Dagblaðið - 18.06.1976, Page 22
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUH 18. JÚNÍ 1976.
NYJA BIO
Með djöfulinn á hœlunum
M
tslenzkur texti
Æsispennandi ný litmynd um
hjón í sumarleyfi, sem verða vitni
að óhugnanlegum atburði og eiga
síðan fótum sínumfjör að iauna. t'
myndinni koma fram nokkrir
fremstu „sturtt“ bilstjórar Banda-
ríkjanna.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 oe 9.
1
TÓNABÍÓ
I
Neðanjarðarlest
í rœningjahöndum
(The Takingof Pelham 1 — 2 —
3)
Spennandi ný mynd, sem fjallar
um glæfralegt mannrán í neðan-
jarðarlest.
„Hingað til bezta kvikmynd árs-
ins 1975” Ekstra Bladet..
Leikstjóri: Gabriel Katzka.
Aðalhlutverk:
Walter Matthau
Robert Shaw (JAWS)
Martin Balsam
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
[PG|<ggg> ln Color • A Paramount Picture
Paddan
(BUG)
Æsispennandi ný mynd frá
Paramount gerð eftir bókinni
„The Hephaestus Plague“.
Kalifornía er helzta landskjálfta-
svæði Bandarikjanna og kippa
menn sér ekki upp við smá
skjálfta þar, en það er nýjung
þegar pöddur taka að skríða úr
sprungunum.
Aðalhlutverk: Bradford Dillman
og Joanna Miles. Leikstjóri:
Jeannot Szware.
ísl. texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl.5, 7, 9ogll.
Alira síðasta sinn.
Maður nefndur Bolt
Þessi frábæra karatemynd
endursýnd.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 5 og 7.
AlÞa síðasta sinn.
AUSTURBÆJARBÍÓ
I
1
GAMLA BÍÓ
I
Skipreika kúreki
SOUTHSEA
ISLAND
ADVENTURE!
WAIT DJSNEY prodocttons'
CnkiTWlAy
Gow/bcv
SIARRING
l James GARNER Vera MILES
Bráðskemmtlleg ný Disneym.vnd
með
James Garner
Vera Miles
— Islenzkur lexti —
Svnd kl. 5, 7 og 9.
Njósnarinn ódrepandi
(Le Magnifique)
Mjög spennandi og gamansöm ný
frönsk kvikmynd i litum.
Jean-Paul Belmondo
Jacqueline Bisset.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Funny Lady
Ný heimsfræg amerísk stórmynd
í litum með Barbra Streisand,
Omar Shariff og James Caon.
Sýnd kl. 6 og 9.
íslenzkur texti.
1
HASKOLABÍO
Rauðskeggur
Hin margeftirspurða japanska
kvikmynd gerð af Kurosawa
Sýnd vegna fjölda áskorana en
aðeins í dag
kl. 5.
Tónleikar kl. 9.
1
HAFNARBIO
1
Valkyrjurnar
Hörkuspennandi og viðburðahröð
ný bandarísk litmynd.
Francine York
Michael Ansara
íslenzkur texti
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
1
BÆJARBÍÓ
9
SUPERFLYT TNT
Ný mynd frá Paramount um
ævintýri ofurhugans Priests.
Aðalhlutverk: Ron O’Neil og
Sheila Frazer.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð innan 16 ára.
íslenzkur texti.
#ÞJÓÐIHKHÚS«
Inúk
á aðalsviði
í kvöld kl. 20.
Laugardag kl. 20.
Síðustu sýningar á leikárinu.
Miðasala 13.15—20.
Simi 1-1200.
\
Nemendaleikhúsið
Undir Suðvesturhimni
Tónleikur eftir C.unnar
Keyni Sveinsson og Sigurð
Pálsson.
Frumsýning sunnudag kl.
13.
2. sýn. sunnudag kl. 17.
Mánudag kl. 21,
fimmtudag kl. 21,
föstudag kl. 21,
sunnudag kl. 21.
Aðcins þcssar 6 sýningar.
9
Útvarp
Sjónvarp
Útvarp kl. 19.40:
Með hópskoðunum hefur
tekizt að kekka tíðni
krabbameins í leghálsi
Sagt frá þingi norrœnna kvensjúkdómalœkna
Nýlega var haldin hér á landi
19. ráðstefna norrænna sér-
fræðinga á sviði kvensjúkdóma
og fæðingarlækna. I kvöld kl.
19.40 segir dr. Gunnlaugur
Snædal okkur frá þinginu í út-
varpserindi.
Fjöldi mikilvægra málefna
var ræddur á þinginu, en helzta
málið þó þýðing hópskoðana
fyrir greiningu á legháls-
krabbameini.
Komið hefur fram að undan-
farin ár hefur verð unnt að
lækka tíðni sjúkdómstilfella og
dauðsfalla um 30—50% með
því að kalla konur inn til
skoðunar og komast fyrir sjúk-
dóminn á byrjunarstigi.
Við rannsóknir hefur einnig
komið í ljós að munur er á
fjölda sjúkdómstilfella 1 dreif-
býli og þéttbýli. Þar er talan
mun hærri á þéttbýlis-
svæðunum. Eru ástæðurnar
fyrir þessu taldar margvíslegar
svo sem öðru vísi lífsvenjur og
mismunandi hreinlætis og kyn-
lífsvenjur.
Þátttakendur í læknaráð-
stefnunni voru um 560 talsins
og komu þátttakendur frá öll-
um Norðurlöndunum. Næsta
norræna ráðstefnan verður
haldin í Bergen að tveimur
árum liðnum.
— A.Bj.
Dr. Gunnlaugur Snædal
yfirlæknir Fæðingardeildar-
innar.
Sjónvarp kl. 21.35:
Mála herdeild-
arínnar rœnt
Þrátt fyrir itarlega leit í
öllum þeim kvikmyndahand-
bókum sem ég hef undir
höndum tókst mér ekki aö
finna umsögn um kvikmynd þá,
sem er sýnd kl. 21.35 í sjón-
varpinu í kvöld. Hún heitir á
íslenzku Herfangið, A Prize of
Arms og er brezk frá árinu
1964. Aðalhlutverkin leika
Stanley Baker, Helmut Schmidt
og Tom Bell. Þýðandi myndar-
innar er Ellert Sigurbjörnsson.
Myndin fjallar um þrjá
menn, sem ræna úr fjárhirzlum
hersins, hvernig þeir undirbúa
ránið og hvernig þeir reyna að
komast undan. Myndin á að
gerast í Bretlandi. í sjónvarps-
dagskránni er tekið fram að
mynd þessi sé ekki við hæfi
ungra barna. Sýningartími
myndarinnar er ein klst. og
fjörutíu mínútur.
— A.Bj.
LAUGARÁSBÍÓ
Frumsýnir
FORSÍÐAN
(Front Page)
Ný bandarísk gamanmynd i sérflokki, gerð eftir leikriti
Ben Heckt og Charles MacArthur. Leikstjóri: Billy
Wilder. Aðalhlutverk: Jack Lemmon, Walter Matthau og
Carol Burnett.
Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11.
EMBLABIB er
smáauglýsingablaðið
Lék áður
hálfgerða
„leiðinda-
gœja"
Leikarinn, sem leikur
aðalhlutverkið í biómynd
sjónvarpsins í kvöld, Her-
fangið, er Stanley Baker.
Hann er fæddur árið 1928 og
er velskur að ætt og
uppruna. Hann fær gott orð
sem leikari.
Stanley Baker hóf kvik-
myndaferil sinn sem tán-
ingur árið 1941 en fékk jafn-
an frekar leiðinleg hlutverk
og lék „töffara" og
„leiðindagæja”. Árið 1956
fékk hann þó „gott“ hlut-
verk, en þá lék hann Henry
Tudor á móti Sir Laurence
Olivier í Ríkharði III. Eftir
það lék hann í ótal ómerki-
■ legurn ævintýram.vndum.
Á seinni árum hefur hann
verið aðstoðarframleiðandi
þeirra mynda sem hann
hefur leikið í. Meðal þeirra
má nefna: Undercover, 1941,
The Good Die Young, 1954,
The Guns of Navarone 1961,
(Byssurnar frá Navarone),
Sans of the Kalahari 1965 og
Accident 1966. Þarna er ekki
getið um myndina sem sýnd
er í sjónvarpinu í kvöld,
skulum við láta ósagt hvers
vegna.
A.Bj.