Dagblaðið - 27.03.1976, Side 17
DACBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976.
17
Frá rauðsokka-
hreyfingunni:
Umræðufundur um 1. maí verður
haldinn að Skðlavörðustíg 12 á
morgun kl. 15.00.
Dagur aldraðra
í Hallgrímskirkju.
Næstkomandi sunnudag, 28.
marz, er dagur aldraðra í
Hallgrímskirkju. Kl. 2 e.h. er
messa þar sem dr. Jakob Jónsson
predikar. Að lokinni
guðsþjónustu býður kvenfélag
Hallgrimskirkju eldra fólki til
hinnar árlegu kaffidrykkju í
safnaðarheimilinu og þar syngur
Kristinn Hallsson óperusöngvari
einsöng.
Kvenfélag
Hallgrímskirkju
býður eldra fólki til kaffidrykkju
nk. sunnudag 28. marz kl. 3 eftir
hádegi í safnaðarheimili
kirkjunnar. Dr. Jakob Jónsson
flytur ávarp og Kristinn Hallsson
óperusöngvari syngur einsöng.
Stjórnin.
Vestf irðingafélagið
Flóamarkaður og basar verður
laugardaginn 27. marz nk. í
Langholtsskóla. Opnað kl. 14. Ef
vinir og félagar vilja gefa
eitthvað veitir stjórn félagsins þvi
viðtöku í Langholtsskóla eftir kl.
19 á föstudag. Allur ágóði rennur
til Vestfjarða, meðal annars í
Menningarsjóð vestfirzkrar æsku,
sem er veitt úr ár hvert í
ágústbyrjun.
Hlutavelta FH
Á sunnudaginn kl. 2 halda FH-
ingar hlutaveltu í Víðistaðaskóla.
Að sögn verður margt góðra muna
og engin núll — já, engin núll.
Skrifstofa félags
einstœðra foreldra
Traðarkotsundi 6 er opin
mánudaga og fimmtudaga kl. 3 —
7 e.h., þriðjudaga, miðvikudaga
og föstudaga kl. 1 — 5. Sími
11822. Á fimmtudögum kl. 3 — 5
er lögfræðingur FEF til viðtals á
skrifstofunni f.vrir félagsmenn.
Bahá’í-trúin
Kynning á Bahá'í-trúnni er haldin
hvert fimmtudagskvöld kl. 20 að
Öðinsgötu 20. Bahá'íar i
Reykjavík.
Samtök asma- og
ofnœmissjúklinga.
Tilkynning frá samtökum asma-
og ofnæmissjúklinga: Skrifstofan
opin alla fimmtudaga kl. 17 — 19
i Suðurgötu 10, bakhúsi. Sími
22153. Frammi liggja tímarit frá
norrænum samtökum.
Fótaaðgerðir fyrir eldra
fólk í Kópavogi
Kvenfélagasamband Kópavogs
starfrækir fótaaðgerðastofu fyrir
eldra fólk (65 ára og eldra) að
Digranesvegi 10 (neðstu hæð —
gengið inn að vestanverðu) alla
mánudaga. Símapantanir og
upplýsingar gefnar í síma 41886.
Kvenfélagasambandið vill hvetja
Kópavogsbúa til að notfæra sér
þjónustu þessa.
Sveitarstjórnarmól
er nýútkomið og í því er m.a. Að
gosi loknu, grein eftir Magnús H.
Magnússon fv. bæjarstjóra.
Samtal er vió Bjarna Þórðarson,
fv. bæjarstjóra í Neskaupstað,
sem hefur verið bæjarfulltrúi
lengur en nokkur annar maður
hér. Aðalsteinn Guðjohnsen,
rafmagnsveitustjóri á greinina
Þverbrestir í orkumálum
landsmanna, sagt er frá tilfærslu
nokkurra verkefna frá ríki til
sveitarfélaga og forustugreinin,
Orð og gerðir, eftir Pál Líndal,
formann Sambands tsl.
sveitarfélaga, fjallar urn það mál.
Útivistarferðir
Laugardagur 27.3. kl. 13.
Um Gálgahraun til Hafnarfjarðar
í fylgd með Gísla Sigurðssyni.
Verð 500 kr.
Sunnudagur 28.3. kl. 13.
Borgarhólar á Mosfellsheiði.
Einnig hentug ferð fyrir skíða-
göngufólk. Fararstjóri Jón I.
Bjarnason. Verð 600 kr. Brottför
frá B.S.Í. vestanverðu.
Kvenfélag Hreyfils.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í Hreyfilshúsinu
þriðjudaginn 30. marz kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið
vel og stundvíslega. Stjórnin.
Lausn á
á bls. 12
DAGBLAÐIÐ ER SMÁ AUGLÝSINGABLAÐIÐ
I
Til sölu
gosdrykkjarsjálfsali, einnig
Plymouth bifreið, árg. '68. Tilboð.
Uppl. í síma 84850 eða 15890.
Vel með farinn
svefnbekkur, nýr barnastóll meó
litlu og stóru borði og lítil Hoover
þvottavél til sölu. Uppl. í síma
53598.
Til sölu ýmiss konar húsbúnaður.
Uppl. í síma 26138 eftir kl. 5.
Til sölu sem ný
Pianetta (J.P. Löfberg) úr
palesander einnig ný Gandy
þvottavél. Tilboð óskast. Uppl. í
síma 28125. Eftir kl. 5 í síma
28452.
Ilúsdýraáhurður til sölu,
dreift úr ef óskað er. Góð
umgengni. Uppl. í síma 81793 og
42499.
Til sölu uliugufuketill, 12 fer-
metra. Tilboð merkl „Ketill
14060" leggist inn á afgreiðslu
blaðsins.
Hlaðrúm
Falleg hlaðrúm til sölu. Uppl. í
síma 75238.
Franskur frúarpels úr gervi-
skinni nr. 42-44. Sigilt snið. Verð
12 þús. 2 síðir samkvæmiskjólar,
verð 2 þús. kr. hvor, handsnúin
saumavél, þarfnast smá lag-
færingar, kr. 2 þús. Emerson ís-
skápur, þarfnast viðgerðar, verð 3
þús. Uppl. í síma 16713.
Til sölu vegna sérstakra
aðstæðna 13 feta Iwaðbulur nieð
18 hestafla Johnsson mótor og
treiler undir, Ford Cortina árg.
'70. skoðuð 76, tauþurrkari, Lava
Ferm og 30 hestafla Creisler
mótor, árg. '75. Uppll í síma
74385.
„Staðreýndir”
eina blaðið, sem telur lýðræði
óhjákvæmilega forsendu
kommúnisma, kemur út 1. og 16.
hvers mánaðar
1
Óskast keypt
Trillubátur óskast
Óska eftir að kaupa trillubát 2V4
til 4 tonna. Uppl. í síma 74725
eftirkl. 19.
Traktor.
Öskum eftir að kaupa notaðan
traktor með dísilvél, má vera í
lélegu ásigkomulagi. Uppl. í síma
25140 á skrifktofutíma.
Rauðhetta auglýsir.
Náttfötin komin, númer 20—26,
verð 690, frottégallar á 640,
bleyjur á 130 kr. stk., Borás
sængurfatnaður 4800 settið.
Barnasængurfatnaður frá 1450.
Mikið úrval fallegra sængurgjafa.
Barnafataverzlunin Rauðhetta,
Iðnaðarmannahúsinu
v/Hallveigarstíg.
Hestamenn!
Mikið úrval af ýmiskonar
reiðtygjum, svo sem beizli,
höfuðleður. taumar. nasamúlar
og margt fleira. Hátún 1
(skúrinn), sími 14230. Heimasími
16457.
Kópavogsbúar.
Smábarnafatnaður í úrvali.
Gallabuxur stærð 0-5,
baðhandklæði, dúkar, slæður og
náttkjólar. Verð frá 1155.
Hraunbúð, Hrauntungu 34.
Hvað segja stjörnurnar?
Spáin gildir fyrir mánudaginn 29. marz.
Vatnsberinn (21. jan. — 19. febr.): Dag-
urinn líður við hversdagsleg störf. Fólk,
sem þú hefur ekki séð í langan tíma, mun
nú hafa samband við þig. Vinur þinn gæti
þurft á hjálp þinni að halda við ákveðið
vandamál.
Fiskarnir (20. febr.—20. marz): Það gætu
skapazt vandræði í sambandi við heimilis-
málin. Það myndi gera öllum gott að
skipta um umhverfi. Gættu þess að skrifa
mikilvægt bréf, áður en það er orðið um
seinan.
Hrúturinn (21. marz —20. apríl): Þessir
tímar eru ekki sem bezt fallnir til að reyna
nýjar hugmyndir. Það hentar þér bezt að
fara að venjulegum leiðum núna og að
sinna gamalkunnum málum. Spenna
skapast vegna kæruleysis annarrar mann-
eskju.
Nautið (21. apríl — 21. maí): Þér finnst
e.t.v. sjálfum að litið miði hjá þér í nýju
ástarsambandi, en þú virðist samt hafa
meiri áhrif en þú gerir þér grein fyrir.
Yngri manneskja færir þér skemmtilega
gjöf.
Tvíburarnir (22. maí — 21. júní): Nú
virðist myndast spenna sem er komin til
af hugsunarlausri framkomu eldri mann-
eskju. Einhver gerir athugasemd, sem er
mjög hagstæð þér, en þú virðist láta þér
fátt um finnast.
Krabbinn (22. júní — 23. júlí): Þetta er
góður dagur til að koma sér áfram. öll
líkindi eru á að þú hafir heppnina með
þér ef þú biður um greiða,. Rifrildi gæti
varpað skugga á ástalífið. Taktu það ekki
nærri þér því það lagast skjótt.
Ljónið (24. júlí — 23. ágúst): Þú færð
bréf, sem þér finnst áhugavert aflestrar
og verður til þess að þú vilt kynna þér
ákveðnar sumarleyfisáætlanir betur.
Þetta er mjög góður dagur til að skrifa
mikilvæg bréf.
Meyjan (24. ágúst — 23. sept.): Þú skalt
ekki treysta manni, sem reynir að fá út úr
þér upplýsingar um einkamál annarrar
manneskju. Stjörnustaðan bendir til að þú
verðir heppinn ef þú stendur í innkaupa-
leiðöngrum í dag.
Vogin (24. sept. — 23. okt.): Innan
skamms munt þú verða kynntur fyrir
nýjum hópi vina. Þessi hópur fólks mun
fylla þig meira sjálfstrausti, sem mun
síðan gera þér mögulegt að tjá þig á
óþvingaðri máta.
Sporðdrekinn (24. okt. — 22. nóv.): Eitt-
hvert vandamál virðist nú ná hámarki og
síðan fara hlutirnir að gerast hratt. Svo
virðist sem þú munir koma út úr þessu
öllu saman með skínandi hreinan skjöld.
Nýr aðdáandi þinn er að reyna að kynnast
þér betur.
Bogmaðurinn (23. nóv. —20. des.): Hafðu
hemil á tungu þinni. Svo virðist sem
einhver reyni nú að fá þig til að koma upp
um leyndarmál einhvers annars. Reyndu
að komast hjá öllum deilum í dag.
Steingeitin (21. des. — 20. jan): Spáð er
spennandi bréfi. Láttu ekki heppni
annars manns gera þig öfundsjúkan.
Stjörnurnar benda til að ýmislegt gott eigi
eftir að verða á leið þinni innan skamms,
ef þú aðeins leggur aðeins meira á þig.
Afmælisbarn dagsins: Mikið verður um að
vera á þessu ári og það á öllum sviðum.
Margt bendir til að hinir einhleypu lendi
nú í ástarævintýri sem verður varanlegt
— og að dýpri skilningur og þýðing
skapist hjá þeim sem þegar eru „á föstu.”
Nýtt tómstundaáhugamál kemur þér I
mikilvæg sambönd. ___
Körfugerðin Ingólfsstræti 16.
Brúðuvöggur, vinsælar gjafir,
margar tegundir. Nýtízku reyr-
stólar með púðum, reyrborð,
barnavöggur, bréfakörfur og
þvottakörfur ávallt fyrirliggjandi.
Kaupið íslenzkan iðnað.
Körfugerðin, Ingólfsstr. 16, sími
12165.
Glæsilegur fatamarkaður
í Iðnaðarhúsinu við Ingólfsstræti,
opið frá kl. 1-6. Fatamarkaðurinn
Iðnaðarhúsinu.
Iðnaðarmenn
og aðrir handlagnir:
Handverkfæri og rafmagns-
verkfæri frá Miller’s Falls í
fjölbre.vttu úrvali. Handverkfæri
frá V. B.W. Loftverkfæri frá
Kaeser. Málningarsprautur, letur
grafarar og límb.vssur frá
Powerline. Hjólsagarblöð,
fræsaratennur, stálboltar, drag-
hnoð og m. fl. Lítið inn. S.
Sigmannsson og Co„ Súðarvogi 4,
Iðnvogum. Simi 86470.
Kjarakaup.
Hjartacrepe og Combicrepe nú
176 pr. 50 gr., áður 196 pr. hnota.
Af 1 kg pökkum eða meiru er
aukaafsláttur kr. 3000 pr. kg. 150
pr. hnotan. Nokkrir ljósir litir á
aðeins 100 kr. pr. hnota. Hof,
Þingholtsstræti 1, sími 16764.
Fermingarkerti
servíettur, slæður, vasaklútar,
hanzkar, sálmabækur, gjafir.
Gyllum nöfn á sálmabækur og
serívéttur. Póstsendum. Komið
eða hringið milli kl. 1 og 6.
Kirkjufell, Ingólfsstræti 6, sími
21090.
I
Fatnaður
í
Til sölu
2 nýir rúskinnsjakkar númer 10
og 12 . formingarskór númer 39,
og 2 síðir kjólar númer 46, sem
nýir. Til sýnis í verzluninni á
Njálsgötu 106.