Dagblaðið - 06.07.1976, Side 1
V
2. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1976 — 145. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, 4UGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022.
'
íslendingar enn í lánoleit:
Nú er leitað 2760 milljóna
„Landsvirkjun hefur fengið
heimild allra eignaraðila
til að taka lán erlendis að
upphæð 15 milljónir dollara
eða um 2760 milljónir. ísl.
króna. Borgarstjórn Reykja-
víkur varð síðust eignaraðila
til að veita heimildina, en gerði
það í júnímánuði," sagði Agnar
Friðriksson skrifstofustjóri
fjármáladeildar Lands-
virkjunar í viðtali við Dag-
blaðið.
„Þetta lán er þad-síðasta sem
tekið verður til að ljúka fram-
kvæmdum við Sigölduvirkjun,"
sagði Agnar. „Lánið var frá
upphafi inni í áætlunargerðum
Sigölduvirkjunar."
Lánsundirbúningurinn hófst
í fyrra og fyrsti hluti lánsins er
þegar fenginn. Var undir-
ritaður lántökusamningur við
þrjá holienzka aðila hinn 1. júlí.
Sá hluti, sem fenginn er hljóðar
upp á jafnvirði einnar og
hálfrar milljónar Bandarikja-
dala. Er þetta lán til 13 ára, ber
9,75% vexti og er afborgunar-
laust fyrstu fjögur árin.
„Engar alvarlegar tilraunir
hafa verið gerðar fram að þessu
til að útvega þær 13V4 milljón
dollara er á vantar, en leitað er
nú hófanna bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum," sagði Agnar.
Hann bætti því við að stefnt
væri að því að ljúka Iántökunni
í vetur eða næsta vor.
-ASt.
Páll skipstjóri á Guðmundi RE:
„Erfitt að spá
um þetta enn'
„Þetta ei anzi víðáttumikið
svæði, en við erum búnir að
halda okkur á sama blettinum
hér undan isröndinni síðan við
fundum loðnuna," sagði Páll
Guðmundsson á Guðmundi RE
í viðtali við Dagblaðið. „Við
erum búnir að fá 450 tonn og
erum á svæði. um 40 mílur
norður af Skaga.“
Sagði Páll, að þarna væri
einnig Sigurður RE og von
væri á Súlunni og Gullbergi
einhverja næstu daga.
„Enn sem komið er vitum
við ekki hversu mikil loðna er
hér á feróinni og erfitt er að
spá nokkru um það,“ sagði Páll
ennfremur. „Eins og ég sagði,
er hún dreifð yfir nokkuð víð-
áttumikið svæði og við erum
enn ekki farnir að stíma um
það. Það ætti þvi að koma i ljós
á næstu dögum, hversu mikil
loðna er hér og hversu stórar
torfurnar eru.“ —HP.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskif rœðingur:
Smœrri torfur í
nótt en áður
„Loðnan var í nótt i enn
smærri torfum en verið hefur
undanfarna daga,“ sagði
Hjálmar Vilhjálmsson um borð
í Bjarna Sæmundssyni, í sam-
tali við DB í morgun.
Hjálmar sagði að loðnan
væri mjög dreifð. Hefðu komið
þetta 40—50 tn. í kasti.
Loðnusvæðið sagði hann
vera 120—130 sjómílur norður
af Skagatá. Loðnan væri aó
fitna þar sem hún væri átufull.
Skömmu eftir miðnætti hélt
Sigurður RE til lands. Var
hann þá kominn með 850 tonn
eftir 3 daga.
— ba
Enn án raf magns
eftir eldingar
Starfsmenn Rafmagnsveit-
unnar leggja nú nótt við dag að
gera -við rafmagnsbilanir þær,
er urðu vegna þrumuveðursins
er gekk yfir Suðurland aðfara-
nótt sunnudagsins.
H já Raf magnsveit unm
fengum við þær upplýsingar
að skemmdir hefðu orðið mjög
miklar. Aðallega eru það
spennar, einangrar i spenni-
sliiðvum og eldingavarar sem
verða f.vrir skemmdum er eld-
ingum slær niður.
Bráðabirgðaviðgerðum er
nú víðast hvar lokið. Þó er
ýtafmagn enn ekki komið á
austur á Kirkjubæjarklaustri.
Ekki kváðust þeir hjá Raf-
magnsveitunni geta gert sér
grein fyrir hvenær fullnaðar-
viðgerðum yrði lokið, né hvað
viðgerðirnar kæmu til með að
kosta. En ljóst væri að enn
ættu þéir mikið eftir ógert.
— KL
TRYGVE BRATTELIVIÐ
ELLIÐAÁRNAR — BAK
Skuggaleg
ferð ung-
linga í
Þórsmörk
— sjó baksíðu
Hrein
vitleysa að
halda óf ram
— segja jarðf rœðingar
um Kröflu
— sjó bls. 4
Nœr allir
unglingarnir
hafa
nú f engið
vinnu
SSi,
— sjó bls. 8
Sprangar með bumbuna úti
„Hvað ertu eiginlega að taka
ni.vnd af mér áður en ég er
almennilega búin að iæra
þetta." gæti hún hafa hrópað,
Revkjavíkurstúlkan, sem
Ragnar ljósmyndari skaut á, er
hann var í Vestmannaeyjum
fyrir skömmu.
Hópur Reykvíkinga var t
Kyjum og þótti þeim þá til-
hlýðilegt að reyna sig við þessa
þjóðaríþrótt E.vjapeyja. Og þó
að borgarbúum gengi ekki vel
í fyrstu tilraun, voru þeir þó
stórum betri í annað skiptið.
Þannig var það einnig nteð
stúlkuna á myndinni, sem val-
hoppar þarna með bumbuna
úti. — AT/DB-mynd: Ragnar
Th. Sigurðsson.
Amin
hótar
hefndum
i
— Erl. f réttir á
bls.6-7
■bHMMMMir