Dagblaðið - 04.08.1976, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUR 4. AGÚST 1976..
MMBIABIB
frfálst, úháð dagblað
Ulíiofantli Danblartið hf.
Framkvænulastjóri: Svoinn H. Kyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birj*ir Pótursson. Kitstjórnarfulltrúi: llaukur HolKason. Aóstoóarfrótta-
stjóri: A.tli Stoinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannos Roykdal. Handrit
Asjíiimur Pálsson.
Blaóamonn: Anna Bjarnason. Asj*oir Tómasson. Bor«Iind As«oirsdóttir. Brajú Siuurósson.
Krna V. In«ólfsdóttir. (lissur Si«urósson. Hallur Hallsson. Holjd Pótursson. Jóhanna Bir«is-
dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristin Lýósdóttir. Ólafur Jónsson. Ómar Valdiinarsson. Ljósmyndir:
Arni Páll Jóhannsson. Bjarnloifur Bjarnloifsson. Björj»vin Pálsson, Raj*nar Th. Sijiurósson
(Jjaldkori: Þráinn Þorloifsson. Droifinj’arstjón: Már K.M. Halldórsson.
Askriftarj*jald 1000 kr. á mánuói innanlands. I Iausasölu f50 kr. ointakió.
Ritstjórn Síóumúla 12. sími 8J.T22. auj>lýsinjiar. áskriftiroji afjíroiósla Þvorholti 2. sími 27022.
Sotninj* ojí umbrot: Dajiblaóió hf. «j* Stoindórspront hf.. Armúla 5.
Mynda-oj; pjötujiorö: Hilmir hf . Síöumúla 12. Prontun. Arvakur hf.. Skoifunni 19.
Fínn hagsmunaklúbbur
Fyrir kemur, að nýir þingmenn,
einkum varaþingmenn, spúa eldi
og brennisteini, þegar þeir taka
fyrst sæti á Alþingi, fullir
-hugsjóna og áhuga. Þeir gera
stundum nokkrar tilraunir til að
láta að sér kveða, marka spor sín á
Alþingi
Hinir eldri og reyndari þingmenn brosa góð-
látlega að þessum ungæðishætti og láta ekkert
raska ró sinni. En þeir gæta þess að láta
nýliðana ekki komast upp með moðreyk. Alls
staðar rísa háir veggir, sem hugsjónamálin
komast ekki yfir.
Smám saman átta nýliðarnir sig á, að þeir
eru hafðir að spotti. Hver á fætur öðrum stíga
þeir niður úr háum söðli sínum og fara að
semja sig að siðum og háttum þingmanna. Þeir
reyna að verða eins og hinir strákarnir í
klúbbnum.
Nýliðarnir læra að rugga ekki bátnum, því að
þingmenn kæra sig ekki um ónæði. Þeir læra að
umgangast þingmenn annarra flokka eins og
hverja aðra klúbbfélaga. Þeir glata smám sam-
an frumkvæði sínu og læra að gera ekki neitt
annað en það, sem flokksforustan vill láta þá
gera.
Alþingismenn eru enginn þverskurður þjóð-
félagsins. Þeir eru raunar helzt til líkir hver
öðrum, enda er forsaga þeirra að mörgu leyti
svipuð. Þeir hafa unnið sig upp eftir flokksvél-
inni og Hafa allir gengizt undir eldskírn bar-
áttusætis í kosningum, hvar í flokki sem þeir
standa.
Þetta úrval heldur áfram, þegar á þing er
komið. Þar heldur sérhæfingin áfram, er þing-
mennirnir fara að laga sig hver að öðrum og að
hefðum þingstarfanna. Andinn á Alþingi er
eins og í virðulegum brezkum karlaklúbbi, þar
sem menn umgangast aðeins sína líka.
í fínum klúbbum er ekki til siðs að gera neitt.
Því fyrr sem nýliðar átta sig á þessu á Alþingi,
þeim mun fyrr tekst þeim að koma sér fyrir í
hinu nýja kerfi. Þeir komast smám saman í
betri nefndir og fara svo loks að krækja sér í
bitlinga í samlögum við aðra þingmenn.
Það tekur langan tíma að vinna sig upp í
bankaráð og einstaka hæfileika til að verða
stjórnarmaður eða kommissar Framkvæmda-
stofnunar ríkisins. Beztu klúbbstrákarnir
verða svo ráðherrar í fyllingu tímans.
Þingmenn ráða mestu í athafnalífi þjóöar-
innar með setu sinni í bönkum, sjóðum, Fram-
kvæmdastofnun og ríkisstjórn. Þeir setja lög
um að ná undir sig sífellt stærri hlutum af
fjármagni þjóðarinnar til þess að ráðskast með
og til þess að tryggja sér endurkosningu.
Það er bara í þykjustunni, að stjórnmála-
flokkarnir hafa mismunandi stefnuskrár. í
reyndinni stefna þeir allir að því að þenja út
ríkisbáknið og gefa þingmönnum færi á að
úthluta sem flestum aurum, aðallega í formi
lána, til vina og stuðningsmanna.
Þeir, sem reyna að segja þjóðinni frá
staðreyndum þessa máls, eru ekki að grafa
undan viróingu Alþingis. Það eru þingmenn-
irnir sjálfir búnir að gera. Þeir hafa gert
Alþingi að hagsmunaklúbbi, sem starfar að
eflingu valda og fjárráóa klúbbfélaganna.
Þingmenn hafa einangrað sig frá þjóðinni í
lokuðum fjárplógsklúbbi og hafa auðvitað um
leið rýrt traust þjóðarinnar á hornsteini þing-
ræðisins.
—;------------
Kúba og Angóla:
„Þeir eiga bifreiðar,
en kunna ekki
oð aka þeim"
— segir Fidel Castro
Umfangsmiklir samstarfssamningar
undirritaðir eftir heimsókn Netos
Forseti Angóla Agostino
Neto, er kominn heim Ur ferða-
lagi sinu til Kúbu með fulla
vasa af viðáttumiklum sam-
starfssáttmálum og endurtekið
loforð um, að hersveitir Kúbu-
manna verði til taks, ef á þarf
að halda.
Nú, níu mánuðum eftir að
Kúbumenn komu Þjóðfrelsis-
hreyfingu Netos í Angóla til
hjálpar og björguðu þeim frá
augljósum ósigri, hafa þióðirm
ar bundizt hernaðar-, efnahags-
og stjórnmálalegum böndum.
sem tryggð eru um nánustu
frámtíð.
Heimsókn Netos forseta
markaði endalok hinnar djörfu
hernaðaríhlutunar Kúbumanna
í borgarastyrjöldina í hinni
fyrrum nýlendu Portúgala.
Þeir munu nú koma Angólabú-
um tii hjálpar við uppbyggingu
efnahagskerfisins og að koma
lagi á stjórnkerfi lan Jsins.
t ræðu, sem Fidel Castro hélt
á þjóðhátiðardegi Kúbu, þar
r
Að vinna fyrir sér
Fjölmargir hafa fram að
þessu litið á varnarliðið sem
illa nauðsyn, enda mótað sína
skoðun eftir orðum þeirra
stjórnmálamanna, sem alið
hafa á því alla tíð, að ísland sé
annars varnarlaust smáríki,
mitt á milli stærstu óvinaþjóða
jarðarinnar. Ef bandaríski her-
inn færi héðan myndu Rúss-
arnir koma, og þeir séu sko
verri en Satan sjálfur.
En nú er fólk nokkuð al-
mennt farið að sjá, að þetta er
að mestu blekking, enda fékkst
ótvíræð sönnun fyrir því í átök-
um við Breta, að Bandaríkja-
menn eru hér sínu Landi til
varnar en ekki okkar. Hvað
varðar hættu frá Rússum, þá
hafa Islendingar ekki haft neitt
slæmt af þeim að segja, heldur
átt við þá góð viðskipti, til
dæmis keypt af þeim olíu og
selt þeim þann fisk, sem Banda-
ríkjamenn vilja ekki éta.
Fólk er almennt hætt að trúa
þeirri varnarollu sem tönnlast
hefur verið á í meira en tvo
áratugi, og er farið að álíta, að
þeir, sem mæla ákafast með
veru varnarliðsins, geri það
vegna fjárhagslegra hagsmuna,
þjóðarheill sé aðeins yfirskin.
Fyrir okkur er ekki þörf
fyrir varnarliðið, og eigum við
að segja upp varnarsamningn-
um en gefa Bandaríkjamönn-
um kost á að leigja sér aðstöðu
fyrir herstöð hér á landi, telji
þeir það nauðsyn sínu landi til
varnar.
Yrðu það mun heiðarlegri
viðskipti en að láta þá fjár-
magna hafna- og vegafram-
kvæmdir undir því yfirskini að
auka varnir landsins.
En okkur væri nauðsyn að
vera áfram innan áhrifasvæðis
hins vestræna heims, og okkar
framlag til NATO verður að
koma frá okkur sjálfum. Öðru
vísi erum við ekki fullkomlega
sjálfstæð þjóð.
Eftir reynslu síðasta þorska-
stríðs höfum við enga trygg-
ingu fyrir, að ekki verði ráðizt á
okkur af einhverri vinaþjóð
Bandarikjanna.
Það eiga sjálfsagt eftir að
koma þeir tímar, að eitthvað
hér á landi eða í landhelgi verði
eftirsóknarvert fyrir aðrar
þjóðir. Við vitum ekki, hvað
framtíðin ber í skauti sér, en
við vitum af biturri reynslu, að
við erum varnarlaus, nema við
getum varið okkur sjálf. Og
til þess þurfum við að auka
okkar eigin varnir það mikið,
að aðrar þjóðir geti ekki farið
inn í okkar lögsögu og tekið þar
hvað sem er.
Auðvitað kostar það mikið að
halda uppi eigin vörnum svo
vel dugi. En ég efast um að það
sé dýrara en það efnahagslega
tjón sem þjóðin verður að þola
vegna hersins.
Stærsta tjónið er, að við fórn-
um dýrmætu vinnuafli að
minnsta kosti tvö þúsund
manna, sem vinna hjá eða í
tengslum við herinn, en þjóð-
r
Með nokkru millibili upp-
hefjast raddir á Islandi sem
harma með trega þann almenna
skort á virðingu fyrir alþingi,
sem ætla mætti eftir bölmóðs-
kenndum málflutningi, að væri
nokkurskonar hörgulkvilli er
þjáði meiginþorra landsmanna,
og hægt væri að ráða bót á
með ávísun í lyfjabúð uppá
hylki eða sprautur sem at-
kvæðin fengju í þann líkams-
hluta sem þykkastur er. En það
myndu vera rasskinnar hæst-
virtra kjósenda.
Atkvæðamaður í forystu
góðtemplara birtir þessar
álappalegu fullyrðingar í Tím-
anum nýlega. — Það er losara-
bragur á menntun í þjóðfélags-
fræðum þar sem menn hafa
enga hugmynd um hvernig lög-
gjafarstarf er unnið og á að
vinnast. Ástæða er til að halda
að skólakerfið hafi ekki náð
eins góðum árangri og þyrfti að
vera á því sviði.
Hér gætir gróflegs misskiln-
ings. Virðingu fyrir einstakl-
ingum, stofnunum eða félags-
samtökum er aldrei hægt að
vekja með pillum, innspýting-
urn, fortölum né hrísvendi
Sönn virðing er nokkuð sem
hver og einn þarf að vinna fyrir
á maklegan hátt: verður að
sanna í verki að eigi skilið
vegna mannkosta sinna hug-
sjóna eða afreka: helst allt í
FÁEIN 0RD
senn þannig að afrek byggð á
hugsjónum séu unnin í krafti
mannkosta.
En þetta er grundvallaratriði
sem templarar hafa naumast
gert sér grein fyrir. Og frammi-
staða templara síðustu áratug-
ina er með þeim hætti að við-
brögð þeirra er standa utan við
félagsskapinn fyrir háværum
fyrirgangi templaranna sjálfra,
er ýmist góðlátleg meðaumkun
eða bölv og ragn. Þó eru þeir
sorglega margir sem hlæja
opinberlega að ámátlegum
skrípalátum góðtemplara. Svo
serh eins og þessum margítrek-
uðu fundarsamþykktum sem
templarar með offorsi troða í
alla fjölmiðla uppá eigið ágæti
og þau jötunefldu tök er þeir
þykjast hafa lyft, íslensku
mannlífi til þrifnaðar. Ára-
tugum saman hefur enginn
heyrt um jákvætt viðvik unnið
af góðtemplarareglunni og
menn koma eins og álfar út úr
hól þegar minnst er á hinn
þjóðfélagslega afrakstur af
hugsjónabaráttu góðtemplara.
Og menn verða slegnir sama
vankanum og núverandi æðsti
templar yrði undirlagður af, —
en hann gruflar í ættfræði í
hjástundum sínum — ef hann
rði þá hrollvekjandi uppgötv-
un, að þeir einstaklingar sem
sannanlega hafa dáið barn-
lausir væru forboðalaust skrif-
aðir fyrir fjölmennustu afkom-
endahópunum í ættartölum
templarans.
En templurum er nokkur
vorkunn. Þeir verða að hæla
sér sjálfir. Aðrir verða naumast
til þess. Nema kannski einstaka
lítilsgildur alþingisframbjóð-
andi í atkvæðasníkjum.
Áratugum saman hefur góð-
templarareglan notið styrkja úr
rýrurn sjóðum ríkisins. Og nátt-
úrlega með samþykki alþingis.
Margir viija meina að einmitt
þessi framfærslustyrkur til
templara, sem þeir fá sam-
þykktan án þess að leggja fram
efnahagsreikning eða áætlun
uni notkun fjárins. sem og
aðrar ákvarðanir alþingis, þar
sem sama gáleysið hefur ráðið
gerðum þess, beri alla sök á þvi
hvað alþingi er neðarlega á vin-