Dagblaðið - 11.02.1976, Qupperneq 23
23
Dagblaðið. Miðvikudagur 11. febrúar 1976.
Sjónvarp kl. 18,20:
. Nýr myndaflokkur fyrir börn og unglinga
í dag hefur göngu sína í
sjónvarpinu nýr brezk-kanadískur
myndaflokkur fyrir börn og
unglinga. Nefnist hann Robinsonfjöl-
skyldan, byggður á sögu eftir Johann
Wyss. Þættirnir eru 26 talsins og
nefnist sá fyrsti „Skipbrot Þýðandi
er Jóhanna Jóhannsdóttir.
Þetta er eins konar Robinson
Krúsó saga, cn Robinsonfjölskyldan
er á leið til Vesturheims er skip
hennar ferst. Leitar hún hælis á
hitabeltiseyju.
Fjölskyldan er hjón og þrjú börn
þeirra, tveir sti'akar a að gizka 16 og
12 ára og dóttir sem er 9 ára gömul.
Fjölskyldan kemst við illan
ieik í land. en þá taka hjónin
eftir að vngri strákinn vantar. Þau
leita að honum, en árangurslaust. Sá
litli hefur slasazt og getur ekki látið
frá sér heyra. En um síðir finnst
hann og verða þá fagnaðarfundir,
eins og nærri iná geta. Fjölskyldan
byggir ser hús hátt uppi í tré og
hefst handa við að bjarga öllu
strandgóssi í land. Þá fyrst getur hún
farið að hugsa til þess að komast
aftur til menningarinnar.
A. Bj.
Sjónvarp kl. 20,40:
ORKUSPARNAÐUR,
HEILSUYERND,
NÁMUVINNSLA OG
KANNANIR
Á SÓLKERFINU
í þœttinum „Nýjasta tœkni og vísindi"
,",Pyrsta myndin af fjórum amerísk-
um, sem sýnd verður í Nýjasta tækni
og vísindi í kvöld, er um straumlínu-
lagaða vörubíla til orkusparnaðar,”
sagði örnólfur Thorlacius umsjónar-
maður þáttarins. Ýmislegt er gert í
þessu sambandi, settir eru fleygar til
þess að kljúfa loftið eða bílarnir eru
klæddir með málmþynnum í því
skyni að breyta lögun þeirra. Auk
þess sem þeir spara þannig orku,
minnkar einnig loftmengun af völd-
um vörubílanna. Það eru ekki verk-
smiðjurnar sem standa fyrir þessum
tilraunum heldur samgöngumála-
ráðuneytið.
önnur myndin er um heilsuvernd
í Vesturheimi og eru kynnt ýmis
fyrirbæri í læknisfræði. Heilsu-
verndarstöð í Bandaríkjunum hefur
verið starfrækt í 73 ár, miklu lengur
en heilsuverndarstöð Sameinuðu
þjóðanna. Tekur hún að sér mörg
verkefni fyrir hina síðarnefndu. Eru
alls konar bólusetningar kynntar. Er
því einnig haldið fram að bólu-
setning sé m.a. miklu ódýrari en ef
menn þurfa að leggjast á spítala.
Þriðja myndin er um tilraunir til
námuvinnslu á hafsbotni. Eins og
flestir vita eru 70% yfirborðs jarðar
hulin sjó. Hafsbotninn virðist víða
vera stráður hnullungum svo sem
eins og á stærð við kartöflur. í þeim
er að finna nikkel, kopar, mangan og,
kobalt. Vandinn er svo að sækja
þessa dýrmætu málma. Þessi mynd
sýnir tilraunir í þá átt, t.d. með því
að nota botnvörpur og slöngur til
þess að ná hnullungunum upp á
yfirborðið.
Fjórðu myndina mætti svo kalla
milli sólar og jarðar. Haustið 1973
var sendur upp rannsóknargervi-
hnöttur Mariner 10. Fór hann alveg
inn að miðju sólkerfinu, framhjá
Venusi og Merkúríusi. Sýnir myndin
kannanir sem hnötturinn hefur gert.
— EVI
Bandaríkjamenn eru á þeirri skoðun
að heilsuvernd og bólusetning séu
ódýrari en spítalavist.
h Útvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Kréttir og vcóurfrcgnir. Til-
kynningar.
13.15 Til umhugsnnar. Þátáir uni
áfengismál í untsja Árna Ounn-
arssohar.
13.30 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: ..Sagan af
Birgittu-'. þátttir úr cndur-
minningum cftir ,)cns Otto
Kraglt. Auðunn Bragi Svcinsson
lcs cigin þýðingu (5).
15.00 Miðdegistónleikar. Fou
Ts’ong lcikur á píanó Sónötur
eftir Domcnico Scarlatti. Julian
Bream. Hugh Maguirc. Cccil
Aronowit/. og I crcncc Wcil lcika
Kvartctt í E-dúr fyrir gítar. fiðlu.
víóln o.r sclló oi). 2 nt . 2,._c|,.nr
Joseph Haydn. Franz Koch og
Sinfóníuhljómsveitin í Vín leikur
Hornkonsert í Es-dúr (K447) eftir
Wolfgang Amadeus Mozart,
Bernhard Paumgartner stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.125
Veðurfregnir)
16.20 Popphorn
17.10 Utvarpssaga barnanna:
„Njósnir að næturþeli” eftir
Guðjón Sveinsson.
17.30 Framburðarkennsla í dönsku
og frönsku.
17.50 Tónlcikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir Fréttaauki. 'Filkynn-
ingar.
19.35 Úr atvinnulífinu. Rekstrar-
hagfræðingarnir Bergþór
Konráðsson og Brynjólfur
Bjarnason sjá um þáttinn.
20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur.
Guðmundur Jónsson syngur lög
eftir Sigfús Halldórsson. Ingólf
Sveinsson, Jón Þórarinsson og
Sigvalda Kaldalóns. Ölafur
Vignir Albertsson leikur á píanó.
b. Um íslenzka þjóðhætti. Arni
Björnsson flytur þáttinn. c.
Vísnaþáttur. Siguiður Jónsson
frá Haukagili flvtur. d. „Hérna
kom með sóflinn sinn” Eiríkur
Eiríksson frá Dagverðargerði
flytur dómsmálaþátt frá síðustu
öld.
21.30 Útvarpssagan: „Kristnihald
undir Jökli” eftir Halldór
Laxncss. Höfundur Ics (8).
22.00 Fréttir.
22.15*Veðurfregnir Kvöldsagan ,,í
verum”, sjálfsa-visuga Theódórs
Friðrikssonar. Gils Cíuðmundsson
les síðara bindi (17).
22.40 Nútímatónlist. Þorkell Sigur-
björnson kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
Sjónvarp
9
Plantekrueigandinn Lisle fer til Englands og hefur með sér þjón sinn sem hann
varpar síðan á dyr.
Sjónvarp kl. 22,20:
Barótlan gegn
þrœlahaldi
2. þóttur
„Þessi þáttur gerist að mestu leyti
í Englandi,” sagði Óskar Ingimars-
son þýðandi þáttanna um Baráttuna
gegn þrælahaldi, sem er á dagskra
sjónvarpsins í kvöld kl. 22.20.
Þátturinn byrjar á heimsókn
Newtons skipstjóra til Lisle plant-
ekrueiganda. Þar kynnist hann
meðferðinni á þrælunum sem hann
hefur flutt á skipi sínu til Jamaica.
Óskar sagði að Newton yrði fyrir
einkennilegri rcynslu síðar meir,
þegar hann væri kominn aftur til
Englands. Þegar við inntum nánar
eftir því í hverju hún væri fólgin.
kvaðst Óskar látU sjónvarps-
notendum það eftir að finna það út.
Plantekrueigandinn Lisle fer til
Englands og tekur með sér einn þræl
sem þjón. Þar kastast í kekki með
þeim og plantekrueigandinn varpar
þrælnum á dyr. Maður að nafni
Sharp finnur umkomulausan blökku-
manninn, en þegar Lisle plantekru-
eigandi krefst „eignar” sinnar aftur
ákveður Sharp að leita til dóm-
stólanna og vill fá úr því skorið hvort
þrælahald samrýmist brezkum
lögum. Sharp undirbýr málið eftir
beztu getu og les ser til í Iögum. í
kvöld fáum við svo að sjá hvort hann
hafði árangur sem erfiði.
KP
I
^Sjönvarp
D
MIÐVIKUDAGUR
11. fcbrúar
18.00 Mjási og Pjási. Tckkncsk
teiknimyndasyrpa uni tvo óstýri-
láta kettlinga. Þýðandi Óskar
Ingimarsson.
18.20 Robinson-fjölskyldan. Brezk-
ur myndaflokkur í 26 þáttum,
byggður á sögu eftir Johann
Wyss. Robinson hjónin og börn
þeirra þrjú verða skipreika og
komast við illan leik til evjar
einnar í hitabeltinu. 1. þáltur.
Skipbrot. Þýðand Jóhanna Jó-
hannsdót tn.
18.45 List og listsköpun. Bandarísk
fræðslumyndasyrpa. Samræmi í
listsköpun* Þýðandi Hallvéig
Thorlacius. Þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.40 Nýjasta tækni og vísindi.
Umsjónarmaður Örnólfur
Thorlacius.
21.05 Frá vetrarólympíuleikunum í
Innsbruck. Kynnir Ómar
Ragnarsson. (Evróvision-
Austurríska sjónvarpið. Upptaka
fyrir ísland: Danska sjónvarpið)
22.20 Baráttan gegn þrælahaldi.
Mannvinurinn Granville Sharp
finnur umkomulausan blökku-
mann sém hcfur verið varpað
dyr*af drukknum plantekrueig-
anda. Er plantekrueigandinn
krefst aftur „eignar” sinnar
ákveður Sharp að leita úrskurðar
dómstólanna um það hvort
þrælahald samrýmist brezkum
lögum. 2. þáttur. í einkaeign.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
23.10 Dagskrárlok.