Dagblaðið - 11.02.1976, Síða 24

Dagblaðið - 11.02.1976, Síða 24
ÞAÐ KOSTAR MILLJÓNIR AÐ VERJA „VARNARLIÐIÐ" íslenzka ríkiö vtröur að greiða stórar upphæðir mánaðarlcga fyrir vaktir við herstöðvarnar í Keflavík óg á Stokksncsi og svo einnig við sendiráð Brcta hcr í Reykjavtk. Samkvæmt upplýsingum sem við fcngum hjá Þorgciri Þorsteinssyni lögrcglustjóra á Keflavíkurflugvelli er vakt allan sólarhringinn við radar- stöðina sem Grindvíkingar lokuðu veginum að núna um miðjan síðasta mánuð.’ Ekki vildi hann tilgreina nákvæmlega hvar sú vakt væri staðsett, „hafðar væru gætur 'a svæðinu.”. Þá er vakt á veginum út að Stokks- nesi frá Höfn t Hornafirði. „Þetta cr gert að beiðni varnarliðsins,” sagði Þorgeir cnnfremur. „ViII það hafa einhvcrn íslcnzkan aðila til staðar ef eitthvað kemur fyrir.” Vakt er höfð við brezka sendiráðið í Reykjavík allan sólarhringinn. Þar hafa verið tveir menn á bíl frá því um miðjan nóvember og.er vöktun- um jafnað niður á lögreglustöðvarnar í Reykjavík sem aukavinnu. Tíminn í aukavinnu hjá lögreglu- mönnum er um 800 krónur svo að gera má því skóna að einungis vaktin við brezka sendiráðið hafi nú þegar kostað hátt á aðra milljón. Svipaða upphæð má ætla að hafi kostað að halda úti vöktum við herstöðvarnar og fer það því að verða dýrt spaug að halda uppi vörnum fvrir „varnarlið- ið.”. —HP ÞINGMENN SKYGGNAST BAK VIÐ TJÖLDIN „Þt ta er í fyrsta skipti, sem þetta er gert,” sagði Stefán Baldursson þjóðleikhúsritari um heimsókn um þrjátíu þingmanna í Þjóðleikhúsið í gærkvöldi. Hafði þingmönnunum verið boðið að sjá sýningu á ínúk, en cftir á var farið með þá í skoðunar- ferð um leikhúsið og þeim sýndar allar deildir. Þá voru þeir viðstaddir æfingu á næsta verkefni leikhússins, Náttbólinu eftir Gorkí. Virtust þing- menn hafa mikla ánægju af því að skyggnast svona bak við tjöldin og spurðu margs. DB-mynd. - BB. Þingmenn skoða gamla muni Þjóð- leikhússins. A mvndinni sjást m.a. Ingi Tryggvason, Friðjón Þórðar- son, Sigurlaug Bjarnadóttir og Tómas Árnáson. DB-mynd Bj.Bj. frfálst, óháð dagblað Miðvikudagur 11. feb 1976. Ákœrður fyrir kynvillu Ákæruskjal hefur nú verið gefið út á hendur manni þeim sem handtekinn var fyrir meinta kynvillu hinn 4. ágúst sl. í Kópavogi. Er maður þessi ákærður fyrir að hafa átt kynmök við allmarga unga drengi og pilta og refsingar krafizt, meðal annars samkvæmt 1. og 2. mgr. 203. gr. almennra hegningarlaga. auk þess sem hann er og tali nn brotlegur við m.a. 45. og 46. gr. laga um barna- vernd nr. 53 frá 1966. I 1. mgr. almennra hegningarlaga segir, að það varði fangelsi allt að 6 árum að hafa kynferðismök við per- sónu af sama kyni, þegar atvik að öðru leyti svara til þess, er í 194. — 198. gr. og fyrri mgr. 200.gr. segir. í hinum lilvitnuðu greinum er m.a. fjallað um ofbeldi og ógnun sem bcitt stí til að koma fram vilja sínum í þeim tilgangi sem að ofan greinir.200. gr. alm. hgl. segir að hver, sem á samræði við barn, yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 12 árum. Ljóst má vera af því, sehi fram kemur um ákæruatriðin, að fráleitt er að ræða frekar þau afbrot, sem hinn ákærði hcfur framið. Þau varða líf dg hagsmuni barna og unglinga sem og aðstandendur þeirra. K0STAR RÚMAR 5,5 MILLJ. KR. — að liggja á sjúkrahúsi eitt ár Daggjald á Landspitalanum cr nú kr. 15.500.00 eöa kr. 5.657.500,00 á ári. Þetta kemur fram í tilkynnmgu frá daggjaldanefnd sjúkrahúsa, en taxtar samkvæmt henni tóku gildi hinn 1. janúar sl. Daggjöldin á hinum ýmsu sjúkra- húsum landsins eru nokkuð mismun- andi. og er framangreint daggjald á Landspítalanum hæst. Á Borgar- spítalanum í Reykjavík er það kr. 15.100,00 á dag, en á sjúkrahúsinu á Akureyri kr. 12.200.00 —BS Jeppinn var á leið upp Barónsstíg. Strætisvagninn kastaði honum í hálfhring og marga melra til hliðar. Db-mvnd Sveinn Þorm. GAMALL MAÐUR SLASAST ILLA í ÁREKSTRI Á LAUGAVEGI Haröur árekstur varð á mótum Laugavegar og Barónsstígs um klukkan sjf) í ga*rkvf)ldi. Karl jónsson keknir. la-dclur 1896. kom akandi a jeppaþifreiö sinni upp Barónsstíginn og lenti lyrir stiætis- vagni. sem ók vestut Laugaveg. Kom vagiiinn beint á hlið jeppans; sem hcntist á ljósastaur áðlir en hann stfíðvaðist. Gamli maðurinn slasaöist tfíluvert og var hann fluttur á slysa- deild. Er hann m.a. talinn rifbeinsbrol- inn. jeppabifreiðin er mikiö skemmd, jafnvel talin ónýl. 11P Góð loðnuveiði við Hrollaugseyjar í nótt: 23 BÁTAR FENGU 6.640 LESTIR 23 loðnubátar höfðu tilkynnt afla eftir nóttina, að sögn Kristins Lund hjá Loðnunefnd í morgun. Samtals fengu þessir bátar 6.640 lestir í krimgum Hrollaugseyjar og Kvískerin. Vrb. Jón Finnsson fékk 380 lestir og ætlaði með þann afla til Vestmannaeyja, en allir hinir bátarnir voru á leið tii Austfjarða- hafna, einkum Eskifjarðar, Reyðar- fjarðar og í Norglobal, og einhverjir ef til vill til Stöðvarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar. 8-10 tíma sigling er frá loðnumiðunum til þessara hafna, en loðnugangan virðist halda „á- ætlun” á leiðinni suður og vestur með landi. Heildaraflinn er nú um 103 þúsund lestir, en var á sama tíma í fyrra um 123 þúsund lestir. -BS- Að sögn Sigurgeirs Jónssonar, bæjarfógeta í Kópavogi, mun Ólafur St. Sigurðsson, fulltrúi hans, fá málið til meðferðar sem dómari. -BS- Ronnsókn í Pundsmólinu senn lokið Dómsrannsókn í Pundsmálinu er nú langt komið. öflun upplýsinga og gagna er nú að mestu lokið, þar á meðal skýrslu bankaeftirlits Seðlabankans. Verður málið sent til saksóknara ríkis- ins til frekari ákvörðunar um meðferð, þegar rannsókn lýkur í sakadómi, svo sem venja er.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.