Dagblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 1
i 2. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1976 — 91. TBL RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. í i f f f i i í Atfaurðirnir ó friðaða svœðinu fyrir austan: ÞYZKIR VEIÐIÞJOFAR HLÆJA AÐ GÆZLUNNI Ástandið á miðunum fyrir austan er óþolandi, segja austfirzkir sjómenn ,,Mig undrar þessir tilburðir Morgunblaðsins við að reyna að bera brot v-þýzkra togara í Beru- fjarðarál til baka, raunar á ég bágt með að trúa hvað að baki slíkri endaley^u liggur,” sagði Friðjón Þorleifsson í viðtali við DB. Friðjón er skipverji á tog- aranum Bjarti en Bjartur var meðal 7 austfirzkra togara er urðu vitni að grófum veiðiþjófn- aði v-þýzkra togara í Berufjarðar- ál eins og skýrt var frá í DB síðastliðinn laugardag. — Annars er það einkennandi fyrir Morgunblaðið að það ræðir við „kokkteilmenn" í landi en ekki þá er vitni verða að at- burðum hér á miðunum, hélt Friðjón áfram. — Að ætla að halda því fram að íslenzkir togaramenn þekki ekki v-þýzka togara frá varðskipi og eftirlitsskipi eins og Pétur Sigurðss. gerir í Mbl., er hrein fásinna og sýnir einungis rökþrot forstjóra Landhelgisgæzlunnar. Inni á alfriðaða svæðinu voru 5 v-þýzkir togarar aðfaranótt föstu- dagsins og þeir mokfiskuðu, fengu 12—25 tonn í togi. Annars er það einkennandi fyrir þessa v-þýzku togaraskip- stjóra að þeir bara hlæja að Land helgisgæzlunni í talstöðinni þegar þeir eru reknir út. Um leið og varðskipin eru farin þá er haldið inn aftur og fyrri iðja stunduð, sagði Friðjón að lokum. DB hafði tal af Herberti Benja- mínssyni skipstjóra á Bjarti og staðfesti hann, að v-þýzkir togarar hefðu stundað veiðar á alfriðaða svæðinu og mokfiskað. Varðskip- ið kom undir morgun, sagði Her- bert, og þá voru togararnir farnir út — þeir þekkja orðið á Land- helgisgæzluna. Aslandið hér á miðunum er mjög slæmt — hreint óþolandi." h.halls. Leiðslan er opin og að hálfu ofanjarðar út í kvísl Eiliðaánna. Ófrágengna svæðið er leiksvæði barnanna. Örskammt frá eru íbúðarhúsin. DB-mynd Björgvin. Saur og klósettpappír beint í Elliðaórnar Það er ekki nóg að byggja falleg viðlagasjóðshús og setja á stofn smábarnaskóladengsttil hægri á myndinni) og láta svo skolplagnir vera opnar. Ein- hver myndi ætla að þetta væri hjá einhverju frumstæðu bæjarfélagi, en þessi mynd er tekin við Keilufell í Breiðholti. Áin er engin önnur en kvísl af hinni frægu laxveiðiá höfuð- borgarinnar, Elliðaám. Þetta skolpræsi hefur verið opið beint út í ána í að minnsta kosti hálft ár og þarna má sjá bæði mannasaur og klósettpapplr fljóta á vatninu. Leiksvæði barnanna er ekki girt af þarna og þau leika sér þarna í fjöru- grjótinu, innan um þennan við- bjóð. Þarna er auðvitað fullt af rottum og við eigandi kvikindum. Af þessu er megn óþefur og ekki batnar hann þegar fer að hlýna í veðri. Ljósm. DB Björgvin —A.Bj. Alþýðubankamálið: Yitnaleiðslur á vergangi „Það hæfir ekki meðferð málsins hjá mér að afhenda skjöl á meðan það er í mín- um höndum,” sagði ríkissak- sóknari, Þórður Björnsson, þegar Hermann Guðmundsson, formaður bankaráðs Alþýðu- bankans leitaði eftir því að fá upplýsingar úr rannsókn Alþýðubankamálsins f.vrir aðal- fund bankans. Taldi Hermann æskilegt að hafa slíkar upplýs- ingar til þess að taka mið af þeim í skýrslu sinni til aðal- fundarins. Þetta kom fram í skýrslunni, sem bankaráðsfor- maðurinn flutti. Saksóknari ríkisins lagði á sinum tíma fyrir Sakaaom Reykjavíkur að rannsaka nánar tilgreind viðskipti nokkurra aðila við Alþýðubankann hf. og hvort bankaráðið eða einstakir bankaráðsmenn hefðu átt hlut að þeim, og þá hver hlutur þeirra væri. Fór þessi dómsrannsókn fram. Að henni lokinni afhenti rannsóknardómarinn, Sverrir Einarsson, gögn hennar til ríkissaksóknara, eins og lög gera ráð fyrir. Aðalfundur Alþýðubankans var ákveðinn hinn 24. apríl. Vitað var, að þar yrðu framan- greind viðskipti mjög til um- ræðu. svo alvarlegar afleiðing- ar, sem þau höfðu haft fyrir bankann. Jafnvíst var, að bankaráðiðj^ .vrði krafið greinargerðar um ýmis atriði þeirra. Þegar komið var að loka- undirbúningi undir aðalfund- inn. sneri formaður bankaráðs- ins, Hermann Guðmundsson, sér þess vegna til saksóknara með framangreind tilmæli. Þar sem ekki lágu fyrir niðurstöður rannsóknarinnar, og jafnvel ekki útilokað, að krefjast þ.vrfti framhaldsrann- sóknar, gat saksóknari ekki orðið við tilmælum bankaráðs- formannsins. Það vakti því athygli, og var tilefni til tortryggni á aðalfund- inum, þegar ljóst var, að fráfar- inn bankastjóri, Jón Hallsson, var þar nærstaddur með vitna-. leiðslur úr rannsókn málsins, sem hann hafði fengið hjá rannsóknardómaranum. Sak- sóknari hafði einnig s.vnjað Jóni urn þessi gögn, og er þvi ekki. með tilliti til staðre.vnda. ljóst hvort málið er í höndum saksóknara eða sakadóms. —BS—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.