Dagblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 8
8
Pagblaðið. Miðvikudagur 28. janúar 1976.
FLESTIR NETASJOMENN FÁ AFLA-
HLUT AF UFSAVERÐI í 2. FLOKKI
Form. LÍÚ telur ummœli um rýtingsstungu í bak sjómanna ekki réttmœt
„Ég tel fráleitt að hægt sé að
tala um rýtingsstungu i bak sjó-
manna vegna verðlækkunar á
ufsa i 2. og 3. verðflokki,” sagði
Kristján Ragnarsson form. Llú
er hann hringdi til blaðsins i
gær. ,,Ég harma að slik gifur-
yrði sjálfskipaðrar nefndar
skuli birt.”
Kristján rakti aflatölur fyrra
árs og hver hluti ufsi var i heild-
arafla landsmanna. Hann hafði
ekki aflatölur fyrir janúar i ár.
Hann kvaðst og vilja leiðrétta
það sem áður hefði komið fram i
frásögnum nefndarmanna i
Samstarfsnefnd sjómanna, að
hann ætti hlut i fiskverkun, ,,og
vissi þvi ekki hvoru megin við
borðið hann sæti, er hann sæti
fundi Verðlagsráðs”.
Dagblaðið hefur kynnt sér, að
netabátar á Suður- og Suðvest-
urlandi róa þennan árstima með
ufsanet. Þar sem verðflokkun er
stranglega fylgt er heildarút-
koma þegar upp er staðið frá
uppgjöri sú, að sjómenn fá 2.
flokks verð fyrir meginhluta
aflans. Gildir þetta t.d. i Vest-
mannaeyjum og viðar. I
Grindavik hins vegar er mikil
samkeppni verkunarstöðva um
aö fá báta til að leggja upp hjá
stöðvunum. Er ufsinn sums
staðar keyptur einu verði, i
hvaða stærðarflokki sem hann
lendir. Kemur þá meira i hlut
sjómanna. Það raskar ekki
þeirri staðreynd að hið lögboðna
verðer greitt til meginhluta sjó-
manna. Það verð hefur verið
lækkað samkvæmt tilkynningu
sem dreift var 24. jan. Gildir
það verð fyrir janúarmánuð all-
an. Eru samkvæmt þvi laun sjó-
manna sem veiða ufsa i net
lækkuð um 33% frá þvi sem áður
var. Rýtingsstungan i bak sjó-
manna er að verðið er tilkynnt
undir lok mánaðarins, og gildir
fyrir hann allan, en i upphafi
mánaðarins var látið i veðri
vaka að verð myndi ekki lækka.
i tilkynningu Samstarfs-
nefndarinnar frá i gær er þess
krafizt að form. Verðlagsráðs
svari opinberlega hvers vegna
verðlækkuninni hafi verið
haldið leyndri þar til verðlags-
timabilið er senn á enda.
Samstarfsnefndin hefur
traustsyfirlýsingu áhafna 120
fiskiskipa og getur þvi ekki tal-
izt sjálfskipuð.
Það kom ranglega fram að
Kristján Ragnarsson ætti i fisk-
verkun. Hins vegar er hann full-
trúi LIÚ i Verðlagsráði og f jöldi
félaga Liú rekur jöfnum hönd-
um útgerð og fiskverkun. Hags
munir þeirra rekast á þegar
verðlagsráð tekur ákvörðun og
Kristján Ragnarsson er fulltrúi
þessa hóps, sem á tvöfaldra
hagsmuna að gæta þegar fisk-
verð er ákveðið.
ASt.
„ÞAÐ ERU EKKI MANNRÉTTINDI - *■
AÐ FÁ SVONA LAUN" Sóknarkonur
„Flestar Sóknarstúlkur byrja með byrjunarlaun, þótt
þær séu búnar að vera húsmæður i mörg herrans ár. Það
finnst okkur i hæsta máta óréttlátt.”
Þetta segir Hólmfriður Oddsdóttir, ein Sóknarkvenn-
anna þriggja sem við heimsóttum að Hátúni 10A, deild
fimm frá Kleppsspitala. Hinar konurnar taka i sama
streng. Byrjunarlaunin eru i dag kr. 50.908 á mánuði.
,,Ég er á þriðja árs launum, sem eru kr. 53.718 á mán-
uði, en ég vinn aðeins 80% vinnu,” segir Hólmfriður og
sýnir okkur nýjasta kaupseðiiinn sinn. Hann sýnir kr.
48.118. Af þvi greiðir Hólmfrlður félags- og lifeyrisgjald.
Útborgaðar fær hún kr. 45.905. ,,Ég vil samt heldur
vinna minna úti til að geta hugsað sjálf um börnin,.enda
kostar það sitt að koma þeim fyrir,” segir Hólmfriður.
Hún missti manninn frá 7 börnum þegar það yngsta var
eins árs. Tvö elztu börnin voru þá gift, en sonurinn, sem
var sá elzti heima, var þá i 5. bekk i menntaskóla og er
nú i Þýzkalandi að læra. Hólmfriður segist ekkert hafa
getað hjálpað honum við námið. Hann hafi algjörlega
þurft að sjá um sig sjálfur.
Nú eru aðeins þrjú börn eftir heima 16 ára, 12 ára og 7
ára. Það yngsta er telpa og i fyrra þegar hún var aðeins
6 ára sá hún sjálf um að komast i skólann á hverjum
morgni, þar sem allir aðrir á heimilinu voru farnir I
skóla eða vinnu. Hólmfriður sagði að ekki væri um að
ræða að gefa krökkunum hjól, skiði eða þvilikt. Það
væri lúxus, sem ekki væri hægt að veita sér. Hún hefði
nóg að gera með að ná endum saman með þessu litla
kaupi sem hún hefur og þvi sem hún fær úr tryggingun-
um, sem eru nú 32 þúsund á mánuði.
,,Þaö er grátlegt að manni skuli vera boðið upp á sama
kaup og 17 ára stúlku, sem er að byrja að vinna,” segir
Kristjana Sigurðardóttir. Hún var húsmóðir I mörg
herrans ár, áður en hún byrjaði að vinna úti.
DB-mynd Bjarnleifur.
Hefur gengið sérlega illa að ná endum
saman á siðasta ári.
„Það má ekkert koma fyrir, ekki einu sinni að þvotta-
vél bili, þá fer allt úr skorðum. Það er varla hægt að
kalla það mannréttindi að borga svona litið kaup,” segir
Hólmfriður. „Það er lika áberandi hvað illa hefur gengið
að ná endum saman siðastliðið ár, enda ætti kaupið að
vera milli 75—80 þúsund krónur ef kaupmátturinn hefði
haldizt eins og var fyrir samningana árið 1974. Ég er lika
enn að borga lán af eigin húsnæði og það eru upp undir
200 þúsund á ári.”
„Þetta hefst með sparnaði,” segir Bjarnveig Ingimund-
ardóttir.
Sóknarkonur standa ekki nógu vel sam-
an.
„Sóknarkonur, sem flestar eru húsmæður, standa alls
ekki nógu vel saman,” segir Bjarnveig Ingimundardótt-
ir, sem er einhleyp með einn uppkominn son. „Það er
ekki nóg að þær tali bara við saumavélarnar sinar. Þær
skilja ekkert,” bætir hún við og segir að illa sé mætt á
fundum hjá Sókn og allt of fáar konur taki til máls. „Þær
mótmæla samt ýmsu sem þar fer fram, þrátt fyrir að
þær mæti ekki,” segir Bjarnveig.
Hún fær nú borgað eftir hæsta taxta eða 55.111 kr. á
mánuði. Hún vann áður hjá saumastofu Borgarspital-
ans. Ævistarf hennar hefur verið við saumaskap. Þegar
hún byrjaði á Kleppi átti að færa hana niður I byrjunar-
laun, en hún mótmælti og þá var kaupið lagfært.
„Það er grátlegt að manni skuli vera boðið upp á sama
kaup og 17 ára stúlku, sem er að byrja að vinna,” segir
Kristjana Sigurðardóttir, sem er búin að vera ekkja 110
ár og á 5 uppkomin börn.
Hún er ekki enn komin á hæsta taxta, hefur 53.718 kr. á
mánuði. Hún hefur samt bæði unnið á Elliheimilinu og
hjá Loftleiðum.
Hólmfríður Oddsdóttir fékk útborgað um slðustu mán-
aðamót 45.905 krónur. Hún er með þrjú börn á framfæri.
Þurfa engin fimm ár til þess að komast á
hæsta taxta.
Sóknarkonurnar eru sammála um að það þurfi engin 5
ár til að kunna það sem þær eiga að gera, en þá fyrst er
borgað kaup eftir hæsta taxtanum.
„Við erum hlunnfarnar á allan hátt og svo er höfðað til
tilfinninganna, þegar fara á i verkfall. Við getum ekki
farið i verkfall, þvi að hver á þá að hugsa um sjúkling-
ana,” segir Hólmfriður. Starf þeirra I Hátúninu er ein-
mitt i þvi fólgið að huga að sjúkum og hreinsa til i kring-
um þá. A deild fimm eru 14 sjúklingar.
Sparað i mat og sparað i öllu
Bjarnveig segir okkur að sér takist að ná endum sam-
an með ýtrasta sparnaði I matarkaupum jafnt sem öðru.
Hún lagar slnar fiskibollur sjálf, kaupir ekki tilbúið fars.
Hún reynir að kaupa mátulega mikið I matinn og hitar
upp afganga, ef nokkrir verða. Mikið er um grauta á
hennar heimili og súrmjólk er mikið borðuð. Hún borðar
aðeins annað málið heima og stundum borðar hún I
mötuneyti deildar fimm, I næsta húsi. Kjötmáltiðin þar
kostar 180 kr. og fiskmáltið 120 kr. Oft kaupir hún sér þó
jógúrt og brauð I hádeginu og sleppir þá úr máltið.
Þær Hólmfrlður, Bjarnveig og Kristjana eru sammála
um það að ástæðan fyrir þvi hversu Sóknarkonur standi
illa saman sé vegna hinna óllku hagsmuna þeirra.
Sumar þurfa ekki að fara að vinna, þótt þær geri það.
Þær hafa fyrirvinnu. Þess vegna standa þær ekki eins á
rétti sinum og ella. Þetta kæmi svo niður á þeim sem
þurfa að framfleyta heimili á þessum litlu launum sem
þær þiggja. Á þessu yrði að verða breyting til batnaðar.
EVI.
STRAUMNES, KJÖT OG FISKUR OG IÐUFELL SELJA HANN LÍKA
Nœgur þorramatur
í Breiðholtinu:
Ráðamenn I verzluninni Hóla-
garði léku okkur heldur grátt i
gær er þeir sögðu okkur að Hóla-
garður væri eina búðin i Breið-
holti,sem hefði bakka með þorra-
mat á boðstólum.
„Við erum ekki alveg sáttir við
þessa frétt,” sagði Sigtryggur
Jónsson hjá Straumnesi rétt eftir
að blaðið var komið út i gær.
„Straumnes hefur selt þrettán-
réttaðan þorramatarbakka siðan
verzlunin tók til starfa 1972.”
Kjötiðnaðarmaður Straumness er
Ómar Kristvinsson.
Siðar hringdu þeir i Iðufelli og
Kjöti og Fiski og bentu á sams
konar þjónustu i þeim verzlun-
um.
Sem sagt, það skortir ekki
þorramat i Breiðholtinu.