Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.02.1976, Qupperneq 1

Dagblaðið - 11.02.1976, Qupperneq 1
2. árg. Miðvikudagur 11. febrúar 1976 — 35. tbl. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Sáttahugmyndirnar vGœtu bjargað samningunum" — sögðu samningamenn í morgun „Það verður afskaplega erfitt fyrir atvinnurekendur að samþykkja nokkra kauphækkun en málin verða skoðuð. Við höfum enn ekki rætt sáttatillögurnar nógu ítarlega til að geta lýst afstöðu til þeirra,” sagði Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, í morg- un. „Ég tel að þessar sáttahugmyndir gætu bjargað samningunum,” sagði Björn Þórhallsson, formaður Lands- sambands verzlunarmanna, í morg- un. „Viðbrögð manna í verkalýðs- hreyfingunni tel ég að verði jákvæð en menn telji þetta þó ekki nóg, þurfi að fá meira.” „Hugmyndir sátta- nefndar” eða tillögur, sem fram komu í gær, taldi Björn að gætu orðið grundvöllur sem byggt væri á, en þær „þyrftu verulegrar lagfæring- ar við”. Alþýðusambandsmenn töldu í gær, að kauphækkun þyrfti að verða meiri en sáttanefnd leggur til. Hugmyndir sáttanefndar gera ráð fyrir 16,5% kauphækkun fyrir lág- launafólk og 13,6% fyrir aðra. Hækk- unin komi í áföngum, 4% 1. marz, 5% 1. júlí og 4% 1. október, éða því sein næst. Við laun, sem eru undir 54 þúsundum á mánuði bætast að auki 1500 krónur og síðan lægri viðbót upp að 57 þúsundum. Samningafundur verður í dag klukkan tvö —HH Luns rœðir við Breta ídag Brezkir ráðherrar ræða í dag við framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, Joseph Luns. Þeir vona, að honum takist að koma aftur af stað viðræðum milli íslendinga og Breta. Luns ræddi í gær við Ford Banda- ríkjaforseta og Kissinger utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Hann mun síödegis í dag hitta James Callaghan utanríkisráðherra Bretlands, Fred Peart fiskimálaráðherra og Roy Hattersley aðstoðarráðherra. Tals- maður brezka utanríkisráðuneytisins segir, samkvæmt Reuter-frétt að Bretar þurfi að fá tryggingu fyrir að togarar þeirra á íslandsmiðum fái að veiða „í friði”, áður en þeir fallist á, að freigáturnar fari út fyrir 200 mílna mörkin. Hann sagði að Bretar efuðu, að íslenzka ríkisstjórnin „gæti” gert samkomulag en vildi ekki fara nánár út í, hvað hann ætti við mcð því. Bretar munu einnig skýra Luns frá ráðstöfunum sínum til að minnka af sjálfsdáðum afla og skipafjölda á ís- landsmiðum. Brezku togararnir voru enn í morgun að veiðum á friðaða svæðinu út af Langanesi, eftir því sem Land- helgisgæzlan taldi. Ekki var kunnugt um, að til tíðinda hefði dregið. Utan- ríkisráðuneytið heimilaði í gær fyrir þrábeiðni brezka sendiherrans, að brezkur sjómaður sem hafði brákazt á fæti, yrði fluttur í land á NorðFirði. íslenzkur læknir hafði áður talið, að þess væri ekki þörf. _HH Fuglar himinsins hafa átt erfitt uppdráttar í garranum undanfarið, þótt sundfuglar hafi þó betra tæki- færi til þess að verða sér úti um leifar af útmánaðartrosi landsmanna. Þó er von til þess að úr rætist. Veðurspáin hljóðar upp á hlýnandi veður frá þriggja stiga frosti sem var í Reykja- vík í morgun, en vaxandi suðaustan átt. Ljósm.: BP. 900 BIÐA EFTIR LITSJÓN- VARPS- TÆKJUM — bls. 9 Bernharð prins harðneitar ósðkununum Sjó bls. 7 Gift kona hefur notið lögreglu- verndar i tvo ar Sjá baksíðu

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.