Dagblaðið - 04.08.1976, Side 6

Dagblaðið - 04.08.1976, Side 6
DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUH 4. ÁGUST 197Q. Grikkland: Karamanfís fífðiaf #••• fjogur banatilrœði — á fyrstu sex mánuðunum í embœtti Konstantin Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, lifði af að minnsta kosti fjórar til- raunir til að „útiloka" hann á fyrstu sex mánuðunum eftir að herforingjastjórnin illræmda féll í júli 1974. Takis Lambrias, aðstoðarupp- lýsingamálaráðherra Grikklands og náinn vinur forsætisráðherr- ans, skýrði frá þessu í Aþenu á tveggja ára afmæli endurreisnar lýðræðisins í Grikklandi, sem var 25. júlí. Lambrias sagði að ekki hefði verið skýrt frá þessu fyrr, því forsætisráðherrann héfði ekki viljað valda óþarfa ótta á erfiðum tímum í sögu lands og þjóðar. Fréttamenn spurðu ráðherrann hvers konar ,,útilokunar“- tilraunir hefðu verið áætlaðar. „Morð eða jafnvel handtaka hans og gísling," svaraði Lambrias. Hann sagði að upp um fyrsta samsærið hefði komizt aðeins þremur dögum eftir að Karaman- lis var að snúa heim úr útlegð í París, þegar herforingjastjórnin var að leysast upp. Annað tilræði átti að gera er hann fór í fyrsta sinn í sjónvarp til að ávarpa þjóð sína, það þriðja er hann fór til Saloniki til að halda ræðu á úti- fundi og loks „sunnudag einn“. Lambrias skýrði einnig frá því, að þótt almennt hefði verið talið að forsætisráðherrann dveldi um Karamanlis: Kötturinn hefur níu líf. nætur á hóteli í Aþenu, þá hafi hann aðeins gist þar endrum og eins. Oft svaf hann um borð i snekkju á hafi úti og hafði stöðugt radíósamband við tundur- spilli í nágrenninu. Öll þessi samsæri komust upp strax fæðingu þeirra og enginn var sóttur til saka, enda lét Lambrias í það skína að fyrrum ráðherrar i herforingjastjórninni hefðu verið að verki „og þeir eru flestir í lífstíðarfangelsi". Þeir gengu lausir fyrst eftir að Kara- manlis kom heim til Grikklands til að leiða þjóð sína út úr ógöng- unum, eða þar til samsæri þeirra hafði gjörsamlega verið upplýst. Þeir voru síðar dæmdir fyrir önnur brot. Starfsmennirnir fjarlœgðu lager — Lip-úraverksmiðjanna Uralagerinn í frönsku Lip- úraverksmiðjunum, metinn á 750 milljónir íslenzkra króna, var fjarlægður þaðan í siðustu viku. Verkamennirnir tóku sig sjálfir til og fjarlægðu úra- lagerinn og hafa nú falið hann, að þvi er segir i frétt frönsku fréttastofunnar AFP. Starfsemi úraverk- smiðjunnar í Besaneon í austur- hluta Frakklands var stöðvuð 5. apríl sl. og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórn ver.k- smiðjanna og starfsmenn hafa undanfarin þrjú ár háð marga hildi um starfsemina og starfs- hætti. I.ip-verksmiðjurnar komust í sviðsljósið 1979, þegar starfs- mennirnir 1200 talsins, tóku sig saman og stöðvuðu starfsemina eftir að fjöl- miirgum þeirra hafði verið sagt upp vegna „fjárhagslegra örðugleika.“ Vel búinn lögregluflokkur henti verkamönnunum út úr verksmiðjunum. A eftir fylgdu ellefu langir mánuðir, samfelld barátta verkamannanna Við stjórn fyrirtækisins.A endanum tókst að knýja fram "pinbera aðstoð, svo verksmiðjurnar gætu haldið áfram að starfa og verkamennirnir að vinna. Dauðadómurinn var kveðinn upp fyrir fjórum mánuðum, þegar Jaeques Chirac forsætis- ráðherra neitaði að samþykkja frekari fjárhagsaðstoð við Lip. Nokkrum dögum síðar var fyrirtækið tekið til gjaldþrota- skipta. Tap fyrirtækisins á sfðasta ári var 135 rnilljónir króna. Hið opinbera nafn Lip- verksmiðjanna er „Societe Europeenne d’IIorlogerie et d’tíquipement Mecanique.” Beirút: Flóttamannabúðirnar í úthverfi Beirút hafa verið í stöðugu skot- máli síðastliðnar sex vikur. Mannfail hefur verið gífurlegt og hér má sjá lík tveggja kvenna, sem fallið hafa með börn sin í fanginu. Haldist vopnahléð tekst að bjarga eitt þúsund sœrðum Starfsfólk alþjóða Rauða krossins mun í dag freista þess að reyna að halda áfram björgunaraðgerðum í flótta- mannabúðunum Tel Al-Zaatar í austurhluta Beirút, sem er á valdi hægrisinna Talið er, að allt að eitt þúsund særðra manna hafist við í búðum þessum, sem hafa verið í stöð- ugu skotmáli hægrisinna und- anfarinn mánuð. í gær tókst starfsmönnum hjálparsamtakanna, undir stjórn aðalfulltrúa þeirra í Líbanon, Jean Hoefliger, að bjarga 91 manni, konum, börnum og karlmönnum, út úr búðunum á mjög skömmum tíma og undir stöðugum hótunum hinna stríðandi aðila, að hefja bardaga á ný. Gert hafði verið tímabundið vopna- hlé, en vonir stóðu til, að hægt yrði að framlengja það eitthvað fram eftir degi í dag. Sagði Hoefliger við frétta- menn í gær, að mikil nauðsyn væri á því, að flytja fólkið í burtu úr búðunum, þar eð al- gerlega óviðunandi hjúkrunar- aðstaða, vatnsskortur og alger skortur á matvælum myndi annars ganga af því dauðu. Heldur voru menn vondaufir um, að mönnum tækist að halda vopnahléð, sérstaklega með til- lititil þess, að sumar hreyfingar hægri manna höfðu alls ekki verið til viðræðu um slíkt í fyrstu. Víkingur 1. á Mars: Nœr úrkuki vonar um að Iff finnist á Mars Síðustu tilraunir Víkings I. á Mars hefjast í dag — og vísindamenn í stjórnstöðinni í Pasadena i Kaliforníu eru nær úrkula vonar um að líf sé að1 finna á reikistjörnunni. Þeir voru bjartsýnir á laugar- daginn, þegar svo virtist sem nægilegt köfnunarefni og súr- efni væri fyrir hendi á Mars til að líf gæti þrifizt þar. Nú telja menn hins vegar, að þessar mælingar Víkings I. hafi verið afleiðing óvenjulegra efna- hvarfa í yfirborðssýnunum, efnahvarfa, sem ekki þekkjast á jörðinni. Tilraunir ferjunnar í dag munu skera úr því hvers eðlis ryðrautt yfirborð plánetunnar er og útskýra frekar útkomuna úr fyrri tilraunum. Kissinger fœrir írans- keisara kjarnakljúfa Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Henry Kissinger, er nú á förum til írans, þar sem hann mun eiga viðræður við keisara landsins. Er búizt við því, að niðurstaða þeirra viðræðna muni hafa í för með sér sölu á kjarna- kljúfum til Iranbúa og munu þeir kljúfar bæði geta framleitt raf- magn og komið að gagni við fram- leiðslu kjarnorkuvopna. Fara Bandaríkjamenn fram á að hafa nána umsjón með kjarna kljúfum þessum, sem framleiða eiga allt að átta þúsund megavött- um, en hafa þó ekki krafizt þess, að fá eldsneyti þeirra sent til Bandaríkjanna til endurnotkun- ar. Platíníum er unnið úr þessu eldsneyti og er meginuppistaðan í framleiðslu kjarnorkuvopna. íran var eitt þeirra landa, sem undirritaði samninginn um tak- mörkun á útbreiðslu kjarnorku- vopna árið 1968 og gaf þar með í skyn, að það ætlaði sér ekki að verða meðal kjarnorkuþjóða. transkeisari mun nú bætast í hóp þeirra valdamiklu þjóðhöfðingja, sem hafa yfir kjarnorkuvopnum að ráða. SOVÉTMAÐURINN FÆR TÍMA TIL AÐ ÁTTA SIG Forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, hefur sagt, að ljóst sé, að hinn 17 ára gamli sovézki dýfingamaður. Sergei Nemtsanov, sem beðið hefur um pólitískt hæli í Kanada, hafi gert það af fúsum vilja og verði því ekki þvingaður til þess að fara úr landi. Hins vegur. sagði Trudeau. vegna þess hve ungur sovét- maðurinn er, verði aðgefa honiitn meiri tíma til þess að átta sig. ef ske kynni að hann sæi sig um hönd. Nemtsanov hefur verið veitt bráðabirgðadvalarleyfi og ntá dveljast í landinu þar til 30. janúar á næsta ári.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.