Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.02.1976, Qupperneq 11

Dagblaðið - 11.02.1976, Qupperneq 11
Dagblaðið. Miðvikudagur 11. febrúar 1976. Bandarísku vísindamennirnir þrír, sem segir frá í greininni, vildu ekki liæita á neitt og sögðu upp störfuin sínum til að styðja’ and- mælendur. Hvenær er nægilegs öryggis gætt? Hvenær geta menn verið vissir um að kjarnorku verði aðeins beitt í friðsamlegum tilgangi. viðurkenna að hreyfingin sé andsnú- in kjarnorku í þeim skilningi, heldur sé hún meira friðunarhreyfing. „Rök þeirra ekki nógu góð” Nú munu félagar vera orðnir átta þúsund í 32 fylkjum Bandaríkjanna og erlendis, t.d. í Bretlandi, Frakk landi, Sviss og Kína. í Kaliforníu einni eru þrjátíu borgaranefndir starfani og níutíu námsmanna- nefndir. En þótt frú Wilkerson sé ófús til að draga hreyfinguna í ákveðinn dilk, þá eru skoðanir hennar ákveðnar: ,,Hin mikla útbreiðsla kjarnorku og kjarnorkuvera er ekki lengur mál aðeins þessa fylkis. Kjarnorkuiðn- aðurinn getur ekki svarað spurning- um, sem beint er að kjarna málsins. Svokallaðir kjarnorkusérfræðingar hafa reynt að fullvissa mig um að allar öryggisráðstafanir séu fullnæg- andi, en rök þeirra eru einfaldlega ekki nógu góð.” KOLRASSA Barnasýning í Iðnó. Kolrassa Höf. Ásdís Skúladóttir, Soffía Jakobsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir. Leikstjórn: Sömu. Leikmynd: Steindór Sigurðsson í samvinnu v. börn. Tónlist og hljóð: Jakob Magnússon. Barnaleikritið Kolrassa er árangur hópvinnu þriggja leikara. Hug- myndiíT á bak við verkið er í senn einföld og gefur mikla möguleika. Gunnu litlu, sem er ósköp venjuleg 10 ára stelpa, leiðist vegna þess að enginn hefur tíma til að tala við hana. í gamalli bók rekst hún á ævintýrið um galdrakerlinguna Kol- rössu, og fyrir einskæra heppni kallar hún Kolrössu til sín út úr ævin- týrinu. Kolrassa er göldrótt og ferðast á kústi. Þar að auki er hún hin merkilegasta manneskja, því hún hefur reynt margt á langriævioglært af því. Gunna litla er aftur á móti ekki nema 10 ára, og hún virðist vera ósköp óþroskuð og fákunnandi, sem eðlilegt er þar sem enginn má vera að því að tala við hana. Þegar allt þetta er lagt saman, galdrar og lífs- reynsla Kolrössu og lciðindi og fá- kunnátta Gunnu, liggur beint við að Kolrassa leggi nú eitthvað að mörk- um til að hressa upp á krakkagreyið. Galdrarnir gera henni kleyft að ferðast að vild í tíma og rúmi svo tækifærin eru ærin. Boðskapur verksins er skýr. Hann er í stuttu máli sa að sýna fram á það eru til fleiri lífsform en þau sem við búum við hér á Vesturlöndum. Leik- ritið bregður upp myndum af því. Fyrsta skrefið í átt til umburðar- lyndis er að sjá út fyrir sinn vana- bundna sjóndeildarhring og vera fær um að setja sig í spor annarra. Þetta leikrit hefur það fram yfir margt það, sem verið er að gera fyrir börn hér á landi, að höfundarnir hafa sett sér skýr markmið og hafa til að bera þekkingu á hugsunarhætti barna. Þær hafa samtímis til að bera hugvit og tæknilega þekkingu á leikhúsi, sem er forsenda þess að koma efninu til skila. Allt sem lýtur að svið- setningu er gott. Það er kannski einmitt vegna þess, að ég er sannfærð um að hér er unnið að því í fullri alvöru að skapa gott leikhúsverk fyrir börn að ég er ekki ánægð. Einkum er ég óánægð með hinn raunsæa ramma verksins. Gunnu leiðist, af því enginn má vera ,að því að tala við hana. Og af hverju má enginn vera að því að tala við hana? Jú, það er vegna þess að móðir hennar er svo upptekin af því að þurrka af ryk og baka fyrir sauma- klúbb og af því að faðir hennar er alltaf að vinna, þau eru að byggja. Ég er orðin ansi leið á þessari klisju um húsmóðurina, sem er upptekin af því að þurrka ósýnilegt ryk, og á svo fín húsgögn að börnin mega ekki hreyfa sig í stofunum. Ég er orðin leið á henni vegna þess hversu oft hún er endurtekin, og vegna þess að ég, sem tel mig þó þekkja margt fólk og víða að, þekki enga slíka konti né þekki nokkurn sem þekkir, Nei, vandamál mæðra og barna í dag eru önnur og ég held að að væri nær að grafast fyrir um hvar þau liggja. Mér Finnst það satt að segja helvíti hart að þrjár konur á öðru ári kvenna- aldar skuli láta hafa sig út í að gera lítið úr húsmóðurstarfmu, eins og þær hafi ekki hugmynd um að það getur verið ærinn starfi að sjá um heimili með tveim börnum, þótt því miður hafi fáir efni á að helga sig því sem skyldi, sökum ytri aðstæðna. Hvað um föðurinn? Þegar vikið var að vinnuþrælkun hans, var rétt eins og hann gerði sér til dundurs og húsbyggingin var eins og hver önnur dilla. Raunveruleiki flestra Isl. barna er þessu óra fjarri. Fólk byggir einfaldlega til að fá þak yfir höfuðið og að standa straum af byggingu er ekki tekið út með sitjandi sældinni. Þeir sem skrifa fyrir börn og taka verkefnið alvarlega ættu að skyggn- ast á bak við þá mynd sem haldið er á lofti fyrir börn og fullorðna um leið og verið er að telja fólki trú um að það búi í velferðarþjóðfélagi. Það er margt sem betur mætti fara í sambandi við aðbúnað okkar að börnum. Ég held að mergurinn máls- ins liggi ekki nema að litlu leyti innan veggja heimilanna, heldur í þeim ytri ramma sem heimilin búa við, menningu, sem gerir ekki ráð fyrir börnum. Að lokum: Ég vona að þessi litla gagnrýni verði ekki til að draga kjark úr því fólki sem stuðlað hefur að þessari leiksýningu. Ég dreg þetta fram vegna þess að ég er þess fullviss að Iðnó er á réttri leið, en betur má ef duga skal. Leiklist BERGÞÓRA GÍSLADÓTTIR Hér sjáið þið hana Kolrössu, en hún vildi ekki sýna okkur kústskaftið sitt. Það er Þórunn Sigurðardóttir sem leikur hana í nýju barnaleikriti, sem nú ersýnt f Iðnó. Þórunn er jafnframt ein af höfundum þessa leikrits ásamt Ásdísi Skúladóttur og Soffiu Jakobsdóttur. m hans og alls bankaráðsins, sem svo hefði, þegar upp komst, — leitt til þess að bankaráðið hefði séð sig tilneytt, að taka öll ráð í sínar hendur. og senda bankastjórana hcim, þar til mál öll væru upplýst og kynnt bankaráði, og eðlilegur rékstur gæti hafist að nýju. Klökkvi hans sem sjá mátti á „skján- um’’ bar þess glöggt merki að sárindi voru mikil vfir öílum þessum mistökum sem „vondir menn” hefðu valdið hon- um og bankaráðinu og öðrum þeim sem hlut eiga að máli. En hvcrnig allt þetta gat gerst án vitundar bankaráðsins er önnur saga og harla ótrúlcg ef horft cr á reglur bank- ans og skyldur bankaráðsmanna. mun ræða hér í blaðinu síðar innviði þessa samtryggingakerfis, þ.e. bankaráð Alþvðubankans h/f, stjórn ASÍ og þessara fáu og stóru. skuldara bankans. Mál þessa „fjármálahrings” er vissu- lega mjög forvitnilegt fyrir launafólk, — félaganna innan ASÍ og hluthafa bank- ans sfálfs. Þó er helst-að sjá að hlekkur hafi brostið í kerfinu, sem þá varð til þcss að upplýsa, að talið hefur verið (innan hringsins) meiri þörf á að lána fáum en stórum. hvað scm bankareglum liði, — en að lána hinum almenna manni. fólkinu í verkalýðsfélögunum og fólkinu innan ASÍ —láglaunafólkinu í landinu. Ég vil geta þess hér að staða banka- ráðs Alþýðubankans h/f er önnur en bankaráða ríkisbankanna, sem kosin eru af alþingi. Hann er hlutafélag og bankaráðið er stjórn hans, — og banka- ráðið hefuræðstu stjórn bankans. Bankaráðið hlýtur að bera fulla ábyrgð á stjórn bankans. Annaðhvort hefur bankaráðið brugðist stjórnskyldu og eftirlitsskyldu sinni gagnvart bankanum og banka- stjórum hans, — eða þa, að það hefur vitað um gerðir og útlán bankastjór- anna og samþvkkt þær, en þvkist svo nú hvergi hafa nærri komið, þegar Seðla- bankacftirlitið^ upplýsir að í óefni er komið. Er ekki hér eins og oft áður verið að hengja smið fvrir prest? Bankaráðið segir í sinni tilkynningu til blaða og fjölmiðla, — að fyrst um sinn muni bankinn verða undir beinni stjórn bankaráðsins. En stjórn Seðlabankans tilkvnnir jafnframt að Seðlabankinn muni hafa sérstakan fulltrúa til eftirlits með öllum rekstri Alþýðubankans h/f á mcðan grcitt er úr þcim vandamálum sem upp hafa komið. Svo sjáanlegt er að bankaráðið er ekki 'eitt um umsjá bankans, þótt til- kynning þess 8. dcs. sl. geti þcss ekki. Það skín í gegnum allar gerðir banka- ráðsins og tilkynningar að því hefur tckist allt seint að uppgötva skyldur sínar og starfsreglur, — en vill þó nú reyna að leika hann „Sterka Jón” í þessum harmleik og ganga fram fyrir fólk með gN'Iltan staf í hendi og fram Kjallarinn Garðar Viborg fyrir hluthafa bankans m/hvíta hanska a •lomlUII). og KLlllUl vHJJUili uíi mistökin, hvcrsu stórmannlegt sem það nú annars er. Það er vonandi að hér cigi ekki eftir að gerast það. að bankastjórarnir komi aftur í bankann mcð hreinni skjöld en nú er talið, — en bankaráðið sjálft snúi heim í stað bankastj. Það hlýtur að vera höf- uðvcrkur næsta hluthafafundar Al- þýðubankans h/f að taka afstöðu allra aðgerða núverandi bankaráðs- manna, — hvon fundurinn telji ráðlegt að hafa vfirstjórn bankans í höndum manna sem ekki þekkja reglur bankans cða skvldur bankaráðsmanna. Hér er mál sem gctur varðað framtíð Alþýðu- bankans h/f og he'r vcrður að stöðva á að ósi. Nú er, eins og menn vita, að eitt af félagslcgum áhugamálum fory’stu- manna ASÍ og margra flciri, er að berjast fyrir því sem kallast atvinnulýð- ræði, þ.e. að fulltrúar vcrkafólksins fái hlutdcild í stjórnun atvinnutækjanna og hafi áhrif á rekstur þeirra, og gæti hagsmuna fólksins innan stjórnunar þcirra. Er ekki vcrið að torvelda og jafnvel drepa þessa hugsjón, — og fyrir því stcndur verkalýðsforustan sjálf, með að- gcrðum sínum og ráðleysj? Er ekki vcrkalýðsforystan sjálf í meirihluta í stjórn eða bankaráði Alþýðubankans h/f, og stjórnar útlánum hans? En samt er útlánastefnan ekki í samræmi við viðhorf verkalýðshreyfingarinnar, — að lána ekki fáum og stórum stærstan hluta útlánafjárins og sniðganga fólkið, verkalýðinn og aðrar láglaunastéttir eins og nú hefur gerst í Alþýðubankan- um h/f undir forystu núverandi banka- ráðs. Ég vil að lokum undirstrika og benda formanni bankaráðsins Hermanni Guð- mundssyni og forseta ASÍ, Birni Jóns- syni, á að það er ekki rétt scm þeir segja eða halda fram, að útlánastefn- unni hafi verið breytt á árinu 1975 eða nánar tiltekið frá í apríl — til nóvember sl. Ef þið kynnið ykkur eða lesið reikn- inga Alþýðubankans h/f frá árinu 1971, — þá kemur í Ijós, að sú útlánaskipting sem þið talið um og býsnist yfir hefst þá og heldur áfram að þróast gegnum árin eða síðan, — andstætt reglum bankans og andstætt vilja og vonum vcrkafólks og launafólks innan ASÍ íþað senmú er orðið, og þið talið um í blöðum og fjölmiðlum að hafi að öllu gcrst frá aprílmánuði til nóvembermánaðar 1975. Ef þið finnið ekki þessa skiptingu í reikningum bankans síðustu ára, er sjálfsagt að birta þá hér í blaðinu vkkur til hugarhægðar og fróðleiks. GARÐAR VÍBÖRG, fulltrúi hjá Verðlagsstjóra.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.