viðræðunum
á rikisstjórnarfundi i morgun.
Brezku blöðin i morgun segja,
að svartsýni ríki i London eftir
viðræðurnar. Times segir á for-
siðu, að engir samningar hafi
náðst. Reuter-fréttastofan
segir, að ekki séu likur á, að
samningartakistfljótlega.
—HH