Dagblaðið - 04.08.1976, Síða 9
DAliBLAÐIt). — MIÐVIKUDAIiUK 4. AUUST 1976.
9
BILASALAR ANNAST Ml LL J ARÐAVIÐSKIPTIARLEGA:
EKKERT EFTIRLIT MEÐ TIL-
SKYLDUM VERZLUNARLEYFUM
Bilasalar i Reykjavík annast
milljaröaviöskipti árlega, en
ekkert eftirlit er, meö því hvort
þeir eri^ færir um að ganga frá
nauðsynlegum viðskiptaskjöl-
um í örum eigendaskiptum
þeirra verömæta sem bilar eru.
Hér er að sjálfsögðu átt við þá,
sem einungis taka að sér að
selja notaða bíla.
,,Ég þykist ekki vera í vafa
um að bílasalar þurfi verzlunar-
Ieyfi,“ sagði Ölafur W. Stefáns-
son. deildarstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu, í viðtali við Dag-
blaðið. Ölafur sagði, að hvort
sem litið væri á starf þessara
manna sem tilboðasöfnun,
umboðssölu eða annars konar
meðalgöngu um viðskipti, félli
það undir ákvæði laga um
verzlunaratvinnu nr. 41 frá
1968.
Til þess að selja karamellur í
gegnum lúgu þarf verzlunar-
leyfi, sem kostar nú kr. 50
þúsund, og ekki eru veitt
öðrunt en þeim sem uppfylla
tiltekin skilyrði. Meira að segja
þarf verzlunarleyfi til þess að
reka fornsölu með notaða
húsmuni.
Ekki er verið að vega að þeim
bílasölum sem rækja starf sitt
af ábyrgðartilfinningu þótt að
þessu sé vikið, heldur bent á
nauðsyn þess, að með einföldu
eftirliti sé reynt að gæta hags-
muna þeirra sem leita eðli-
legrar þjónustu við sölu og
kaup notaðra bíla.
Dagblaðið sagði nýlega frá
eftirfarandi viðskiptum: Full-
orðinn maður setti notaðan bíl í
sölu hjá bílasala. Kaupandi gaf
•sig fram og bauð verð sem selj-
andi sætti sig við. Það var kr.
140.000.00. Kaupandinn hafði
handbærar kr. 20.000.00. en
bauðst til að samþykkja víxil til
þriggja vikna fyrir eftirstöðv-
unum, að frádregnum sölulaun-
um til bílasalans, sem hann gat
snarað út. 117.200.00 króna
víxill var ekki greiddur á gjald-
daga og við eftirgrennslan kom
í ljós að kaupandinn var eigna-
laus. Hins vegar hafði hann selt
bílinn strax aftur og fengið
hann að fullu greiddan!
„Bílasalanum bar að tryggja
greiðslu víxilsins eftir því sem
föng voru á,“ sagði Halldór
Snorrason, sem er einn elzti og
reyndasti bílasali borgarinnar,
í viðtali við Dagblaðið. „Fyrir
tryggilegan frágang er.u sölu-
launin tekin," sagði Halldór,
„enda þótt gæta beri hagsmuna
beggja aðila í bílaviðskiptum."
Varðandi verzlunarleyfi sagði
Halldór: „Ég hefi talið skylt og
sjálfsagt að hafa slíkt leyfi.
Bílasala er ábyrgðarstarf."
Allmörg ár eru nú síðan
umræða var á Alþingi um að
setja skilyrði fyrir bílasöluleyfi
hliðstætt leyfi til fasteignasölu.
Hversu sem þvi verður bezt
háttað að tryggja hæfni og
áreiðanleika þeirra sem við
bílasölu fást, er fullkomin
ástæða til eftirlits með þessum
umfangsmiklu viðskiptum.
—BS
Lögreglumenn
í þyrlu
stöðvuðu
ökufant
Það er óalgengt að
lögreglumenn i þyrlu hafi hendur
í hári ökuþóra og sjái um að þeim
sé komið til réttra yfirvalda.
Þetta gerðist þó á mánudaginn i
allri umferðinni til bæjarins.
Þegar Oskar Ölason og menn
hans voru i þyrlu Landhelgisgæzl-
unnar og SVFÍ að fylgjast með
untferðinni, sáu þeir mann á
mótorhjóli á Suðurlandsvegi á um
100 km hraða.
Flugmaður þeirra varð við
beiðni þeirra um lendingu og þeir
stöðvuðu ökuþórinn og sáu um að
hann kæmist til réttra yfirvalda.
Auk þess aö vera á ólöglegum
hraða reyndist hjólið ekki upp-
fylla skilyrði skoðunarmanna.
Var það svipt númerum sínum.
Hjólið var „gamall kunningi" lög-
reglumanna, enda farkostur
þeirra í eina tíð.
— ASt.
BISKUPAR Á N0RÐURLÖNDUM GREIÐA ATKVÆÐI
18. þing biskupa á Norðurlönd-
um var sett í Hátíðarsal Háskól-
ans í gærdag. Það var biskup
íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson,
sem setti þingið, en auk hans taka
þátt í því fyrir Islands. hönd,
vígslubiskuparnir sr. Sigurður
Pálsson, Selfossj og sr. Pétur
Sigurgeirsson, Akureyri.
Þing sem þetta er haldið
þriðja hvert ár en þetta er í fyrsta
skipti sem það er haldið hér á
landi. Ennfremur mun þetta vera
mesti fjöldi biskupa sem hefur
verið samankominn á íslandi á
sama tíma.
Helztu umræðuefni biskupa-
þingsins eru: Skírn, trú og upp-
fræðsla; Kirkja og ríki; Helgisiðir
á Norðurlöndum; Frelsi mannsins
í samfélagi nútímans, auk þess
sem einn biskup frá hverju landi
mun ræða um vandamálin í eigin
kirkju. Þá verða einnig ræddir
•möguleikar á því að norrænir
prestar geti fengið prestsstörf og
önnur kirkjuleg störf innan
Norðurlandanna og öðlist rétt til
að starfa i þeim öllum.
Biskuparnir munu heimsækja
forseta íslands og ferðast til Þing-
valla en þinginu verður slitið f
Skálholti á föstudag.
JB/DB-mynd Biarnleifur
Leiddist biðin hjá Bif-
reiðaeftirlitinu og f ór
Mœldist á 120 km hraða á Kringlumýrarbraut
Þeir komust upp í 120 km
hraða á klukkustund i eltinga-
leiknum við ökumann þessa
„tryllitækis" af Mustang gerð,
sem er á breiðum börðum og
vel búið til spyrnu. Honum
var fyrst gefið stöðvunarmerki
á Langholtsvegi og hlýddi hann
þvi. Var honum fylgt til Bif-
reiðaeftirlitsins þar sem skoða
átti farkost unga mannsins.
Lögreglumennirnir yfirgáfu
síðan staðinn. En þeir höfðu
ekki farið ýkja langt er þeim
var tilkynnt að ökumaðurinn
ungi hefði ekki viljað una við
hjá Bifreiðaeftirlitinu og ekið
þaðan á brott á óskoðuðu trylli-
tækinu.
Hófst nú leitin. Hún bar
árangur er Mustangbifreiðinni
sást ekið eftir Litluhlíð í Hliða-
hverfi. Er lögreglan var komin
í leikinn jók ökumaðurinn
hraðann og á Kringlumýrar-
braut mældist hraðinn 120 km
á klst.
Var nú stefnt á Kópavog og
sveigt út á Kársnesbraut. Þar
slóst Mustang-bíllinn lauslega í
kyrrstæðan bíl en olli
ekki skemmdum. A Kársnes-
brautinni lyktaði eltingáleikn-
um með handtöku unga manns-
ins.
Var hann nú færður til yfir-
heyrslu í lögreglustöðina og
bíllinn færður til skoðunar. Þar
var hann stýfður númers-
plöttim, því ekki uppfyllti hann
skilyrðin. Ekki eru því allar
ferðirtil fiárbótt farnar séu. ASt
w
NYK0MIÐ!
Teg. 404
Litur: L.jós
brúnt leður.
Stærðir: Nr
3—VA <í V4 nr.).
VERÐ Kr. 4980,
Teg. 327
Litur: Ljós-
brúnt leður
Stærðir: Nr.
3—7 'á (i '/í nr.).
VERÐ Kr. 4980,-
Póstsendum
Skóverzlun Þórðar Peturssonar
Kirkjustrœti 8 v/Austurvöll - Sími 14181