Dagblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 10
10
Dagblaðið. Miðvikudagur 11. febrúar 1976.
MMBUUUB
frjálst, úháð dagblað
Ctgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Svelnn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
íþróttir: Hallur Símonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson,
Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín
Pálsdóttir, ólafur Jonsson. Ómar Valdimarsson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson.
Ojaldkeri: Þráinn Þorlcifsson
Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson.
Askriftargjald 800 kr. á mánuði inrtanlands.
í lausasölu 40 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2,
sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf.og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og
plötugerð: Hilmir.hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Alvarleg augu á flótta
Forsætisráðherra lítur alvarlegum
augum á málið og dómsmálaráðherra
telur, að það verði skoðað.
Ríkisstjórn okkar minnir í land-
helgismálinu á Kildare lækni í sjón-
varpinu, sem var á stöðugum flótta
undan réttvísinni. Ríkisstjórnin er á
flótta undan umbjóðendum sínum, kjósendum í
landinu. Stundum þæfist hún fyrir almenningsálitinu
með yfirlýsingum á borð við þær, sem hér getur að
framan, og stundum hleypur hún á eftir almennings-
álitinu.
Bretar hafa gengið mjög hart fram í þessu
þorskastríði. Atgangur þeirra náði hámarki, þegar þeir
gerðu varðskipinu Þór fyrirsát í mynni Seyðisfjarðar og
sigldu hvað eftir annað á það. Þessi atlaga var staðfest á
Ijósmyndum og kvikmyndum. Þessi atburður réð úr-
slitum um, að fyrri hugmyndir um slit á stjórnmála-
sambandi við Breta fengu byr undir báða vængi.
Ríkisstjórnin var í fyrstu treg til að tjá sig um málið
og lýsti því svo yfir, að hún liti alvarlegum augum á
það.
Eftir margvísleg undanbrögð og samráð út og suður
ákvað ríkisstjórnin að slíta stjórnmálasambandinu.
Síðan fór hún strax að reyna að komast hjá fram-
kvæmdum í málinu. Fyrst var beðið eftir komu Luns,
framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, og síðan
eftir árangri ferðar forsætisráðherra til London. Loks
sagðist stjórnin mundu slíta sambandinu, ef herskipin
kæmu aftur inn í fiskveiðilögsöguna.
Herskipin komu aftur og fóru meira að segja að
skipuleggja veiðar á alfriðuðu svæði, einu af mikilvæg-
ustu hrygningarsvæðum þorsksins. Nú voru allir sann-
færðir um, að ríkisstjórnin kæmist ekki hjá því að
framkvæma hótun sína og loforð. Brezkir ráðamenn og
fjölmiðlar töldu stjórnmálaslit óhjákvæmileg og hið
sama gerður tveir íslenzku ráðherranna.
Hvað gerir svo ríkisstjórnin? Auðvitað lítur hún
alvarlegum augum á málið! Og hún ætlar að hafa
samráð við þingnefndir, sem hún var raunar búin að
gera fyrir löngu.
Langt er síðan Dagblaðið hélt því fram, að ríkis-
stjórnin ætlaði sér ekki að framkvæma hótunina um
stjórnmálaslit. Þetta taldi Morgunblaðið ósvífinn áburð
Dagblaðsins. Hið sanna hefur nú komið rækilega í ljós.
I heilan mánuð hefur ríkisstjórnin hliðrað sér hjá
framkvæmdum. Og auðvitað hlæja Bretar að öllu
saman.
íslendingar líta yfirleitt svo á, að Atlantshafsbanda-
lagið geti ekki sætt sig við aðgerðir brezkra herskipa á
íslandsmiðum. Til áréttingar þeirri skoðun er okkur
nauðsvnlegt að slíta stjórnmálasambandi við Breta.
Þar á ofan ber okkur að draga tímabundið úr sam-
starfinu við Atlantshafsbandalagið, meðal annars með
yfirlýsingu um, að fulltrúar okkar muni ekki sitja við
hlið fulltrúa árásarþjóðar á fundum ráðsins.
Við eigum að nýta okkur til fullnustu þann afleik
Breta að senda herskipin í annað sinn á vettvang og í
þetta sinn til að skipuleggja veiðar á alfriðuðu svæði.
Ríkisstjórnin þarf nú að fara að hætta að nudda hin
alvarlegu augu, og hætta að ræða um, að málið verði
skoðað.
KALIFORNÍA, USA:
Vaxandi and-
sfaða almennings
við úlbreiðslu
kjamorkunnar
— kosið um tillögur andspyrnuhópa
jafnhliða forsetakosningum
PALO ALTO, KALIFORNÍU: Þrír
kjarneðlisfræðingar hafa látið af vel
launuðum störfum sínum til að taka
þátt í vaxandi hreyfingu gegn bygg-
ingu og rekstri kjarnorkustöðva.
Afsagnir vísindamannanna eiga
sér ekki fordæmi í sögu kjarnavísind-
anna. Þær hafa orðið til að hleypa
nýju blóði í kalifornískan starfshóp
sem kallar sig ,,Project Survival” og
telur kjarnakljúfa hættulega lífi
jarðarinnar.
Þessi vinnuhópur eða samtök er
aðeins einn af fjöldamörgum slíkum í
að minnsta kosti tólf fylkjum Banda-
ríkjanna. Flest eru á vesturströndinni
og vinna um þessar mundir að því að
láta kjósendur greiða atkvæði um
tillögur um takmörkun og bann við
notkun kjarnorku um leið og forseta-
kosningarnar fara fram þar vestra í
haust.
Gerir ráð fyrir
endanlegu banni
Tillögur hópsins gera ráð fyrir, að
starfræksla kjarnkljúfa verði bönn-
uð í Kaliforníu. Þær verða með á
kjörseðlinum þegar forkosningar for-
setakosninganna vcrða þar í júní.
í bandarískum stjórnarskrárlögum
er gert ráð fyrir því, að kjósendur geti
safnað ákveðnum fjölda undirskrifta
til að knýja fram almenna atkvæða
greiðslu. Sjálfboðaliðar „Project Sur-
vival” þurftu að fá 321 þúsund
undirskriftir í Kaliforníu — en fengu
hálfa milljón.
Tillögurnar
Tillögurnar gera ráð fyrir eftirfar-
andi:
V
— Hlutaðeigandi verði skylt að
sanna og sýna, svo ekki verði um það
deilt, að kjarnorkuverin séu fullkom-
Iega örugg. Þetta ber að gera innan
fimm ára. Að öðrum kosti verður
leyfileg framleiðsla versins minnkuð
um 40% og síðan 10% á ári þar til
kröfum hefur verið mætt.
— Hlutaðeigandi verður að
tryggja fullar skaðabætur og ábyrgð
gagnvart almenningi, ef til kjarn-
orkuslyss kemur. Hafi það ekki verið
gert innan árs verður fyrirskipaður
40% samdráttur í framleiðslu þar til
úr hefur verið bætt. Samkvæmt gild-
andi alríkislögum verða stjórnendur
kjarnorkuvera að vera tryggðir fyrir
560 milljón dollara gagnvart þessari
hættu.
r / :: Á ÓMAR 'Éi VALDIMARSSON ;f;
s
£
Þetta myndi eiga við öll kjarn-
orkuver, sem nú eru í notkun og í
byggingu. Áður en leyfi verða veitt
fyrir byggingu nýrra kjarnorkuvera
verður að tryggja áðurgreind atriði,
samkvæmt tillögunum.
Árleg endurnýjun
undankomuáætlunar-
innar
Eitt ákvæði tillagnanna skyldar
fylkisstjórann að gera áætlun, til birt-
ingar og árlegrar endurnýjunar, um
undankomuleiðir íbúa í nágrenni við
kjarnorkuver ef til einhverra kjarn-
orkuhörmunga kæmi.
Frú Shirley Wilkerson, aðaldrif-
fjöðurin í hópnum, telur atkvæða-
greiðsluna í sumar hinn mikla bjöllu-
hljóm hreyfingar andstæðinga kjarn-
orkunotkunarinnar.
Og þegar það gerðist svo í síðustu
viku, að kjarneðlisfræðingarnir þrír,
sem samanlagt hafa þrjátíu og sjö
ára reynslu hjá kjarnorkudeild Gene-
ral Electric í San José, skýrðu frá því
á blaðamannafundi að þeir hefðu
ákveóið að láta af störfum sínum og
ganga til liðs við hreyfinguna. Árs-
laun þeirra voru 5—7 milljónir ís-
lenzkra króna.
„Áhætta... óvissa...
stórhættuleg... slys...”
„Þetta kom okkur mjög á óvart,”
sagði talsmaður General Electric í
samtali við fréttamann Reuters.
„Þetta kom þægilega á óvart,”
sagði frú Wilkerson.
Dale Bridenbaugh, einn vísinda-
mannanna, sagði á fundinum:
„Áhættan og óvissan um mannlegu
hliðina hefur gert það að verkum, að
ég álít að engin kjarnorka eigi að
fyrirfinnast.”
Gregori Minor sagði í sínu upp-
sagnarbréfi: „Ástæðan fyrir því að ég
hætti er innileg sannfæring mín um
að kjarnakljúfar og kjarnorkuvopn
eru stórhættuleg framtíð alls lífs á
þessari plánetu.”
Richard Hubbar sagði í sínu: „Ég
er sannfærður um, að útilokað er að
halda áfram að reisa kjarnorkuver og
starfrækja þau án þess að verða fyrir
slysi.”
Sýna virðingu, en eru
ekki sammála
Þremenningarnir eru kvæntir fjöl-
skyldumenn og hafa aðeins unnið
fyrir General Electric, stærsta kjarn-
orkubúnaðarframleiðanda heims.
Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu
vegna uppsagna vísindamannanna
þriggja og sagðist þar virða skoðanir
þeirra en ekki vera þeim sammála.
„Öryggi kjarnorku hefur verið
staðfest af mörgum hlutlausum rann-
sóknum undanfarna tvo áratugi,”
sagði þar. „Yfirgnæfandi meirihluti
vísindamanna og verkfræðinga.. er
þeirrar skoðunar að kostir kjarnork-
unnar séu miklu meiri en gallarnir
og áhættan.”
Þremenningarnir nefndu ýmsa at-
burði og atvik, sem leiddu til ákvöró-
unar þeirra, þar á með^d deilurnar
um áhrif geislunar á heilsu manna,
flutningur kjarnakljúfa til Mið-
Austurlanda og eldsvoði, sem kom
upp í stærstu kjarnakljúfasamstæðu
heims í Bröwn’s Ferry í Alabama.
Fyrirlestraferð
„Project Surival” hefur tekið að
sér að greiða ferðakostnað fyrir
þremenningana á fyrirlestraferðalagi
þeirra um Kaliforníu. Þar hitta þeir
stuðningsmenn og reka áróður fyrir
málstað andstæðinga kjarnorkunotk-
unarinnar.
Mennirnir eru reiðubúnir að vinna
fyrir „málstaðinn” kauplaust næstu
fimm mánuði. Að þeim tíma liðnum
telja þeir að þeir verði að leita sér að
atvinnu.
Frú Wilkerson og maður hennar
Jerry, eru meðal nokkurra para, sem
komu „Project Survival” af stað í
apríl í fyrra. Hún vill ekki beinlínis
Slysið í
Alþýðubankanum
Það sem af er þessu ári hefur verið
heldur hljótt um mál Alþýðubankans
h/f, sem upphófst í byrjun des. sl. með
heljar miklum gusugangi og Pílatusar-
þvotti formanns bankaráðs Alþýðu-
bankans h/f og forseta ASÍ í blöðum og
fjölmiðlum. Báðir þessir heiðursmcnn,
sem hvorugur vill vamm sitt vita, áttu
vart orð til að lýsa undrun sinni á því
herfilega „slvsi” cins og þeir nefndu,
sem orðið hafði hjá bankastjórum Al-
þýðubankans h/f í apríl til nóvember
1975.
Þeir leiddu ekki einu sinni hugann að
því, hvernig þetta stóra slys gerðist eða
gat gerst á svo skömmum tíma, eða hitl,
hvort þeir hefðu gctað afstýrt því.
með aðgát eða einni saman skyldu-
rækni.
Vonandi vita báðir þessir menn hvað
skyldurækni er, en það er „hugtak” sem
óbreytt, siðavant alþýðufólk telur fvlgja
trúnaðarstörfum.
En nú vill svo vel til, að orsök þessa
stóra slyss er í athugun hjá sakadómi og
þá kcmur trúlega í ljós hvort umrætt
slys gat orðið með svo skjótum hætti,
sem talið er, — eða hvort aðdragandi
þess leiði í ljós, að tildrög slvssins
spanni vfir miklu lengra tímabil jafnvel
nokkur ár og að unnt hefði verið með
aðgát og skyldurækni að afstýra því.
Formaður bankaráð.ins, Hcrmann
Guðmundsson sagði í sjónvarpsviðtali,
að í apríl 1975 hali allt vcrið í stakasta
lagi með rekstur Alþýðubankans. En í
nóvember sl. er svo komið hag.bankans
vegna útlána bankastjóranna, að meira
en helm. útlanafjárins er bundinn í
stórlánum til átta aðila og milljónatugir
af því fé án nægilegra trygginga, svo
taka varð 125 milljóna kr. skyndilán til
þess að bankinn gæti haldið áfram
störfum.
Til viðbótar kvartaði formaður
bankaráðsins undan þeirri „þangar-
skvldu” sem hann væri bundinn sem
bankaráðsmaður og sem varnaði hon-
um þess að hann gæti upplýst lands-
menn um orsakir og hverjir raunveru-
lega yllu þessu stóra slysi og mistökum
sem bankastjórum Alþýðubankans
heföu orðið á. En vissulega án vitundar