Dagblaðið - 11.02.1976, Síða 2

Dagblaðið - 11.02.1976, Síða 2
2 r Dagblaðið. Miðvikudagur 11. febrúar 1976. Hver er réttarstaða ein- staklinga gagnvart lögreglu Maður, sem nefnir sig „Rosmhvel- ing”, hafði samband við Dagblaðið og óskaði eftir að eftirfarandi fyrir- spurnum yrði komið á framfæri. Mjög æskilegt er að leyfi sé til að birta fullt nafn, er slíkar fyrirspurnir berast, til að ekki sé hætta á að þær falli ómerkar niður: ,,í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar var gerð sú æskilega breyting, að lögregl- an var sett undir einn hatt, dóms- málaráðuneytið, í stað þess að áður voru lögregluþjónar starfsmenn við- komandi bæjarfélaga eða sýslna. Ókostir fyrrverandi skipulags voru mismunandi framkvæmdaratriði varðandi löggæzlu og dómsmál. Eftir þessa breytingu gæti hinn almenni borgari ætlað, að þá hefði dóms- málaráðuneytið gefið út skýr fyrir- mæli um framkvæmd dóms- og lög- gæzlumála til að fyrirbyggja mis- ræmi í framkvæmd og til þess að tryggja, að allir væru jafnir fyrir lögum í landinu. Tilefni eftirfarandi fyrirspurnar er það, að mjög mikils misræmis virðist gæta í þeim efnum víðs vegar um landið, — og svo að vitnað sé í orð dómsmálaráðherra, — oft um geð- þóttaákvarðanir að ræða, — fer gangur mála oft eftir skapferli ein- stakra löggæzlumanna, að því er sýnist. íslenzka lögreglan. Starfar hún óskipulega og eftir eigin geðþótta? Við eftirfarandi spurningum væri gott að fá afdráttarlaus svör. Hver er réttarstaða borgara sem handtekinn hefur verið af lögreglu, grunaður um lögbrot, til dæmis ölv- un við akstur? í hvaða tilfellum á að fangelsa slíkan mann, sé hann staðinn að akstri, blóðsýni tekið, sjáanleg ölv- unareinkenni og játning á lögreglu- skýrslu er fyrir hendi? Á að loka hann inni eða leyfa honum að fara frjálsum ferða sinna? Þjónar fangelsun í slíkum tilfellum nokkrum tilgangi, ef ekki er um neitt annað brot að ræða? Geta löggæzlumenn neitað manni sem er í slíkri aðstöðu, um að hafa samband við lögfræðing eða lækni vegna sjúkdóms eða veikleika, t.d. innilokunarkenndar, sem gæti varðað heilsu sjúklings, ef hann er lokaður inni í fangaklefa?????? Spurningarnar eru bornar fram að gefnu tilefni og vonandi getur dóms- málaráðuneytið veitt greinagóð svör við þeim, svo hinn almenni borgari viti hver hans réttarstaða er, ef hann lendir í klóm lögreglunnar, — hvort sem hann er sekur eða sýkn. j Rosmhvelingur.” „í kviði þínum mikill VESAUNGUR, - NÚLLOGMAFÍA 5 „Þann 2. febrúar var tjaldið snöggvast dregið frá og landsmenn fengu að líta inn í hringleikahús stjórnmálanna, Alþingi. Sjónvarpið sýndi umræður utan dagskrár. Þar sem Sighvatur Björgvinsson bar fram alvarlegar ásakanir á dómsmálaráð- herra um að hindra rannsókn tveggja sakamála. Ráðherrann svaraði síðan ásökunum Sighvats. Það mun ekki hafa farið framhjá mönnum, að dómsmálaráðherrann notaði óþarflega mörg stóryrði í ræðu sinni. Hætt er við, að forseti hefði oft hringt bjöllunni, ef Bjarni Guðnason hefði sagt slík orð á Alþingi. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráð- herra nefndi Sighvat Björgvinsson vesaling. Ekki veit ég hver er mestur vésalingur á Alþingi, en hitt veit ég, að langalangafi okkar Sighvats, Jón Sveinbjörnsson bóndi í Tungufelli, var enginn vesalingur. Svo nefndi ráðherrann Vilmund Raddir lesenda V Gylfason núll. Það er vissulega mikill vandi að meta það rétt, hver er mesta núllið, en það er kannski ekki leiðum að líkjast fyrir Vilmund Gylfason. Einhver vinsælasti foringi Framsóknarflokksins, Tryggvi Þór- hallsson, var nefnilega teiknaður sem núll í Speglinum. Svo ræddi ráðherrann um Vísis- mafíuna. Það má vel vera rétt að kringum Vísi sé nú mafía. Svoleiðis fyrirbrigði hafa nefnilega víða skotið rótum, jafnvel hér í Hrunamanna- hreppi. En það er annað sem er óskiljanlegt. Það eru ekki margar vikur liðnar síðan forráðamenn Tímans gengu í bandalag við Vísis- mafíuna til þess að reka Dagblaðið út úr Blaðaprenti. Ekki er þess getið að Framsóknarmenn hafi fengið klígju þá. Greinar Vilmundar Gylfasonar í Vísi hafa valdið miklu fjaðrafoki, en það er líka nokkurs virði að hafa prentfrelsi í landinu, jafnvel þótt það valdi stjórnvöldum eða einstökum ráðamönnum nokkrum óþægindum öðru hvoru. Þórarinn Þórarinsson rit- stjóri Tímans er ekki vanur að fara með fleipur. Hann skrifaði í blað sitt 11. ágúst 1974 á þessa leið: „Konan, sem steypti Nixon af stalli. Washington Post afhjúpaði Watergate-hneykslið. „Ef ég ætti að velja á milli þess, að hafa ríkisstjórn án blaða, eða blöð án ríkisstjórnar myndi ég hiklaust kjósa hið síðara.” Sá, sem sagði þessi orð var enginn annar en Tomas Jefferson, sem öðrum fremur er talinn höfundur bandarísku stjórnarskrárinnar og sennilega mesti hugsuðurinn sem hefur skipað forsetastól Bandaríkj- anna. Þessi orð eru skráð stórum stöfum á einn vegginn í vinnustofu Ben Bradlees, aðalritstjóra The Washington Post. Það gefur ótvírætt til kynna, að eigendur og stjórnendur blaðsins líta stórum augum á hlut- verk blaðanna. Það geta þeir líka gert um þessar mundir, því að Washington Post hefur átt meiri þátt í því að upplýsa Watergate-málið og að stuðla þannig að falli Nixons forseta en nokkur aðili annar. í nokkra mánuði vann Washington Post — eitt bandarísku blaðanna — að því að upplýsa málið, en síðar bættust svo önnur blöð við, þegar sýnt var, að Nixon og samverkamenn hans voru meira og minna riðnir við það. Innbrotið í skrifstofur flokks- stjórnar demókrata í Watergate- byggingunni var framið 17. júní 1972. í fyrstu vakti það ekki sérstaka athygli, því að almennt var litið á það sem misheppnað og flónskulegt verk fárra óbreyttra repúblikana, sem hugðust afla þannig upplýsinga fyrir flokk sinn. Blaðafulltrúi Hvíta hússins túlkaði það líka á þann veg. Það hafði því lítil eða engin áhrif á kosningabaráttuna, en forsetakjör fór fram í nóvember 1972. öll blöðin gerðu lítið úr málinu, nema Washington Post. Ben Bradlees fól tveimur af færustu blaðamönnum Washington Post, þeim Bob Wood- Vilmundur Gylfason. í flokki með þeim sem afhjúpuðu hneykslið í Watergatebyggingunni. ward og Carl Bernstein, að afla sem gleggstra upplýsinga um innbrotið og aðdraganda þess. Þeir urðu brátt margs vísari og hófu að skrifa eins konar greinaflokk um það. Alls skrif- uðu þeir 200 greinar um málið á 10 mánuðum. Greinum þeirra var veitt lítil athygli í fyrstu, enda hafði Washington Post haldið uppi harðri gagnrýni á Nixon og stjórn hans og stundum þótt skjóta yfir markið. í októbermánuði 1972 fullyrtu þeir Woodward og Bernstein að þeir hefðu sannanir fyrir því, að Bob Haldeman, nánasti ráðunautur Nixons í Hvíta húsinu, hefði reynt að stöðva rannsókn Watergatemálsins. Þetta þótti þá svo ótrúlegt að fáir urðu til að leggja trúnað á það, heldur var yfirleitt litið á þetta sem misheppnaða kosningabombu.” Já, svo er nú það og það er nú svo, hefði Bjarni Guðnason sagt. En þá er rétt að víkja aftur að Ólafi Jóhannes- syni dómsmálaráðherra. Hann hefur notið trausts og vinsælda meðal þjóð- arinnar, en nú verður hann að gæta sín. Nú verður hann að beita öllum vilja sínum og öllum mætti sínum til að fá þau mál upplýst, sem blaða- skrifum og deilum hafa valdið. Að öðrum kosti getur að því komið að grein birtist í einhverju blaði undir fyrirsögninni: Núllið sem steypti Ólafi af stalli. Kópsvatni, 3. febrúar 1976. GUÐMUNDUR JÓNSSON” mör..." „Maður að austan” sendi Dag- blaðinu eftirfarandi vísu og tileinkar hana vissum stjórnmálamanni sem mikið er í sviðsljósinu þessa dagana: í kviði þínum mikill mör mæðir þig á flokksins línum. Þumalputta fingraför fylgja öllum gerðum þínum. Síma- tími lesenda- bréfa er frá kl. 1-3

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.