Dagblaðið - 04.08.1976, Side 1

Dagblaðið - 04.08.1976, Side 1
j£ 2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 4. AGtJST 1976 — 169. TBL. RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SIMI 27022. ' ' ' Skortur á kjarnorkuvopn- ## um á Norðurlöndum ## — segir í NATO-riti — Erl. f réttir bls. 6-7 Vöknuðu af vœrum bíundi við þrumur og hamagang Margir íbúar á Suðvestur- og Vesturlandi hrukku upp með andfælum í nótt, þegar þrumu- veður gekk yfir þessa lands- hluta. Að sögn veðurfræðinga, var tilkynnt um þrumur og hamagang á ýmsum _veðurat- hugunarstöðvum, allt frá Vest- mannaeyjum og norður á Horn- bjargsvita, bæði klukkan þrjú og sex i nótt. Ekki er kunnugt um að skemmdir hafi orðið á mann- virkjum eða öðru, nema eins og fyrr sagði, að næturró nokk- urra íbúa á þessu svæði var raskað. Vestmannaeyingar fengu í nótt eilítið forskot á flugelda og fleira sem tilheyrir þjóðhátíð. Miklar þrumur og eldingar gerði og var mikið haft sam- band við lögreglu. Ekkert tjón varð þó. Annars eru Vestmannaeying- ar svo önnum kafnir við undir- búning þjóðhátíðar að þeir veita fáu eftirtekt. Er nú verið að leggja lokahönd á undir- búning, en hátíðarhöld hefjast á morgun á Breiðabakka. Er ekki reiknað með að unnt verði að halda hátíðarhöld í Herjólfs- dal fyrr en i byrjun næsta ára- tugar. —BA— JB Veðurfarið á suðvesturhorni iandsins, þar sem flestir lands- búar hírast þessa dagana, er ákaflega fjölbreytilegt. Þessi mynd var tekin á mánudaginn, þegar sólin skein á verziunar- menn í fríi jafnt og verka- menn sem ekki voru í fríi. En skjótt skipast veður í lofti. (DB-mynd Arni Páll) mm „Tílfinningarnar réðu algerlega ferðinni" Orkumálastjóri gagnrýnir ákvarðanir í orkumálum: „Hreppapólitísk sjónarmið og önnur slík hafa ráðið alltof miklu um orkumálin,“ sagði Jakob Björnsson orkumála- stjóri í morgun í viðtali við Dag- blaðið. „Engin virkjun á Norður- landi var jafnhagkvæm og Lax- árvirkjun. Tilfinningarnar réðu algerlega ferðinni, skyn- semin litlu," sagði orkumála- stjóri um þá ákvörðun að hætta við virkjunarframkvæmdir víð Laxá. Hann sagði, að það hefði verið mjög óhagkvæmt að breyta svo snögglega um stefnu eins og gert var við Laxárvirkj- un. Vonandi yrði það einsdæmi í orkumálum hér. Núverandi tilhögun við Kröfluvirkjun væri „óvenjuleg." Hefði hann sjálfur ráðið ferðinni, hefði hann farið hægar í sakirnar og þá hugsaö meira en orkuverðið. Stjórnmálamenn hefðu hins vegar talið, eins og satt væri, að ástandið í raforkumálum norðanlands hefði verið alger- lega óviðunandi. Kröfluvirkjun væri afleiðing stöðvunar Laxár- virkjunar. „Það er dálítið erfitt að meta, hver áhætta þessu fylgir," sagði Jakob um Kröfluvirkjun. Hann taldi, að gufan mundi fást þar en spurning væri, hve margar holur þyrfti að bora, það er að segja um tímann. Jakob kvaðst fylgjandi lagningu línunnar norður, en hann liti fyrst og fremst á hana sem lið í uppbyggingu raforku- kerfisins um landið allt en ekki sem sérlausn fyrir Norðurland. t útvarpsþætti Páls Heiðars Jónssonar í gærkvöldi var Jakob harðorður í garð landeigendafélags Laxár og Mývatns. —1111 Sa.______ Nýrflug- skóli í 17 fermetra húsnœði H — Sjá bls. 8 ■ Þarf leyfi til að selja karamellu en ekki bíl — Sjá bls. 9 Sanddœluskipið Perla: Hollendingarn- ir koma í dag koma til landsins full- trúar hollenzka verkfræðifyrir- tækisins IHC Smit Engineer- ing, sem annaðist hönnun og breytingar sanddæluskipsins Perlu. Eins og frá var sagt í blaðinu fyrir helgi hefur komið á daginn, að breytingar og endurbætur Hollendinganna hafa engan veginn revnzt sem skyldi. „Losunin tekur allt of langan tíma.' sagði Halldór Jónsson, stjoi iiarformaður Námunnar hf. sem á og rekur skipið. „Nú verða Hollendingarnir að sýna okkur hvernig þetta á að virka allt saman eftir þeirra útreikn- ingum, því við unum engan veginn við þetta eins og það er." Perla fór einn túr i fyrradag. Síðan skipið kom frá Hollandi eftir endurbæturnar fyrir mán- uði hefur það verið östarfhæft að mestu. — ÓV.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.