Dagblaðið - 19.07.1976, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 19.07.1976, Blaðsíða 28
Betri loðna en á vetrarvertíðinni „Þessi loðna, sem veiðist h,ér fyrir norðan, er miklu betra hráefni en sú, sem veiddist á vetrarvertíðinni. Hún er miklu feitari,“ sagði skipstjórinn á Guðmundi RE i viðtali við Dagblaðið í gær. Nú eru komin rúm 6 þús. tonn á land á Siglufirði. I fyrstu var talin hætta á að smáloðna væri innan um, en komið hefur í ljós að hún heldur sig á öðrum svæðum. Loðnan er nú með lítilli átu. Tólf bátar eru komnir á svæðið fyrir norðvestan land. Loðnan er dreifð, svo að sára- lítill afli hefur verið síðustu tvo N — 12 bátar á miðunum fyrir norðan dagana. Súlan frá Akureyri er þó á leiðinni í land með 400 tonn Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er á miðunum og fylgist með loðnugöngum.—KP. SLASAÐUR SJÓMAÐUR FLUTTUR FLUGLEIÐIS TIL REYKJAVÍKUR Skipverji á togaranum Guð- steini GK-140 slasaðist við vinnu sína um borð í skipinu þar sem það var að veiðumútiaf ísafjarðardjúpi. Hafði slegizt vír í andlit hans. Togarinn sigldi með hinn slasaða mann inn til Isafjarðar, en þaðan var flogið rneð hann í sjúkraflugvél til Reykjavíkur óg maðurinn lagður inn á Háls-, nef- og eyrnadeild Borgar- spítalans i Reykjavik. — A.Bj. SVERRIR AÐ UÚKA VIÐ VEGINN SINN „Sjáðu þessi bíll tekur 10 sinnum minna magn af olíu heldur en bíllinn, sem ég hafði í mínu seinasta verki í Kali- forníu og þar að auki kemur hún köld og ég verð að hita hana upp á staðnum, sem er mjög seinvirkt," sagði Sverrir Runólfsson, þar sem hann var á miklu spani á sunnudags- kvöldið við endann á vegar- spottanum umrædda, sem hann fékk að leggja að mestu eftir eigin höfði á kostnað Vegagerð- arinnar. „Hvernig á maður að geta staðizt áætlun, bæði þess vegna og eins þegar þarf aó smala tækjum til verksins úr öllum áttum, — núna er ég með tæki frá 15 aðilum." Þrátt fyrir allar raunir var Sverrir hress, klæddur vinnu- fötum, en dökkur af sól og tjöru. ,,Sjáðu,“ sagði hann og stakk rörbút niður á milli malarsteinanna er voru límdir saman með olíu, „hérna getur þú séð hvað mitt undirlag er sterkt." Það glumdi í þegar hann rak rörbútinn I hart undirlagið. Síðan gekk hann nokkur skref út á uppfylling- una og rak rörbútinn nokkrum sinnum í mjúka mölina. „Hafirðu eitthvert vit á steypu, sérðu muninn." Þjóðin er farin að bíða eftir vegarspottanum hans Sverris svo eðlilegt var að inna hann eftir því hvenær honum yrði að fullu lokið. „Bezt er að það komi fram að kostnaðurinn er ekki á mína ábyrgð, en ég skal ábyrgjast að vegurinn verður traustur og endingargóður. Núna erum við að leggja næst- seinasta lagið, grófa möl og olíu, en hvenær það seinasta, fínn sandur og olía, til að fylla holurnar í grófu mölinni, verður lagt get ég ekki fullyrt, — ef veður hamlar ekki, lýk ég við veginn innan skamms.“ mwwn Slökkviliðsmenn að störfum i Kirkjuhvoli DB-mynd Arni Páll r ELDSVODII MIÐBÆNUM Eldur stóð út um glugga og þil á bakhlið hússins að Kirkjuhvoli 6 í gærkyöldi þegar slökkviliðið kom á staðinn kl. 18:30 i gær- kvöldi. Var þá kominn mikill reykur um allt húsið. Tveir reykkafarar voru sendir inn í húsið að framanverðu, en ekki voru íbúar hússins í hættu. Talsvert miklar skemmdir urðu á húsinu, bæði af eldi, reyk og vatni. Á neðstu hæð hússins er Rakarastofa Hauks Óskarssonar til húsa. Slökkviliðsmenn voru á vakt' við húsið í nótt. Eldsupptök eru ókunn. ' —A.Bj. f———— Svifflugmótið á Hellu: Lerfi Magnússyni tókst bezt * — að hanga á lofti „Mér hefur nú gengið nokkuð vel að hanga á lofti.“ sagði Garðar Gislason, einn af sex þáttlakendunum í svifflug- mótinu á Hellu. en það, er víst erfiðast í svifflugi. Mótið byrjaði á laugardaginn fyrir viku og lauk í gærkvöldi. Garðar sagði að mánudagurinn hefði verið gildur í sambandi við árangur og siðan þessir tveir síðustu dagar mótsins. Allt hefði gengið vel og veðnð verið íe;etl til útivistar, þótt ekki hefði verið hægt að fara á loft, en minnst þurfa að vera tveir dagar til þess að ljúka keppni. Hún er i því fólgin að fljúga á milli ákveðinna staða (án milli- lendingar) á sem styztum tíma. Hver keppandi hefur þrjá að- stoðarmenn. Um þrjátiu tjöld hafa verið á Hellu þennan tima, þar hafa þátttakendur og fjöl- skyldur þeirra húið. Garðar sagði að ekki ' ;eri mikið um áhorfendui ai' staðaldri. Fólk kæmi við til þess að sja hvernig gengi. Hlutskarpastir urðu Leifur Magnússon (varaflugmála- stjóri) með 3 þús. stig, en næstur varð Garðar Gíslason (tanrdæknir) með 1536 stig. Fyrsta daginn var flogið: Helia — Breiðabólsstaður. — Kross í Landeyjum — Hella. Komst Leifur lengst eða 41.2 km af tæpum 60 km. llann lenti á bænum Forsæli i Landeyjum. Þegar við spurðum hann hvort fólkið hefði ekki verið hissa að sjá hann þarna i túninu kvað hann nei við. Fólk á þessum slóðum væri orðið vant þessu hringsóli svifflugmanna. Á laugardeginum var flogið þríhyrningsflug: Hella — Búr- fell Grímsnesi — Hruni og Hella. Leifur var sá eini sem komst alla leið. Sunnudaginn var flogið: Hella— Múlakot — Hella. Leifur átti hraðametið, en fimm komust á leiðarenda. EVI MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 1976. Hjartabíllinn enn í órekstri Hjartabíllinn lenti enn i árekstri — fyrir hádegið á laugardaginn. Var hann á leið til þess að sækja hjarta- sjúkling og ók með rauðum ljósum og sírenum eftir Bústaðaveginum I átt að Blesu- gróf. Kom þá Volkswagen- bifreið akandi eftir Soga-1 veginum og’ ætlaði inn á Bústaðaveginn. Ökumaður þeirrar bifreiðar kveðst hafa hægt á sér og hugað að umferð, ekki séð betur en að hún væri engin og því ekið rakleiðis inn á Bústaðaveginn. Afleiðing-j arnar urðu eins og fyrr segirj að hann lenti á vinstra fram- horni hjartabílsins, sem lask- aðist litillega. Miklu meiri skemmdir urðu á Volkswagn- inum, en ekki slys á mönnum. Þetta er í annað skiptið sem: hjartabíllinn lendir í árekstri á Bústaðaveginum. Fyrir nokkrum dögum ók bíll af Ásgarði í veg fyrir hjarta- bílinn á Bústaðaveginum. — A.Bj. Eldur í feitispotti Á meðan slökkviliðsmenn unnu að þvi að ráða niður- lögum eldsins í Kirkjuhvoli 6 í gærkvöldi var tilkýnnt um eldsvoða að Skildinganesi 23 Var það um kl. 19:30. Þar hafði verið skilin eftir feiti í potti og kviknaði í henni. Gekk greiðlega að ráða við feitis- pottinn, en einhverjar smá- vægilegar skemmdir urðu í húsinu af völdum revks. —A.Bj. Mikil ölvun í Keflavík í nótt Tveir ökumenn sem voru greinilega undir áhrifum áfengis voru teknir í Keflavík í nótt sem leið, annar inni í bænum og hinn I Njarð- víkunum. Samkvæmt frásögn lögregl unnar var talsvert mikil ölvun í Keflavík í nótt. Þrír sátu inni í fangageymslunni vegna ölvunar, en þar voru sjö af sömu ástæðu í fyrrinótt. . Svartsengishátíðin var haldin um helgina og fér þar allt frið samlega fram. Lögreglan í Keflavík hefur að jafnaði nokkurn viðbúnað á slíkum há tíðum. Þar var talsvert um drykkjuskap, en ekki þurfti lögreglan samt að hafa afskipti af mótsgestum. Talið var að um 300 manns hafi verið á Svartsengi þegar mest var. —A.Bj. „Loftbyssubófar" teknir í Lcekjargötu Tveir ungir menn um tvítugt voru handteknir í Lækjargötu síðdegis á laugardag. Höfðu þeir í fórum sínum tvær loftbyssur, sem gjarnan eru notaðar til þess að skjóta í mark. Sögðust þeir hafa tekið b.vssurnar I pant hjá félagá sínum. og væru á leiðinni til þess að skila þeim. Ekki höfðu þeir skot í fórum sinum og var sára- lítiö vin í piltunum. Lögreglan tók loftbyssurnar í vörzlu sína og er málið í athugun. —A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.