Dagblaðið - 05.07.1976, Síða 14

Dagblaðið - 05.07.1976, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ — MÁNUDAGUR 5. JULÍ 1976 f§gl B m ■ ■ |Sfg % ' .. i íþróttir Björn Borg meistari Björn Borg, hinn tvítugi, sænski tennisleikari, vann sinn mesta sigur á laugardag þegar hann sigraði Rúmenann Uic Nastase með yfirburðum í úrslit- um á Wimbledontennismótinu — hinni óopinberu heimsmeistara- keppni í tennis. Borg sigraði með 6-4, 6-2 og 9-7 og vann einstakt afrek i mótinu. Hann tapaði ekki setti (lotu) í leikjum sinum, og það í keppni þar sem allir beztu tennisleikarar heims voru saman- komnir. I einliðaleik kvenna sigraði Chris Evert, Bandaríkjunum, Evonne Goolagong, Astralíu, í afar tvísýnum ieik — 6-3, 4-6 og 8-6. Það er í annað sinn sem hún sigrar á þessu frægasta tennis- móti heims, og þó er hún aðeins 21 árs. Mótið var því mikill sigur ungu kynslóðarinnar — og Borg er fyrsti Svíinn sem verður Wimbledon-meistari. Chris Evert varð einnig meistari í tvíliðaleik kvenna með Martinu Navratilova, Tékkóslóvakíu. Jafntefli hjó Standard Standard Liege, belgíska iiðið sem Ásgeir Sigurvinsson leikur með, gerði í gær jafntefli, 0-0, í Toto-keppninni. Liðið lék þá við Happel Beer-Sheva, ísrael, og var leikið í Tel Aviv. Holbæk, Dan- mörku, sem Atli Þór Héðinsson leikur með, tapaði á heimaveiii fyrir Vittoria Guimareas, Portú- gal, 1-2. Inter, Bratislava, Tékkó- slóvakíu, sem sigraði Holbæk 0-5 í fyrstu umferðinni, gerði sér nú lítið fyrir og sigraði Ostende í Belgiu 1-6. Þá má nefna að Köge, Danmörku, tapaði heima 1-5 fyrir Hertha, Berlin, og Lodz, Póllandi, vann KB, Danmörku, 5-0. 3»S>%<3S<« puma u f/*r cliiyiiiit; Inqélíff/ ©íkQtífQ nqr Hólagarður Breiðholti S. 75020 Klapparstig 44 S.1178; Skjurgegn Kanoda, síg- ur í mótinu — island sigraði Kanada 22-19 í af mcelis- mótinu í Bandarikjunum og haf naði i fyrsta sœti! _ „Við réðum alltaf gangi leiks- ins og áttum alls kostar við Kanadamennina í síðasta leiknum hér á 200 ára afmælismóti Banda- ríkjanna, lokatölur gegn Kanada urðu 22-19 og fyrsta sætið okkar,“ sagði Birgir Björnsson formaður landsliðsnefndar HSÍ eftir sigur íslands í handknattleik á afmælis- mótinu í Bandaríkjunum á laugardag. tsland hreppti því fyrsta sætið — vann tvo sigra, báða gegn Kanada, en tapaði í tvígang fyrir Bandaríkjunum. Það kom greinilega fram að okkar strákar eru ekki í fullri æfingu enda enn langt í keppnis- tímabilið. Hins vegar eru bæði' Bandaríkjamenn og Kanadamenn að ljúka undirbúningi sínum fyrir ólympíuleikana og því i toppæf- ingu. Ef við annars lítum á leikinn gegn Kanada þá náðum við góðum tökum þegar í upphafi og staðan i hálfleik var 11-7 okkur i vil. Við stóðum uppi sem sigurvegarar í lokin og sigur okkar var aldrei í hættu. Markhæstu leikmenn gegn' Kanada voru þeir Viðar Símonar- son og Pálmi Pálmason, báðir skoruðu 6 mörk. Ágúst Svavars- son skoraði 4, Geir Hallsteinsson 2 og þeir Pétur Jóhannsson, Viggó Sigurðsson og Þórarinn Ragnarsson skoruðu sitt markið hver. Lokastaðan í mótinu varð: ísland 4 2 0 2 89-85 4 Bandaríkin 4 2 0 2 73-74 4 Kanada 4 2 0 2 74-77 4 íslenzka landsliðið kemur heim í dag. h.halls. Völsungur kom ó óvart ó ísafirði ísfirðingar töpuðu óvænt fyrir Völsungi á Isafirði í 2. deild Is- landsmótsins í knattspyrnu, 1-3. Þetta er annar ósigur Isfirðinga á heimavelli, höfðu áður aðeins tapað fyrir ÍBV. Hins vegar var þetta fyrsti útisigur Völsunga, aðeins einu sinni áður höfðu þeir sigrað í leik i 2. deild í sumar, þá í sínum fyrsta leik gegn Selfossi. Það má því segja að sigur Völsunga hafi verið óyæntur. Liðið fékk óskabyrjun— þegar á 3. mínútu lá knötturinn í marki heimamanna. Hermann Jónasson átti þá gott skot utan af kanti, snúningur var á boltanum og hann hafnaði efst í horninu fjær. Aðeins fimm mínútum síðar lá knötturinn aftur í marki heima- manna, nú var að verki Jóhannes Sigurjónsson. Þessi óskabyrjun Völsungs nægði, ísfirðingar voru loks búnir að hita upp og tóku á móti en allt um seinan. Þeim tókst að vísu að minnka muninn í 1-2 um miðjan síðari hálfleik er Gunnar Guðmundsson skoraði. Eftir það sóttu ísfirðingar mjög stíft en inn vildi knötturinn ekki. Hins vegar tókst Völsungum að bæta við marki úr einu af fáum upphlaupum sínum í síðari hálf- leik er Hreinn Elliðason skoraði af stuttu færi og gulltryggði sigur Húsvikinga. h.halls. f Muhammad AIi liggur nú á sjúkrahúsi í Santa Monica — heldur illa farinn í fótum eftir vitlevsuna í fjölbragðaglímu síðustu vikurnar. 1 gær var hann bjartsýnn og sagði: Ég verð góður eftir nokkra daga — þetta er ekki alvarlegt. Það mun ekki koma í veg fyrir leikinn við Norton i september. A m.vndinni að ofan er glímukappi að hamast á fa>ti Alis — áður en kom að keppni hans við Japanann Inoki. 1 m M—! % 11 um f‘1 s .1 i. -JlIIill 1 ■ 11 m m mm h \\í m jm. t * t s r’ L >3'rf* i M. f f f 1 *■'*+■ fr i fC f:>_ ' * tT * ’ jyrryt^ 4 < 1 rra Kmk .1; Sókn Vals var þung — en Blikarnir börðust vel. Efri myndin, Ólafur Hákonarson, markvörður Breiðabliks, nær að lyfta knettinum yfir slá — Valsmenn fylgjast spenntir með, ekki síður Blikarnir. A neðrl Heppnin ekl Valur komst i nann krappan í 1. deild Islands- mótsins i gærkvöld þegar liðið Iék við Breiðablik — Valur var undir í 50 langar mínútur en tókst þó að jafna og hljóta annað stigið úr viðureigninni — en óvænt og dýrmætt stig tapaðist 1 hinni hörðu baráttu um Islands- meistaratitilinn. Já, taugaspenna setti sín mörk á leik Vals í gærkvöld — Breiðablik skoraði eftir aðeins 10 mínútna leik. Gísli Sigurðsson tók hornspyrnu frá vinstri, sendi knöttinn vel fyrir markið og Einar Þórhailsson stökk upp og skallaði knöttinn fyrir fætur Þórs Hreiðarssonar. Hann stóð einn í dauðafæri og spyrnti vel. Knötturinn fór í Grím Sæmund- sen og þaðan í stöng en dómari leiksins, Öli Ölsen, dæmdi umsvifalaust mark. Grímur stóð inni í markinu. Öli var í mjög góðri aðstöðu til að siá. 'hvort knötturinn hefði farið inn fyrir eða ekki — hann stóð í beinni línu við Grím og eins línuvörðurinn. Ármann Péturs- son. Báðir dæmdu mark og um það verður ekki deilt hér! Óvænt forysta Breiðabliks, 1-0. Markið setti Valsmenn úr jafn- vægi, leikur liðsins fór úr skorðum og hið skemmtilega spil, er við höfurn séð hjá Val í sumar. hvarf. Þess i stað kom vand- ræðalegt spil, langspyrnur og árangurinn eftir því. Blikarnir börðust líka vel. fundu á sér að þetta var einn þeirra dagur—og gegn lukkan var ekki liðsmaður Vals- manna — Blikarnir lögðu alla áherzlu á að halda sínu. * Þrátt fyrir að Valur næði sér alls ekki á strik fór ekkert á milli mála, hvor aðilinn væri sterkari, Valur. Hvað eftir annað skapaðist hætta við mark Breiðabliks, aldrei meiri en þegar Ingi Björn Albertsson komst einn inn fyrir vörn Blikanna og skaut föstu skoti en Ölafur Hákonarson mark- vörður varði. Knötturinn féll fyrir fætur Inga, aftur skaut hann en enn varði Ólafur. Hið óvænta mótlæti og svo að sóknir Valsmanna gengu ekki upp urðu til þess að sjálfstraust Vals þvarr þvi meir eftir því sem á leikinn leið. Leikmenn byrjuðu að rífast en þrátt fyrir það Iá markið ávallt í loftinu — og þaði kom, í síðari hálfleik. Magnús Bergs tók aukaspyrnu við miðlínu, sendi knöttinn á Guð- mund Þorbjörnsson í vftateig Blikanna. Guðmundnr lék upp í hornið lék á tvo varnarmenn og semii knöttinn vel fyrir markið. Þar stóð Ingi Björn einn og skallaði knöttinn af öryggi I netið, 1-1 og Valsmenn fögnuðu geysilega. Mestan heiður af besu marki átti Guómundur sem með harðfylgi náði að senda knöttinn fyrir, vel gert. Við markið fengu Valsmenn sjá)fstraustið aftur og aítur sást hin skemmtilega sóknarknatt- spyrna Vals eins og hún gerist bezt og Blikarnir máttu hafa sig

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.