Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.03.1976, Qupperneq 2

Dagblaðið - 27.03.1976, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976. Flugleíðah jónin og Víkingspiparsvemninn — eiga bceði tilverurétt svo þjóðin takist ó loft Loftorrustan um tsland er i fullum gangi. Að vísu er búið að skjóta Loft.víkinginn niður, en hann virðist hafa sömu náttúru og Jón sá hrak, sem Stephan G. gerði ódauölegan: Þótt hann væri dauður, vildi hann ekki lofa fólki að sofa. Enda hefur hann kannski líka verið grafinn þversum. Það reyndist sumsé skamm- góður vermir að gera Loft- víkinginn gjaldþrota. tslendingar vilja hafa sam- keppni á flugmálasviðinu, það fer ekki milli mála. Loftleiðir og Flugfélagið voru framan af ævi eins og lítil börn, næstum jafnaldra, sem varla gátu litið hvort annað réttu auga og skiptust á hnútum. En þegar kemur fram á síðari hluta táningaaldursins, hvað þá um og yfir tvítugt, verður náttúran ekki hamin öllu lengur. Náttúran hafnar að vísu ekki alltaf í hjónasænginni, en oft, og svo fór um þessi óskabörn þjóðarinnar. Þau voru gefin saman í heilagt hjónaband og rugluðu saman reytum sínum. Líklega er of stutt liðið með þessari þjóð síðan síðasti einokunarkaupmaðurinn varð að loka sjoppu sinni, til þess að íslendingar geti sofið vært með einokun í einhverri mynd. Ekki einu sinni þjóðþrifafyrirtækið ÁTVR, sem selur landsmönn- um tóbak, brennivín, rakspíra og bökunardropa, svo nokkrar vinsælar neysluvörur hennar séu nefndar. fær að sitja að einokun sinni, sem þó er fyrir- skipuð af stjórnvöldum lands- ins. I því sambandi nægir að minna á umfangsmikil spíra- mál. sem enn er deilt um hvort hafi mátt rannsaka til hlítar, samkvæmisleikinn ,,að fela hlutinn,” sem farmenn og toll- arar leika löngum, að ógleymdri eigin framleiðslu landsmanna sem er býsna drjúg að magni til, þótt gæðin séu misjöfn. Þess vegna er al- menningi líka þvert um geð að láta eitt flugfélag sitja að því að koma okkur heim og heiman, þegar við svöliim þeirri þörf okkar að litast um meðal fram- andi þjóða — eða bara hinni frumstæðu hvöt til að líta hinn fáséna hlut sólina og láta sér vera hlýtt án þess að þurfa að dúða sig i ull og húðir og sitja við ofn. Nú vill svo undarlega til, að hér á háaloftinu brestur hag- fræðivit og töluþekkingu til þess að geta lagt á þaö vilur- legan dóm, hvort flugfargjöld óskabarnanna, sem við vígslu sina hlutu nafnið Flugleiðir, séu ósanngjörn og óeðlileg. Fróðir menn Flugleiða segja að svo sé ekki, og hvað ætli þeir séu að ljúga að okkur? En það getur ekki farið hjá því, að við, sem þurfur.i að borga far- gjöldin, súpum hveljur yfir upphæðunum Það má kannski skýra á svo auðveldan hált sem við höfum bara ekki efni á sem við í þessu koti höfum átt saman við það fyrirtæki að sælda tvíeitt eða sitt í hvoru lagi áður fyrr hefur allt verið á eina bók: Með miklum ágætum. Meira að segja hefur sá er hér skrifar oftar en einu sinni fengið þar betri fyrirgreiðslu en hann átti nokkra heimtingu á. En kerfi gildir um þetta fyrirtæki eins og mörg önnur, fjölskyldu á framfæri sínu og fór til náms í ákveðnum tilgangi. Piltarnir lausir og liðugir og þótt þeir færu til að forframast i ákveðnu fagi, var ferðin allt eins til að víkka sjóndeildarhringinn almennt og létta sér upp eftir stranga skólavist hér heima. En fjöl- skyldufyrirvinnan varð að borga fullt fargjald, meðan neinu utanlandsflandri. En okkur halda fá bönd, fremur en Þórði kakala. og er hægt að lá okkur það, þótt við svipumst um eftir ódýrari milliferðum og stöndum fast saman um það, sem við eygjum i þejm efnum? Nú má enginn fá þá grillu i kollinn, að háaloftið eigi i stríði við Flugleiðir. Þvert á móti, það og alltaf hallar á einstakling- inn, þegar kerfið verður rökvís- inni yfirsterkara. Dæmi: Sumarið 1974 hélt höfundurinn utan til náms, þá rúmlega hálf fertugur. Með honum voru í ferð tveir ungir menn, rúmlega tvítugir, sem fram til fárra vikna höfðu verið nemendur hans. Hann var með Háaloftið SIGURÐUR HREIÐAR HREIÐARSSON sveinarnir fengu að mig minnir 20 eða 25% afslátt — þeir voru undir einhverju ákveðnu aldursmarki. Þótt maður gengi undir manns hönd að finna ein- hverja afsláttarsmugu í kerfinu fyrir fyrirvinnuna, var þess enginn kostur. Þetta dæmi er bara eitt af fjölda, fjölda mörg- um. Ur því að hægt er að fljúga með einn mann, sem er 76 kg á þyngd, 184 sentimetrar á hæð og rauðhærður á 20—25% afslætti, hlýtur að borga sig alveg á sama hátt að fljúga með annan á því sama gjaldi, þótt hann sé 77 kg á þyng, 183 senti- metrar á hæð og skolhærður. Það þarf enginn að segja mér, að afslátturinn ,é svo rými- legur að flutningsaðilinn flytji viðkomandi þar með undir kostnaði. Það er í rauninni ástæða til að velta þvi fyrir sér, hvort það komi ekki niður á hinu almenna fargjaldi að til eru ýmsar smugur til afsláttar- fargjalda —að sögn ótrúlega margar, þótt mér hafi gengið illa að falla inn í þá hópa. Ein afsláttarleiðin er svoköll- uð hópfargjöld. Ákveðinn fjöldi manna tekur sig saman í hóp og tekur far fyrir allan hópinn. Ut á þetta fær hann svo og svo mikinn afslátt. Ég veit ekki hve mikinn, en gefum okkur til dæmis töluna 30%. Kannski slagar hópurinn hátt í fulla vél í áætlun. Helmingurinn af hinum farþegunum fellur undir námsmannafargjöld eða unglingafargjöld eða hvað það nú heitir, sem selur tvítugum farið mun ódýrara en hálf fertugum — afgangurinn er 'venjulegt fólk sem hvorki er nógu ungt eða í nógu góðum hópsamböndum, en þarf samt að komast leiðar sinnar. Er þessi sölumennska sanngjörn gagnvart þeim hópi? Það sem ég hef nú verið að tala um, ásamt þeirri kjafta- sögu að samkeppnisleysið hafi nú þegar haft óheillavænleg áhrif a ferðakostnað borgar- anna — og með orðinu borgari á ég bæði við verkamenn og forstjóra, komma og íhalds- menn og allt þar á milli, sem sagt alla, sem borga eitthvað — og þeirri reynslu, sem fékkst af starfsemi Loftvlkingsins, leiðir til þess, að leiguflugfélag 1 sama dúr verður ekki kæft. Það er hægt að gera því erfitt fyrir, þybbast við öllum óskum þess um aðstöðu og fyrirgreiðslu og annað því líkt, en borgararnir munu leggjast á eitt um að halda því gangandi, eða endur- reisa það, þegar það hefur verið fellt. Því verður ekki betra gert en að óska öllum til hamingju með heiðarlega samkeppni og bæði Flugleiðahjónunum og Víkingspiparsveinum langra og gifturíkra lífdaga. Megi starfsemi þeirra og viðgangur efnahaglífs og góðra lána verða til þess, að öll þjóðin takist á loft — sem oftast. Átök við engjaslátt — Saga úr Krœklingahlíð r[ KRUMMABER RÓSBERG G. SNÆDAL W'wm 1 SKRIFAR Slcfán hét maður og var Jónsson Hann bjó á bæ þeim í Kræklingahlið *r heitir að Ásláksstöðum. Stefán þessi hélt þá vinnukonu, sem Ásdís hét Þorstrinsdóttir. Hún var gift kona og hélt maður hennar til á aðrum bæ þar í sveitinni (Bitru). Það var á orði að Stefáni bónda og \sdísi vinnukonu væri kannski helsti vel til vina, og þann tíma sem hún var hjú hans ól hún börn eins og hver önnur ektakvinna og eignaði þau auðvitað bónda sínum. Hann hét Guðmundur Rétursson, og er ekki annars getið en hann hafi gengist greiðlega við krógunum, sem kona hans aflaði. Á Ásláksstöðum var maður í vist sem Jónas hét og var Sveinsson. Hann var fósturbróðir Stefáns bónda. Nú kemur þar að vetur einn unir Jónas sér ekki á Ásláksstöðum og flytur sig fram að Lögmannshlíð. Réð hann sig til bóndans þar, sem einnig hét Jónas en var Jónsson. Um svipað leyti fór Ásdís frá Ásláks- stöðum og réðst þar í vist að Kaup- angi. Þar ól hún svo enn barn — en kenndi það nú Jónasi Svemssym. Hann varð fár við en neitaði ekki og gaf henni eftir eiðinn. Voru svo bæði boðuð á fund sýslumannsins á Espi- hóli. Þar sór Ásdís það, að Jónas Sveinsson væri hinn eini rétti faðirað barninu. En þegar Jónas ríður heim af fundinum kom hann við á Akur- eyri og keypti sér þar vænan sjálf- skeiðung, hinn vænsta grip. Hélt að svo búnu heim í Lögmannshlíð, gekk þar strax til smiðju og tók að dengja Ijá sinn. Sagðist ætla í kaupavinnu út á bæi. Rak hann svo ljá sinn í orfið, sté á bak hesti sínum og reið sem hvatast út að Ásláksstöðum. Hitti hann þar fólk á engjum, Stefán bónda og börn hans. Jónas tekui Stefán tali, setjast þeir á þúfur í slægjunni og virðist fara hið besta á með þeim. Jónas skildi ekki við sig orfið og þegar hann stendur upp eftir drjúglanga setu, sveiflar hann orfinu að Stefáni þannig að ljárinn kom á hann ofan mjaðma og gekk á hol. Stefán gat þó þrifið um orfið og varð það laust í höndum Jónasar. Þegar svo var komið lét Jónas verða skammt milli vóðaverkanna, sneri sér frá, gekk nokkur skref á meðan hann hafði hendur á kutanum nýkeypta, rak hann síðan umsvifalaust í háls sér — og risti fram úr. Lágu þeii íveir í valnum særðir til ólífis. Börnin hlupu felmtursfull heim til að segja tíðindin. Kallað var á lækni frá Akureyri, er. í báðum tilfellunum vorusárin slík að ekki mátti um binda. Jónas Iifði þó við harmkvæli fram eftir nóttu og Stefán til næsta dags. Þessi atburður varð 1(X ágúst 1852. — Eftir Annál 19. aldar og kirkju bókum.—

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.