Dagblaðið - 05.07.1976, Page 8

Dagblaðið - 05.07.1976, Page 8
DAGBLAÐIÐ — MANUDAGUR 5. JULl 1976 8 r v Æf ingaf lug loft- belgsins tókst vel — þótt fyrsta opinbera flugið vœri œvintýralegt Loftbelgurinn er nú aftur tilbúinn til flugs og er næst ráögert aö fljúga síðari hluta vikunnar. Þó ekki hafi vel til tekizt meö fyrsta opinbera flug loftbelgsins sl. fimmtudag og það orðið allævintýralegt frá upphafi til loka, tókst fyrsta æfingaflug loftbelgsins og re.vnsluflug hans vel. Það var framkvæmt fyrra sunnudag. Var þá flugtak við Hlíðardals skóla i Ölfusi um kl. 5. Eftir vel heppnað flugtak var flogið með veginum að Hveragerði og síðan til austurs og lent skammt frá Kotströnd. Þar var skipt um farþega og síðan hafið sig til flugs á ný. Nú var stefnan tekin á Ingólfsfjall og flogið yfir það og síðan stefnt á Selfoss og flogið yfir bæinn. Loks var lent við Hólakot austan Selfoss um klukkan 7. I fyrsta opinbera loftbelgs- fluginu fræga komu þrjár smárifur á loftbelginn. Við þær hefur nú verið gert. Unnið er að frekari endurbótum fyrir næsta flug. -ASt. HÉLT AÐ GOS VÆRI BYRJAÐ í EYJUM þrumur og eldingar ó Suður- og Vesturlandi „Það fyrsta sem mér datt í hug var að nú væri byrjað gos í Eyjum, þegar ég heyrði hávaðann. Til allrar hamingju voru þetta þrurnur," sagði Auður Gunnarsdóttir á Stokkseyri í samtali við DB í gær. Síðastliðinn sólarhring hefur gengið mikið þrumuveður yfir suð-vestanvert landið. Þessu veldur hluti þeirrar miklu hita- bylgju, sem gengið hefur yfir Evrópu undanfarið. Yfir Atlants- hafinu tekur heita loftið í sie mikinn raka og kólnar mikið. Þess vegna fáum við hér á Islandi bara rigningu og þoku og í ofanálag þrumur og eldingar. Rigningin á Stokkseyri var þvílík að ekki hefur sézt annað eins. Droparnir buldu eins og hagl á rúðunum, að sögn Auðar, og bjart varð af eldingunum. Páll Bergþórsson veður- fræðingur sagðist búast við svip- uðu veðri næsta sólarhring. Þrumur og eldingar eiga því eftir að angra okkur hér á Suður- og Vesturlandi lengur. Fyrir norðan og austan sást ekki til sólar í gær, en þar var hlýtt og hitinn komst í 19 stig á Akureyri. Hitinn fyrir sunnan mældist mestur á Hellu, 14 stig. —KP LOGREGLUFRETTIR HELGARINNAR: Ráðizt á 11 ára telpu á Rauðarárstíg Ellefu ára telpa varð fyrir árás tveggja unglingspilta á föstudagskvöldið um klukkan átta. Átti hún leið um Rauðar- árstíginn er piltar véku sér að henni við Austurbæjarapótek og fengu hana til að fara inn fyrir sig og kaupa spíraglas. Varð hún við þeirri beiðni og fengu piltarnir spirann. Þá brá svo við að annar þeirra dró hana inn í skúr þar skammt frá. Hinn kom þar að og fékk því ráðið að telpan komst á braut. Hljóp hún til ömmu sinnar og sagði frá at- burðunum. Var síðan lögregl- unni tilkynnt um málið. Við yfirheyrslur kom i ljós að tilgangurinn með því að draga telpuna inn í skúrinn var ekki illur. Aðeins átti að fá loforð hennar um að segja ekki frá spírakaupunum. Piltarnir höfðu áður fest kaup á spíra sjálfir í apótekinu og vildu meira. Piltarnir náðust litlu eftir atburðinn. — ASt. Utansveitarfólk uppivöðslusamt ó Héraði Helgarumferðin var mikil austur á Héraði og nokkuð um umferðaróhöpp að sögn lögregl unnar á Egilsstöðum. Tveir voru teknir ölvaðir við akstur og 7 manns gistu fanga- geymslu'r lögreglunnar vegna smá umferðaróhappa og ölv- unar. Ekki voru það innansveitar- menn sem hér komu við sögu heldur „allt utansveitarfólk", sagði lögreglumaðurinn á Egils- stöðum. „Ilér eru tveir lögreglumenn við löggæzlu á sumrin og einn á veturna,“ sagði vakthafandi lögregluþjónn. „I>að er engan veginn nægilegt og stendur til að fjölga í lögreglunni á staðn- um.“ Vegirnir á Héraði eru ákaf- lega harðir og vondir, mjög þurrir og þar af leiðandi mikið ryk. Veðrið var aftur á móti með allra bezta móti, steikjandi hiti og sól/ — A.Bj. Gífurlegur drykkjuskapur — 17 ölvaðir við akstur Gífurlegur drykkjuskapur var í Reykjavík bæði á föstu- dags- og laugardagskvöld og fylltust fangageymslur af þess- um sökum bæði kvöldin. Að sögn lögreglunnar er drykkju- skapur ævinlega vinsæll um helgar sumarmánuðina eða kemur betur í ljós, því fólk er þá meira útivið. Skemmdaryerk var unnið á bifreið af ölvuðum manni við einn af veitingastöðunum. Annar ölvaður var staðinn að verki við innbrot í kvöldsölu að Laugavegi 76. Yfir helgina, frá föstudegi til sunnudags, voru 17 ökumenn teknir fyrir ölvun við akstur. Sú tala er í hærra lagi, þó ekki sé hún met. — ASt. Vildi sýna ölvímuaf I sitt í Austurstrœti Einn ölvaður átti leið um Austurstræti í fyrrinótt og eins og títt er um ölvaða menn gerðist hann sterkur mjög. Þessa ölviinukrafta sína vildi hann gjarnan . nota og ruslafata á staur var tiltæk. Hana reif maðurinn af staurn- um, en lét ekki þar við sitja. Körfunni vildi hann kasta og fyrir urðu rúður í Austurstræti 8, gamla Isafoldarhúsinu. Þar braut hann tvær rúður á annarri hæð. Rúður á fyrstu hæð fengu að vera í friði. Maður þessi var handtekinn litlu siðar og fékk gistingu i fangageymslum. Fyrir honum liggur að standa skil á skemmd- arverkum sinum. -ASt. Stökk af svöl- um 3. hœðar Övenjulegt slys varð við hús við Möðrufell í Breiðholti að- faranótt laugardagsins. Þar stökk maður út af svölum sem teljast til 3. hæðar. Lögreglan kvaðst ætla að ölvun hefði verið orsök þessa fífldirfskustökks. Maðurinn lá slasaóur neðan svalanna er að var komið og var hann fluttur i slysadeild. Eftir því sem lögreglan tjáði Dag- blaðinu mun hryggur hans hafa skaddazt, en lífshættuleg eru meiðsl mannsins ekki. v ASt. Slagsmál á ytri höfninni Til áfloga kom um borð í tog- aranum Maí þar sem hann lá á ytri höfninni aðfaranótt laugar- dags. Þessum slagsmálum lauk með því að einn skipverja slas-- aðist. Var lögreglu gert viðvart kl. 01.12 um nóttina. Var feng- inn lóðsbátur til að sækja manninn og síðan var hann fluttur í slysadeild. Þar lauk sjóferð hans að þessu sinni. — ASt. Bílvelta í þjóðgarðinum Bifreið valt á veginum milli tjaldmiðstöðvarinnar og Valhallar á Þingvöllum aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Selfossi urðu smávægileg meiðsl á far- þega og ökumanni, sem mun hafa haft Bakkus með í förinni, en meiðslin ekki talin alvarleg. -A.Bj. Harður órekstur d Akureyri Allharður bifreiðaárekstur varð aðfaranótt laugardags á gatnamótum Hörgárbrautar og Ekkeri ónapp varð í þessari lendingu loftbelgsins þótt nærri skurðinum í Ölfusi væri farið i æfingafluginu. —DB-mynd Halldór Guðmundsson. Höfðahlíðar á Akureyri. Voru það tveir fólksbílar sem rákust á, og var annar leigubíll. Leigu- bílstjórinn, sem var einn í bíl sínum, kastaðist út úr honum og hlaut nokkur meiðsl. I hinum bílnum voru tveir, sem sluppu ómeiddir. Bílarnir eru báðir nokkur mikið skemmdir eftir áreksturinn. -A.Bj. Vantaði peninga fyrir brennivíni? Náungi einn, sem er kunn- ur lögreglumönnum vegna ýmissa ævintýra, sem hann hefur lent í, var handtekinn í fyrrinótt. Hafði hann þá brotizt inn í bifreið og slitið úr henni útvarpstækið. Ráfaði hann um göturnar ölvaður með tækið í höndunum og mun það hafa verið falt fyrir tiltölulega lítið verð. Hafði hann ekkert með tækið að gera en vildi fá pen-' inga fyrir öðru. Hann gisti fangageymslur enn einu sinni. ASt. Sauðf é drepið d Suðurlandsvegi Ekið var á tvö lömb á Suður- .andsvegi nú um helgina og drápust bæði. Varð annað óhappið við Lögberg en hitt skammt frá Hveradölum. Báðir ökumennirnir gáfu sig fram og tilkynntu um óhöppin. Þegar ekið er á sauðfé verða ökumenn að greiða bætur. Bætur fyrir lamb munu vera áætlað verð meðalþungs lambs að hausti, og nemur það verð nokkrum þúsundum króna. -ASt._ Drykkjuskapur í góða veðrinu ó Akureyri ' Talsvert var um ölvun á Akureyri um helgina, að sögn lögreglunnar. Tveir bílstjórar voru teknir, grunaðir um ölvun við akstur og alls gistu átta fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunar. Þar af var helmingur heimamenn en hinir utanbæjarmenn. Lögreglan sagði í viðtali við DB að nokkuð ónæðissamt væri á tjaldstæði bæjarins af völdum drykkjuskapar en aðsókn að tjaldstæðinu hefur verið dræm það sem af er sumri. Seinni part vikunnar fór aðsóknin þó að vaxa. Veöurblíða var á Akureyri um helgina, um hádegi i gær var sólarlaust en 17 stiga hiti. -A.Bj. Óróaseggir handjórnaðir í hitabeltisloftslagi Ungmennasamband Norður- Þingeyinga gekkst fyrir sam- komu i Ásbyrgi um .helgina: Hátíðin gekk að mestu friðsam- lega og vel fyrir sig i bliðskaparveðri. Dansleikir voru haldnir i Skúlagarði i Kelduhverfi og var nokkuð mikið um ölvun þar. sérstaklega á föstudagkvöld. Lögreglan þurfti að hafa af- skipti af ballgestum og voru þeir órólegustu handjárnaðir. A laugardagskvöld var veður hið fegursta í Asbyrgi og sást varta vin á nokkrum manni samkvæmt talsmanni DB. Hafði lögreglan gert áfengisleit í bilum mótsgesta og eitthvert magn var gert upptækt. Vegirnir í sveitinni eru í mjög slæmu ástandi vegna mikilla þurrka sem þar hafa verið undanfarið og því óger- legt aðheflaþá. Ofaniburðurinn fýkur burt jafnóðum. Um miðjan dag í gær var sólarlaust f.vrir norðan en hiti um 24 stig. Þá var hitinn um 30 stig i Asbyrgi. -A. Bj. V

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.