Dagblaðið - 11.02.1976, Side 12

Dagblaðið - 11.02.1976, Side 12
12 ___________ Daffblaðið. Miðvikudapur 11. febrúar 1976. Austurrikismenn stukku bezt Austur-þýzku stökkmennirnir stóÖu sig illa í æfingum á 90 metra skíðapallinum í Innsbruck í gær — og austurrísku keppendurnir eru nú aftur taldir sigur- stranglegastir. Á sunnudag verður keppt í skíðastökkinu. Karl Schnabl, sem hlaut 3ju verðlaun á 70 m paliinum, stökk bezt í gær — vel yfir 100 metra. Hins vegar féll silfurmaðurinn Jochen Danneberg og slasaðist. Ekki var vitað í morgun hvort meiðslin voru það alvarleg, að hann geti ekki keppt á sunnu- dag. Olympíumeistarinn Hans-Georg Aschenbach stökk 102 og 99 m en skorti öryggi. Bróðir hans Dietmar féll eftir 101 m stökk og var haltur eftir það. Aðrir sem stukku yfir 100 m voru Walter Steiner, Sviss, og Yuri Kalinin, Sovétríkjunum. Johan Cruyff varamaður! Mikið stríð er nú í spænsku blöðunum milli Johans Cruyff og þjálfara Barcelona Hennes Weisweiler eftir að Cruyff var aðeins á varamannabekk í Sevilla. Barce- lona tapaði leiknum 2-0 á sunnudag. Það er í fyrsta skipti síðan Cruyff var keyptur frá Ajax fyrir metupphæðina 920 þúsund sterlingspund að hann er ekki valinn í lið Barcelona. „Þjálfarinn er að leita að fórnadýri og valdi mig til að afsaka slaka frammistöðu liðsins,” sagði Cruyff. „Þegar hann byrjar að leika á útivöllum kemst Cruyff aftur í liðið,” sagði þjálfarinn, sem áður var með Borussia Mönchengladbach. Við vini sína sagði Cruyff, að hann muni fara frá Barcelona í lok keppnistíma- bilsins og ítalska meistaraliðið Juventus hefur áhuga. Alíslenzkt golf mét hóð ó Kanaríeyjum! Það er afar sjaldgæft — en hefur þó átt sér stað — að alíslenzk íþróttamót séu haldin erlendis. Eitt slíkt var haldið á Kanarí- eyjum 3. janúar síðastlið- inn. Þá hittust 15 kylfing- ar, sem voru á eyjunum á vegum ferðaskrifstofanna Sunnu og Úrvals, á einum fegursta golfvelli, sem Is- lendingar líta augum á þessum tíma árs, og efndu til móts. Keppt í karla- og kvennaflokki með og án forgjafar. í kvennakeppninni með forgjöf sigr- aði Inga Magnúsdóttir. Lék á 52 og 47 höggum, eða 99. Með 17 í forgjöf. Samtals 82 högg. Kristín Pálsdóttir varð önnur á 93 höggum (113—20). Lilja Óskarsdóttir þriðja á 96 höggum (126—30), en þær eru allar í Golf- klúbbnum Keili og fjórða varð Sigur- björg Guðnadóttir, GV, á 101 höggi (115—14). í karlaflokki án forgjafar sigraði Sigurjón Gíslason, Keili, á 85 höggum. Magnús Birgisson, Keili, lék á 87 högg- um, og Bert Hansson, Nesklúbbnum, varð þriðji á 96 höggum. Með forgjöf urðu þeir Birgir Björns- són, Keili, og Sveinbjörn Björnsson, Ke'li, jafnir, á 78 höggum. Birgir 92-14 e.i Sveinbjörn 87-9. Þeir léku bráða- bana 27 holur og sigraði Birgir. Aðrir sem tóku þátt í mótinu voru Geir Þórðarson, GR, Arnkell B. Guð- mundsson, GR, Eyjólfur Jónsson, GR, Karl Hólm, Keili, Guðmundur Þórar- insson, GV, og Tryggvi Sæmundsson, GA Reykjavikur- meistarar KR KR — nýbakaðir Reykjavíkur- meistrarar í meistaraflokki kvenna í körfunni. KR sigraði ÍR í úrslitaleik 44-34. Á myndinn? í efri röð talið frá vinstri eru: Curtiss Carter, þjálf-J ari, Björg Kristjánsdóttir, Eme- lía Sigurðardóttir, Sólveig Þór- hallsdóttir, Salina Helgadóttir,) Birna Björnsdóttir, Margrét Halldórsdóttir Lida Jónsdóttir og Guttormur Ólafsson, þjálfari. Neðri röð talið frá vinstri: Sól- veig Sveinsdóttir, Guðrún Krist- jánsdóttir, Erna Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Guð- finna Gústafsdóttir. — Sjö glímumenn ha Áður en 64. Skjaldar- glíma Ármanns hófst sl. sunnudag flutti Hörður Gunnarsson eftirfarandi setningarávarp — og fékk íþróttasíðan góðfúslegt leyfi hans til að birta það. „í dag þegar 64. Skjaldarglíma Ármanns fer fram, kemur fram í hug- ann sú staðreynd að þessi íþrótta- keppni er í rauninni langclzta íþrótta- keppni á íslandi. Það var árið 1889 sem fyrsta Ármannsglíman fór fram og nú í dag er 77. Ármannsglíman háð. Árið 1908 létu Ármenningar gera silfurskjöld til heiðurs mesta glímumanni Reykja- víkur — á skjöldinn var greypt tákn- inynd af Ármanni í Ármannsfelli, þeim cr félag þeirra er heitið eftir. Eftir Ámannsglímuna 1908, þegar í fyrsta sinn var keppt um „Ármanns- skj<)ldinn” tóku menn að tala um „Skjaldarglímu Ármanns” og smám saman varð það heiti hinu vfirsterkara og svo fór, að það varð mönnum tamara í numni en upprunalega heitið, Ármanns-glíman. Oft hef ég heyrt eldri borgara Reykjavíknr ra*ða um glímu og þegar talið hefur bori/.t að Ármannsglímunni, þá hafa þeir gjarn- í dag hafa einungis 8 glímumenn látið skrá sig til keppni en fjölmennasta glíman fór fram sama árið og fyrsta Íslandsglíman var háð eða árið 1908 en þá tóku 30 glímumenn þátt og sigraði Hallgrímur Benediktsson. F'ámennasta glíman fór fram árið 1910 en þá glímdu aðeins 5 glímumenn, að vísu hef ég ekki upplýsingar um þátttöku í öllum 77 glímunum, en þessar tölur gefa okkur ótvírætt til kynna umfang glímunnar. Eins og gefur að skilja hefur verið glímt bæði af snilld og drengskap en þó hefur við brugðið að afls kyns bellibrögð hafa verið notuð, en að mínu mati hefur glímulag manna stórbatnað á síðari árum. Nú er viðburður, ef glímu- menn reyna níð eða reyna að hafa rangt við, og tél ég það að sjálfsögðu til mikilla bóta og vona ég að þessi já- kvæða þróun haldi áfram, því öll gífur- glíma skemmir fyrir glímunni í heild, menn fá skömm á íþróttinni, ef illa er staðið að henni. Vildi ég óska þátttakendum að þessu sinni gæfu og gengis í þesari Skjaldár- glímu og bið þá að hafa það hugfast að augu allra glímumanna hvíla á þeim í dag. og glímur þeirra eru vegnar og metnar fyrst og fremst eftir því hvernig staðið er að glímunum. 77. Ármannsglíman er nú sett. an og einatt notað jöfnum höndum bæði heitin — Ármannsglíman eða Skjaldarglíma Ármanns eða einungis Skjaldarglíman. Þegar glímt hafði verið um Ármanns- skjöldinn um nokkurt skeið tóku menn til hægðarauka að númera glímurnar og hófu talningu við fyrstu Skjaldarglím- una 1908, en gættu þess ekki að taka með í reikninginn hinar þrettán Ármannsglímur, sem háðar voru áður cn stofnað var til kcppni um Ármanns- skjöldinn. Ármannsglímurnar voru og eru í beinu og orjúfanlegu samhengi við Skjaldarglímu Ármanns, sem svo er nefnd. Ármannsglíman sem nú fer fram cr því hin 77. í röðinni frá upphafi og hin 64. Skjaldarglíma Ármanns, eins og áður var sagt. í dag er keppt um 11. skjöldinn en hann vinnst til cignar cftir þrjá sigra í röð eða samtals 5 sigra. Fyrstu tvo skildina vann Sigurjón Pétursson til eignar, þriðja skjöldinn vann Sigurður Fhorarensen, fjórða Lárus Salomons- son, fimmta Guðmundur Ágústsson, sj(')tta og sjöunda Ármann J. Lárusson, áttunda og níunda Sigtryggur Sigurðs- son og tíunda skjöldinn vann Sigurður Jónsson til eignarj síðustu Ármanns- ulímu, sem fram fór í fvrra á þessum Þorsteinn Sigurjónsson, Víkvcrja — ættaður úr Austur-Húnavatnssýslu vcgari í Skjaldarglímu Ármanns 1976. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.