Dagblaðið - 06.07.1976, Side 23
DAC.BLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1976.
I
?3
Útvarp
Útvarp kl. 19.35 í kvöld:
Aldarminning othofnamanns sem
lézt fyrír aldur fram
Páll H. Jónsson frá Laugum
flytur aldarminningu um
Haiigrim og hefur ritaö
ævisögu hans, sem kemur út í
haust.
i dag eru liðin 100 ár frá
fæðingu Hallgríms Kristinsson-
ar, fyrrum forstjóra Sambands
isl. samvinnufélaga. í tilefni
af því flytur Páll H. Jónsson frá
Laugum erindi um Hallgrím í
útvarpinu kl. 19.35 í kvöld.
„Hallgrímur var Eyfirðingur
að ætt og var kaupfélagsstjóri á
Akureyri frá árinu 1902 og að
nafninu til til ársins 1918 — en
árið 1917 varð hann forstjóri
Sambar.ds ísl. samvinnufélaga í
nútíma skilningi þess orðs.
Hann stofnsetti heildsölu Sam-
bandsins og stjórnaði henni.
Hann átti þátt í að stofna Sam-
vinnuskólann og einnig í
byggingu húss Sambandsins við
Sölvhólsgötu.
Hann andaðist langt fyrir
aldur fram, ekki nema 46 ára
gamall, árið 1923. Honum tókst
þó að afkasta geysilega miklu,
bæði á Akureyri og I Reykja-
vík.“
Páll H. Jónsson kenndi bæði
söng og j'mislegt fleira við
Laugaskóla í Reykjadal I nær
30 ár. Á árunum milli 1960- og
1970 var hann forstjóri
fræðsludeildar Sambandsins og
ritstjóri Samvinnunnar í
nokkur ár.
Páll hefur gefið út tvær
ljóðabækur, 'Nótt fyrir norðan
og Á 17. bekk, sem eru löngu
uppseldar. Hann hefur einnig
skrifað leikrit og er eitt leikrita
hans birt I leikritasafni Þjóð-
leikhússins og Menningarsjóðs.
Leikrit hans, Úlfhildur, hefur
verið sýnt bæði á Akureyri og á
Blönduósi.
Páll sagðist nú vera orðinn
frekar heilsulítill og hættur
störfum að mestu. Hann er
nýfluttur til Húsavíkur.
Hjá Eysteini Sigurðssyni hjá
fræðsludeild Sambandsins
fengum við þær upplýsingar að
Páll H. Jónsson hefði nú lokið
við samningu ævisögu Hall-
gríms Kristinssonar, en ákveðið
var á aðalfundi Sambandsins
árið 1962 að fela Páli það verk.
Hallgrímur Kristinsson var
fyrsti forstjóri Sambands ísi.
samvinnufélaga.
Páll var þá ritstjóri Sam-
vinnunnar. Ráðgert er að bók-
in, sem er stór í sniðum, um 500
bls., komi út hjá Prentverki
Odds Björnssonar með haust-
-A. Bj.
r-----------------
Útvarp kl. 21.00 í kvöid:
HAPPASKIPINU SKAFT-
Skaftfellingur er nú i siippnum i Vestmannaeyjum. Lrfingjar Helga Benediklssonar
gáfu Skaftfellingnum Sigriinu Jónsdóttur skipiö, en hún he/ur mikinn áhuga á að varðveita það.
FELLINGI HLEKKTIST
ALDREIÁ Á 55 ÁRA FERLI
— Gísli Helgason segir frá „Bjargvœtti Skaftfellinga í tvo áratugi"
Gísii Helgason segir okkur frá
þessu happaskipi...
..Skaftfellingar létu smíða.
skip í Danmörku árið 1917 til
þess að ráða bót á samgöngu-
leysinu milli Víkur, Vest-
mannaevja og Reykjavíkur.
Skipið hlaut nafnið Skaftfell-
ingur óg kom til Víkur 15. maí
árið 1918," sagði Gísli Helga-
sor.. en hann sér um útvarps-
þátt. sem nefnist Bjargvættur
Skaf.tfellir.ga um tvo áratugi,og
er á dagskránr.i kl. 21 í kvöld.
Lesari með Gísla er Jón Múli
Árnason. Gísli sagði okkur
nokkuð frá sögu þessa merka
skips.
„Þegar skipið kom hóf það
þegar reglubundnar ferðir
milli Reykjavíkur og Víkur,
auk þess sem það hafði þrjá
aðra viðkomustaði i sýslunum
og komst alla leið austur undir
Öræfi.
Þegar báturinn kom voru
Skaftfellingar svo hrifnir að
þeir töluðu um hann likt og
góðan vin sem þeir hefðu heimt
úr hel.ju. Enn í dag gætir
mikillar hlýju hjá gömlum
Skaftfellingum, þegar þeir
minnast á þennan bjargvætt
sinn, því hann sinnti öllum
þeirra ferðum i rúm tuttugu ár.
Fyrir það eitt er skipið mjög
merkilegt sem sögulegur minja-
gripur frá þessum tíma.
Nú stendur það uppi í slippn-
um í Vestmannaej'jum. Helgi
Benediktsson útgerðarmaður
keypti Skaftfelling liklega um
árið 1940. Þá varð Skaftfelling-
ur bjargvættur Breta um árabil
því hann var í fiskflutningum
milli Fleetwood og Ej'ja og kom
með varning til baka. Helgi
gerði skipið einnig út til rek-
neta- og síldveiða. Þar að auki
var það einnig í farþegaflutn-
ingum milli lands og Eyja um
tíma. Helgi var þá umboðs-
maður Skipaútgerðar ríkisins
og sá um farþegaflutninga.
Frægt er orðið þegar Skaft-
feilingur, undir stjórn Páls Þor-
björnssonar, bjargaði áhöfn af
þýzkum kafbát, sem hefur lík-
lega verið um 1942. Einnig kom
Skaftfellingur við sögu þegar
skotið var á skipið Fróða. Hann
kom að sundurskotnu skipinu
og sendu skipsmenn skej'ti til
Eyja og báðu um hjálp.
Svo einkennilega vildi til að
sama dag varð vélarbilun um
borð í Skaftfellingi og af þeim
sökum gekk skipið hægar en
venjulega. Ef það hefði haldið
eðlilegri ferð hefði það að
öllum líkindum lerit i sömu
árásinni og Fróði.
Þannig virtist fylgja þvi sér-
stök gæfa, það sigldi öll stríðs-
árin og kom aldrei neitt fyrir.
Arið 1963 hætti Helgi
Benediktsson að gera Skaftfell-
ing út en skömmu áður hafði
hann verið i fiskflutningum
milli Esbjerg og Eyja. Þá var
Skaftfellingur fiuttur í slipp í
Eyjum og bíður þess nú að
verða fluttur í heimahaga sína.
Fyrir ári gáfu erfingjar Helga
Benediktssonar Sigrúnu Jóns-
dóttur listakonu, sem er Skaft-
fellingur, skipið, því hún hefur
mikinn áhuga á að varðveita
það. ,
Skaftfellingur er eina skipið
sem eftir er af þeim fjórum
skipum sem hingað komu' í
fyrri h'-imsstyrjöldinni, en
það voru auk Skaftfellings
Gullfoss, Goðafoss og Svanur-
inn. Þess vegna hefur Skaftfell-
ingur verið óskabarn íslend-
inga og Skaftfellinga alla tíð.“
— A.Bj.
Jón Múli Arnason er lesari með
Gísla Helgasyni.
Þriðjudagur
6. júlí
I 12:00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
y 12.25 Fréttir. og veðurfregnir.
Tilkynningar.
[; 13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.00 Mifidegissagan: „Farfiu burt,
skuggi'* eftir Steinar Sigurjónsson. Karl
Guðmundsson leikari les (4).
15.00 Miödegistónleikar. Jena
Fournier. Antonio Janigro og Paul j
Badura-Skoda leika Tríó nr. 2 1 g-moll
op. 2fi fyrir fiðlu, selló og píanó eftir
Antónín Dvorák. Pro Arte píanókvart-
ettinn leikur Kvartett f c-moll op. fiO
i fyrir píanó og strengi eftir Johannes
| Brahms.
- 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphom.
17.30 Sagan: „Ljóniö, norninjkapurinn"
eftir C.S. Lewis. Rögnvaldur
Finnbogason les (2).
18.00 Tónleikar. Tilkvnningar.
5 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar.
19.35 Aldarminning Hallgríms Kristins-
sonar forstjóra. Páll H. Jónsson frá
Laugum flvtur erindi.
! 20.00 Lög unga fólksins. Asta R.
Jóhannesdóttir kvnnir.
í 21.00 Bjargvœttur Skaftfellinga í tvo ára-
tugi. Brot úr sögu vélskipsins Skaft-
fellings frá 1918—1963. Gísli Helga-
son tekur saman. Lesari með honum:
Jón Múli Arnason.
22.00 Fréttir.
; 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Litli
dýrlingurinn" eftir Georges Simenon.
Asmundur Jónsson þýddi. Kristinn
.Reyr les (5).
j 22.40 Harmonikulög. Andrés Nibstad og
félagar leika.
23.00 Á hljófibergi. Mannsröddin:
Mónódrama eftir Jean Cocteau. Ingrid
Bergman flytur.
23.50 Fréttir. Dagskfarlok.
Miðvikudagur
7. júlí
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15
(og forustugr. dagbl). 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund
barnanna kl. 8.45: Sigrún Valbergs-
dóttir endar lestur sögunnar
..Levnigarðsins” eftir Francis
Hodgson Burnett; Silja Aðalsteins-
ilóttir þýddi og b.jó til útvarps-
flutniiigs (15). Tilkynningar kl. 9.30.
Lét.t lög milli atriða. Kirkjutónlist kl.
10.25: Kantata nr. 80. ..Vor Guð er
borg á bjargi traust” eftir Bach.
Flytjendur. Agnes Giebel. Wiihelm-
ine Matthés. Richard Lewis. Heinz
Réhfuss. Bachkórinn og Filharmoniu-
Hveitin i Amsterdam. Stjórnandi:
André van der Noot. Morguntónloikar
kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tönleikar. Til-
kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „FarAu burt.
skuggi" eftir Steinar Sigurjónsson. Karl
Guðmundsson leikari les (5).
15.00 Mifidegistónleikar. Samson
Fráncois og hljómsveitin Filharmonia
leika Pianókonsert nr. 2 í A-dúr eftir
Franz Liszt. ('onstantin Silvestri
stjórnar. Filharmoniusveil Berlinar
leikur Sinfóniu nr. 2 i (’.-dúr op. 61
eftir Robert Schumann: Rafael
Kubelik 'itjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkvnningar. 16 15
Veðurfregnir.
16.20 Tóuli'ikar.
17.00 Lagifi mitt. Anne-Marie Markan
kynnir óskalög barna innan tölf ara
alduiN.
17.30 Bækur, sem breyttu heiminum —
III. ,..\fst;eðiski'iiniugin" eftir Alliert
Kmstem. Barður .lakobsson lög-
frieðingur tekur samati og flytur.