Dagblaðið - 27.04.1976, Side 7
DAGBLAÐIÐ. ÞKIÐJUDAGUH 27. APKIL 1976
7
Bandaríkin:
Ford biður uni 60 ný/or
Minutman-flaugar
P'orci forseti hefur fariö þess
á leit viö þingið. að það sam-
þ.vkki fjárveitingu til smíði á
fleiri lanMdræKum eldflaugum
og enn fleiri kjarnaoddum
vesna ládeyðunnar, sem mynd-
azt hefur í viðræðum Banda-
rík.jamanna og Sovétmanna um
tákmörkun á framleiðslu kjarn-
orkuvopna.
Hefur hann farió fram á fjár-
veitingu til smíði 60 nýrra eld-
flauga af gerðinni 111 Minut-
man. sem búnar eru mörgum
kjarnorkusprengjum hver um
sig auk nauðsynlegs útbúnaðar
á jörðu niðri.
Beiðni þessi hefur verið út-
skýrð sem bein hótun við Sovét-
menn, en er auk þess skilin í
ljósi þess, að forsetakosningar
eru framundan og Ford hefur
verið gagnrýndur fyrir að sýna
Sovétmönnum undanslátt.
Var beiónin lögð fram í þing-
inu kvöldið áður en Ford
heldur til Texas, en þar er hann
talinn standa heldur höllum
fæti gagnvart mótframbjóð-
anda sínum, Ronald^ Reagan.
Fara forkosningar frárn þar á
laugardaginn kemur.
Portúgal:
//
VIÐ GETUM MYNDAÐ
STJÓRN EINIR
## — segir Soares
Allt útlit er nú fyrir að vinstri
stjórn komist á laggirnar i Portú-
gal, eftir að sósialistar hlutu
meirihluta atkvæða í kosningun-
um á sunnudaginn var.
Leiðtogi portúgalska sósíalista-
flokksins sagði í gær, að hann
væri þess fullbúinn að rttynda
ríkisstjórn með flokksbræðrum
sínum, ef hann verður kvaddur til
þess af nýjum þjóðarleiðtoga,
sem kjósa á í júni nk
Flokkurinn vann 106 þingsæti
af 263 í hinu nýkjörna þingi
landsins og búiztvarvið, að hann
fengi tyo þingmenn til viðbótar,
er öll atkvæði erlendis frá hefðu
verið talin.
Flokkarnir tveir hægra megin
við sósíalista, Miðflokkur demó-
krata og Þjóðf.vlking demókrata,
fengu 144 þingsæti samalagt, en
kommúnistar 40. Þá fengu rót-
tækir vinstri menn eitt þingsæti.
Samkvæmt hinni nýju stjórnar-
skrá þarf 132 atkvæði til þess að
fella ríkisstjórn með vantrausts-
tillögu.
Eftir mikinn kosningasigur er Mario Soares viss um, að sósíalistar geti einir tekið við stjórnar-
taumum.
Sovétríkin:
Bitizt um stöðu Grechko
að honum látnum
Við andlát varnarmálaráðherra
Sovétríkjanna, Andrei Grechco,
hefur orðið skarð fyrir skildi á
hernaðar- og stjórnmálasviði
landsins.
Grechko markskálkur Iezt
skyndilega í gærmorgun úr
hjartaslagi, 72 ára gamall. Hann
átti sæti í æðstaráði sovézka
kommúnistaflokksins.
Tveir aðalkeppinautarnir
um stöðu Grechkos virðast í tljótu
bragði vera Ivan" Yakubovsky,
yfirmaður herafla Varsjár-
bandalagsins og Victor Kulikov,
vfirhershöfðingi sovézku herj-
anna.
Á stjórnmálasviðinu getur
mikið oltið á því, hvort nýr eftir-
maður Grechko muni taka sæti
hans i æðstaráðinu, þar sem
meðalaldurinn er yfir 65 ár, en
þrir af félögum þess eru nú þegar
eldri en hinn' Iátni ráðherra.
Bandarískir kjósendur virðast nú hafa misst trúna á George
Wallace, sem bundinn hefur verið við hjólastól síóan reynt-var að
ráða hann af dögum fvrir nokkrum árum.
Kosningarnar í Pennsylvaníu:
Verða þœr enda-
lok Wallace?
í dag er gengið til atkvæða í
forkosningunum í Penn-
sylvaníuríki og ef Carter
fer þar með sigur af hólmi rétt
einu sinni, eins og búizt er við,
md segja að hann hafi hlotið
útnefningu flokks síns sem for-
setaefni í forsetakosningunum
sem fara fram nú í haust.
Þessi Suðurríkjamaður
sem er umfangsmikill
hneturæktarbóndi, nýtur
greinilega mikils fylgis í ríkinu,
og telja kunnugir, að sterkasta
vígi hans sé miðstéttirnar,
ásamt verkamönnum og
blökkumönnum.
En þó verður Carter að gæta
vel að Henry Jackson, sem
nýtur mikils stuðnings innan
verkamannasamtaka um allt
land.
Pennsylvanía er mikið vigi
demókrata og hafa
repúblikanar ekki hugsað sér
að efna þar til kosninga. Ford
forseti en þó almennt talinn
eiga stuðning þeirra fáu repú-
blikana, sem í ríkinu búa.
Þá eru þessar kosningar
taldar verða endahnúturinn á
stjórnmálaferil George
Wallace, sem verið hefur verið
í hjólastól síðan reynt var að
ráða hann af dögum árið 1972.
Kjósendur virðast efast um að
hann se heill heilsu og þau
baráttumál, sem hann beitti sér
fyrir hér í eina tíð, eru ekki
lengur eins frumleg og þau
þóttu þá.
Zambía:
Kissinger
krafinn um svör
Að sögn afrískra ráðamanna og
fylgdarliós utanríkisráðherrans
bíða menn spenntir eftir að
heyra ræðu þessa, þar eð hún
getur haft afgerandi áhrif á
þýðingu þessa ferðalags banda-
riska utanríkisráðherrans.
I boði, sem haldið var
Kissinger lil heiðurs í ga'r-
kvöldi hvatti utanríkisráðherra
Zambíu. Kubiah Banda. Banda-
ríkin til þess að sýna á sér já-
kvæðari hlið gagnvart vanda-
málum ,.hins kúgaða fólks í
suðurhluta Afríku.”
Kissinger hefur þegar sagt.
að hernaðaraðstöð B.andaríkj-
anna til handa frelsishreyfing-
jnt blökkúmanna í Al'ríku komi
ekki til greina og er álitinn
koma til tneð að eiga i vandræð-
um með að sannfæra stjórnir
Alríkuríkja um að Bandaríkja-
menn hafi tiltrú á meirihluta-
stjórnum og vilji koma í veg
f.vrir kynþáttamisrétti.
Henry Kissinger. utanríkis-
ráðherra Bandarikjanna, sem
nú er á ferðalagi um sjö Afríku-
ríki, mun í dag halda hvað þýð-
ingarmesta ræðu bandarísks
ráðamanns a afriskri grund.
fram tii þessa.
1 opinberum forsetabústað
Kenneth Kaunda. forseta
Zambiu, mun utanríkisráðherr-
ann halda um 40 minútna langii
ræðu um stefnu Bandaríkjanna
í málefnum suðurhluta Afríku.
,sroe,: Olgan
undir niðri
vest u r h a k ka Jórd an á r i n ii ar
sjðan kosningar voru haldnar
þar l'yrir rinnri \ iku. Er reynt
að lialda lili i eðlilegu liorli. en
ekki þarf mikið til þoss að upp
Vrabar og stuðuingsnienn þ.jóð-
frelsishreylingar hafa fengið
aukin \öld á svieðinu. Ilefur
þvi oft orðið að kalla út herlið
til |iess að stilla til Iriðar.