Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.02.1976, Qupperneq 13

Dagblaðið - 11.02.1976, Qupperneq 13
Dagblaðið. Miðvikudagur 11. febrúar 1976. 13 D Iþróttir Sþróttir iþróttir STEFNIR I URSLITALEIK MILU TÉKKA OG RÚSSA en Bandaríkjamenn eygja möguíeika á bronzi eftir sigur á Finnum í íshokkey Það er greinilegt, að lið Sovétríkjanna og Tékkó- slóvakíu bera af í íshokkey-keppni Olym- píuleikanna og leikur landanna á laugardag Ármann vann Ægi Annar leikur Reykjavikurmóts i sundknattleik fór fram i Sund- höll Reykjavikur mánudaginn 9. febr. kl. 21.50. Leikur þessi var á milli A rmanns og Ægis. Þetta var harður og skemmtilegur lcikur pg einnig var hann jafn framan af. Eftir fyrstu lotu var staðan 2-1 fyrir Á og mátti litlu muna að mörkin yrðu fleiri á báða bóga. Eftir aðra lotu var staðan 5-3 fyrir Á. Þeim tókst að gera 2 mörk í fyrri hluta lotunnar og ná þá afgerandi forvstu eða 4-1, en Ægi tókst að minnka þcnnan mun nokkuð eða í 4-3. Eftir þriðju lotu var staðan 6-3 og eftir það var sigur Ármanns í höfn. Ægi tókst ekki að minnka muninn og lyktaði Ieiknum með yfirburðasigri Ármanns 8-3. Þegar líða tók á leikinn varð mikill æsingur og læti á áhorfendap<jllum og varð að stöðva leikinn um tíma vegna þcirra. Mörk Ármanns gerðu: Guð- mundur Ingólfsson 3, Pétur Pétursson 3, Ingvar Vigfússon 1, Ágúst Einarsson I. Mörk Ægis gcrðu: Þórður Valdimarsson 2, Guðjón Cíuðnason 1. Dómari var Guðjón Ernilsson. Næsti lcikur vcrður þriðjudag 17. febr. kl. 21.30 í Sundhöll Rcvkjavíkur og þar mætast KR og Ægir. verður hreinn úrslitaleik- ur. En útlitið er ekki gott hjá Tékkum í sambandi við þá viðureign. Þeir sigruðu Pólverja í gær 7-1 þrátt fyrir mikil veikindi meðal leikmanna og sumir léku þó þeir væru með flensu. Auk þess er aðalmarkvörður liðsins Jiri Orha slasaður og vafasamt að hann geti leikið meira. Aðeins sex leikmenn Tékka eru lausir við flensuna. í gærkvöldi sigruðu Sovétríkin Vestur-Þýzkaland með 7-3 — eftir að hafa komizt í 3-0 fyrstu 11 mínútur leiksins. Það er talið fullvíst, að sovézku leikmennirnir hljóti fjórðu gullverð- launin í röð í íshokkey á Olympíuleik- um — Bandaríkjamenn með reynslu- litla háskólastráka í liði sínu og Svíar mæta ekki einu sinni til leiks, þar sem allir helztu leikmenn þeirra eru viður- kenndir atvinnumenn. En Rússar og Tékkar sigla þar á öðrum báti, þó raunverulega allir beztu leikmenn landanna séu atvinnumenn. Bandaríkjamenn hafa nú mikla möguleika á að hljóta bronsverðlaunin eftir sigur gegn Finnum í gær 2-1. Finnum tókst ekki að jafna, þrátt fyrir nær stanzlausa sókn lokalotuna. Þeim tókst þó að koma knettinum í mark, en hinn sovézki dómari leiksins Viktor Dombrovski dæmdi markið af, þar sem hann sagði að knettinum hefði verið spyrnt í mark. Bandaríkjamenn þurfa nú að sigra tvö neðstu liðin, Vestur- Þýzkaland og Pólland til að hljóta 3ja sætið. Staðan í A-riðlinum er nú þannig: Sovétríkin 3 3 0 0 29-6 6 Tékkóslóvakía 3 3 0 0 14-2 6 Bandaríkin 3 10 2 7-15 2 Finnland 3 10 2 10-10 2 V-Þýzkaland 3 10 2 13-16 2 Pólland 3 0 0 3 6-30 0 SKAUTANÁMSKEIÐ Á AKUREYRI Laugardaginn 24. janúar lauk á íþróttavellinum á Akureyri skautanámskeiði og voru þar skráðir um 280 nemendur. Kennarar voru félagar í Skautafélagi Akureyrar, en námskeiðið var haldið í samráði við Æskulýðsráð Akureyrar. Kennt var í 11 skipti og mættu krakkarnir mjög vel en þau voru allt frá 4 ára og upp i 16 ára gömul. Hjalti Þorsteinsson veitti námskeiðinu forstöðu. Námskeiðið var krökkunum að kostnaðarlausu. Nýhafin eru námskeið í hraðhlaupi, listhlaupi og ísknattleik fyrir unglingana og á næstunni er fyrirhugað að halda námskeið fyrir fullorðna sem vildu hressa upp á kunnáttuna eða byrja frá grunni. SKIÐASKOLI INGEMARS STENMARK 4t 16-6>C Þegar plógbeygjan er notuð, eru hnén og ntjaðmirnar bognar þegar þunginn er færður á annað skiðið en þegar skfðið er fært að, þá er rétt úr sér eins og sést á myndinni. Færustu skiðamenn nota þessa aðferðtil að ná mykt I stfl sinn og beygja og og mjaðmir á þennan hátt þegar þeir beygja. rétta hné | Bommi og Þjálfi halda áfram ferð sinni. Og nú skal ég ná hefndum. En fleiri hættur steðja að þeim flugræninginn... Iþróttir i Skipting verðlauna Skiptin verðlauna eftir sjö keppnisdaga á Olympíuleikunum í Innsbruck var þannig: G S B Sovétríkin 10 4 6 A-Þýzkaland 6 4 4 Bandaríkin l 3 4 V-Þýzkaland l 4 l Finnland l 2 l Sviss l 2 l Austurríki l l l Kanada 0 l 0 Ítalía 0 0 l Noregur 0 0 l Svíþjóð 0 0 l Opnast deildin í kvöld? Tveir þýðingarmiklir Ieikir fara fram í kvöld suður í Firði. Cirótta leikur við Val og Haukar við FH. Valur á eftir þrjá leiki í l. deildinni — þar á meðal Víking. Því ríður á að tapa ekki stigi suður frá í kvöld en í þeim tveimur leikjum, sem liðið hefur leikið í Hafnarfirði hafa báðir leikirnir tapazt stórt. Grótta á hinn bóginn hefur allt að vinna — liðið er nú neðst í l. deild en hefur sýnt það að þegar sá gállínn er á liðinu þá getur það unnið hvaða lið sem er — liðið sannaði það á Haukum og Víking. Fari svo að Valur vinni Gróttu, þá verður FH að sigra Hauka til þess að eiga möguleika á titlinum og allt eins getur deildin „opnazt” tapi bæði Valur og FH. Það er með öðrum orðum allt til í dæminu. Leikur Vals og Gróttu hefst kl. 20. Tveir gamlir úr Stoke í enska 23ja óra liðið Alan Hudson, sem sagður er vilja fara frá Stoke City, hefur verið valinn í enska landsliðið leikmenn 23 ára og yngri. Eng- land er í 8-liða úrslitum í Evrópukeppn- inni og leggja Englendingar mikið upp úr að standa sig vel. Félagi Hudson í St'oke — Jimmy Greenhoff hefur einnig verið valinn. Þeir Greenhoff og Hudson eru eldri cn 23 ára — en samkvæmt reglunum mega tveir leikmenn leika með landsliðun- um, sem eru eldri en 23 ára. Fyrirliði enska landsliðsins, Gerry Francis, hefur einnig verið valinn — England á að leika við Ungverjaland í Budapcst þann 10. marz. Ian Hutchinsen hinn kunni leikmaður Chelsea hcfur orðið að hætta keppni vegna þrálátra meiðsla. Hann hcfur tvisvar fótbrotnað auk þcss er hann hefur átt við ýmiss konar meiðsli að stríða. Hutchinson kom til Chelsea frá Cambridge United, sem þá var utan dcilda. Um tíma var hann talinn einn efnilegasti lcikmaður Englands — en nú hafa meiðslin endanlega gcrt út um fram- tíð hans í knattspyrnunni. Jens a sjomn! jcns Einarsson, markvörðurinn ungi í ÍR lcikur ckki flciri lciki mcð liði sínu í vCtur þar scm hann cr farinn til sjós. Því hcfur cnn citt áfallið riðið yfir ÍR — fyrst fór Ágúst Svavarsson til Svíþjóðar og nú Jens. Því vcrður róðurinn ÍR þungur það scm cftir cr l. dcildarsætið cr í augsýn og liðið á cftir að lcika 3 lciki. Mcðal þcssara lcikja cr crfiður lcikur gcgn KR og þar scm ÍR hcfur aðcins citt stig í forskot á K.\ gctur cnn allt gcrzt í 2. dcild.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.