Dagblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 24
Þórsmörk um helgina: UNGLINGAR LIGGJANDI í SKÍTNUM „DAUÐIR" OG SKORNIR EFTIR GLER! „Unglingarnir vöfruðu þarna um dauðadrukknir og víða mátti sjá þá liggjandi í drullunni „dauða“ og suma illa skorna eftir glerbrot, sem lágu eins og hráviði um allt,“ sagði ferðalangur í viðtali við Dag- blaðið, en hann var staddur í Þórsmörkinni á vegum ferða- félagsins Bata, en það stofnuðu meðlimir úr AA-samtökunum. „Það var hreint skelfilegt að sjá þetta og er maður þó ýmsu vanur frá fyrri árum þegar áfengið hafði sín tök á manni,“ bætti ferðalangurinn við. Þessir unglingar sem ferðalangurinn talaði um voru nemendur úr Alftamýrar- skólanum í Reykjavík — unglingar á aldrinum 14-15 ára. Enginn fullorðinn var með þeim í Mörkinni til eftirlits. Mikil mildi má teljast að ekki skuli hafa orðið stórslys, því ölvunin af slík og krakkarnir vissu mörg ekkert hvað þau gerðu. Til að mynda voru tvær stúlkur nærri dnjkknaðar í Krossá. Þær köstuðu sér út í ána i ölæði og bárust um 2-300 metra með straumnum þangað til nokkrir menn náðu aó bjarga þeim og lögðu þeir sig í lífshættu við björgunina. Var engu líkara en.stúlkurnar hafi viljað fyrirfara sér því þær börðust um á hæl og hnakka er verið var að bjarga þeim. Það var á laugardagskvöldið er stúlkurnar tvær lentu í ánni. Nemendurnir munu hafa tekið á leigu rútu án vitundar starfsfólks skólans. Aðfaranótt sunnudagsins gerði ofsaveður, eða eins og einn ferðlanganna lýsti því: „Engu líkara var en allur dalurinn logaði og fjöllin ætluðu að steypa sér yfir okkur, slíkt var þrumuveðrið.“ Þá nótt var ástandið ákaflega slæmt meðal nemendanna, eins og nærri má geta. Ekki var nóg með að unglingarnir færu hamförum. Aðfaranótt laugardagsins ók augafullur maður um á jeppa, böðlaðist um ár og torfærur og festi jeppann að lokum í Krossá, stórskemmdan með V- laga stuðara. Var jeppinn svo illa farinn að draga varð hann úr óbyggðum. Já, þær eru ekki fallegar lýsingarnar sem ferðalangarnir gáfu og er þó ekki frá öllu greint. Um helgina voru á milli 6-700 manns í Þórsmörkinni og greinilega full þörf löggæzlu, en hún var engin. h. halls. ELLEFU MimONIR KR. A NÍII DÓGUM „Þetta er með betri afla miðað við það, sem hefur verið undanfarið," sagði Þórhallur Helgason hjá Hraðfrystistöð- inni í morgun. „Og bezti afli, sem Hrönn hefur fengið í veiði- ferð," bætti hann við. Eins og við sögðum frá í blaðinu í gær kom skuttogarinn Hrönn með um 340 tonn úr níu daga veiðiferð við Eldeyjar- boða. Uppistaðan í aflanum er aðallega góður ufsi og ágætis karfi ásamt dálitlu magni af þorski. Skipstjórinn á Hrönn er Sævar Brynjólfsson, sem jafn- framt er einn af þrem aðaleig- endum skipsins. Við spurðum Þórhall um verð aflans og gizkaði hann á að hann væri um 11 milljón kr. virði. Ekki óálitlegur hlutur á mann, en skipverjar á Hrönn eru 24. EVI Atvinnuþjófar ó ferð: Lögregkimöimum hrýs hugur víð Atvinnuinnbrotsþjófur tók heldur betur til hendinni í Háa- leitishverfinu í fyrrinótt. Hann fór inn í tvær raðhúsaíbúðir í gegnum dyr á veröndum og stal öllum þeim peningum, sem tiltækir voru á hvorum stað, en lét alla hluti, verðmæta, sem verðlausa, í friði. Alls hurfu þarna 75 þúsund krónur — 55 þúsund á öðrum staðnum en 20 á hinum. „Manni hrýs eiginlega hugur við mörgum þeim innbrotum, sem nú eru framin,“ sagði ívar P. Hannesson rannsóknarlög- reglumaður i samtali við DB í morgun. í þessu tilfelli sprengdi þjófurinn upp læsingar á garðdyrum og gekk síðan um allt, meira að segja inn í svefnherbergin. Þar tók hann peningaveski, fór með þau fram að dyrum og tæmdi veskin þar.“ Fyrir rúmum mánuði voru framin innbrot i Stigahlíð, Hjálmholti og Brekkugerði, sem lögreglunni þykir svipa æði mikið til verkanna í Háaleitishverfinu. 1 öllum tilfellum voru brotnar upp læsingar á verandardyrum.ívar sagði í morgun, að þó að þessi dyraumbúnaður virtist mjög traustlegur, virtist auðvelt fyrir vana menn að sprengja hann upp. Eina ráðið til þess að fólk geti verið sæmilega öruggt um eigur sínar er að hafa engan hún utan á verandarhurðunum. Krækjur innan á hjálpa einnig til,“ sagði Ivar. -AT. Bratteli við Elliðaórnar „Ég hef nú heldur lítinn tíma til að veiða í Noregi,“ sagð! Trygve Bratteli, fyrrum forsætisráðherra Noregs er DB menn hittu hann við Elliðaárnar. Þar hafði hann mætt í morgun, en ekki tekizt að veiða neinn stórlax. All hafði hins vegar krækst á öngulinn, en var gefið líf. Bratteli kvaðst ákaflega hrifinn af tslandi enda þótt það væri mjög frábrugðið Noregi, sérstaklega iandsiagið. Þetta er 6. íslandsferð hans og hefur hann ferðast töluvert um landið. Trygve Bratteli er hér í einkaheimsókn og hefur dvalizt hér í 5 daga. frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 6. JULl 1976. Hassmálin: Allir lausir úr gœzluvarðhaldinu Mennirnir fjórir, sem setið hafa í gæzluvarðhaldi undan- farna daga og vikur vegna meintrar aðildar að þremur aðskildum fíkniefnamálum, voru allir látnir lausir fyrir og um helgina. Rannsókn málanna er ekki lokið en að sögn Arnars Guð- mundssonar, fulltrúa hjá dóm- stólnum f ávana- og ffkniefna- málum, er góð von til að það verði fljótlega. Tveir þessara manna sátu í gæziu vegna hasssmyglsins frá Marokkó til Spánar á dögun- um, einn vegna tilraunar til að koma hingað til lands þremur kílóum af hassi frá Rotterdam og fjórði maðurinn vegna þriðja málsiris. Hann sat inni i aðeins tvo daga. „Meira efni hefur ekki kómið fram við þessa rann- sókn,“ sagði Arnar í samtali við DB, „og ég tel að þau muni upplýsast að fullu.“ _()y Tveir menn teknir við Póla hf. Tveir ölvaðir náungar gerðu sig heimakomna í rafgeyma- verksmiðjunni Pólum hf. i nótt sem leið. Ekki er vitað til þess að neinu hafi verið stolið þar. Svo virðist sem styggð hafi' komið að mönnunum, því að þeir voru komnir spölkorn frá verksmiðjunni, þegar lögregl- an gómaði þá og stakk þeim í steininn. —- AT. Sjúklíngur frd Kleppi drukknaði í Sundahöf n Menn, sem voru að vinnu við Sundahöfn sáu í gærdag lík á floti í höfninni. Þetta reyndist vera lík af karlmanni, sem hafði horfið frá Kleppsspítal- anum um hádegisbilið i gær. Maðurinn, sem er Akureyr- ingur, var á svokallaðri opinni deild og var þvi nokkuð frjáls ferða sinna. Ekki er unnt að birta nafn mannsins að svo stöddu, þar eð ekki hefur náðst í alla ættingja hans enn. — AT — Eignarskatturinn: Skattf rjólsir úf ram Sumarglaðningur fyrir Kópovogsbúo: Verða að borga ó 2. hundrað þúsund í auka gatnagerðargjöld P'ramteljendur, sem hafa ekki borið eignarskatt af íbúðarhúsnæði til þessav hefðu greitl skatt nú vegna breytinga á virði fasteigna til éignar.ikatt'i, sem gerð var i fyrra. Til að koma i veg fyrir þetta voru i gær sett bráðabirgðalög. I lögunum segir, að engan eignarskatt skuli greiða af fyrstu 2,7 milljón króna eign, 0,6 prósent af næstu 1,5 milljón króna eign og eitt prósent áf því sem er umfram það. Við álágningu eignarskatts nú skal verðmæti fasteigna reiknað á 2,< loldu gildandi fasteignamatsverði. 1111 „Við notfærum okkur þessa heimild til að leggja á viðbótar- gatnagerðargjöld og ljúka-við nokkrar götur" sagði Jón Guð- laugur Magnússon bæjarritari i Kópavogi. Kópavogur er sá fyrsti af stóru bæjarfélögunum sem þarf að grípa til þessar fjármögnunarleiðar. Er þetta byggt á heimild i lögum frá 1974. Þar er sveitarfélögum leyft að leggja svokallað B- gatnagerðargjald ofan á þau gjöld sem greidd hafa verið þegar húsin voru byggð. Upphæð þessara gjalda er mjög mismunandi eftir sveitar- félögum en öll þurfa þau að fá samþykki félagsmálaráðu- neytisins áður en lagt er á. í Kópavogi verða meinn að greiða eitthvað á annað hundrað þúsund fyrir að fa fullfrágengnar lóðir. Tóm'as Sveinsson hjá fram- kvæmdastofnun upplýsti að ekkert af stærri bæjarfélögun- um hefði neytt þessarar heimildar fyrr. Hjá sumum þeirra stafaði það af því hversu götur væru orðnar gamlar, en lögin virka 5 ár aftur i tímann. Og bæjarfélög, eins og til dæmis ísafjörður og Akureyri, treystu sér ekki til þess að leggja háar fúlgur ofan á íbúa gömlu gatnanna. Gatnagerðarframkvæmd- irnar í Kópavogi, þar sem meiningin er að leggja gang- stéttir og nýtt slitlag á margar götur, munu kosta um 200 milljónir. Er fyrirhugað að um 50 milljón króna verði aflað með erlendri lántöku. Verður það lán að sjálfsögðu gengistryggt eins og önnur erlend lán.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.