Dagblaðið - 05.03.1976, Page 14
Baldur Már Arngrímsson, gítarleikari og hljóðstjóri, ræðir við höfund
plötuumslagsins, Kristján Kristjánsson, sem hefur unnið fágætlega gott verk. Á
neðri myndinni eru þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiriksson, höfundur
ellefu af tólf lögum plötunnar.
DB-myndir ÁT.
Itó Mjóm-
leltaWíngsí
ivaupmanncinoTn
áklukkutíma!
Ennþá seljast Bítlastrákarnir eins
og heitar lummur og alltaf er líf og
fjör í kringum þá. Þegar miöasalan
að konsert Paul McCartneys og
Wings, sem halda á 20. þm. í
Kaupmannahöfn var opnuð í fyrra-
Ný hljómplata er væntanleg meö
Wings núna undir mánaðamótin.
dag, náði biðröðin frá Ráðhústorginu
inn að Bryggersgade, sem er
töluverður spotti.
Um hundrað fremstu menn í
röðinni höfðu gist í svefnpokum fyrir
framan miðasöluna, „eins og í hina
gömlu daga,” og áður en allir komust
að — og áður en einn klukkutími var
liðinn, — var uppselt.
En þeir, sem fyrir hvað mestum
vonbrigðum urðu, geta átt von á
glaðningi. Erik Tomsen, sem er einn
umsvifamesti umboðsmaður á
Norðurlöndum, — stóð meira að
segja fyrir komu Slade hingað til
lands um árið — sér um hljóm-
leikahald Wings, náði sambandi við
McCartney og samningar tókust um
einn konsert til viðbótar.
Hljómsveitin Wings hefur annars
lagt síðustu hönd á nýja hljómplötu,
sem væntanleg er á markaðinn undir
mánaðamót.
Dagblaðið. Föstudagur 5. marz 1976
IPARTISTUÐI?
Málið er leyst!
Upptaka Ríó hefst í
Útgefandi Ríó-plötunnar er Fálkinn.
Ólafur Haraldsson forstjóri ræðir hér
við Helga Pétursson (þennan met
mysudósina). Við treystum okkur
ekki til að ráða í þennan tvíræða svip
Helga en vitað er, að ekki var verið
að ræða um veðrið.
„Mannakorn” heitir plata, sem
kemur út í dag með samsafni
hljóðfæraleikara sem hafa kallað sig
„Hljómsveit Pálma Gunnarssonar”
eftir bassaleikaranum og
söngvaranum. Flest laganna eru eftir
Magnús Eiríksson gítarleikara, sem
m.a. hefur verið með Blues Company
og Pónik, yfírleitt kallaður Maggi í Rín,
enda starfsmaður hljóðfæraverzlunar-
innar um langt skeið.
Annar gítarleikari, sá sem stjórnar á
þessari plötu sinni fyrstu plötuupptöku,
Baldur Már Arngrímsson (starfsmaður í
hljóðfæraverzlun Poul Bernburg), og
rekur sinn tónlistarferil allt aftur til
Lúdó-sextettsins. Trommuleikari er
Björn Björnsson, samstarfsmaður þeirra
felaga lengi, eitt sinn trommari
hljómsveitarinnar Orion (4- Sigrúnar
Harðard.).
Auk þeirra koma við sögu ýmsir
mætir menn, svo sem perlusöngvarinn
Vilhjálmur Vilhjálmsson og píanó- og
oreglleikarinn Úlfar Sigmarsson í
Pónik, sem þar hefur lengi verið. Eins
og sjá má af framangreindu er hér um
einvalalið að ræða og eru þó ýmsir
snjallir og reyndir hljóðfæraleikarar
ótaldir. Tóny Cook tók upp.
Lögin eru af ýmsu tagi, eins og þeir,
sem sáu sjónvarpsþáttinn „Meé
pálmann í höndunum”, sl.
föstudagskvöld sannreyndu
(skemmtilegur þáttur, raunar) Sum
laganna eru í gömlum rokkstíl, sum
minna jafnvel á Bítlana, sum eru sæt og
sum eru hörð.
Fálkinn, sem gefur plötuna út ( og
hefur raunar ekki gefíð út plötu um
nokkurt skeið), bauð nokkrum gestum
að koma og hlusta á plötuna í stúdíói
Hljóðrita í Hafnarfírði sl.
miðvikudagskvöld. Líklega segir þaé
mest um plötuna, að er hún var sett á
fóninn myndaðist partístemning. -ÓV
Björn Björnsson trommuleikari.
Meðal aðstoðarhljóðfæraleikara á
plötunni er pabbi hans, Björn R.
Einarsson.
London
Ef einhverjir hafa haldið, að Ríó
tríó væri dautt úr öllum æðum, þá er
það hinn mesti misskilningur; Ríó
tríóið heldur nefnilega utan til
Lúndúna á mánudaginn kemur og
hyggst taka þar upp LP plötu.
„Við tökum upp í Majestic
stúdíóinu í London, þar sem flestir
íslendingar hafa unnið,” sagði Helgi
Pétursson, einn af Ríómeðlimunum,
er DB spurði hann um plötuna. „Við
verðum þrír eins og í gamla daga,
með þeirri undantekningu þó, að
Ólafur Þórðarson verður ekki með,
en Gunni Þórðar kemur sem þriðji
maður.”
Ríó tríóið hefur æft að undanfornu.
ein sautján lög, sem verða tekin upp.
Síðan verða tólf beztu lögin sett á
plötuna. Um músíkstefnu hafði
Helgi það að segja, að hún yrði að
öllum líkingum í anda fyrri plata
tríósins. Meðal efnis sem æft hefur
verið eru sex lög sænska söngvarans
og tónskáldsins Evert Taube, sem
ó mánudaginn
meðal annars samdi lagið „Vorkvölc
í Reykjavík” og Ragnar Bjarnason
hefur gert frægt. Það lag verður þó
ekki með á olötu Ríó tríósins.
Ríómeðlimirnir Helgi, Gunnar og
Ágúst Atlason sjá þó ekki um tónlist-
ina einir, því að enskir „session-
menn” verða þeim til aðstoðar.
Einnig hefur komið til tals að Tómas
Tómasson bassaleikari spili með.
Textar verða allir á íslenzku eins og
fyrri daginn, — eftir Jónas Friðrik,
hirðskáld Ríósins. Það kann þó að
orka tvímælis hvort Jónas sé hirð-
skáld tríósins, því að hann heldur því
fram að þeir séu hirðfíflin hans.
En hvað með það, LP plata meé
Ríó tríóinu er væntanleg á markað-
inn með vorinu.
—ÁT—
Sigríður Ella Maqnúsdóttir söngkona — Sjálfsmynd af Baltasar —
Prjónaðar og heklaðar húfur — Litið inn hjá Bretadrottningu —