Dagblaðið - 27.03.1976, Síða 14

Dagblaðið - 27.03.1976, Síða 14
DAGBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976. Skreytið húsið með páskafuglum Skemmtilegt borðskraut fyrir páskana Ungi litli i eggi... Þessir iitlu filtfuglar eru auðveldir í tilbúningi og gaman að búa þá til. Það gerir ekkert til bótt þeir séu klunnalegir, þannig að börnin geta vel hjálpað til. Hægt er að skreyta fuglana með pallíettum og fjöðrum og þeir eru síðan hengdir með tvinnaspotta annaðhvort á birkigrein, f gluggann, eða jafnvel sem órói fyrir ofan lampa eða neðan í ljósakrónu. Efnið: Filt í skrautlegum litum, pallíettur, perlur, mislitar fjaðrir. bómull eða frauðplast Það sem þarf til þess að búa til þessar páska-stúlkur er g.vlltur eða mislitur pappi, Itlúndu eða efnisafgangar og ..hausar", en þeir fást tilbúnir í föndur-verzlunum. Nú og auðvitað þarf svo tússpenna til þess að teikna andlitin á hausana og lim. Klippið út hring og hann siðan i tvennt, búið til Finnst ykkur þeir ekki vera sætir ungarnir í þessum litskrúðugu eggjum? Til þess að útbúa svona skraut er nauðsynlegt að blása úr eggjunum, til þess að geta hengt eggið upp. Framhliðin er klippl úr með beittum naglaskærum, eggið málað að innan með bronzi og utan með þekjulitum, silki eða flauelisband er dregið í gegnum gatið og límt fast. Litil slaufa er límd ofan á gatið. Unginn er límdur fastur inni í egginu og síðan má hengja þau á blómagrein. Á myndinni eru eggin hengd á forsytiugrein en það má alveg eins notast við birkigrein úr garðinum hjá sér. Klippið og saumið: Teiknið sniðið af fuglunum (sá stóri er með væng) á smjörpappír og klippið siðan tvö stykki í hvern fugl. Nefið er einfalt. Fuglinn er saumaður saman með nál og tvinna, nefið er saumað í, skilið er eftir svolítið op til þess að fylla fuglinn annað hvort með bómull eða frauðplasti. Fjaðrirnar eru saumaðar með stélinu. Þeir eru síðan skreyttir, spotti látinn í þá, — og þeir eru tilbúnir. A.Bj. kramarhús og límið saman á bakhliðinni. Hausinn er límdur ofan á (klippt úr toppnum) Dömurnar má siðan skreyta eftir því sem andinn innblæs hverjum og einum. Gerið örlítið gat í hliðina á ..kjólunum’’ og stingið páskalilju í það. Ef ekki þarf að flytja þessar dömur of mikið til má hafa litið glas með vatni í undir kjólunum. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.