Dagblaðið - 04.08.1976, Page 24

Dagblaðið - 04.08.1976, Page 24
r ------------S Bœndur utan Landeigenda- félags Laxór og Mývatns: - Yilja lögbann á nýja laxastigann — felja hann geta raskað lífríki Laxár og Mývatns ofan Laxárvirkjunar Bændur við Mývatn og Laxá, a.m.k. nokkrir þeirra bænda, sem standa utan við Landeig- endafélag Laxár og Mývatns, hugleiða nú lagalega möguleika á að setja lögbann á fram- kvæmdir við fyrirhugaðan laxa- stiga í Laxá framhjá virkjun- inni. Sem kunnugt er var nýlega lokið við hönnun þessa stiga sem áætlað er að muni kosta um 100 milljónir króna í bygg- ingu miðað við núverandi verð- lag. Bændur í Landeigenda- félagi Laxár og Mývatns hótuðu í vor að fara í mál við ríkið yrði ekki þegar í stað gengið í fram- kvæmdir við þennan stiga, sem þeir telja að þeim hafi verið lofað fyrir löngu. Bændur utan landeigenda- félagsins vilja hins vegar koma í veg fyrir framkvæmdina. Þeirra röksemdir gegn laxastig- anum eru m.a. að laxaseiði í ánni ofan við virkjun, muni keppa við silung og húsönd um fæðu í ánni og geti þannig raskað lífríkinu þar. Einnig benda þeir á að lax, sem að sjálfsögðu gengur úr sjó, hafi aldrei gengið lengra en að foss- unum við virkjunina og telja að laxinn kunni þvf að bera með sér einhverja kvilla úr sjón- úm, sem eru áður óþekktir ofan fossa. Loks segja þeir silunginn í Laxá, ofan virkjunar, mjög góðan og gefi hann laxi ekkert eftir sem sportveiðifiskur. Ekki er blaðinu kunnugt um hvort allir bændur utan áður- nefnds landeigendafélags vilja ekki stigann, því þegar blaðið reyndi í gær að ná sambandi við Jón Pétursson á Gautlöndum, sem er einn andstæðinga stig- ans, vildi hann ekki ræða við blöð um málið. — G.S. MAÐUR MEÐ GOTT FARARTÆKI Ákveðinn og ótrauður horfir þessi Vestmannaeyingur fram á veginn. Hjólbörurnar sem eru með í förinni, hafa líklega fylgt honum við vinnuna t gegnum árin. Hvað þær eiga að flytja í þetta sinn liggur ekki ljóst fyrir. En ærið er að starfa í Eyjum við uppgræðslu lands sem eldurinn eyðilagði meðan gosið stóð yfir, og svo eru þeir að undirbúa þjóðhátíð sem fram fer í Eyjunum um næstu helgi (DB-mynd Rógnar Sigurjónsson) Vinnuslys á Akureyri VARÐ FYRIR KASTHJÓLIÚR BÍL Piltur sem var að gangsetja bílmótor slasaðist við vinnu sfna í gær. Brotnaði kasthjólið og lenti á piltinum sem var einn af þremur sem þarna voru að vinna. Lenti hjólið í kvið pilts- ins og var hann þegar fluttur á sjúkrahús. Ekki liggur enn fjóst fyrir hversu alvarlegs eðlis meiðslin eru. — bá — Só fyrstí afplónar nú 4 mónoða fangelsisdóm fyrir hasssölu Ungur Keykvfkingur hóf sl. sunnudug afplánun fjögurra mánaða fangelsisdóms fyrir fíkniefnamisferli, innflulning og siilu á hassi. Maðurinn er hinn fyrsli, sem sætir fangelsis- visl fyrir brot á fikniefnulög- gjöfinni. Hann var handtekinn á miðju ári H)7.‘I fyrir að smygla liðlega kilöi af hassi til landsins i félagi við annan mann, sem aðstoðaði við flutninginn. Dómur féll sfðan i febrúar á þessu ári og var dómstólnum i ávana- og fíkniefnamálum falið að framkvæma hann óbreyttan i april í vor.Þá stöð hins vegar svo á hju hinum dæmda, uð siign Arnars Guðmundssonar, fulltrua við dómstoiinn, að honum var gefinn kostur á að fresta afplánun um tíma. ,.Við reynum að miða við aðstæður manna," sagði Arnar. Maðurinn er nú í fanga- geymslunni við Skólavörðustig í Reykjavik (>n verður síðar fluttur. annaðhvort austur á Litla-Hraun eða vestur að Kvía- bryggju í Grundarfirði. Arnar sagði að framkvæmd dómsins væri algjörlega óviðkomandi blaðaskrifum um að.enginn hefði enn afplánað fangelsisdóm fyrir fíkniefna- brot, aðstæður hefður ráðið þvi hvenær afpláuunin hófst. — OV. frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGUST 1976. Lokun mjólkurbúða: Gömlu hverfin illa sett „Orsök lokunartnnar er breyting á verzlunarháttum. Búð- irnar eru orðnar miklu fullkomn- ari en áður og fólk vill fá allt á sama stað,“ sagði Gunnlaugur Olafsson skrifstofustjóri Mjólkur- samsölunnar. Lokun mjólkurbúðanna virðist ætla að mæta nokkurri mót- spyrnu hér í Reykjavík. Nú er þess krafizt að haldið verði í hið gamla fyrirkomulag. Fyrir nokkrum árum voru hins vegar bæði kaupmenn og kaupendur harðir á því að mjólk ætti að fást í nýlenduvöruverzlunum. Gunnlagur sagði að mjólkursal- an hefði færzt ákaflega mikið yfir í nýju hverfin og þar væru einnig nýtízkulegustu verzlanirnar. Verzlanir væru nú nokkuð al- mennt komnar með svipað hrein- læti og mjólkurbúðir. Þær hefðu í nokkur ár farið fram á það, að fá að selja mjólk. Þegar óskir neyt- snda hefðu beinzt í sömu átt hefði verið erfitt að standa í vegi fyrir því. Hvað með gömlu hverfin? Margar verzlanir í gamla bænum hafa litla sem enga mögu- leika á því að selja mjólk. Gunn- laugur sagði að Mjólkursamsölu- menn gerðu sér þennan vanda ljósan. Hins vegar væri þetta mest gamalt fólk, sem litla mjólk keypti. Ekki taldi hann neinar Iíkur á því að ein og ein mjólkurbúð yrði skilin eftir í slíkum hverfum. „Flestum ef ekki öllum búðunum verður lokað,“ sagði skrifstofustjórinn. Virðist svo sem „sunnudagsbúðinni" í Mjólkursamsölunni verði einnig lokað. Stúlkunum sagt upp bótalaust Samsölunni mun vera heimilt að segja starfsfólkinu upp með 3ja mán. fyrirvara. Yrði stúlk- unum því væntanlega sagt upp í októbermánuði, en stefnt er að því að búið verði að afhenda kaupmönnum mjólkursölu fyrir 1. febrúar. Er Gunnlaugur var spurður að því, hvort starfsfólkið fengi ein- hverjar bætur f.vrir uppsögnina, sagði hann að það hefði ekki verið rætt. Það væri líka í samningi við kaupmenn að þær hefðu forgang að störfum. Og búast mætti við þörf fyrir aukinn starfskraft um leið og vörusala ykist. Þá væru sumar af stúlkunum 160 ungar og myndu halda í aðrar atvinnu- greinar. — B.V Grjótjötunsmálið til saksóknara í þessari viku „Kannsókmnni er að ljúka og málið fer vonandi til sak- sóknara í þessari viku." sagði Erla Jónsdóttir, fulltrúi í Saka- dómi Reykjavíkur. sem hefur með höndum rannsókn Grjót- jötunsmálsins svonefnda. Erla sagðist engar frekari upplýsingar geta veitt um það. er fram hefði komið við rann-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.