Dagblaðið - 27.03.1976, Side 9
DAGBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976. 9
iiiiiiimiiiiimiimmiiiimmiiiimiiiimiimiimiimiimmmiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiii
Karpov yfirburða-
sigurvegari
í Skopje
ÓLAFUR
ORRASON
inni, sem fer hér á eftir, sýnir
hann fram á ágæti sitt í vel
útfærðri sóknarskák, en skákin
er frá mótinu í Skopje.
Hv. Nicevski (Júgóslavíu)
Sv. Tarjan (USA)
Sikileyjar-vörn.
1. e4 c5
2. Rf3 e6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rc6
5. Rc3 d6
6. Be3 Rf6
7. Bc4 a6
8. De2 Dc7
9. Bb3 Be7
10. 0-0-0 0-0
Það má með sanni segja að
Sikileyjarvörn sé í miklu uppá-
haldi hjá skákmönnum nú til
dags. Orsakir þess hve Sikil-
eyjarvörn er mikið tefld liggja
eflaust í því að upp koma
gjarnan miklar baráttustöður,
stöður þar sem hvítur vinnur
fljótt, eða þar sem svartur
vinnur eftir mikla stöðubar-
áttu. I þessari skák hrókerar
hvítur langt, en svartur stutt,
og sá sem kemst fyrr í sóknina
á meiri vinningsmöguleika.
11. Hhgl Ra5
12. g4 b5
13. Kbl
Varúðarráðstöfun. Ef strax
13. g5 þá gæti komið Rxb3+ 14.
axb3 Rd7 15. Hg3 He8 með góð-
um möguleikum fyrir svartan,
þar sem riddarinn fer á f8,
þegar hvítur ræðst til atlögu
gegn peðinu á h7.
13. Rxb3
14. axb3 b4
15. g5 Rd7
Slæmt var 15. .. .bxc3 16.
gxf6 Bxf6 17. Df3 og hvítur er
fljótari í sóknina.
16. Ra4 Rc5
17. Dh5!?
Lítur vel út, þar sem svartur
getur ekki með góðu móti leikið
17. .. .Rxe4 vegna 18. Hg4 og
siðan Hh4. En sVartur á einfald-
an og góðan svarleik, sem sýnir
fram á það að 17. leikur hvíts á
alls ekki rétt á sér.
17. e5!
Hindrar hreyfingar hróksins
og undirbýr skiptamunsfórn.
18. Rf5 Rxe4
19. Rxe7+ Dxe7
20. Rb6
20. Bf 5!
Svartur fórnar skiptamun.
Eftir 20. . . .Hb8 hefði svartur
tapað, svo stutt getur verið
milli vinnings og taps. 21. Rd5!
De6 22. f3 Rc5 23. Rf6+ og
vinnur.
21. f3 Rc5
22. Bxc5 dxc5
23. Rxa8 Hxa8
24. Dh4 c4!
25. Dxc4
Eftir 25. bxc4 var b3 sterkur
leikur.
25. Hc8
26. Dxa6
Með þessu móti tapar hvítur
strax. Eftir 26. De2 Hxc2 27.
Dxc2 Bxc2+ hefði svartur
einnig unnið, en það hefði tekið
mun lengri tíma.
26. Bxc2+
27. Kcl Dc5
28. Kd2 Dd4+
29. Ke2 Bxdl +
Hvítur gafst upp.
A Wijk aan Zee mótinu á
dögunum vann Hollendingur-
inn Böhm aðeins eina skák, en
það var samt nóg til þess, að
hann hlaut fegurðarverðlaun
mótsins fyrir hana. And-
stæðingur hans var Tékkinn
Smejkal.
Hv. Smejkal (Tékkóslóvakía)
Sv. Böhm (Holland).
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rf3 b6
4. e3 Bb7
5. Bd3 Re4
6. 0-0 f5
7. Rbd2 Bd6
8. Re5 Bxe5
9. dxe5 Rc5
10. Bc2 Rc6
11. f4 De7
12. a3 a5
13. b3 0-0-0
14. Hbl g5
15. b4 gxf4
16. bxc5 Rxe5
17. cxb6 Hhg8
18. e4 Hg6
19. Rf3 Hdg8
20. Hf2 Dc5
21. Kfl Rg4
22. He2 fxe4
23. Ba4 d6
24. Hb5 Dxc4
25. Dc2 Dxc2
26. Hxc2 exf3
27. Bxf4 fxg2 +
28. Kgl Hf6
29. Bd7 + Kxd7
30. Hxc7 + Kd8
31. Hxb7 Re3
Hvítur gafst upp.
Hér að lokum er svo smá-
þraut. Spurningin er: Hvar á
hviti kóngurinn að standa og
hverju lék hvítur siðast?
Yfirleitt fjalla skákþrautir
um það sem á eftir að gerast í
skákinni, en í þessari þraut
verður að skyggnast til baka í
skákinni og finna tvo til þrjá
síðustu leiki til þess að leysa
megi þrautina. Auðvitað veröur
að fara eftir skákreglum við
lausn þrautarinnar. Svarið við
þrautinni kemur svo í næsta
eða þarnæsta þætti.
Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllfllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
111
Úrslitaleikurinn í
Reykjavíkurmótinu á dögunum
var milli sveita Jóns
Baldurssonar, sem sigraði, og
Jóns Hjaltasonar, núverandi
fslandsmeistara. Þá tók
Bjarnleifur þessa mynd. Frá
vinstri Jón Asbjörnsson, Jón
Baldursson, Guðmundur
Arnarson og Jón Hjaltason.
Firmakeppni
Bridgesambands Islands hélt
áfram í þessari viku og er nú
ein umferð eftir, og því ekki
hægt að birta úrslit fyrr en í
næsta þætti. Um leið og
Firmakeppnin fer fram er
spilað um
Islandsmeistaratitilinn í
einmenningi.
Þeirri keppni lauk sl.
fimmtudag og varð Baldur
Kristjánsson Islandsmeistari
árið 1976. Efstu menn í
einmenningnum urðu þessir.
stig
1. Baldur Kristjánsson 322
2. Jón Arason 313
3. Þórarinn Zophusson 308
4. Símon Símonarsson ’ 306
5. Örn Arnþórsson 305
6. Halla Bergþórsdóttir 303
7. Benedikt Jóhaiinsson 302
8. Karl Sigurhjartarson 296
I einmenningi er oft margt
skemmtilegt sem kemur fyrir
því að menn hafa aldrei spilað
saman áður. Til mikilla bóta er
að Bridgesamband Islands'
hefur i'vtbúið kerfi fyrir
spilarana, er liggur á öllum
boröum þegar keppni hefst.
Þetta er Vínarkerfið að mestu
leyti og hefur þetta lagað
einmenningskeppnina mjög
mikið.
Margir gera vel i
einmenningnum og verður nú
sýnt spil, sem Halla
Bergþórsdóttir vann.Hún
spilaði sex tígla og vann þá en
engum öðrum tókst það.
Svona er spilið.
BALDUR KRISTJANSSON
ÍSLANDSMEISTARI í EINMENNING
Nobður
A A-7
A-K-G-10
O 8-7-6-5
* K-7-6
SlJÐUR
A enginn
9
0 A-K-D-G-10-4-2
+ G-9-8-5-2
Þú ert að spila sex tígla og
austur-vestur sögðu spaða.
Hvernig spilar þú spilið? Eftir
að vestur spilaði út spaðagosa.
Til þess að vinna spilið, þá
megum við ekki gefa nema einn
slag á lauf, en hvað á að gera
við öll laufin? Þegar Halla
spilaði spilið þá kom út spaði,
tekið var á ás í blindum og
spaði trompaður heim. Nú voru
trompin tekin. Um tvær leiðir
er að ræða, það er að spila
vestur upp á laufaás eða að
svína hjarta. Ef við spilum
vestur upp á laufaás, þá eru
teknir tveir hæstu í hjarta og
hjarta og trompað, þá er hægt
að spila tígli og komast inn í
blind til að trompa hjarta, en
þetta gengur ekki upp, nema að
vestur ætti laufaás einspil.
Þegar Halla var búin að taka
trompin, þá svínaði hún hjarta
og þar sem hjartadrottning var
þriðja, þá skipti ekki máli hvar
laufásinn var.
Svona var spilið
Norður
A A-7
A-K-G-10
0 8-7-6-5
* K-7-6
Vestur
A K-G-10-9-8-6-5
V D-8-6
0 3
+ D-10
SUÐUR
Austur
* D-4-3-2
7-5-4-3-2
09
+ A-4-3
<?9
0 A-K-D-G-10-4-2
* G-9-8-5-2
Eins og sést, þá var eini
möguleikinn til að vinna spilið
að svína hjarta strax, og þegar
drottningin kom þriðja þá
skipti ekki máli hvernig laufið
lá.
Frá Bridgefélagi
Reykjavíkur
Eftir fjórar umferðir hjá
Bridgefélagi Reykjavíkur í
Butler tvímenningi er staðan
þessi.
stig
1. Símon Símonarson —
Stefán Guðjohnsen 266
2. Guðmundur Sveinsson —
Þorgeir Eyjólfsson 256
3. Bragi Erlendsson —
Rikharður Steinbergsson 253
4. Einar Þorfinnsson —
Páll Bergsson 251
5. Guðmundur Pétursson —
Karl Sigurhjartarson 242
6. Guðlaugur R. Jóhannsson —
Örn Arnþórsson 235
7. Guðmundur Arnarson —
Jón Baldursson 232
8. Jón Hilmarsson —
Jón P. Sigurjónsson. 225
Næsta umferð verður spiluð
nk. miðvikudag. Meðalskor í
umferð er 50 stig.
Bridgefélög
í Reykjavík
Vegna Firmakeppninnar var
ekki spilað I sl. viku hjá
eftirtöldum félögum í
Reykjavík. Bridgefélag
kvenna-næsta umferð verður
spiluð nk. mánudag.
Bridgedeild
Breiðfirðinga - næsta umferð
verður spiiuð nk. fimmtudag
og Tafl- og bridgeklúbburinn-
næsta keppni hjá þeim er
Barómeter, sem hefst nk.
fimmtudag þátttöku er hægt að
tilkynna f síma 16548.
íslandsmót
í tvímenning
I dag hefst f Domus Medica
kl. 13.30 Islandsmótið f
tvfmenningi. Spilað verður í
dag og á morgun, og þá verða
komnir nýir íslandsmeistarar f
tvímenningi árið 1976.