Dagblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 2
2 DACiBLAÐIi) — ÞHIÐJUDAGUR 6. JULÍ 1976. Gott er oð hofa tungur tvœr — enn um mólef ni Pöntunarf élagsins og NLFÍ, Marteinn Skaftf ells skrifar í lokasvari Björns L. Jóns- sonar læknis til mín í Dag- blaðinu 13. jan. tekst honuni að slá sin fyrri met í rangfærslum. Flestum þeirra hef ég áður svarað með rökum og dæmum. Og endurtekning ósanninda haggar ekki staðreyndum. Eg þyrfti heila síðu I blaðinu til að leiðrétta grein hans til hlítar. Ég mun þó hvorki eyða tima mínum né rúmi blaðsins til þess. en stikla á nokkrum at- riðum eins og ég lofaði honum á aðalfundi PÖntunarfélagsins um daginn. Á þeim fundi, eins og í Tím- anum, ætlaði BLJ að bjarga sér á gamalli tillögu frá þingi NLFÍ 1973. En ég sannaði að tillagan var fölsun á tillögu P. fél., sem byggja átti á. Einnig var fölsuð atkvæðagreiðsla á tveim fundum P.fél. Utanfélagsmenn greiddu atkvæði. Tillágan reyndist BLJ því ekki einu sinni hálmstrá er á reyndi. Enda þagði hann það sem eftir var fundarins. En þegar fundi hafði verið slitið, vildi hann endilega taka til umræðu að ..leggja félagið niður". í ógáti játaði hann vilja og til- gang þeirra félaga — að leggja félagið niður og hirða eign- irnar. í grein sinni segir BLJ, að ekkert mark sé takandi á sam- þykkt sambandsstjórnar NLFÍ gegn frekari afskiptum af P.fél. En ritari sambandsins tók hanskann upp fyrir stjórnina á fundi, og lýsti samþykkt hennar af fullum heilindum gerða, en yfirlýsingu BLJ markleysu. BLJ segir grein mína ..morandi af stóryrðum og fúk- yrðum" og slítur nokkur orð úr samhengi því til stuðnings. Heiðarleg aðferð, er það ekki? ..Lögleysur þeirra til að ná NLF-búðunum eru því félagslegt óbótaverk". Feitletr- uðu orðin sleit hann úr sam- hengi En er það ekki „félags- legt óbótaverk^ að reyna að drepa félag til að hirða eignir þess og auglýsa eftir forstjóra að fyrirtækjum þess í algjöru heimildarleysi? Og undir merki NLFÍ og forystu BLJ og Árna. Af sama ..heiðarleika" sleit BLJ önnur orð úr samhengi. Oski hann þess skal það sannað. BLJ segir, að rök „fyrrver- andi barnakennáYa", þ.e. undir- ritaðs, séu „barnaleg", þar sem ég haldi því fram að hvítur sykur og hveiti sé á borðum hælisins. Þó er það staðreynd að pakkasúpur eru þar á borðum, og staðreynd það, að í þeim er hvítt hveiti og sykur. Samt þrætir BLJ. — Síst að furða þótt hann hampi yfir- læknistitli, hugsjónum og sann- leiksást, slíkur sem málflutn- ingur hans og rök eru. Ökunnugt er mér um að Árni Ásbjarnarson forstjóri hælisins hafi reynt „að efla við- gang NLF-búðanna“. En kunn- ugt er mér að viðskiptin voru sáralítil þar til Árni taldi að tekist hefði að sölsa búðirnar undir NLFÍ, þá jók hann við- skiptin til muna. En þegar spyrnt var gegn sölsuninni sagði Árni að hann myndi hætta viðskiptum við búðirnar ef málið tapaðist. Slík voru nú heilindi hans í garð NLF- búðanna. En 9. des sl. segir BLJ: „Stjórnir NLFÍ og forstjórí hafa alitaf litið á NLF-búðirnar sem nauðsynlegan þátt í við- leitni samtakanna til bættra matarhátta." 7. jan. segir sami BLJ, að NLF-búðirnar séu eign sjálf- stæðs félags. Þá var búið að afhjúpa lögleysurnar gegn Pöntunarfélaginu svo rækilega, að BLJ treysti sér ekki einu sinni til að klæða nekt þeirra „nýju fötunum keisarans". — En gott er að hafa tungur tvær. Sami BLJ mótmælti frestun kjörfundarins fræga, sem var nánast skopmynd af alvöru- kjörfundi. — Sami BLJ vildi láta eyðileggja kjörgögnin að lokinni talningu. — Sami BLJ barðist fyrir tillögu, sem lög- fræðingur NLFÍ benti á, að hryti i bága við lög og mann- réttindi. — Sami BLJ gekk ekki í P.fél. er það var stofnað og hefur aldrei við það skipt þrátt fyrir gildisyfirlýsinguna hér að ofan. Já gott er að hafa tungur tvær — þrjár. Kannski speglast áhugi NLFÍ fyrir P.fél. í skuldunum við félagið? Og líklega spegla skuldirnar hlunnindin, sem Árni gumaði svo mjög af að P.fél. myndi hljóta við samein- ingu. — En vonandi reynist sá uggur minn rangur að það hafi verið hættulegt óhappaspor er P.fél. var flutt undir þak NLFÍ að Laugavegi 20 — það leiðir timinn í ljós. BLJ afneitar andstöðu sinni gegn byggingu hælisins í Hveragerði. Er minni hans svo ryðgað að hann muni ekki þau átök sem urðu okkar á milli í sambandi við hælið sem búiö var að teikna og ákveða stað að Gröf í Hrunamannahreppi? Er ég kom að Gröf virtust mér öll rök hníga gegn staðnum. Og Jónas læknir Kristjánsson féllst strax á mín rök að athuga staði í Hvera- gerði og víðar. Og það gerðum við næstu vikurnar þar til staður var fundinn, fenginn og samþykktur af framkvæmdá- nefnd hælisins, sem Jónas hafði skipað í. — Og hann skipaði ekki framkvæmdastj. NLFl, sjálfan BLJ, í nefndina. — Hvers vegna? BLJ lýsir mig ósanninda- mann að því að hann hafi barizt gegn byggingu hælisins í Hvera- gerði. Ég vil því leiða fram vitni, sjálfan Jónas lækni. Hann segir í bréfi til mín 30.7. ’52, þá í sumarhæli NLFl I Borgarfirði: „Eg býst við að koma heim í næstu viku og þarf þá að gefa mér tóm til þess að tala ítarlega um þetta mál við þig. Eg ætla ekki að minnast á þetta við Björn, bíða og vita hvort hann segir mér frá því...“ A þarna við bréf frá fjárhags- ráði, sem samþykkt hafði bygg- ingu i Hveragerði. „Ég býst þá við að saka hann um ófyrirgef- aniega einræðishneigð, sem ekki sé unnt að una við, og auðsæilega hneigð til að tefja fyrir byggingamálinu...“ „...ég lít á veru mína hér sem slóttugt bragð til að tefja fyrir að byrjað verði á byggingu í Hveragerði .. Eg veit, að Björn ber í vænginn við menn, að ég sé orðinn svo gamall og sljór, að ég geti ekki ráðið þessum málum lengur, og vill verða allsherjargoði yfir þessu.“ En hversu miklu skótari og skarpari var ekki skilningur Jónasar læknis, og forystuhæfileikar ósambærileg- ir. Vefengi BLJ, aö rétt sé upp tekið úr bréfi Jónasar, mun ég birta ljósrit. BLJ segir að ég og félagar látum mikið af ágæti okkar, fórnfýsi og heillaríku starfi í þágu NLF-stefnunnar. Störf mín þar má hver meta að sinni vild. — En það er utan míns skilnings að nokkur meti áhugastörf til fórna. I áratugi hef ég unnið að auknum skiln- ingi á hollefnum, og lagt í það nokkra vinnu með hægum árangri. Þar hef ég einnig átt andstæðinga allt annarrar manngerðar en BLJ. Menn sem ég met mikils þótt skoðanir hafi stundum stangast harkalega á. — En til fórnar má kannski telja það leiðindaverk að leið- rétta staðreyndafalsanir BLJ. Ég þakka Elmaro-þátt BLJ, sem er góð auglýsing fyrir Elmaro og hollefnin. En leiðin- legt er hve klaufalega BLJ fór með fyndnina sem hann lánaði frá Tómasi Guðmundssyni. Það var litlu betra en dæmið um bolakálfinn, sem saug kýrnar tvær en varð samt ekki annað en naut;eins og maðurinn sem nam við tvo háskóla en varð samt manna þröngsýnastur og blindastur á staðreyndir. Maður, sem er sneyddur kímni- gáfu, getur ekki fengið lánaða annarra kímni án þess að gera sig broslegan. Einokun eða frjáls samkeppni? Sigurður Haraldsson Reykja- vik skrifar: I eina tíð fyrirfundust ekki fjölmiðlar í öðru formi en ræðumennsku og í tjáningar- flutningi manna á millum á torgum og krossgötum. Tæknin hefur nú gjörbreytt þessu og er nú hægt að þrykkja orðum á pappír, mæla þau af munni fram í hljóðnema og/eða sjón- hljóðvarpa þeim. Með vaxandi mætti fjölmiðla hafa áhrif þeirra aukizt í þjóðfélaginu, til dæmis í sam- bandi við auglýsingar og byltingaráform og þess háttar. Nú höfum við íslendingar búið við þessa tækni um nokkurt skeið. Við njótum hennar reyndar ekki í eins ríkum mæli þar sem hafta- stefna heldur enn um taumana á fjölrr. ðla- og fjarskiptasviði. En mér er spurn, hversu lengi á að líða þetta ófremdarástand? Þurfum við frekar vitnanna við um það hvort sé heppilegra? samanber afhjúpun Nixons (af frjálsum blöðum) eða einræðis- og kúgunarstefnu t.d. þegar 600 þúsund Kambódíumenn voru drepnir. Á sjálfu 1100 ára afmæli íslands var óskaðleg útsending AFRTS stöðvuð, þökk sé al- þýðubandalagsmönnum. Þeim væri reyndar nær að berjast íyrir þvi, til dæmis, að Rússar hæfu hér sjónvarps- og útvarps- sendingar án afnotagjalds likt of^ Kaninn gerði (gerir?). Þeir sem ekki vilja horfa á eitthvert efni geta einfaldlega skipt yfir á annað efni eða slökkt, svo einfalt er þ?ð. Hugsið ykkur hversu lítil not fást af MW, FM og LM- skalanum á útvarpi eóa takkanum á sjónvarpinu, sem gerir kleift að velja á milli stöðva. Hvern skyldi aukið frelsi í þessum málum skaða? Ekki mig og ekki þig. Mannsandinn og hugsjónir hans hafa ætíð risið hæst, þegar hann fær frelsi til ákvörðunar, vals og tjáningar. LIFIÐ FRJÁLS, HEIL OG HAMINGJUSÖM. Raddir lesenda AÐ TAKA SÉR PENNAIHÖND OG FARA MED SLÚÐUR í FJÖLMIÐLA Myndin sýnir hiifnina í Veslmannaeyjum. Dagný Emma Magnúsdóttir hringdi frá Vestmannaeyjum: Eg vildi svara nokkrum orðum grein Gíslínu Grímsdöttur, sem hún skrifar í DB undir fyrirsögninni „Hvað eru foreldrarnir að hugsa?" Mér er ómögulegt að skilja hvað þessi kona hefur upp úr þvi að ljúga svona í fjölmiðla. Það eru engir unglingar yngri en 16 ára i verbúðunum í Ev.jum, hvorki drengir né stúlkur. Hér í vefbúðinni fær fölk ekki húsnæði. sem er yngra en 16 ára og í Vinnslu- stöðinni er mjög strangt eftirlit með þvi. Hér eru unglingar ekki verri hvað drykkjuskap snertir en heima hjá sér. Hvort a'tli sé heilbrigðara fvrir unglinga að fara út i lifið og vinna fyrir sér sjálfir éða vera heima og láta tnöminu og pabba sjá fyrir öllum þörfitm? Hér i verbúðinni hef ég ekki oröiö vör við neina hunda. en menn eru hér. Knga stúlku þekki ég hér nieð svo soðalegan hugsunarhátt að hún kæri sig um að liggja undir hverjum sem er. Býst ég við að ef slíkar væru hér myndu þær gera slíkt hið sama hvar sem er á landinu. Ég vil nú bara leyfa mér að spyrja hvort sé saurugra: hugsunarháttur Gíslínu eða þær stúlkur, sem hún hneykslast á. Að lokum vildi ég benda þessari blessaðri konu á að kynna sér málin ofurlítið belur áður en hún tekur sér penna í hönd og fer með svona l.vgi í fjölmiöla. Við hér í Eyjunt erunt búin að leita mikið að þessu nafni en það finnst hvergi- á skrá hér i Vestmanna- eyjum. Hvers vegna lýgur þú til nafns? Þorir þú ekki að standa við þetta sem þú ert að senda fjölmiðlum? Þú b.vrjar á því að senda DB bréf undir fölsku nalni. en að visu segistu vera Irá Vestmannaeyjum. Þetta lýsir manngerðinni töluvert og varla getur fólk tekið mikið mark á orðum þínum. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.