Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.03.1976, Qupperneq 4

Dagblaðið - 09.03.1976, Qupperneq 4
4 Dagblaðið. Þriðjudagur 9. marz 1976. Eigendaskipti hjó prjóna- stofunni Dyngju Sambandið yfirtekur reksturinn Eigcndaskipti standa nú fýrir dyr- um hjá prjónastofunni Dyngju á Egilsstöðum. Fyrirtækið hefur frá því það var stofnað fyrir rúmlcga tíu árum verið rckið sem hlutafélag, en nú hefur Iðnaðardeild Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga á Akureyri verið boðið að taka við rekstrinum. Ástæðan fyrir þessum eigenda- skiptum er sú, að sögn forráðamanna Dyngju, að með þeim vilja þeir tryggja að atvinnuöryggi haldist hjá starfsfólki verksmiðjunnar. — Dyngja hefur veitt konum á Egils- stöðum drjúga atvinnu á undanförn- um árum. — Sambandið hefur undir höndum mun stærri framleiðslu- samninga en Dyngja ein gæti nokkurn tíma tekið, til dæmis til Rússlands, þannig að nú kemur Dyngja til með að vcrða aðeins hlekkur í prjónafyrirtækjum Sam- bandsins. Fjárhagsstaða prjónastofunnar Dyngju hefur verið allerfið að und- anförnu. Fyrirtækið hefur fjárfest all- mikið og er til dæmis í nýju eða nýlegu húsnæði. Einnig er vélakostur allgóður. Þórður Benediktsson bankastjóri á Egilsstöðum sem DB ræddi við vegna sölunnar, sagði að hann vildi taka það skýrt fram að þarna væri ekki um neina nauðung- arsölu að ræða, heldur sæti atvinnu- öryggið í fyrirrúmi. Fyrir nokkrum árum hafi skóverksmiðjan Agila á Egilsstöðum orðið, gjaldþrota svo að mjög slæmt hefði orðið/yrir þorpið ef önnur verksmiðja hefði orðið að draga saman seglin eða jafnvel hætta störfum. —ÁT— Forsefakosningar auglýsfar í lok þessa mónoðar — fyrirhugað framboð Helga Hóseassonar fœr ekki rúm í ríkisfjölmiðlunum Það hefur vakið athygli manna að aðeins' tvö dagblöð hafa skýrt frá því að Helgi Hóseasson trésmiður hafi ákveðié að bjóða sig fram til forsetakjörs í sumri komanda. Fréttamaður blaðsins sneri sér til fréttastofa ríkisfjölmiðlanna, sr. Emils Björnssonar og Margrétar Indriða- dóttur, og spurðist yfir um hvers vegna ekki hefði verið sagt frá fyrirhuguðu framboði Helga Hóseassonar. Svör þeirra voru á þá lund að ekki væri séð ástæða til að birta fréttina fyrr en staðan hefði verið auglýst laus til umsóknar. Að sögn Jóns Thors, deildarstjóra í dómnsmálaráðuneytisins, gera landslög ráð fyrir því að forsetakosningar fari fram síðasta sunnudag í júní fjórða hvert ár. Eigi síðar en þremur mánuðum áður (í lok þessa: mánaðar) skal auglyst eftir frambjóðendum en framboðsfrestur rennur út fimm vikum fyrir kjördag. Innan viku þar frá skal ráðherra birta nöfn frambjóðenda. -ÓV. Stal dróttarvél og ók ó ómokstursvél Misjöfnum hugdettum skýtur í koll manna þá er þeir hafa blótað Bakkus um of. Einn í Hveragerði, sem svo hafði gert aðfaranótt sunnu- dags, fékk þá hugdettu að stela drátt- arvél er varð á vegi hans. Hóf hann síðan ökuför frá Hveragerði og stefndi til Þorlákshafnar. En ökuferð- inni lauk áður en þangað var komið. Ekkert hafði komið fyrir á ökuferð- inni sjálfri fyrr en henni lauk með ákeyrslu á ámokstursvél sem fyrir varð. Urðu skemmdir á henni. Hinn hugmyndaríki var tekinn í gær og verður hann nú að svara til saka. —ASt. Sœlgœtislöngun knúði til innbrots Brotizt var inn í söluturn í Hvera- gerði aðfaranótt sunnudagsins. Braut innbrostþjófurinn rúðu til að komast inn. Inni sópaði hann saman nokkru af sælgæti en vann ekki spjöll. Dag- inn eftir upplýstist hver sá sælgætis- gráðugi var. Lögreglan á Selfossi er með mál hans til meðferðar. —ASt. Kvik myndir Algjör vella Háskólabío: Tilhugalíf (The lovers)-i 85 mín. brezk, gcrð 1972, litir, breiðtjald. Leikstjóri: Herbert Wise. Geoffrey og Beryl fara að vera saman en á ýmsu gengur. Geoffrey vill halda sig við tíðarandann en Beryl vill platóníska vináttu þar til hún gengur í hjónaband. Hvatningar annarra hafa engin áhrif og þau ákveða að hælta að vera saman. En þau byrja fljótlega að vera saman aftur og enn gengur á ýmsu. Eftir skamman tíma ákveða þau að hætta að vera saman að eilífu. En að sjálfsögðu fara þau að vera saman aftur og myndin endar á því að gcfið er í skyn að þau muni sennilega giftast. Síðan ég byrjaði að skrifa um kvikmyndir í blöð hef ég aðeins séð eina mynd, sem er lélegri en þessi, það var Abby sem sýnd var í Hafnarbíói. Tilhugalíf er svo slæm að ég efast um að það sé hægt að sýna hana í Manchester þar sem hún gerist. Eini staðurinn þar sem ég get ímyndaö mérað hún væri tekin til sýninga er BBC, en þeir hafa oft myndir af þessum gæðaflokki upp úr hádeginu fyrir verkamannakonur sem þcir virðast álíta að séu á svipuðu gáfnastigi og framleiðendur myndanna. Tilhugalíf er leiðinleg, hefur ckkert þjc>ðfélagslegt gildi, er illa tekin, illa klippt. illa leikin og í cinu orði sagt ræpa. Ofan á þetta allt bætist svo það að maður verður alltaf sannfærðari og sannfærðari með .< nverri mínútunni sen. liður að þessi kvenmaður, sem aumingja drengurinn er að reyna að komast í rúmið hjá, sé áreiðanlega mjög slöpp í þeim hlutum. ÞORSTEINN ÚLFAR BJÖRNSSON Þessir geta það Þá kemst Hemlock að því að maðurinn, sem hann leitaði að, er enginn annar en Bowman. Hemlock verður nú að gera það upp við sig hvort hann eigi að framkvæma af- töku hans eða ekki. Mannaveiðar er byggð á samnefndri sögu eftir Trevanian sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu. Það skiptir engu máli hvort myndin er lík sögunni, þar sem þetta eru tvö aðskilin verk sem hvort um sig gerir ákveðnar kröfur. Það segir sig sjálft að það sem þarf t.d. heila síðu í bók til að lýsa er hægt að gera á kannski tveimur til þrem sekúndum í mynd. Þar af leiðandi er það ákaflega hæpið að fara að bera þessi tvö verk saman. Kvikmyndin Mannaveiðar er nokkuð góð mynd, fyrir það sem hún er, afþreyjari. Það er hraði og spenna í uppbyggingunni og myndin er sæmilega gerð. Persónulýsingar eru sumar hverjar skolli góðar og má í því sambandi minna á hommann Miles Mellough, sem leikinn er af Jack Cassidy. Einnig er Dragon mjög sérkennilegur karakter en það er kannski af því að hann er albínói. Clint Eastwood er alltaf eins og væri það óskandi að sá maður héldi sig við leikstjórn eingöngu því hann virðist hafa hæFileika á því sviði, og léti öðrum betri cftir leikinn. Hann er einna verstur af þeim sem leika í myndinni. Myndin er sennilega nokkuð góð heimild um hvernig Laugarásbíó: Mannaveiðar (The Eiger sanction) ★ ★ 123 mín. bandarísk, gerð 1974. Technicolor, Panavision. Leikstjóri: Clint Eastwood. Jónatan Hemlock er kennari í listum við háskóla í USA. Hann safnar málverkum og fjármagnar málverkasöfnunina með peningum sem hann fær sem böðull fyrir Sam frænda. Dag einn fær hann boð um að tala við Dragon fyrrum yfirmann sinn. Dragon vill fá hann til að taka að sér enn eitt verkefnið, og Hcmlock tekur það að sér, nauðugur í fyrstu Eftir að hafa drepið tvo menn fer svo Hemlock til Sviss til að taka þátt í fjallgöngu á Eiger en síðasti maðurinn, sem hann á að drepa, á að taka þájtt í leiðangrinum. Og það er annað tveggja sem vitað er um hann, hitt er að hann stingur við. Fjórir menn leggja á fjallið og farast allir utan Hemlocks, en hann bjargast við illan leik með aðstoð Bowmans vinar síns. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að klífa fjöll, sérstaklega ef menn þurfa að gista hangandi utan í þverhnípmu i súld eða byi. fjallgöngur fara fram Maður fær beinlínis áhuga á því að fara og klifra eftir að hafa séð myndina, fjallgöngur hljóta að vera ansi skemmtileg íþrótt þótt erfið sé. Mannaveiðar er skemmtileg af- þreyingarmynd sem flestir ættu að geta haft gaman af og þeim tíma, er virðingarvert hvað bíóið hefur oft illa varið. Næsta mynd Laugarásbíós mun vera The great Waldo Pepper með Robert Redford í aðalhlutverki en myndinni er stjórnað af George Roy Hill sem áður hefur stjórnað Redford í myndinni The sting og einnig átti þátt í handriti Butch Cassidy & the Sundance kid. Þetta er ný mynd og er viðringarvert hvað bíóið hefur oft nýlegar myndir á boðstólnum þótt það komi stundum niður á myndunum, eins og í sambandi við Earthquake, sem líklega verður páskamynd hússins. Þar sem myndin er ný er leiga á henni mjög há og mun það ekki svara kostnaði fyrir húsið að fá með myndinni sérstaka lágtíðnihátalara sem einungis eru til þess að koma titringi á áhorfendur. Þar sem leiga á þessum hátölurum kostar yfir milljón auk leigu fyrir myndina hefur bíóið enga von með að ná þessu inn á miðaverði þar sem verðlagseftirlit eða verðlagsstjóri mun ólíklega leyfa þá hækkun sem nauðsynlegt er til að ekki verði halli ásýningu myndarinnar. HAPPJ Á morgun veróur dregiö í 3. flokki. 8.640 vinningar aó fjárhœó 110.070.000 króna. I dag er síóasti endurnýjunardagurinn. 3.flokkur: 9 á 1.000.000 kr. 9 - 500.000 — 9 - 200.000 — 198 - 50.000 — 8.397 - 10.000 — 9.000.000 kr. 4.500.000 — 1.800.000 — 9.900.000 — 83.970.000 — H

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.