Dagblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 14
14 f',mm..... Gunnar heim frá Kanada með samning upp á vasann ,,Ferðin gekk ljómandi vel og ég held að hún eigi eftir að hafa töluvert að segja fyrir mig,” sagði Gunnar Þórðarson í viðtali við Dagblaðið. Hann er nýkominn heim úr hálfsmánaðarferðalagi til Kanada, þar sem hann þreifaði fyrir sér um sölu á nýju plötunni sinni og kannaði aðra möguleika því samfara. „Við hjónin fórum með ágætum vini okkar og konu hans, Lennaert og Karen Vopnfjörð, frá Winnipeg til Vancouver, þar sem eg hljóðritaði þrjú lög í stúdíói, sem heitir Little Mountain Sound,” sagði Gunnar ennfremur. ,,En síðast en ekki sfzt hitti ég og gerði sex mánaða samning við Kenny Harris Productions, um athugun á sölumöguleikum a plötunni.” Fyrirtæki þetta er vel þekkt þar vestra og í góðum samböndum um allan heim, þó aðallega í Ástralíu og Japan, fyrir utan Kanada að sjalf- sögðu. „Eins og fyrr, er eg hef verið þarna á ferð, tóku íslendingarnir manni opnum örmum og lagið „Maríitoba” á plötunni virðist falla þeim vel í geð,” sagði Gunnar. „En það þýðir lítið að lagið se bara spilað í útvarp, — platan þarf líka að vera til sölu og kannski gengur það á næstunni.” -HP. ÝR í STUTTA REYKJAVÍKUR- HEIMSÓKN Hljómsveitin Ýr frá ísafirði er komin til Reykjavíkur og mun skemmta hér um helgina, — í Klúbbnum annað kvöld, í Tónabæ á föstudaginn og á laugardagskvöld kemur hún fram í Festi ásamt Cabaret. „Ástæðan fyrir því að við getum ekki haft lengri viðdvöl,” sagði Rafn Jónsson trommuleikari hljómsveitar- innar, „er sú að við erum hræddir um að verða innlyksa vegna verk- falla. Þetta er nákvæmlega sama til- fellið og þegar við vorum hérna síðastliðið sumar, þá' komumst við ekki til London til að taka upp plötuna okkar. Það er aðalástæðan fyrir því að við tókum þann kost að fara til Bandaríkjanna.” Síðan plata hljómsveitarinnar var tekin upp hefur orðið ein breyting á liðsskipan hennar. Hálfdán bassa- leikari hætti, langþreyttur á streit- unni sem fylgir því að leika í hljóm- sveit. í stað hans kom örn Jónsson, sem hefur leikið með ýmsum vest- firzkum hljómsveitum. örn er hinum meðlimum Ýs ekki alveg ókunnur, því að þeir hafa allir leikið einhvern tíma saman með hljóm- sveitinni Náð, Það er vissulega kærkomið að fá Ýrinn hingað suður. Eins og LP plata hljómsveitarinnar sýnir eru þarna engir aukvisar á ferð og er nú gott tækifæri fyrir þá, sem misstu af hljómsveitinni síðast er hún kom til höfuðborgarinnar, að bregða sér á ball og hlusta á góða tónlist. —ÁT.— Nýjar hljómplötur: „ÝR” Ýr frá Isafirði LP —stereo AÁ—030 ÁÁ—Records 1975. Ýr er fyrsta rokkhljómsveitin utan Reykjavíkursvæðisins sem kemur frá sér LP-plötu. Það út af fyrir sig er nánast stórvirki og það sem gleðilegra er: þrátt fyrir augljósa og nokkuð alvarlega framleiðslugalla, þá sýnir þessi plata að Ýr er hljóm- sveit til ýmissa hluta Iíkleg. Eins og frá var sagt í einhverjum blöðum sl. sumar þegar Ýr lék nokkrum sinnum í Reykjavík, þá er skrautfjöðrin í hatti hljóm- sveitarinnar Reynir Guðmundsson, söngvari og gítarleikari. Á þessari plötu fcr hann á kostum. Raunar eru bakraddirnar víða mjög skemmti- legar og jafn mikil svcifla í þeim og öðrum flutningi. Ekki virðast ísfirðingarnir áber- andi snjallir á hljóðfæri sín, þótt verfitt sé að dæma um það af þessari plötu — og þá ekki sízt fyrir það, að hljómborðsleikur Jakobs Magnús- sonar, synthesizerar, strengir og fleira, er nokkuð ríkjandi. Jakob Magnússon stjórnaði upptöku plötunnar og hafði þar með höndum það vandasama starf að leiðbeina mönnum, sem aldrei höfðu komið í upptökusal. Á sama hátt og „Sumar á Sýrlandi” er bezta verk Jakobs til þessa (Jakobs og Spilaverksins, raunar) er „Ýr” það versta. Hljómun plötunnar er fyrir neðan allar hellur. Trommur eru til dæmis allt of framarlega í nokkrum lögum, svo sem „Kanínan”. Söngur er víða mjög ógreinilegur og fleira mætti tína til. Það gerist oft, að tónlistarmenn senda frá sér endanlcga hljóð- blandaða scgulbandsupptöku, sem þeir eru ánægðir með. Þcgar platan kemur til landsins brcgður svo við, að menn eru sáróánægðir og kenna Dagblaðið. Miðvikudagur 11. febrúar 1976. Ömar Óskarsson, til skamms tíma gítarleikari og helzti lagasmiður Peli- can sálugu, hefur lokið við upptöku tveggja laga sinna, sem ætlað er að setja á umtalaða „Kreppuplötu” Steina h.f. Myndina tókum við í Hafnarfirði á laugardaginn, þegar Ómar var að ljúka við sjálfa upptökuna og var að velta fyrir sér hljóðblöndunaratrið- um af ýmsu tagi. Ásgeir Óskarsson, trommuleikari Paradísar, sá um trommuleikinn í lögunum en Júlíus Agnarsson, helm- ingur Andrew, spilaði á bassa. Sjálfur spilaði Ómar á gítar og söng allar raddir. Á myndinni eru frá vinstri: ómar, Ágúst Guðmundsson, textahöfundur Pelican og „Middle Class Man” plötu ómars frá í fyrra, Júlíus (aftastur) ogÁsgeir. DB-mynd: ÓV. Hljómplata Pólma og féíaga að koma út — einnig hefur sjónvarpsþáttur verið gerður í stúdíói: Pálmi og Baldur Arngrímsson, annar gítarleikari hljómsveitarinnar. Fjórði meðlimurinn er Björn Björnsson trommuleikari. Engin mynd fannst af honum á Dagblaðinu. DB-myndir: Björgvin. Hljómplata Hljómsveitar Pálma Gunnarssonar fer nú brátt að líta dagsins ljós. Langt er síðan upptök- um lauk og kom platan hingað til lands nokkrum dögum fyrir jól. Að sögn Ólafs Haraldssonar hjá Fálk- anum, sem gefur plötuna út, var ákveðið að bíða.með að setja hana á markað til að hún kafnaði ekki í jólaflóðinu. „Platan er hreinlega of góð til þess að svoleiðis færi fyrir henni,” sagði Ólafur. Á þessari plötu eru tólf lög, öll eftir Magnús Eiríksson gítarleikara hljómsveitarinnar. Textarnir eru á íslenzku og eru einnig eftir Magnús. Ekki er hægt að segja að platan sé ætluð sérstaklega fyrir neinn ákveðinn aldursflokk, þar sem mikil brcidd er í lagavali. Töluverður fjöldi aðstoðarhljóð- færaleikara kemur fram á plötunni, — blásarar , og strengjasveit. Talsverða rullu spila einnig þeir Glfar Sigmundsson orgelleikari Pónik og Þorleifur Gíslason saxófón- leikari. Ekki má heldur gleyma Vilhjálmi Vilhjálmssyni söngvara, sem er sérstakur gestur á plötunni og syngur þrjú lög. Hljómsveit Pálma Gunnarssonar starfar af fullum krafti um þessar mundir. Hún leikur þó lítið opinber- lega en þess meira á árshátíðum og þvílíkum skemmtunum. Að sögn Pálma mun hljómsveitin að minnsta kosti starfa árshátíðatímabilið á enda og fullur hugur er í meðlimum að viðhalda sambandinu eftir það, jafnvel við gerð annarrar plötu. „Annars er það helzt aö frétta af okkur,” sagði Pálmi, „að við höfum nýlega lokið við gerð sjónvarpsþátt- ar sem verður sýndur seinni hluta mánaðarins, — um svipað leyti og platan kemur út.” —ÁT— Skemmtilegasta jólaplatan '75 um pressun. Nýverið hefur mikið verið talað um að „skurðurinn”, þ.e. steypa plötumótsins, hafi mis- heppnazt, þegar munur verður á hljómun segulbandsupptöku og sjálfrar plötunnar, og oft er það rétt, enda skurðurinn mikið vandaverk. Ekki sýnist manni þetta geta átt við um útkomuna á plötu Ýr. Þar virðist Jakob Magnússyni hafa brugðizt bogalistin. Lögin á plötunni eru úr ýmsum áttum, nokkur eftir þrjd þeirra félaga, Sigurð Rósa, Reyni og Hálf- dán. Rafn trommuleikari hefur og tekið þátt í samningu eins texta í félagi við Reyni, en hann á- samt Rósa og Hálfdáni hefur og gert texta. Lögin eru upp og ofan, bezt eru líklega „Togum í Teit” og „Kanínan”. Fyrra lagið er eftir sjómann á ísafirði, fjörugt lag og drífandi. „Kanínan” er erlent að uppruna og nokkuð mikið breytt í meðförum Ýr, eitt vinsælasta lagið á diskótekum höfuðborgarinnar um þessar mundir, enda tilvalið danslag. „Kántrívísur” eru samdar á ensku við þokkalegt lag og „Óður ellibelgsins” er í hópi betri laga plötunnar, ekki sízt fyrir kostulegan söng Reynis Guðmundssonar. „Laddi og Flóra” er ágætis rokklag og prýðilega flutt. Jakob Magnússon á sjálfur tvö lög á plötunni, „Upp fjallið” og „Stál- fjörður”, sem er betra. Bæði lögin, sem og útsetningar á þeim og öðrum lögum, bera glöggt merki um þau áhrif sem Jakob hefur orðið fyrir af vinsældalistum og diskótekamúsík, Philadelphia Sound og allt d fullu. Aftur á móti er „Stálfjörður” eini textinn, sem einhver glóra er í, án þess þó að um meiriháttar bók- menntaperlu sé að ræða. Þar er allavega sett fram skoðun, andmæli við fyrirhugaðri byggingu malm- fabrikku í Hvalfirði, „sem breytast mun í Stálfjörð”. Síðan segir í lok textans: „...er uppþornaðar áuðlindir og eiturmettað óloftið tárum öllum fargar. í gröfinni mun gráta Jón forseti og hrópa STÁL!” Textar við önnur lög fjalla flestir um brennivínsdrykkju og kynmök. „Kanínan” er dæmi: „Ef ég má fyrir þig blanda ég læt ekki á mér standa. Ún liv gé réþ aðír þó ég verði faðir. Drekka, æsa, renna, skella, sér beint ofaní svaðið rífa, tæta, fila, spíta öllu út í loftið.” En hvað sem því öllu líður, þá þótti mér einna mest gaman að hlusta á þessa plötu af þcim íslenzku plötum, er út komu fyrir jólin. Ýr er tvímælalaust með betri hljóm- sveitum hérlendis og vonandi að þessi plata sé aðeins upphafið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.