Dagblaðið - 05.03.1976, Page 23
Dagblaðið. Föstudagurð. marz 1976.
i
Utvarp
23
Sjónvarp
D
þ£rr* sxo
£/?STL OCS t
Bonnie og Clyde-stjarnan Warren Beatty fer með aðalhlutverkið í Mickey One.
Sjónvarp í kvöld kl. 21,40:
Mynd um
ofíóga
skemmtikraft
Kvikmyndin Mickcy One sem
hefur í islenzkri þýðingu Kristmanns
'Eiðssonar hlotið titilinn í skugga for-
tíðarinnar fær þrjár og hálfa stjörnu í
kvikmyndahandbúk Dagblaðsins.
Mvndin er gerð árið 1965 af
leikaranum Warren Beatty og
leikstjóranum Arthur Penn, þeim
sömu og eru ábyrgir fyrir
kvikmyndinni Bonnie and Clyde. í
Mickcy One fcr Bcatty einnig með
aðalhlutverkið.
Mickcy Onc vakti inikla athygli er
hún var fruiusýnd á sinuni tima.
Hún fjallar um skeinmtikrafl á
veitingahúsi í Chicago. Hann er
orðinn aflóga og sjálfstraustið þorrið.
Umboðsmaður hans er í góðum sam-
böndum við undirheima Chicago og
hyggst græða á skemmtikraftinum.
Mickey One þykir lýsa Arthur
Penn mjög vel sem leikstjóra. Hún er
ekki dæmigerð Hollywoodframleiðsla
og það kann að vera skýringin á þeim
góðu viðtökum sem hún fékk á sínum
tíma.
Aðalhlutverk auk Warrens Beatty
leika Alexandra Stewart og Hurt
Hatficld.
-ÁT-
Sjónvarp i kvöld kl. 20,40:
Bókasðfn,
kynditœki
og grógœsir
„Aldrei þessu vant þá liggur alveg
ljós fyrir um hvað verður fjallað í
Kastljósi í kvöld,” sagði Ólafur
Ragnarsson, er DB ræddi við hann.
„Við ætlum að sleppa málum sem
eru ofarlega á baugi svo sem
verkfallsmálum, Norðurlandaráði
og þess háttar sem ég held að fólk sé
orðið dálítið þreytt á. Þess í stað
tökum við fyrir þrjú mál, sem ber lítt
á, en eru merkileg eigi að síður.
í byrjun verður íjallað um þá
miklu rekstrarerfiðleika sem bóka-
söfn eiga í um þessar mundir. Um
síðustu áramót hætti ríkið að styrkja
bókasöfn og setti þá byrði yfir á
sveitafélögin sem mörg hver geta
ekki styrk þá starfsemi svo að vel sé.
Vegna þessa máls ræðum við við
Gunnar Markússon, bókavörð í
Þorlákshöfn, Elfu Björk Gunnars-
dóttur, borgarbókavörð og Stefán
Júlíusson rithöfund.
Það munum við athuga mál sem
var mikið rætt fyrir um það bil ári en
það er sparnaður vegna stillinga á
kynditækjum. Vélskólanemar
athugðu þetta mál á sínum tíma og
komust að þeirri niðurstöðu að spara
mætti milljónir króna á hverju ári
með því að stilla kynditækin rétt.
Síðan hefur ekkert heyrzt um þetta
mál. Okkur til ánægju kom í ljós að
margt hefur verið gert vegna þessa
þótt það hafi farið hljótt. Meðal
annars hefur verið komið á
námskeiðum í að stilla tækin. Atli
— eru
mólin
sem
fjalloð
verður
um í
Kastljósi
Steinarsson blaðamaður ræðir við
Ólaf Eiríksson vélskólakennara og
fleiri um þetta mál en það er einmitt
Ólafur sem átti hugmyndina að því
og stjórnaði könnun neméncfenna.”
„Þriðja málið sem tekið verður
fyrir, ” sagði Ólafur enn fremur, „er
um grágæsina. Á búnaðarþingi hefur
verið mikið rætt um hana. Bændur
telja hana eyðileggja mikið fyrir sér
og vilja fækkun á stofninum.
Væntanlega verður rætt við
einhverja bændur og enn fremur
Arnþór Garðarsson fuglafræðing sem
másegja að mæti sem málsvari grá-
gæsarinnar.”
Umræðum um grágassina stýrir
Markús örn Antonsson.
Ólafur bætti því við að síðan
titilinn fréttaskýringaþáttur var
tekinn af Kastljósi hafi sá möguleiki
opnazt að fjalla um fleiri mál en þau
sem efst eru á baugi hverju sinni.
„Við höfum nú svigrúm til að draga
fram í dagsljósið — eða kastljósið —
mál sem eru lítt áberandi en
merkileg eigi að síður,” sagði hann
að lokum.
-ÁT-
^ Sjónvarp
i
FÖSTUDAGUR
5. marz
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 Kastljós.
Umsjónarmaður Guðjón Einars-
son.
21.40 í skugga fortíðarinnar
(Mickey One)
Bandarísk bíómynd frá árinu
1965. Leikstjóri er Arthur Penn,
en aðalhlutverk leika Warren
Beatty, Hurd Hatfield og
Alexandra Stewart.
Mickey One er skemmtikraftur á
næturklúbbi. Vinsældir hans fara
þverrandi, og hann hefur glatað
sjálfstraustinu. Umboðsmaður
hans er í slagtogi við glæpamenn,
sem hyggjast græða á Mickey.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
23.15 Dagskrárlok.
Ijfe Útvarp
FÖSTUDAGUR
5. marz
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Hofstaða-
bræður” eftir Jónas Jónasson frá
Hrafnagili. Jón R. Hjálmarsson
les (6).
15.00 Miðdegistórdeikar. Konung-
lega hljómsveitin í Kaupmanna-
höfn leikur „Sögudraum”, hljóm-
sveitaverk op. 39 eftir Carl Niel-
sen; Igor Markevitsj stj. Fílhar-
moníuhljómsveitin í Stokkhólmi
leikur Serenöðu í F-dúr fyrir stóra
hljómsveit op. 31 eftir Wilhelm
Stenhammar; Rafael Kubelik stj.
15.45 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
Spjall um Indíána. Bryndís Víg-
lundsdóttir byrjar frásögu sína.
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynn-
ingar.
19.35 Daglegt mál. Guðni Kol-
beinsson flytur þáttinn.
19.40 Þingsjá. Kári Jónasson sér
um þáttinn.
20.00 Tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í Háskólabíói
kvöldið áður. Stjórnandi: Páll P.
Pálsson. Einleikari á píanó:
Halldór Haraldsson.
a. Fornir dansar eftir Jón ÁS-
geirsson.
b. Píanókonsert nr. 2 í G-dúr eftir
Tsjaíkovský.
c. Petrúsjka, balletttónlist eftir
Stravinsky.
— Jón Múli Árnason kynnir.
21.30 Útvarpssagan: „Kristnihald
undir jökli” eftir Halldór Lax-
ness. Höfundur les sögulok (17).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Lestur Passíusálma (16)
22.25 Dvöl. Þáttur um bókmenntir.
Umsjói^ Gylfi Gröndal.
22.55 Áfangar. Tónlistarþáttur í
umsjá Asmundar Jónssonar og
Guðna Rúnars Agnarssonar.
23.45 Fréttir. Dagskráarlok.
LAUGARDAGUR
6. marz
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05: Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög
milli atriða. Óskalög sjúklinga kl.
10.25: Kristín Sveinbjörnsddóttir
kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar.
13.30 íþróttir. Umsjón: Bjarni
Felixson.
14.00 Tónskáldakynning Atla
Heimis Sveinssonar.
15.00 Vikan framundan. Björn
Baldursson kynnir dagskrá út-
varps og sjónvarps.
16.00 Fréttir.
16E5 Veðurfregnir. íslenzkt mál.
Gunnlaugur Ingólfsson cand.
mag. flytur þáttinn.
16.40 Popp á laugardegi.
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynn
ingar.
19.35 Gatan mín. Sólveig Eyjólfs-
dóttir gengur um Jófríðarstaða-
veg í Hafnarfirði með Jökli
Jakobssyni; — fyrri þáttur.
20.00 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
20.45 Svo kom öldin tuttugasta.
Síðari þáttur um minnisverð tíð-
indi árið 1901. Umsjón: Jónas
Jónasson.
21.30 Útvarpshljómsveitin í
Moskvu leikur tilbrigði eflir Nor-
chenko og Tokareff um stef eftir
Gershwin, Kalman, Kosma, Jo-
hann Strauss o.fl. Stjórnandi:
Júrí Sílantíeff.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíu-
sálma (17).
22.25 Danslög.
23.55 Fréttir Dagskrárlok.