Dagblaðið - 27.03.1976, Blaðsíða 24
Fjöldalögtök hjá fyrirtœkjum í Reykjavík:
Skulda hundruð millj-
óna í opinber gjöld
Gjaldheimtan í Reykjavík
gerir jafnt og þétt hrið að þeim
sem dregst hjá að greiða tiiskil-
in gjöld, ýmist eigin gjöld eða
þau sem fyrirtæki bera ábyrgð
á vegna starfsmanna.
I nýútkomnu Lögbirtingar-
blaði tilkynnjr Gjaldheimtan
uppboð á eignum á þriðja
hundrað fyrirtækja og einstakl-
inga sem lögtök hafa verið gerð
i. Fara þessi 218 uppboð fram
kl. 10.00 fyrir hádegi hinn 6.
maí næstkomandi, samkvæmt
auglýsingunni, svo að sýnilega
er gert ráð fyrir að ekki komi
tii þeirra allra, fremur en
venjulegt er, þrátt fyrir hefð-
bundnar innheimtuaðferðir og
auglýsingar vegna þeirra.
Nokkurra áberandi hárra
gjáldheimtukrafna, sem lögtök
hafa verið gerð út af, er getið
hér á eftir í sömu röð og í
Lögbirtingarblaðinu:
Kmil Iljartarson kr.
7.803.785.00
Þrymur hf. kr. 5.121.145.00
Sindra-Stál hf. kr. 16.215.393.00
Sigurbjörn Eiríksson kr.
5.140.116,00.
Miðfell hf. kr. 6.157.456,00
Stálver. hf. kr. 4.930.401,00
Togaraafgreiðslan hf. kr.
4.603.938,00
Kristján Ö. Skagfjörð hf. kr.
10.659.055,00
Kassagerð Reykjavíkur hf. kr.
15.825.221,00
Egill Vilhjálmsson hf. kr.
11.784.246,00
Davíð Sigurðsson hf. kr.
9.307.103,00
Breiðholt hf. kr. 34.722.629,00
Sveinn Egilsson hf. kr.
29.455.106,00
Istak hf. kr. 11.327.453,00
Björgun hf. kr. 11.349.451,00
Hamar hf. kr. 6.044.933,00
Hjá fjölmörgum aðilum hafa
verið gerð lögtök vegna
ógreiddra gjalda á bilinu frá
1—4 milljónum króna. Enda
þótt upptalning af handahófi úr
einu tölublaði Lögbirtingar-
blaðsins segi ekki merkilega
sögu eða gefi tæmandi skýring-
ar, er alveg ljóst að víðar eru
erfiðleikar en í rekstri heimil-
anna. Framangreindir 16 gjald-
endur hafa orðið að þola lögtök
vegna skulda að fjárhæð um
190 milljónir króna. —BS—
Framsóknarmenn í Hveragerði um verðhœkkanirnar:
STJÓRNIN HEFUR K0MIÐ
AFTAN AÐ LAUNÞEGUM
Framsóknarmenn í Hveragerði orðsins verðstöðvun. Fundurinn ríkisstjórn sem þannig kemur flokksins eindregið við því að
eru ekki síður en aðrirlandsmenn harmar að Framsóknar- fram við lægst launuðu þegna samþykkja slik vinnubrögð. nú-
furðu lostnir yfir flokkurinn skuli eiga aðild að þjóðfélagsins og varar forystu verandi ríkisstjórnar.” -A.Bj,-
verðhækkanaskriöunni sem fylgt
hefur í kjölfar kauphækkana
þeirra sem launþegar fengu um
siðustu mánaðamót. Á fundi í
Framsóknarfélagi Hveragerðis
var samþykkt tiliaga þessu
aðlútandi og er hún á þessa leið:
„Félagsfundur í Framsóknar-
félagi Hveragerðis og Ölfus lýsir
yfir furðu á hinum miklu
verðhækkunum strax í kjölfar
samninga og telur að ríkisstjórnin
hafi með þessu komið aftan að
launþegum landins og eigi eftir
að koma í ljós að slíku unir
verkalýðshreyfingin alls ekki,
enda trúlega einsdæmi að nýum-
samdar kjarabætur fengnar með
erfiðu verkfalli, séu horfnar á
einum mánuði eftir gerð
samninga. Ennfremur lætur
fundurinn í ljós furðu sína á
skilningi stjórnvalda á merkingu
Tilboðum um grœnmeti og gorðóvexti rignir inn:
NÓG AF KÁU 0G
GRÆNMETI BOÐIÐ í
VIKU HVERRI
„Það er hægt að fá nóg af
grænmeti,” sagði heildsaiinn
sem Dagblaðið hefur haft sam-
starf við að undanförnu í sam-
bandi við innflutninginn á
kartöflum.
í gærmorgun fékk hann
telex-skeyti frá Rotterdam. Þar
býður grænmetisheildverzlun
honum 18 tegundir afallskonar
nýju grænmeti og káii til af-
greiðslu í viku hverri.
Eins og flestum mun kunn-
ugt er lítið um þessa hollustu-
vöru á markaði á íslandi. Kann-
ski Grænmetisverzlun landbún-
aðarins geti gengið inn í þetta
tilboð? Það væri vel. —JBP—
Umferðarslysa-
alda í gœr-
morgun:
MARGIR SLOSUÐUST, -
FIMM BÍLAR SKEMMDUST
Umferðarslysaalda gekk yfir á
ellefta tímanum ígærmorgun.
— Um klukkan hálfellefu var
lögreglunm tiikynnl um árekstur
tveggja sendibifreiða á
Artúnshöfða á móts við Nesti.
Slysið varðmeð þeim hætti að
vörubifreið sem kom akandi úr
sandgryfjunum á Ártúnshöfða,
hugðist beygja inn á Vestur-
landsveg. Hún „svínaði” fyrir
aðra sendibifreiðina með þeim
afleiðingum að hún lenti framan
á annarri sendibifreið. Skemmdir
urðu nokkrar og voru ökumenn
beggja send'bifreiðanna fluttir í
slysadeild.
Rétt á eftir var tilkynnt um mjög
harðan árekslur tveggjá
fólksbifreiða rétt fyrir ofan Sand
skeið. Þar var skyggni mjög
slæmt og færð að þyngjast.
Bifreiðarnar — önnur úr
Árnessýslu og hin úr Rangárvalla-
sýslu — voru mjög illa farnar
eftir áreksturinn. Ökumenn
beggja bifreiðanna voru fluttir í
slysadeild, svo og fjórir farþegar
sent í bifreiðunum voru.
Um það leyti sem
lögreglumenn voru að fara af
slysstaðnum við Sandskeið var
ulkynnt um þriðja umferðar-
óhappið. Broncojeppi sem var á
leið til Reykjavíkur ók út af
veginum rétt fyrir ofan Litlu
kaffistofuna, sem er skammt þar
frá sem fólksbifreiðarnar rákust
saman. Jeppinn mun hafa lent á
hvolf og skcmmzt mjög mikið.
ökumaður Broncojeppans og
tveir farþegar voru fluttir á
Ökumaöur annars
sendiferöabilsins fluttur í
sjúkrabíl og þaöan á
Slvsavaröstofu.
Borgarspítalann.
Ekki reyndist í gær unnt að fá
uppgefið á slysadeild hve þetta
fólk — ellefu talsins — var mikið
meitt. Annríki var með mesta
móti á Borgarspítalanum og
hjúkrunarkona, sem blaðamaður
DB ræddi við, sagðist ekki muna
eftir öðru eins í langan tíma. Að
sögn lögreglunnar mun þó margt
af þessu fólki vera talsvert slasað.
-AT-
HRIKALEGAR HÆKKANIR
PÓSTS 0G SÍMA
Mjög verulegar verðhækkan-
ir hafa nú verið leyfðar á
simgjöldum og póstburðar-
gjöldum.
Afnotagjald hækkar úr kr.
2.350 i 2.900 á ársfjórðungi og
gjald fyrir umframsímtal
hækkar úr kr. 6.10 í kr. 7.50.
Gjald fyrir l'lutning á síma
hækkar úr kr. 7.800 í kr. 10 þús.
Stofngjald fyrir sima hækkar
úr kr. i5.800 í kr. 20.000.
Skeytagjald hækkar um kr.
2.00 fyrir hvert orð.
Telextækjaafnot hækka um
15,6%.
Á öll ofangreind gjöld
bætist að sjálfsögðu söluskatt-
ur.
Póstburðargjald fyrir
almenn bréf hækkar úr kr.
27.00 í ki . 3;>.oo miumlands en
úr kr. 35.00 i kr. i J() til
útlanda.
Fleira er í samræmi við þetta
i nýrri gjaldskrá Pósts og síma
og er gert ráð fyrir að
gjaldahækkanir þessar neini
20% tekjuaukningu á ári.
frjálst, úháð dagblað
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976.
Konurnar kunno að
sýsla með fé:
Kvennadagur-
inn skilaði
800 þús.
króna
hagnaði!
Það er ekki ofsögum ságt af
ráðdeildarsemi kvenna en á
morgun munu framkvæmda-
nefnd og starfshópar um
kvennafríið ljúka störfum og
um leið afhenda kr. 800 þús-
und sem er tekjuafgangur frá
24. október, sællar minningar.
Peninganna var aflað með sölu
merkis dagsins.
Þessi myndarlega fjárupp-
hæð verður afhent Kvenná-
sögusafni Islands í Átthagasal
Hótel Sögu kl. 3 á morgun og
verður öllum sem koma boðið
upp á kaffiveitingab.
Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir, sem Dagblaðið kaus
konu ársins 1975, kemur á
fundinn og segir frá ferð sem
hún fór til Danmerkur. Þangað
var henni boðið af dönskum
konum til þess að segja þeim
frá kvejtnafrídeginum hér.
Guðrún Á Símonar mun
stjórna fjöldasöng og ýmislegt
fleira verður til skemmtunar.
—A.Bj.
Verkamenn við Sigöldu
segja:
„Júgóslavar
fara ekki
að lögum"
Islenzku verkamennirnir við
Sigöldu telja júgóslavnesku
verktakana ekki fara að lög-
um. I gangi eru mótmælaað-
gerðir.
Þarna er ósamið við járn-
bindingamenn, að sögn Sig-
urðar Öskarssonar fram-
kvæmdastjóra verkalýðsfélag-
anna í Rangárvallasýslu. „Við
gerðum samkomulag við Júgó-
slavana um að þessir menn
ynnu áfram meðan verið er að
semja við þá,” sagði Sigurður í
viðtali við Dagblaðið í gær, „en
Júgóslavarnir hafa ekki viður-
kennt að greiða skuli laun sam
kvæmt gömlu samningunum
meðan nýir hafa ekki verið
gerðir. Það er þvi alls óvíst um
kjör þessara manna og þeir
ákváðu að vinna ekki aðra yfir-
vinnu en þá venjulegu, þá
sem„hefðbundin” er þarna.
Þeir fóru til dæmis ekki til
vinnu aðfaranótt fimmtudags.
Samningafundur átti að verða
klukkan hálftvö á fimmtudag
en þá afboðuðu Júgóslavarnir
hann.” —HH