Dagblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ — MANUDAGUR 5. JÚLl 1976 „Þetta gat enginn ísraelsmaður þolað": DRAPU ALLA SKÆRUUÐANA, FÓRU 1M> GÍSIANA HEIM! áhlaupinu var lokið eftir aðeins 36 mínútur „Myndin af þj'zkri konu og þS'zkum manni aö miöa byssum á gyðinga enn einu sinni var mynd sem enginn ísraelsmaður gat þolað," sagði Simon Peres, varnarmálaráðherra Israels, á fundi með fréttamönnum i Tel Avív í gær eftir að fregnir voru kunnar af atburðum i Uganda. Það var um miðnætti á laugardag sem þrjár ísraelskar herflutningavélar lentu á Entebbe-flugvelli í Uganda eft ir að hafa flogið um fjögur þ.úsund kílómetra leið. Það sem síðan gerðist hefur varnarmála- ráðherrann ísraelski kallað „glæsilegt, djarflegt og einstakt" hernaðaráhlaup. Gíslarnir hundrað voru fluttir til Tel Aviv, þar sem þeim var fagnað gifuiiega. Stemmningin á götum úti er sögð hafa helzt líkzt stemmningunni eftir sigur ísraelsmanna i sex daga stríðinu 1967. Idi Amin, forseti Uganda, var ekki eins ánægður I yfirlýsingu hans, sem útvarpað var frá höfuðborginni Kampala, sagði Amin að tuttugu menn úr her- sveitum hans hefðu fallið og þrjátíu og tveir særzt. Að auki voru skæruliðarnir sjö drepnir. Amin kvartaði sáran yfir því að „ísraelsmennirnir drápu menn okkar í staðinn fyrir að þakka þeirn fyrir þá aðstöðu sem gíslunum var látin i té." ísraelsmenn hafa sakað Amin um að hafa tekið afstöðu með skæruliðunum, sem rændu Air France-flugvélinni fyrir viku. Áhlaupið á flugstöðina á Entebbe-flugvelli, þar sem gyðingarnir voru í gíslingu, tók aðeins hálftíma. En það kostaði alla skæruliðana lífið, tuttugu Uganda-hermenn og fjóra gyðinga, þar af þrjá úr hópi gíslanna. Að auki eyðilögðust ellefu herþotur Uganda-hers þegar ísraelsku hermennirnir skutu á þær og vörpuðu hand- sprengjum i allar áttir. tsraelsku hermennirnir voru fallhlífarhermenn og land- gönguliðar sem komu með þremur C-130 Hercules flutningaflugvélum inn til Entebbe hálfum sólarhring áður en fresturinn, sem skæruliðarnir höfðu gefið til að verða við kröfum þeirra um frelsi 53 skæruliða víðsvegar í fangelsum heimsins, rann út um hádegi í gær. Skæruliðarnir rændu flugvélinni yfir Grikk- landi fyrir viku og höfnuðu í Uganda. tsraelsmenn höfðu lýst því yfir að þeir væru reiðubúnir að semja um skipti á fangelsuðum skæruliðum og gíslunum en það hafa þeir ekki viljað til þessa. Því kom skyndiáhlaupið á Entebbe mjög á óvart. Einn gíslanna sagði við heim- komuna til Tel Aviv að þegar ísraelsku hermennirnir hófu Móðursýkislegir ættingjar þyrpast utan um grátandi stúlku, sem slapp á ævintýralegan og bióðugan hátt úr prísundinni í Uganda. Stemmningunni í ísrael, þegar fréttist um að tekizt hefði að frelsa gíslana úr haldi og drepa ræningja þeirra, hefur verið líkt við sigurdaginn í sex daga stríðinu 1967. SÍMAMYND UPl í MORGUN. skothríðina hefði hann fyrst haldið að skæruliðarnir væru nú farnir að berjast við Uganda-hermennina sem um- kringdu flugvöllinn. ,,Allt í einu var hurðinni sparkað upp,“ sagði Ilan Hartuv frá Jerúsalem, „og hermennirnir okkar kölluðu til okkar á hebresku: Komið heim, við erum með flugvélar fyrir ykkur.“ Þrjátíu og sex mínútum eftir að Israelsmennirnir lentu á flugvellinum voru vélarnar þrjár farnar af stað aftur með alla gíslana innanborðs. Þær millilentu í Nairobi í Kenya og þar voru einhverjir særðir gíslar skildir eftir. Á ísraelska þinginu í gær, sagði Yitzhak Rabin forsætis- ráðherra: „Þessi aðgerð verður þjóðsaga. Hún er framlag Israels í baráttunni gegn hryðjuverkastarfseminni, þeirri baráttu er ekki lokið.“ Yitzhak Rabin: „BJOST HÆRRA Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra Israels, viðurkenndi í sjónvarpsviðtali í gærkvöld að hann hefði búizt við því að að- gerðirnar í Uganda, þegar gísl- unum hundrað var bjargað þar, yrðu kostnaðarsamari en raun- in varð. „Þegar þetta var ákveðið taldi ég víst að við yrðum að greiða árangur okkar hærra verði." sagði Rabin. m VERDI" Hann kvaðst þess fullviss að aðgerðin í Uganda hefði greitt alþjóðlegri hryðjuverkastarf- semi þungt högg. Rabin sagði að ef skærulið- arnir heföu f^llizt á hugmyndir ísraelsmanna um skipti á skæruliðum og gíslum — t.d. bæði hvað varðaði fjölda og til- högun skiptanna — hefðu tsra- elsmenn látið verða af skiptun- um. Mordechai Gur hershöfðingi, forseti ísraelska herráðsins, útskýrir áhlauuið á flugstöðina á Entebbe-flugvelli fyrir fréttamönnum i Tel Aviv i gær. Iiann bendir á kort af flugstöðinni. Simamvnd UPI i morgun. Portúgal: Stuðningsmenn Carvalhos mynda „alþýðufylkingu" Stuðningsmenn róttæka vinstrisinnans Otelos Saraivas de Carvalhos majórs, sem varð annar í forsetakosningunum í Portúgal í síðasta mánuði, hafa tilkynnt stofnun nýrrar „alþýðufylk- ingar“. Talsmaður þeirra sagði í Lissa- bon í morgun að fylkingin myndi berjast gegn „uppvakningu fas- isma og afturhaldsafla" í Portú- gal. Formlegt nafn fylkingarinnar og stefnuskrá hennar verður sam- þykkt á flokksþingi sem haldið verður í haust. Stofnunin var ákveðin í gærkvöld á fundi fimm hundruð stuðningsmanna Carval- hos. Carvalho majór var einn af lykilmönnunum í byltingunni 1974 þegar einræðisstjórn Caetanos var steypt. Hann fékk Otelo Saraiva de Carvalho majór: ný alþýðufylking stuðnings- manna hans. sextán prósent atkvæða í forseta- kosningunum, helmingi fleiri en frambjóðandi kommúnista. CARTER MYNDISIGRA í DAG Ford forseti er mun vinsa'lli en Ronald Reagan, en greini- legt er að þeir myndu báðir tapa kosningum gegn Jimmy Carter ef forsetakosningar yrðu haldnar r.ú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem tímaritið Time hefur gengizt fvrir. Samkvæmt skoðanakönn- uninni m.vndi-Carter hljóta 51 prósent atkvæða í kosningum gegn Keagan og -n prosent gegn Ford ef kosningarnar yrðu háðar í dag. Niðurstöður þessar eru byggðar á símavið- tölum við 1007 manns á kosn- ingaaldri. Jimm.v Carter: ekkert lát á sigurgöngunni. En hvað gerist í növember?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.