Dagblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 197«. TJALDUR EA VAR OTRYGGDUR FRA ARAMOTUM ÞAR TIL HANN SOKK Hann hafði þó bráðabirgðaleyfi Siglingamálastofnunarinnar til veiða og siglinga t dag klukkan 10 áttu að hef j- ast sjópróf vegna þess atburðar er Tjaídur EA 175 sökk er leki kom að honum uíidan Krýsu- víkurbjargi sl. sunnudag. Sjó- prófin fara fram að ósk Siglingamálastofnunarinnar. Báturinn var ótryggður all't frá áramótum og hafði öllum við- komandi verið tilkynnt um það með ábyrgðarbréfi. Hann fékk hins vegar bráðabirgðaleyfi hjá skoðunarmanni Siglingamála- stofnunarinnar á Skagaströnd' 30.7. og gilti leyfið til 1. sept. Gilti það til handfæraveiða og siglingar til Keflavíkur eða Vestmannaeyja. Kristinn Einarsson hjá Sam- ábyrgð íslands á fiskiskipum sagði í viðtali við DB: „Tjaldi EA 175 var sagt upp tryggingu frá og með siðustu áramótum. Báturinn var skráður fyrir norðan. Öllum viðkomandi aðilum var tilkynnt með ábyrgðarbréfi um uppsögn tryggingar á skipinu en upp- sögnin byggðist m.a. á galla í raflögn og á yfirbyggingu báts- I þessu ástandi var skipið selt. Eftir söluna var það flutt frá Dalvik til Skagastrandar. Skipaskoðunarmaður þar, starfsmaður Siglingamálastofn- unarinnar, gaf því fararleyfi til Vestmannaeyja þar sem nýju eigendur þess eiga heimili. Jafnframt fylgdi nokkurra daga leyfi til veiða með skak- rúllum. Hinir nýju eigendur leituðu eftir tryggingu á skipinu í Vest- mannaeyjum, þeir fengu synj- un og var sagt að enginn trygg- ingarsamningur yrði þar gerður varðandi skipið fyrr en það hefði verið skoðað og tekið á land. Eigandinn gerði þá ráð- stafanir til að fá skipið tekið upp og átti að fá það nú um mánaðamótin. Eigandinn falaðist eftir sér- stakri tryggingu á skakrúllum um borð en þær voru að verð- mæti til yfir eina milljón króna. Þeirri beiðni var einnig hafnað þangað til uppfylltar hefðu verið allar kvaðir varðandi skoðun skipsins". Hjáimar Bárðarson siglinga- málastjóri kvað það rétt að Tjaldur EA hefði fengið skoðunarvottorð til bráða- birgða hjá skoðunarmanni á Skagaströnd. Væri það leyfi út gefið 30. júlí og gilti til 1. september. Samkvæmt því hafði Tjaldur EA leyfi til að sigla til Keflavikur eða Vest- mannaeyja til viðgerðar. Jafn- f ramt var heimild í því til hand- færaveiða á tfmabilinu. I leyf- inu er Húnaflói ekki nafn- greindur en í samræðum skoðunarmanns og skipstjóra kveður skoðunarmaður hafa aðeins verið rætt um veiðar á Húnaflóa. Leyfið var veitt þar sem bráðabirgðaviðgerð hafði farið fram á raflögn og búið var að skoða samskeyti áls og stáls á brú. Var þar talið um tæringu að ræða en skoðunarmaður kvað ástand samskeytanna hafa verið mun betra en talið hafði verið og þvl hefði hann veitt bráðabirgðaleyfið. Sjópróf fara fram í Vest- mannaeyjum 1 dag að beiðni Siglingamálastofnunarinnar. Sagði Hjálmar að bæjarfóget- inn hefði tjáð sér að áhöfn Tjalds hefði ekki verið að veið- um er óhappið skeði heldur á leið til Eyja. Væri báturinn þvl innan ramma þeirra heimildar er bráðabirgðaleyfið segði til um. —ASt. Nýja olíurafstöðin á Alcureyri: 60 millj. kr. Sf með svartolíubrennslu Toppstöðin á Akureyri, en svo er nýja olíurafstöðin þar oftast nefnd, er nú fullfrágeng- in og er þar stærsta olíuaflvél á landinu. Hún er útbúin til að brenna svartolíu og að sögn Laxárvirkjunarstjórnar, sem rekur stöðina, sparar það um 60 milljónir króna á ári miðað við að hún yrði látin brenna gas- olíu. I stöðinni kostar um fimm krónur að framleiða hverja kílóvattstund en til saman- burðar kostar helmingi meira að framleiða hverja kílóvatt- stund í gömlu varastöðinni á Oddeyrinni. Utbúnaður nýju stöðvarinnar hefur reynzt vel. Ekki er talið ólíklegt að gamla stöðin verði innan tíðar að víkja vegna nýs skipulags. —F.Axfjörð/G.S. Nýja olíurafstöðin ofan við Akureyri hefur kcmið að góðum notum í orkuskortinum norðanlands. Loksins f á aldraðir Suðurnesjabúar athvarf Elliheimili opnað í Garðinum í október „Við vonumst til að reksturinn geti hafizt í október, og þá verður tekið við um 24 vistmönnum til að byrja með," sagði Haraldur Gísla- son, sveitarstjóri Gerðahrepps, er DB spurðist fyrir um opnun elli- heimilis í Garðinum. Það er Samstarfsnefnd sveitar- félaga á Suðurnesjum sem stendur sameiginlega að rekstrin- um og mun hún annast allan undirbúning þar til rekstrar- nefnd hefur verið skipuð og getur tekið við því hlutverki. Að sögn Haraldar er það Gerðahreppur sem leggur til húsnæði undir elli- heimilið, en þar er um að ræða 500 fermatra hús sem upphaflega var reist sem verbúð, en hefur lítið verið notað í þeim tilgangi. Húsið er allt á einni hæð og eru samtals 24 herbergi í því. Það skiptist í þrjár álmur. Tvær þeirra munu hýsa vistmenn, en i þeirri þriðju verður eldhús og mötuneytisaðstaða auk lækna- stofu eða aðstöðu fyrir heilsu- gæzlustöð. sem opnuð verður siðar. Töluverðar breytingart hefur þurft að gera á húsnæðinu til að samræma það þörfum elli- heimilisins, en þær eru nú á loka- stigi. Ekki er vitað enn hversu margir munu fá inni á elliheimil- inu þegar reksturinn er kominn í fullan gang, en möguleikar eru á að tveir geti búið i sumum her- bergjunum. Fyrirhugað er að veita vistmönnum aðstöðu í Barna- og unglingaskóla Gerðahrepps til margs konar handavinnu og tómstundaiðju, en í skólanum er mjög góð aðstaða til þess. Enn er ekki búið að fá heildar- mynd af því hvernig reksturinn muni ganga fyrir sig. Leitað hefur verið aðstoðar ýmissa aðila í því sambandi, svo sem forstjóra Elli- heimilisins Ass í Hveragerði, Sambands aldraðra á Suðurnesj- um, forstjóra Sjúkrahússins í Keflavík o.fl. Staða forstöðu- manns hefur verið auglýst og hafa upp undir 20 fyrirspurnir borizt, en aðeins -tvær umsóknir. Verður beðið með allar lokaáætl- anir um fjölda slarfsfólks, tækja- kaup og annað þess háttar, þar til forstöðumaður hefur verið ráðinn, en umsóknarfrestur rennur út 5. september nk. Engin aðstaða hefur til þessa verið fyrir aldraða á Suðurnesj- um, utan þess að bæjarstjórn Keflavíkur hefur haft gamalt hús til afnota þar sem hún hefur getað veitt nokkrúm öldruðum húsaskjól. En þar hafa einungis Keflvíkingar fengið inni og aðrir aldraðir Suðurnesjabúar þvi verið á hrakhðlum. „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir með að geta, þó að litlu leyti sé, bætt úr þeirri gífurlegu þörf sem er á elliheimili hér á Suðurnesjum, og við erum bjart- sýnr á rekstur heimilisins í fram- tíðinni," sagði Haraldur að lok- um. Þess má geta að Samstarfs- nefndin hefur enga styrki fengið frá riki eða öðrum aðilum til rekstursins og mun slíkt ekkert standa til. Allur kostnaður leg'gst þvi sameiginlega á sveitarfél. á Suðurnesjum, en ekki liggjá enn- þá fyrir lokatölur um stofn- kostnað vegna opnunar nýja heimilisins. JB Fyrsta kvikmyndasýningin verður á morgun kl. 17.30 og fjallar hún um tvo myndmótunarmenn, þá Henry Moore og Claes Oldenburg, 30 minútna litmynd með ensku tali. Moore er einhver mesti myndhöggvari Englendinga og sænsk-ameriski myndlistar- maðurinn Ciaes Oldenburg kom við sogu popplistarinnar á sínum tíma. FÍM á Kjarvalsstöðum: Kvikmyndasýningar á listsýningu alger nýjung hér q landi Haustsýning Félags íslenzkra myndlistarmanna stendur yfir að Kjarvalsstöðum og er opin fram til 12. september. A sýningunni eru 142 listaverk 48 listamanna. Eru það bæði málverk, teikn- ingar, grafík, vefnaður, gler- myndir og skúlptúr. Sú nýjung er á þessari mynd- listarsýningu að þar verða sýndar kvikmyndir um ýmsa listamenn og listastefnur. Verður fyrsta kvikmyndasýningin fimmtudag- inn 2. september kl. 17.30 og siðan aftur kl. 20 annað kvöld. Kvik- myndasýningarnar verða næst á sunnudag, siðan 6. sept., 9., 10., 11. og loks 12. september. Þá verður sýnd mynd um súrreal- isma kl. 17.00. Aðgöngumiðar að haustsýning- unni gilda á allar kvikmyndasýn- ingarnar sem verða í fundarsal Kjarvalsstaða. Leifur Breiðfjörð, formaður sýningarnefndar haustsýningar- innar, sagði að þetta væri nýjung hér á landi og vildu forráðamenn sýningarinnar reyna að hafa meiri fjölbreytni en hingað til hefur verið. Svona kvikmynda- sýningar eru algengar í stærri söfnum erlendis, sagði Leifur. Þá syngur söngflokkurinn Hljómeyki á sýningunni þá laugardaga sem hún verður opin nokkrum sinnum á timabiíinu frá kl. 15—17 og verður ný efnisskrá hverju sinni. — A.Bj. HJALPRÆÐISHERINN BIÐUR UM HJÁLP Hjálpræðisherinn aflar fjár til hinnar margháttuðu starfsemi sinnar með merkjasölu á morgun og á föstudag. Er þetta orðinn fastur liður í bæjarlífinu og kannast velflestir Reykvíkingar við litla blómið, sem skrýtt er íslenzkum fánaborðum. Þá þekkja allir, sem um miðbæinn fara, samkomuhald Hjálpræðis- hersins á Lækjartorgi. Þeir eru færri sem þekkja fórnfúst hjálparstarf Hersins, að minnsta kosti af eigin raun, sem betur fer. Það starf á sér langa og fallega sögu þótt það sé unnið án alls yfirlætis og hávaða. Á síðari árum hefur það í vaxandi mæli verið til stuðnings ungu fólki þótt þeim, sem eldri eru, sé ekki gleymt. Merkjasölu Hjálpræðishersins hefur ætíð verið vel tekið og væntir hann velvildar borgarbúa og annarra nú sem áður. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.