Dagblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Miðvikudagur 11. febrúar 1976. Þetta mál verður að upplýsa og þvo verður farmannastéttina af þess- um alvarlega áburði. Það er falskur tónn í þessum söguburði sem hæst ber þessa dagana. Sú saga, að spíra- smygl sé tengt mannshvörfum, morðum, fíkniefnum og fleiri afbrot- um, ásamt rekstri veitingahúsa í Reykjavík, getur ekki verið sannléik- anum samkvæm. Óhætt er að vísa henni til föðurhúsanna. Einhverjir menn hafa greinilega gefið sér falskar forsendur við upphaf þessa máls. öll þessi mál, sem heltekið hafa hugi fólks, munu sjálfsagt upplýsast öll á sínum tíma. Smygl mun halda áfram að viðgangast eins og verið hefur. Fjöldi landsmanna mun eftir sem áður njóta þess að fá vínið sitt heldur ódýrara en óheyrileg álagning ríkisins býður upp á. Tollverðir munu halda áfram að hundelta far- mannastéttina og spenna á meðal farmanna mun stuðla áfram að frá- falli þeirra langt fyrir aldur fram. Það er nógu erfitt fyrir íslenzka farmenn að vera oft vikum saman fjarri heimilum og fjölskyldum og þiggja fyrir það lág laun. Það er opinbert leyndarmál að margir þeirra reyna að drýgja tekjurnar með smá vínsmygli. En það er gjörsam- lega óþolandi að þessi stétt manna liggi undir þeim grun að vera þátt- takendur í skipulögðum glæpaverk- um undir stjórn einhverra myrkra- höfðingja, erlendra eða innlendra, sem leggja fyrir sig fíkniefnasmygl og hika ekki við að svipta menn lífi ef með þarf. Þetta eigum við ekki skilið’’ FARMENN SMYGLA VISSULEGA EN MORÐINGJAR VERÐA ÞEIR ALDREI „Fyrrverandi farmaður,” sem finnst mælirinn vera orðinn fullur, skrifar eftirfarandi: ,,Það er opinber staðreynd að tekjuaukning sú, sem smygl gefur af sér, heldur mörgum góðum mann- inum enn á sjónum. Ef smygltekj- urnar væru ekki fyrir hendi myndu skipafélögin verða að hækka laun farmanna um að minnsta kosti 60—70 prósent, ef takast ætti að manna öll millilandaskipin. Þess vegna hefur smygl farmanna aldrei verið litið sem raunverulegur glæpur, frekar smáafbrot. Skipulegt stórsmygl á spíra eða öðru áfengi hefur ekki þekkzt á íslandi fram til þessa, né er til þess vitað að það sé hér við lýði í dag. Yfirleitt eru eigendur hverrar send- ingar hluti af áhöfn viðkomandi skips og algerlega óháðir og óaf- vitandi gjörð um áhafnar næsta skips. Enginn ákveðinn aðili stendur að baki þessu smygli, hvorki innlendur né erlendur. Sendingar eru ekki það stórar að hægt sé að tala um hundruð milljóna, eins og fólk hefur freistazt til að álíta. Verð- mæti nemur um það bil 50—80 þúsund krónum á mán, eða fimmt- ungi af tekjum bankastjóra. Þess ber og að gæta að hluti hverrar send- ingar fer yfirleitt forgörðum á leið- inni af ýmsum orsökum. Þá drekka sjómenn töluvert sjálfir og veita vinum sínum. Þá hverfa oft heilu sendingarnar í hafið og enginn verður ríkur af þeim. Dreifing víns í landi hefur valdið fólki heilabrotum að undanförnu. Ekki er annað hægt en brosa að tilgátum um að vínið sé boðið til sölu á vínveitingahúsum. Eru land- krabbar virkilega ekki kunnugir a sínum heimavöllum? Hver maður getur séð í hendi sér þá vankanta sem eru á að selja 96% spíra sem til dæmis rússneskt vodka. Það næst aldrei rétta bragðið fyrir viðskipta- vininn, hversu nákvæmlega sem blandað er. Viðskiptavinir húsanna eru alls ekki svo dómgreindarsnauðir að þeir láti leika með sig. Þá er einnig ótrúlegt að samstaða náist með veitingamanni, kjallaraverði, þjónum og aðstoðarstúlkum þeirra að hella á milli úr spírakútum og á flöskur. Það myndi vekja grunsemdir starfsfólks, gesta og síðast en ekki sízt lögreglu og eftirlitsmanna, ef fjöldi flaska væri með rofnu innsigli. Eða heldur almenningur að allt þetta fólk sé með í spilinu? Það yrði lítil fjár- hæð sem kæmi í hlut hvers og alls ekki þess virði. Nei, vínið fer um aðrar hendur og dreifist til neyzlu í heimaHúsum, lokuðum samkvæmum og eftir hendinni annars staðar. Nokkur mannshvörf hafa verið oft- lega nefnd í sambandi við smygl á spíra. Þar með eru íslenzkir farmenn beint og óbeint tengdir hræðilegum glæpum í vitund almennings. Sú tilgáta, að einn, jafnvel tveir, ungir menn hafi verið líflátnir vegna tengsla við spírasmygl íslenzkra far- manna er miklu alvarlegri áburður en svo að ekki sé nokkru til hættandi að uppræta. Þess vegna hef ég leyst frá skjóðunni ef svo mætti fara að almenningur sjái þessi mál í réttara ljósi. Hér eru engir skipulagðir glæðahópar að verki heldur er aðeins um smá aukapening venjulegra og annars heiðarlegra íslenzkra sjó- manna að ræða. Það hefur að sjálfsögðu borið við, þó að alger undantekning sé, að dreifíngaraðilar hafi ekki getað staðið í skilum. Þá hefur þeim í mesta lagi verið réttur sinn undir hvorn og viðskiptum síðan beint til annarra og traustari manna. Sú hugmynd að þessi glæpaflokkur ungs fólks, sem nú situr í fangelsi, hafi rekið erindi ííslenzkra farmanna þegar það réð af dögum ungan mann og hugsanlega annan, er hættulegur áburður. Sjómenn hafa aldrei þurft að grípa til slíkra aðgerða og eiga vonandi ekki eftir að gera slíkt. Þá er og víst, að liðveizlu þessa fólks, sem nú situr inni fyrir margvísleg afbrot auk morðs og fíkniefnasmygls, yrði ekki leitað, hvorki til óhæfuverka né dreif- ingar á áfengi, eins og tilgátur eru uppi um. Það segir sig sjálft. Farmenn hafa smyglað lengi til að drýgja tekjurnar og munu halda því áfram. Jarðýtu ó tónlistar- deildina! BÁLREIÐUR ÚTVARPSHLUSTANDI HRINGDI: „Það eina sem ég get látið mér til hugar koma til bóta við tónlistar- flutning í útvarpinu er hreinlega að senda jarðýtu inn á tónlistardeildina. Það er orðið algjört hneyksli hvernig staðið er að málum í þeirri deild. Hlustuðuð þið á útvarpið kl. 8 á föstudagskvöldið? Sjaldan hefur maður heyrt annan eins samsetning og þessi svokallaða sinfóníuhljóm- sveit var látin matreiða þá. Það er svo komið að jafnvel laugardagseftir- miðdagar, sem einu sinni voru bara dágóðir, eru undirlagðir af þ’essum sjálfumglöðu tonlistarspekúlöntum tónlistardeildarinnar.” FYRIRSPURNIR FRÁ VESTFIRÐINGI .VESTFIRÐINGUR” HRINGDI: „Mig langar til að koma nokkrum fyrirspurnum á iramfæri og þá fyrst einni til forráðamanna Sjálfstæðis- flokksins. Ég man ekki betur en flokkurinn hafí gefíð það loforð, er hann var í stjórnarandstöðu, að þegar hann kæmist aftur í stjórn myndi hann taka alla styrki af dagblöðunum. Að lokum vil ég spyrja, hvers vegna listamönnum þjóðarinnar eru veittir alls konar styrkir og laun. Ef mennirnir velja sér þetta starfssvið, hvers vegna eiga þeir þá ekki að vinna fyrir sér eins og aðrir? Væri skki alveg eins hægt að veita til dæmis sjómönnum svipuð laun og listamannalaun? Ég tel að það sé óþarft bruðl að syða fé almennings í styrki til þessara svokölluðu listamanna, sem ^eta ekki framfleytt sjálfum sér með vúnnu sinni. Þetta hefur enn ekki verið gert og mig langar til að vita hvenær þetta styrksafnám komi til framkvæmda. í öðru lagi langar mig til að vita,; hvers vegna könnun var gerð meðal útvarps- og sjónvarpsnotenda um vinsælasta efni og fyrirkomulag dag- skrár. í þessari könnun kom fram að mikill meirihluti notenda vildi hafa dagskrána góða um helgar. Eftir þessu hefur ekki verið farið, því að að mínum dómi er efni útvarps og sjónvarps með þynnsta móti um helgar. Sækirðu fundi í þínu stéttarfélagi? SVERRIR KRISTJÁNSSON verka- maður: Nei, ekki oft. Ég er í Dagsbrún og það kemur þó fyrir að ég fari. Spurning dagsins HJALTI STEINÞÓRSSON héraðs- dómslögmaður: Ég fer sjaldan á almcnna fundi, en á aðalfundi hjá lögmannafélaginu fer ég oftast. HELGI EINARSSON: Það eru svo sjaldan fundir i mínu' stéttarfélagi, en það er Félag starfs- manna rikisstofnana. Ég fer þegar þeir eru. ÞORKELL KRISTINSSON verka- maður: Ég er i Dagsbrún og fer aldrei á fundi þar. BIRNA KRISTJÁNSDÖTTIR húsmóðir: er nú ekki í neinu stéttarfélagi. Ég er húsmóðir og þær hafa nú engan félags- skap, en ég býst nú við að ég mundi fylgjast með félagsstarfinu ef ég væri í einhverju stéttarfélagi. rÓMAS GUÐNASON: Ég er ekki í neinu félagi. Ég cr með siáiístæðan atvinnurekstur, en ég fylgist nokkuð með starfsemi veitingamanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.